Þjóðviljinn - 23.07.1988, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 23.07.1988, Qupperneq 8
 T! * m 44- Camerata Nova. Tónlist Camerata Nova í Kristskirkju Hér eru áferðinni 30 ungir tónlistarmenn sem kannski spila aldrei aftur saman áþennan veg. Efnisskráin spannar um 200 ár. Kontrabassaleikarinn: Gullfallegtverk. Sópransöngkonan: Arían alvegsérstök. Hljómsveitarstjórinn: Verkin öll mjög sérstök. Grillumeftil villínæstuvörðu Camerata Nova er nýstofnuð hljómsveit en hún heldur tónleika í Kristskirkju í dag klukkan 16.00. Einsöngvari með hljóm- sveitinni er Signý Sæmundsdóttir sópran, einleikari á kontrabassa er Hávarður Tryggvason og er stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson. I hljómsveitinni eru hljóðfæra- leikarar sem ýmist hafa nýlega lokið námi eða eru enn að, - alls rúmlega 30 manns. Þetta eru fyrstu hljómleikar sveitarinnar. Á efnisskránni eru „Concert- ino“ fyrir kontrabassa og strengjasveit eftir Lars Eric Lars- son, „Konsert í D“ fyrir strengja- sveit eftir Igor Stravinskí, konsert-arían „Ah, perfido, spergiuro“ eftir Ludwig van Beethoven og loks Sinfónía í D- dúr nr. 38 eða „Prag-sinfónían“ eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Tónskáldin eru flestum kunn, kannski síst Lars Eric, en þó eru hér á ferðinni afar sérstæð verk sem í flestum tilfellum eru lýsandi fyrir mestu átakatíma hjá þeim hverju fyrir sig og því sérlega frjó og gefandi. Spennandi verkefni sem næstum yngstu tónlistar- menn landsins eru að takast á við nú. Fyrir hlé verða konsertamir leiknir í þeirri röð sem hér segir frá þeim. Fyrst „Consertino“, þá „Konsert í D“, en síðust fyrir hlé er konsert-arían „Ah, perfido, spergiuro“. „Consertino“ fer mér vel „Consertino“ eftir Lars Eric Larsson er hluti af röð konserta sem hann samdi á árunum 1953- 1957 en þeir bera einmitt vitni um gífurleg afköst hans á þeim árum. Konsertarnir eru fyrir eitt ein- Ieikshljóðfæri og strengjasveit og eru alls 12 að tölu. Kontrabassa- konsertinn sem leikinn verður á tónleikunum er sá ellefti í röð- inni. Lars Eric Larsson fæddist árið Hávarður Tryggvason kontra- bassaleikari: Hver búi sér til sína persónulegu mynd. 1908 á Skáni og eru þekktustu verk hans tvímælalaust Pastoral- svítan og kór- og hljómsveitar- verkið „Dulbúinn Guð“. Hávarður Tryggvason kontra- bassaleikari leikur einleikinn í „Consertino“ eftir Lars Eric en Hávarður er nú í námi við Kons- ervatoríið í París. Hann er fædd- ur í Reykjavík árið 1961 og hóf nám í kontrabassaleik við Tón- skóla Sigursveins D. Kristins- sonar. Að því loknu hóf hann nám í E.N.M. de Paris og síðan við Konservatoríið. Hann út- skrifaðist árið 1986 með „premier prix“ en hóf strax framhaldsnám við sama skóla. Kennarar hans hafa verið Jennifer A. King, Páll Hannesson, J.F. Jenny - Clarke og J.M. Rollez. - „Consertino“ fer mér vel. Eða kannski fer ég vel við verkið. Kannski, segir Hávarður. Signý Sæmundsdóttir sópran- söngkona: öll átökin sem koma fram í aríunni hreyfa verulega við manni og vekja upp sérkenni- legan kraft. - Ég kynntist þessu verki fyrst í vetur, en þá æfði ég það upp með kennaranum mínum. Ég hef þessvegna náð að kynnast því eðlilega og yel. Síðan spilaði ég það sem verkefni í tengslum við námið í Konservatoríinu í vetur. - Þetta er gullfallegt verk. Þó það sé samið 1957 þá er það mjög rómantískt. Afar áheyrilegt. Það er greinilegt á þessu verki að Lars Eric hefur verið undir miklum og afar sterkum áhrifum frá rómant- ísku tónskáldunum. Rytminn er engan veginn flókinn, verkið er rytmískt og melódískt. Menn voru í því að skrifa atonal og 12 tóna verk á þessum tíma meðan Lars Eric heldur hér fast í hefð- bundið form. - Þegar maður spilar svona verk þá sér maður það mjög myndrænt fyrir sér en að lýsa því á einhvern veg finnst mér ekki Gunnsteinn Ólafsson hljómsveit- arstjóri: Grillum ef til vill í næstu vörðu og getum þá haldið göng- unni áfram. þjóna neinum tilgangi. Það pass- ar ekki. Það er miklu nær að hlusta og að hver búi sér til sína persónulegu mynd. „Konsert í D“ Varla hefur nokkurt annað tónskáld haft jafn mikil áhrif á tónlistarsögu þessarar aldar og Igpr Stravinskí. Hann samdi „Konsert í D“ árið 1946 í Holly- wood fyrir kammersveitina í Bas- el í Sviss og er hann því oft kennd- ur við þá borg. Fyrsti þáttur er annars vegar hraður, taktskipt- ingar örar, og krafturinn mikill en hinsvegar rólegur og ber stíll- inn vott um kynni Stravinskís af amrískri djasstónlist. Þetta sýnir að hann lét í léttu rúmi liggja hvaðan áhrifin komu, bara að hann gæti nýtt þau í tónsköpun sinni. Annar þáttur er lítið söng- lag fyrir strengi; selló og fiðlur skiptast á um að bera uppi laglín- una og mynda þannig nokkurs- konar stereóáhrif en á þeim tíma voru þau enn lítt kunn í heimi tækninnar. Þriðji þáttur er nokk- urskonar framhald þess fyrsta. Hann er vélrænn en kraftur hans felst ekki í síbreytilegri hrynjandi heldur þvert á móti er takturinn afar stöðugur. Stuttar nótur tifa á móti löngum og spinnur tón- skáldið listilegan vef úr þessum andstæðum. Slík vinnuaðferð er nefnd kontrapunktur. Hin örvinglaða mey Síðasti konsertinn fyrir hlé er eftir Ludwig van Beethoven en hann samdi aðeins eina óperu, Fídelíó og eina konsert-aríu, „Ah, perfido, spergiuro“. Hún heyrist afar sjaldan. Arían er í ítölskum stíl og lýsir sálarþröng stúlku sem hefur verið svikin í tryggðum. Hún mælir til elskhug- ans fyrrverandi að enda þótt hann hafi yfirgefið hana þá muni hún halda tryggð við hann og fyrir hann muni hún einnig deyja. Signý Sæmundsdóttir syngur hlutverk hinnar örvingluðu meyjar. Hún stundaði nám við Tónlistarskóla Kópavogs hjá El- ísabetu Erlingsdóttur og í Söng- skóla Reykjavíkur hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur. Síðan 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. júll 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.