Þjóðviljinn - 23.07.1988, Síða 11
við Grunnskólann á Djúpavogi
árið 1986 var hann ráðinn skóla-
stjóri Grunnskólans.
Eysteinn hafði áhuga á fé-
lagsmálum, hvort sem þau tengd-
ust ungmennafélaginu, slysa-
varnarfélaginu, málefnum
sveitarfélagsins eða landsmála-
pólitík. Það var því engin tilviljun
að hann var kosinn oddviti
hreppsnefndar Búlandshrepps
1986. Jafnframt gegndi hann
starfi skólastjóra og var hrepps-
stjóri. Það má segja að þessi þrjú
embætti séu lykilembætti í litlu
byggðarlagi, og segir það allt um
það traust, sem íbúar Djúpavogs
báru til Eysteins. Sá sem þetta
ritar, átti því láni að fagna, að
vinna með Eysteini að málefnum
Búlandshrepps. Það var gott
samstarf, enda málefni sveitarfé-
lagsins, og velferð íbúa þess, hans
hjartans mál.
Það er sárt að sjá á eftir vini, en
minningin lifir. Um leið og ég
kveð góðan félaga að sinni, og
þakka samstarfið, sendi ég hug-
heilar samúðarkveðjur til eigin-
konu, Sigríðar J. Magnúsdóttur,
barna, móður og systkina og bið
Guð að styrkja þau í sorg sinni.
Ólafur Ragnarsson
Andlátsfregn Eysteins Guð-
jónssonar kom eins og reiðarslag.
Þrjátíu og níu ára var hann fallinn
í valinn frá stórri fjölskyldu mitt í
önn dagsins. Fyrir Sigríði Magn-
úsdóttur, eiginkonu hans, og
börnin fjögur er missirinn sárast-
ur, sem og aðra aðstandendur.
En heimabyggð hans sér einnig á
bak dugmiklum manni sem leitað
hafði verið til með fjölmörg trún-
aðarstörf.
Eysteinn var kennari að mennt
og hóf sem slíkur störf við Barna-
og unglingaskólann á Djúpavogi
1970, en kenndi síðar sitt hvort
árið í Sandgerði og Kópavogi.
Hann var farsæll og traustur
kennari, og þegar Ingimar
Sveinsson hætti skólastjórn á
Djúpavogi tók Eysteinn við af
honum. Mikil uppbygging hefur
verið við skólann undanfarin ár,
og átti Eysteinn sinn hlut í henni
sem kennari og skólastjóri, en
einnig sem sveitarstjórnarmaður.
Áhugi á félagsmálum fylgdi
Eysteini úr foreldrahúsum, þar
sem ríkti víðsýni og róttækar
skoðanir á þjóðmálum. Hann
gerðist ungur að árum eindreginn
sósíalisti, og stuðningsmaður Al-
þýðubandalagsins, og síðar for-
ystumaður þess heima fyrir. Ég
kynntist honum sem slíkum í
starfi í kjördæminu um og eftir
1970 og liðsinni hans og stuðning-
ur hélst óslitið til dauðadags.
Þegar Alþýðubandalagsfélag var
stofnað á Djúpavogi fyrir um tíu
árum var Eysteinn kosinn for-
maður þess. Til hans var síðan
alltaf leitað af forystu í kjördæm-
isráði og okkur þingmönnum,
þegar við vorum á ferð eða
leituðum liðsinnis í kosningabar-
áttu. Þá var Eysteinn ætíð boðinn
og búinn til starfa og heimili hans
og Sigríðar stóð okkur opið sem
þar knúðum dyra.
Ég heimsótti þau í vikunni sem
dauðann bar að garði. í samráði
við Eystein hafði ég boðað til op-
ins fundar á Djúpavogi 1. júní
síðastliðinn, og eins og svo oft
áður stjórnaðí hann fundi, þar
sem meðal annars voru rædd
hagsmunamál byggðarlagsins.
Einnig á þeim vettvangi var
Eysteinn í forystu sem oddviti
hreppsnefndar eftir síðustu
sveitarstjórnarkosningar.
Hér verða ekki rakin fjölmörg
trúnaðarstörf önnur sem
Eysteinn tók að sér og rækti af
eðlislægri samviskusemi. í huga
mér nú að skilnaði er minningin
um góðan dreng með staðfastar
skoðanir og ríka réttlætiskennd.
Á bak við rólegt yfirbragð hans
ríktu næmar tilfinningar og við-
kvæm lund.
Um leið og ég þakka Eysteini
samfylgdina votta ég aðstand-
endum hans, Sigríði og börnun-
um, mína dýpstu samúð.
Hjörleifur Guttormsson
ÍÞRÓTTIR
2. deild
Öm með
fjogur
Fjórir leikir voru í gærkvöldi
og ber hæst stórsigur Fylkis á
Víði, 5-1. Örn Valdimarsson var
svo sannarlega á skotskónum því
hann gerði fjögur marka Fylkis í
leiknum. Jón Bjarni Guðmunds-
son skoraði í fyrri hálfleik ásamt
einu marki Arnar. f síðari hálf-
leik bætti Örn síðan þremur við
en Björn Ingimundarson skoraði
eina mark Víðis.
