Þjóðviljinn - 21.07.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.07.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Gamaldags ráðherrar Miklir umbrotatímar ganga yfir íslenskt samfélag. Á sumum sviðum er um að ræða stökkbreytingar sem eiga eftir að hafa í för með sér ófyrirsjáanlega byltingu á lífi þjóðarinnar. Hver maður getur litið í kringum sig og velt því fyrir sér hvernig þjóðfélagið var fyrir 10 árum og reynt að gera sér grein fyrir því hvers vænta má í þeim efnum að áratug liðnum. Hér verður ekki reynt að útmála hvað fylgir í kjölfar aukinn- ar tölvuvæðingar, uppstokkunar á fjölmiðlum eða nýjum matarvenjum, svo að nefnd séu nokkur svið þar sem gagngerar breytingar blasa við. Að sjálfsögðu eru breyting- ar ekki alltaf til bóta. Ekki er t.d. öruggt að eitthvað gott muni leiða af þeirri stórkostlega hröðu eignatilfærslu sem nú á sér stað hér á landi í krafti himinhárra vaxta. Innan tíðar verða fjármagnseigendur, sem innheimta okurleigu fyrir peninga- lán, búnir að ná eignarhaldi á flestum fasteignum og at- vinnutækjum þjóðarinnar. Þessi eignatilfærsla breytir ekki nema í einstaka tilfelli afstöðu vinnandi manna tii fram- leiðslutækja en hún er til marks um að á fæstum sviðum þjóðlífsins falla vötn í einum stokki heldur flæmast óhamin um víðan völl. Tæpast lítur nokkur maður lengur svo á að unnt sé að afla sér menntunar í eitt skipti fyrir öll og að eftir það þurfi ekki að setjast á skólabekk. Aðsókn á ýmiss konar námskeið sýnir að símenntun er nauðsynleg og hún verður enn nauðsyn- legri á næstu árum. Þess ætti að mega vænta að með víðtækum þjóðfélags- breytingum hefði einnig orðið breyting á viðhorfum íslenskra stjórnmálamanna. Almannarómur kveður með síauknum styrk þann söng að mörg þeirra mála, sem stjórnmálamenn töídu sig fyrrum hafa einkarétt á, séu miklu betur komin í annarra höndum. Krafan um meiri valddreifingu og aukið lýðræði verður stöðugt háværari og má í þeim efnum merkja óslitna þróun frá þeim tíma að fjara fór undan einvaldskon- ungum sem töldu sig eina hafa vit fyrir fákunnandi lýðnum. Margt bendir til að ráðamenn í íslenskri pólitík hafi því miður allt of fáir gert sér grein fyrir því að tíminn stendur ekki í stað. Á síðustu mánuðum hafa ráðherrarnir glögglega sýnt að unggæðingslegt útlit og strákslegt orðbragð er síður en svo trygging þess að menn séu ekki gamaldags. Aftur og aftur komið í Ijós að í ríkisstjórn sitja nú andlegir arftakar skrifstofustjóra í kanselíi og rentukammeri. Helmingaskipti er hugtak sem notað var fyrr á þessari öld til að lýsa því hvernig Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur skiptu með sér því veitingarvaldi, sem óprúttnir áhangendur kanselí-stílsins töldu sjálfsagt að fylgdi ráð- herrastólum og nýttu til að veita dyggum flokksgæðingum embætti. í samsteypustjómum þurfti að skipta embætta- veitingunum milli stjórnarflokka og þóttu slíkir samningar keyra úr hófi þegar Framsókn og íhald sátu saman í stjórn. „Einn fyrir mig og einn fyrir þig," var skiptareglan án tillits til næfni umsækjenda. Afskiptasemi ráðherra af ráðningu bankastjóra og íhlutun í mannahald Háskólans sýna að helmingaskiptin lifa enn góðu lífi. Aðferð menntamálaráðherra við að koma flokks- gæðingi í kennarastöðu er ákaflega athyglisverð í Ijósi þeirrar aldalöngu evrópsku hefðar að háskólar reyni eftir mætti að halda sjálfstæði sínu gegn ríkisvaldinu. Ráðherrar vorir eru ekki menn morgundagsins í þeim skilningi að skoðanir þeirra og lífssýn falli