Þjóðviljinn - 21.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.07.1988, Blaðsíða 16
-SPURNINGIN-1 Hvað á umboðsmaður Alþingis að gera? Bergþóra Oddgeirsdóttir heimavinnandi húsmóðir: Nei, ég er ekki alveg viss. Er það ekki að koma á framfæri því sem er að gerast og fólkið vill fá að vita? Bergur Björnsson bókari: Aðgæta réttar lítilmagnans gegn kerfinu. Hann er til þess að fólk þurfi ekki að fá sér lögfræðing til að ná rétti sínum fram. Bjarni Sverrisson sölumaður: Hann á að taka á móti kvörtunum frá fólki á Alþingi. Ágústa Árnadóttir skrifstofustúlka: Nei, það veit ég ekki. Ég ekki hef minnstu hugmynd um það. / **> "* CA^ % f ElTTHmÐ % FYRIR ALLAqo Ö D %?MAN^ þJÓÐVIUINN Flmmtudagur 21. júlí 1988 164. tölublað 53. árgangur SÍMI681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Margrét Hallgrímsdóttir stendur hór við ofn mikinn sem líklega er frá því á 16. eða 17. öld. í ofninum var brenndur mór og hýbýli manna þannig hituð upp. Mynd Sig. Viðey Að vera viðbúin því óvænta Uppgröftur ífullum gangi. Fleiri vaxtöflurfinnast. Margrét Hallgrímsdóttir: Von áþvíað hægt verði að lesa úr texta þeirra bráðlega - Sögufrægur staður sem þessi er auðvitað alger gullnáma fyrir fornleifafræðinga og mjög gaman að vinna hér. Við vitum mikið um sögu staðarins og hvað við megum eiga von á að finna hér en það gildir þó í þessu starfi að maður verður alltaf að vera við- búinn því óvænta, segir Margrét Hallgrímsdóttir forleifafræðing- ur sem stjórnar uppgreftrinum í Viðey sem fram fer á vegum Ár- bæjarsafns. Margrét sagði að margt benti til þess að byggð hafí hafist í Við- ey fáum kynslóðum eftir landnám í Reykjavík og haldist samfelld fram eftir öldum. Hún sagði að gífurlega margt muna hefði fundist á svæðinu sem varp- að gæti ljósi á sögu staðaríns en vafalaust væru vaxtöflunar einna merkasti fundurínn til þessa enda slíkar töflur ekki fundist hér á landi fyrr. Sem kunnugt er fundust fimm vaxtöflur í fyrrasumar úti í Viðey og nú á dögunum bættust fleiri í hópinn. Unnið hefur verið að forvörn og rannsóknum á vax- töflunum frá því í fyrra en erfið- lega hefur gengið að ráða í texta þeirra. Af einstökum orðum sem skilist hafa má þó ráða að á þau eru rituð þrjú tungumál, ís- lenska, latína og lágþýska. Innan skamms mun forvörslu á vaxtöflunum ljúka og þá er von til að betri myndir fáist af þeim sem geri sérfræðingum kleift að lesa í textann. Margrét segir að nýjustu myndir af vaxtóflunum sýnist mun skýrari en þær sem áður hafi fengist og segist bjartsýn á að letrið verði læsilegt. í Árbæjarsafni stendur nú yfir sýning á þeim iminum sem grafnir voru upp í Viðey í fyrra- sumar. Þar er margt merkilegra muna sem sumir hafa varðveist ótrúlega vel. Einnig er kvik- myndin Viðey í Sundum sýnd á sýningunni þar sem stiklað er á stóru í sögu eyjarinnar. ib Á sýningunni (Árbæjarsafni má sjá prjónahúfu þessa sem líklega er fráþviá18. öld. MyndSig. Fjármálaráðherra segir ástæðu til að fagna því sérstaklega að lánskjaravísitalan fari ekki nema típrósentframmúr laununum samkvæmt skýrslu spekinganna Þessi tala sé í fyrsta lagi miklu lægri en verðbólgan og í öðru lagi í dágóðu samræmi við fylgi Alþýðuflokksins nfr?m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.