Þjóðviljinn - 21.07.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.07.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Verðtryggingarnefnd Nýr misgengishópur í uppsiglingu 10% misgengi lánskjaravístölu og launa íkjölfar bráðabirgðalaganna. Misgengið aldrei meira en ítíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar Sjálfsagt sætir ciiina mestum tíðindum í áliti Verðtrygging- arnefndarinnar, sem gert var op- inbert í gær, er misgengi láns- kjaravísitölu og launa á ætluðum gildistíma bráðabirgðalaganna frá því sl. vor. En nefndin er þeirrar skoðunar að lánskjara- vísitalan hækki 10% umfrain laun á tímabilin u frá 20. maí sl. og fram til aprfl á ári komanda. - Hér er um verulegt misgengi að ræða," segir í nefndarálitinu, en tekið er fram að það komist þó ekki í hálfkvisti við það misgengi launa og verðlags sem var á árun- um 1983-1984. Þegar þróun misgengis láns- kjaravísitölu og launa er skoðuð síðustu ár, kemur í ljós að mis- gengið var mest í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, en Framsóknarflokkurinn hefur manna mest látið með þær hug- myndir að grundvelli lánskjara- vísitölu yrði breytt ellegar hún tekin úr sambandi. Árið 1982 var lánskjaravísital- an að jafnaði 2,78% undir vísi- tölu launa. Ári síðar, eða 1983 hafði dæmið heldur betur snúist við og var lánskjaravísitalan 14 hundraðshlutum hærri en launa- vísitalan. Árið 1984 var lánskjar- avísitalan enn hærri eða 20,5% umfram launavísitölu og 1985 voru lánskjörin 18,5% umfram, 1986 14,3% og á síðasta ári 4% umfram launavísitöluna. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að þrátt fyrir áætlað 10% misgengi lánskjaravísitölu og launa á gildistíma bráðabirgða- laganna, sé tæplega með því móti stefnt í algera tvísýnu efnahag þeirra sem hafa áhvílandi verð- tryggðar fjárhagsskuldbindingar. Tvennt kemur til að mati 116-1 U2H 108H 104H 100 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 Misgengi lánskjaravístölu og launa. Á myndinni kemur greinilega fram að misgengi var aldrei meira en á stjórnartíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Á árunum 1983-1984 var um að ræða tvöfalt til þrefalt misgengi launa og lánskjaravístölu. Verðtryggingamefnd reiknar með 10% misgengi á gildistíma bráða- birgðalaganna frá því í maí sl. og fram til apríl á næsta ári. nefndarinnar: Annars vegar að fyrisjáanlegt misgengi sé ekki sambærilegt við fyrra misgengi 1983-1984 þegar fór saman tvö- falt tii þrefalt misgengi, mikil hækkun vaxta vertryggðra lána, lækkun fasteignaverðs, einkum á landsbyggðinni og þung greiðslu- byrði af óverðtryggðum lánum sökum mikillar verðbólgu. Hins vegar kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að lögum um greiðslujöfnun frá 1985 séu mikil- vægur öryggisventill í þeim tilvik- um þegar um misgengi lánskjara- vísitölu og launa er að ræða. Greiðslujöfnun er lögfest á lán úr hinum opinberu byggingasjóð- um og nær því ekki til verð- tryggðra lána lífeyrissjóða og bankakerfisins. Reyndar hefur ekki enn reynt á lögin til þessa. Greiðslujöfnunin er þó ekki ann- að en gálgafrestur því fyrr en seinna kemur að skuldadögum. Nefndin segir að upplýsingar um lánastarfsemi lífeyrissjóð- anna bendi til að lán til sjóðsfé- laga fari aftur í aukana. Því er lagt til í álitsgerðinni að greiðslu- jöfnun verði tekin upp á lánum lífeyrissjóðanna til sjóðsfélaga.rk Verðtryggingarnefnd Breytingar ekki tímabærar Lagalegur grundvöllur erfyrir breytingum á lánskjaravístölunni. óráðlegtað hrófla við verðtryggingum nema ítengslum við víðtækar efnahagsaðgerðir. Jón Sigurðsson: Breyting- ar breytinganna vegna skila litlu Eg lcs ekki þessa skýrslu þannig að hún leggi blessun sína yfír óbreytt ástand. En breytingar á lánskjaravísitölunni aðeins breytinganna vegna skila engum árangri. Vilji menn hrófla við fyrirkomulagi verðtrygginga fjárhagsskuldbindinga verða menn að koma með tillögur um annað fyrirkomulag betra, sagði Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra um niðurstöðu verðtrygg- ingarnefndar, setn kynnt var í gær. Nefndinni, sem skipuð var 13. apríl sl. af viðskiptaráðherra, var m.a. ætlað það verkefni að fjalla um fyrirkomulag á verðtryggingu fjárhagsskuldbindinga í ljósi reynslu undanfarinna ára og frjálsræðis í vaxtamálum. Jafn- framt var nefndinni ætlað það hlutverk að kanna lagalega grundvöll hugsanlegra breytinga á grundvelli lánskjaravístölunnar og gera tilögur til breytinga ef henni bauð svo við að horfa. Það er samdóma álit nefndar- manna að ekkert mæli lagalega gegn því að hróflað verði við lánskjaravísitölunni, svo fremi breytingarnar séu almenns eðlis og taki ekki til samninga um áunnin réttindi. Hins vegar sér nefndin enga ástæðu til að svo verði gert nema því aðeins að slíkar breytingar séu hluti af víð- tækum efnahagsaðgerðum er stuðli að jafnvægi í efnahagslíf- inu, jafnt inn á við og út á við. Einn nefndarmanna, Magnús Jónsson, telur þó ástæðu til að skila séráliti þar sem hann segist ekki geta tekið undir það sjón- armið að ekki sé ástæða til að breyta grundvelli eða samsetn- ingu lánskjaravístölu. Magnús bendir m.a. á að lánskjaravísitalan sé ekki sá óháði mælir sem henni er ætlað að vera, enda mæli hún orðið sjálfa sig eftir að fjármagnskostn- aður'af íbúðarhúsnæði var tekinn upp í grunn framfærsluvístölu- nnar. „Það er því farið að styttast í að gera lánskjaravísitöluna ein- ungis háða lánskjaravísitölunni," segir Magnús. Húsbyggjendur og aðrir þeir sem eykst langt umfram kaupmátt. Til marks um mikilvægi verð- tryggingar, bendir nefndin á að um síðustu áramót voru um 84% lána með verð- eða gengistrygg- ingu og 55% innlána bankakerf- isins. skulda mikið eiga ekki náðugar nætur framundan. Lánabyrðin Jafnframt telur nefndin sýnt að verðtrygging og hækkandi raun- vextir hafi haft mjög jákvæð áhrif á sparnað, sem hefur aukist úr 47% af landsframleiðslu 1980 í 74% um síðustu áramót. J?á segir í nefndárálitinu að samanburður á lánskjaravísitölu og annarra verðlagsmælikvarða sýni að ekki sé um verulegt mis- gengi að ræða þegar til langs tíma er litið. ^fe Flmmtudagur 21. júlí 1988 þjóÐVILJINN - SÍDA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.