saman við kröfu almennings um aukna valddreifingu. Satt að segja eru þeir ósköp gamaldags stjórnmálamenn. ÓP KLIPPT OG SKORIÐ Enn af samkeppni Við vorum fyrir nokkrum dögum aö leggja út af leiðara í Morgunblaðinu um samkeppn- ina sem brást. Hann lýsti því hvernig sú óskmynd og hugsjón, að frjáls álagning lækkaði vöru- verð snýst í andstæðu sína í veru- leikanum: frjálsa áíagningin leiðir til þess fyrst og síðast að heilir vöruflokkar hækka „langt umfram það sem eðlilegt er" eins og blaðið sagði. Dæmi voru tekin af nýafstaðinni könnun á verði brauða. Morgunblaðið átti ekkert ann- að svar við þessum ósköpum en segja að almenningur ætti kröfu á að fá upplýsingar um það, hvern- ig á þessu stæði. Og hefði þá mátt halda áfram og spyrja: hver á að veita þær upplýsingar og hvar á að leita þeirra? Ef að verðlag á tilteknum vörum hækkar nokkuð rösklega og hjá öllum eða svotil öllum sem hana selja, þá liggur beinast við að um samsæri gegn neytendum sé að ræða, einskonar laumueinokun. Um leið hlýtur það að vera ljóst, að svoddan samráð um verð er laumuspil og feluleikur og ekki fest á blað. Hvernig má koma upp um slíkt samsæri? Tja, spyr sá sem ekki veit. Kannski mundi til þess þurfa ekki bara verðlagseftirlit heldur verðlagsleynilögreglu sem sendi agenta sína, dulbúna sem smá- kaupmenn, inn í frumskóginn með guðs blessun og karateþekk- ingu? Og þó: hvernig væri slíkt hægt í kunningjaþjóðfélaginu þar sem allir vita allt um alla. Ýsa var það heillin Það var svo dálítið broslegt að einum degi eða tveim eftir að Morgunblaðið birti harmaleiðara sinn um samkeppnina sem brást, greindi blaðið frá verðkönnun sem það hafði sjálft gert í janúar og ítrekað nú á miðju ári. Blaðið hafði leitað með logandi ljósi að vörum sem EKKI höfðu hækkað í verði á þessum tíma og fann tvær og þandi þær upp í fyrirsögn þvert yfir heila síðu: „Ný ýsa og niður- soðnar perur hafa lækkað" segir þar. En þessi merku tíðindi komu blessun samkeppninnar reyndar' ekki við. Perurnar voru í þeim vöruflokkum (með sjampói ofl) sem tollar voru lækkaðir af (og er reyndar greint frá því í könnun- inni að hinir álagningarfrjálsu hafi slælega látið þá lækkun fram koma). Og ýsan var óvenjulega há í janúar vegna þess að „rugl- ingur var á fiskverði fyrstu dag- ana eftir að mataiskatturinn var settur á og hafði Verðlagsráð af- skipti af málinu". Taki menn eftir þessu hér: Verðlagsráð hafði af- skipti af málinu. Hið skelfilega „stjórnlyndi", hin varasömu „af- skipti hins opinbera" reyndust m.ö.o. það haldreipi í fisk- neyslumálum sem eitt dugði til einhvers. Samkeppni verður að vera, mikil ósköp. En þegar hún virkar ekki, þá er ekki um annað að ræða en grípa til annarra ráða svo neytandinn sé ekki dæmdur til að hrekjast undan verðlagsvindum, eins og vesæl kona í karlrembu- ástarsögu. Samkeppni í sjónvarpi Og svo eru til svið þar sem sam- keppnin virðist blátt áfram ekki eiga við. Til dæmis sjónvarpsrekstur. Þegar útvarpslögum var breytt og Stöð tvö gat til orðið, voru mörg orð látin falla um það frelsi til að velja og hafna og finna eitthvað við sitt hæfi sem sú ný- breytni hefði í för með sér. Nú er nokkur reynsla á tvær rásir kom- in, og það kemur varla fyrir lengur að nokkur maður reyni að gaula frelsissálminn. Aftur á móti eru algengar að verða klausur í lesendabréfum og dálkum blaða, sem lýsa allsherjarleiða á sjón- varpi og minnkandi áhuga á því. Víkverji Morgunblaðsins segir til dæmis á dögunum. „Ótrúlega margir viðmælend- ur Víkverja hafa orð á