Þjóðviljinn - 23.07.1988, Síða 4
s Útboð
%WÆ Vesturlandsvegur, Eskiholtslæk- ur - Gljúfurá, 1988 mr Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint J verk. Lengd vegarkafla 6,9 km, fyllingar 117.000 m3 og grjótnám 26.000 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borg- arnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 25. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 15. ágúst 1988.
Vegamálastjóri
Útboð
Svartárdalsvegur um Fjósaklif, 1988
%'S/Æ W Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint ~ verk. Lengd vegarkafla 1,4 km, magn 21.000 m3. Verki skal lokið 30. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 25. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 8. ágúst 1988.
Vegamálastjóri
Sjúkrahúsið
í Húsavík sf.
Hjúkrunarfræðingar
Hvernig litist ykkur á aö koma til liðs viö okkur á
Húsavík? Okkur vantar hjúkrunarfræðinga til
starfa í haust. Kynnið ykkur kjör og aðbúnað.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-
41333.
SÍNE-félagar athugið
Sumarráðstefna SÍNE
Sumarráðstefna SÍNE verður haldin á Hótel Borg
v/Austurvöll laugardaginn 6. ágúst kl. 14.00.
Mætum öll.
Stjórnin.
^RARIK
RAFMAGNSVEITUR RlKISINS
Iðpaðarhúsnæði
í Ólafsvík
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að selja hús;
næði sitt ásamt lóðarleiguréttindum við Grundaf-
gerði í Ólafsvík. Eignin selst í núverandi ástandi.
Húsnæðið er 160 m2 vesturendi í steinsteyptu
húsi með sperruþaki. Húsnæðið er til sýnis eftir
nánara samkomulagi við rafveitustjórann í Ólafs-
vík. Afhending eignar er miðuð við 5. desember '
1988. 71 ——'
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins í Ólafsvík fyrir kl. 11.00, 18. ágúst nk.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
Reykjavík 21. júlí 1988
Rafmagnsveitur ríkisins
FRETTIR
Fossvogsdalur
Kopavogsmenn
óska úrskurðar
Getur eitt bœjarfélag skipulagt svœði í eigu
annars? Svar félagsmálaráðherra innan tíðar.
Skipulagsráð óskar eftir viðrœðum
Fulltrúar f bæjarráði Kópa-
vogs hafa gengið á fund Jóhönnu
Sigurðardóttur, félagsmálaráð-
herra og óskað eftir áliti ráðu-
neytisins á skipulagi sem sam-
þykkt hefur verið fyrir Reykjavík
þar sem gert er ráð fyrir hraðb-
raut um Fossvogsdal en jafnframt
að framkvæmdum í dalnum verði
frestað um 5 ár.
- Við óskuðum eftir því Við
ráðherra að fá úr því skorið hvort
einu bæjarfélagi væri heimilt með
þessum hætti að skipuleggja
landsvæði í eigu annars, sagði
Valþór Hlöðversson sem sæti á í
Bæjarráði Kópavogs.
Bæjarráði Kópavogs hefur
borist bréf frá skipulagsstjóra
ríkisins þar sem óskað er eftir við-
ræðum um skiplag Reykjavíkur-
borgar. Bréf skipulagsstjórnar
hefur ekki verið formlega tekið
fyrir í bæjarráði og að sögn Val-
þórs vilja menn bíða eftir svari frá
ráðherra um lögmæti skipulags-
ins áður en frekari viðræður fara
fram. -iþ
Þrætuepli bæjaryfirvalda í Kópa-
vogi og Reykjavíkurborgar.
Sturlumál
Sturia inná teppið
Sturla Kristjánsson: Vill ekkertsegja umfundinn
Sturla Kristjánsson fyrrver-
andi fræðslustjóri á Norðurlandi
mætti á fund Birgis Isleifs Gunn-
arssonar menntamáiaráðherra á
miðvikudag. En ráðherrann átti
frumkvæði að fundinum. Fjár-
málaráðherra hefur áfrýjað máli
Sturlu til Hæstaréttar en eins og
kunnugt er dæmdi borgardómur
Sturlu 900 þúsund krónur í
skaðabætur vegna ólöglegrar
uppsagnar úr embætti fræðslu-
stjóra.
Sturla Kristjánsson vildi ekk-
ert láta uppi um fund sinn með
ráðherra en á honum var að
heyra að hann hafi snúist um
fræðslustjóramálið. „Þegar áfrýj-
un fjármálaráðherra var birt var
eins og menn vöknuðu af svefni
og sæju að það er ekki verið að
vinna að sáttum eða lausn á þessu
máli,“ sagði Sturla. Þetta væri
leið kerfisins til að brjóta niður
einstaklinginn sem tíndist í rang-
ölum dómskerfisins, reynt væri
að gera hann tortryggilegan og
gera málið að hans einkamáli.