því að þeir séu að mestu hættir að horfa á sjónvarp utan fréttatíma sjón- varpsstöðvanna. Þetta fólk held- ur því fram að efni sjónvarps- stöðvanna sé lélegra en það var. Getur þetta verið rétt? Er hugs- anlegt að samkeppni sjónvarps- stöðvanna hafi leitt til sparnaðar í rekstri, sem hafi orðið til þess að efnið sem boðið er upp á sé lé- legra?" Það er rétt sem kemur fram í spurninngunni: samkeppnin leiðir til þess að þeir peningar sem íslendingar eyða í sjónvarp skiptast í tvo staði, stöðvarnar geta ööru hvoru gert eitthvað sæmilegt, en báðar vantar úthald, mannskap, hugmyndir. Auk þess leiðir samkeppni í sjónvarpi um allan heim ekki til aukinnar fjöl- breytni, betri gæða, heldur til þess að menn fá æ meira af því sama. Það getur því meir en verið að dagskrár tveggja sjónvarps- stöðva á íslandi séu lakari en ein dagskrá var áður - vegna hinna lamandi áhrifa samkeppninnar. Ekki meir, ekki meir Og þó er ekki víst að þegar menn í stórum stfl hætta að nenna að horfa á sjónvarp að það sé fyrst og fremst vegna þess að dag- skrám fari aftur. Menn gleyma þvf oft að það er eitthvað til sem heitir að éta yfir sig. J>að er einsog innbyggt í framfarahugmyndir okkar að öll neysla hljóti að aukast (nema kannski neysla á feitmeti eftir að heilsubylgjan skall yfir). En þegar betur er skoðað: er nokkur ástæða til þess að við getum haft gaman af því til lengdar að horfa á sjónvarp svo sem fjórar-fimm stundir á kvöldi? Við vorum kannski bíó- sjúk hér i gamla daga, meðan við vorum krakkar, en ein bíómynd á dag var nóg og meira en það. Dettur engum í hug, að það sé blátt áfram jákvætt, elskulegt og heilbrigt merki um að fólk hefur sloppið frá því að gera sjónvarp að einskonar vímugjafa og er þar með ekki enn dautt úr öllum æðum, að menn enn hafa rænu á að skera niður sína sjónvarps- neyslu? Og finna sér eitthvað annað til skemmtunar og andlegs lífs. ÁB. Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandl: Utgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Arnl Bergmann, Mörður Arnason, Óltar Proppé. Fréttastjórl: Lúðvlk Geirsson. BlaftanMnn: Guðmundur RúnarHeiðarsson, Hjörieifur Sveinbjömsson, Kristófer Svavarsson, Mafhfriður Júllusdóttir, Magnús H. Gfslason, Lilja Gunnarsdðttir, Ólalur Gislason, Ragnar Karlsson, Sigurður A. Friðþjófsson, Stofán Stefánsson (fþr.), Sævar Guðbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Omarsson (fþr.). Handrita-og profarkaleatur: Ellas Mar, Hildur Finnsdottir. Ljosmyndarar: Einar Ötason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstalknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvæmdast|órl: Hallur Páll Jónsson. Skrlf stof uatjórl: Jöhanna Leópoldsdóttir. Skrtfatofa: Guðrún Geirsdottir, Kristln Pétursdóttir. Auglýalngaatjórl: Olga Clausen. Auglýalngar: Guðmunda Kristinsdottir, Unnur Agústsdóttir, Sigurrðs Kristinsdóttir. Sfmavarala:SigrfðurKristjánsdóttir,ÞorgerðurSigurðard6ttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbrei&slu-og afgrsi&aluatjóri: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelrntumenn: Katrfn Bárðardóttir, ÓlafurBjömsson. Utkayrala, afgrelðsla, ritatjórn: Sf&umúla 6, Raykjavfk, slmar: 681333 & 681663. Auglýalngar: Síðumúla 6, slmar 681331 og 681310. Umbrot og astning: Prentsmiðja Þjoðviljans hf. Prsntun: Blaðaprent hf. Ver6flauaaaölu:70l<r. H»lgarblöð:80kr. ÁskrlfUrverð i mánuði: 800 kr. 6 SfÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 21. júli 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.