Sturla sagði þetta mál vera
prinsippmál sem snerti almanna-
heill. Eftir málareksturinn í borg-
ardómi sæju menn betur hvernig
ætti að taka á málinu. „Mér skilst
að það sé heimilt að bæta inn
upplýsingum í Hæstarétti sem
gætu stutt málið, ég svík aldrei
sagði
málstað mér til þægðar,“
Sturla.
Pétur Þorsteinsson skólastjóri
á Kópaskeri sagði nokkra skóla-
menn á Norðurlandi vera að fara
í gang með vinnu til að undirbúa
nýja sókn fyrir Hæstarétti. Við
viljum gjarnan að málið verði
rekið með öðrum hætti þar en í
borgardómi. „Við viljum að mál-
ið verði rekið meira sem
mannréttindamál en mál sem
snýst um persónuna Sturlu Krist-
jánsson,“ sagði Pétur.
Ekki náðist í Birgi ísleif Gunn-
arsson menntamálaráðherra
vegna þessa máls.
-hmp
ASN
Lítilsvirðing við lýðræðið
Miðstjórn Alþýðusambands Norðurlands: An samningsréttar erum
við lítið betursetten ríkisrekin verkalýðshreyfing
Gengisfellingin í maí og setning
bráðabirgðalaga er einhver
ósvífnasta árás á íslenska verka-
lýðshreyfingu frá upphafí, og ein-
stök lítilsvirðing við lýðræðið,
segir í upphafí nýlegrar ályktunar
frá miðstjórn Alþýðusambands
Norðurlands.
„Með setningu þessara ósvífnu
laga var íslenskri verkalýðshreyf-
ingu í raun skipað á bekk með
Samstöðu í Póllandi og
verkalýðshreyfingu margra landa
þriðja heimsins" segir í ályktun-
inni:
„Verkalýðshreyfing, sem býr
við þau skilyrði að vera sífellt
svipt samningsrétti sínum þegar
lélegum stjórnvöldum hefur mis-
tekist við stjórn efnahagsmála
þjóðarinnar, er gagnslítið bar-
áttutæki og lítið betur sett en
íkisrekin verkalýðshreyfing
stantjaldslanda. Spyrja verður
hvort það er markmið núverandi
stjórnarflokka að svo sé?
Með setningu bráðabirgðalag-
anna, sem bönnuðu frjálsan
samningsrétt, var þeim hluta
launafólks, sem þá hafði samið
gert að una bótalaust þeirri óða-
verðbólgu og dýrtíð sem nú
geisar. Með þeim var enn frekar
teygt á því launamisrétti sem fyrir
var. Bráðabirgðalögin hindruðu
ekki á nokkurn hátt að launa-
skrið betur settra hópa ætti sér
stað, en bættu aðeins aðstöðu at-
vinnurekenda til að mismuna
verkafólki í launum.
Aumlegt yfirklór VSÍ þar sem
það hefur orðið undir gagnvart
þeim hópum sem hafa aðstöðu til
að knýja á um bætt kjör, þrátt
fyrir bráðabirgðalögin, og að-
gerðaleysi ríkisstjórnarinnar
sýna best hverra hagsmunir eru
bornir fyrir brjósti.
Miðstjórn Alþýðusambands
Norðurlands krefst þess að ríkis-
Sómabátar
Atvinnustarfsemi
urlandi
Bátasmiðjá Guðmundar hefur
opnað útibú fyrir smíðar á
Sómabátum sínum í Færeyjum.
Ástæðan fyrir því er sú að í Fær-
eyjum er 38% tollur á innfluttum
bátum og útflutningur frá íslandi
því vonlaust dæmi.
Bátasmiðjan sem hefur aðset-
ur í Hafnarfirði hefur framleitt
200 báta fyrir íslendinga. Að
vonum þótti mönnum það súrt að
geta ekki snúið sér hindrunar-
laust að útflutningi til Færeyja.
Þess vegna var gripið til þess ráðs
stjórnin nemi bráðabirgðalögin
þegar úr gildi. Efnahagsvandinn
verður ekki leystur með því að
svipta verkafólk þeim grundvall-
armannréttindum að búa við
frjálsan samningsrétt eða nema
gerða kjarasamninga úr gíldi. Al-
mennt verkafólk hefur ekki
skapað þann efnahagsvanda sem
ríkisstjómin notaði sem forsendu
fyrir setningu bráðabirgðalag-
anna. Þar verður hún að líta sér
nær.“
að setja á fót bátasmiðju þar ytra
til að losna við tollinn.
Hér er enn eitt dæmið um at-
vinnustarfsemi sem flyst úr landi
vegna tollamúra. Enginn tollur er
á innfluttum bátum til íslands og
Íiess vegna er aldrei að vita nema
slendingar eigi eftir að kaupa
þessa báta frá Færeyjum eftir allt
saman. Færeyingar hafa pantað
átta báta í viðbót við þá tvo sem
seldust í fyrra og virðast hrifnir af
kostum þeirra.
- g»s
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júlí 1988