Þróttur og ÍBV gerðu jafntefli í
Laugardalnum, 2-2, eftir að
Þróttur hafði verið yfir í leikhléi,
1-0. Sigurður Hallvarðsson
skoraði í fyrri hálfleik en Her-
mann Arason skoraði annað
mark Þróttara. Tómas Ingi Tóm-
asson skoraði bæði mörk
Glaðbeittur hópur eftir frækna frammistöðu ásamt verðlaunagripum sínum.
Handbolti
Konur á uppleið
íslensku kvennalandsliðin náðu glœsilegum árangri erlendis
Vestmannaeyinga.
Selfyssingar tóku á móti ÍR-
ingum og fóru Breiðhyltingar
með þrjú stig heim. Bragi Björns-
son skoraði eina mark leiksins í
síðari hálfleik.
Þá sigraði Tindastóll erkifjend-
urna KS 2-0 eftir að staðan í hálf-
leik hafði verið 1-0. Guðbrandur
Guðbrandsson og Ólafur Adolfs-
son skoruðu mörk heimamanna.
Leik FH og UBK sem vera átti
í kvöld var frestað til mánudags
vegna bikarleiks FH-inga síð-
astliðinn fimmtudag.
-þóm
Handbolti
Tveir leikir
við V-Þjóðverja
íslenska landsliðið leikur á
morgun og mánudag landsleiki
við V-Þjóðverja en liðin áttust
einmitt við í Þýskalandi fyrir
skömmu. íslendingar undirbúa
sig sem kunnugt er fyrir Ólym-
píuleikana í Seoul en V-
Þjóðverjar taka þátt í B-
keppninni seinna í vetur.
Leikirnir hefjast kl. 18.00 á sunn-
udag og kl. 20.00 á mánudag.
Þess má geta að leikur liðanna
um þriðja sætið í A-Þýskalandi á
dögunum verður sýndur í Sjón-
varpinu í dag.
-þóm
Fótbolti
Urslit
pollamóts
Undankeppni Pollamóts KSÍ
er nú lokið og hafa 16 af þeim 85
liðum sem hófu keppni tryggt sér
sæti í úrslitum. Úrslitakeppnin
verður haldin í dag og á morgun á
Fylkisvelli en keppt er á tveimur
völlum á svæðinu. Keppnin byrj-
ar á laugardag kl. 13.00 og verður
framhaldið á sunnudag kl. 10.00.
Keppt er í A- og B-liðum og eru
eftirtalin lið í úrslitum:
A-lið: KR, Bolungarvík,
Þróttur N., UBK, Valur, FH,
Fylkir, KA.
B-lið: ÍBK, Bolungarvík,
Þróttur N., UBK, Stjarnan, FH,
Víkingur, KA.
-þóm
ísienska A-landsIið kvenna og
19 ára iandsliðið náðu glæstum
árangri á keppnismótum crlendis
nú fyrir skömmu. A-liðið, sem
undirbýr sig af kappi undir C-
keppnina, tók þátt í handknatt-
leiksmóti í Portúgal og gerðu
stúlkurnar sér lítið fyrir og sigr-
uðu á mótinu. Þetta er væntan-
lega bara byrjunin á nýrri gullöld
í kvennahandbolta en mikið átak
á sér stað innan iandsliðsnefndar
kvenna um þessar mundir.
C-keppnin verður í Frakklandi
26. október til 2. nóvember og
hefur A-landsliðið verið við
stanslausar æfingar undir stjórn
þjálfarans Slavko Bambir í allt
sumar. Slíkar æfingar hafa aldrei
áður þekkst hjá kvennaliði hér á
landi og mættu svo sannarlega
fleiri aðilar gefa stúlkunum
gaum.
Mótið sem liðið tók þátt { var
haldið í Frakklandi og léku stúlk-
urnar við Portúgal, Sviss, Spán
auk heimamanna og sigruðu þær í
öllum sínum leikjum. Portúgalir,
Spánverjar og Frakkar eru með
íslendingum í riðli í C-keppninni
og koma tvær síðartöldu þjóðirn-
ar til íslands í september og leika
nokkra landsleiki við stúlkurnar.
Auk þess eru Grikkir einnig í
sama riðii og íslendingar en það
er að sjálfsögðu stefnan að vinna
C-keppnina og komast upp í B-
grúppu. Aðeins eitt Iið fer upp úr
C-grúppu og því verður róðurinn
erfiður hjá stúlkunum.
Um möguleika íslendingá
sagðist Bambir vera nokkuð
bjartsýnn þar sem liðið er í mikilli
framför. „Ef við vinnum í okkar
riðli er ég sannfærður um að við
vinnum keppnina einnig," sagði
Bambir á blaðamannafundi í gær.
Guðríður Guðjónsdóttir var ekki
eins bjartsýn og minnti á að þegar
stúlkurnar léku við Svía í febrúar
voru þær sænsku tveim klössum
fyrir ofan þær, en Svíar eru ein-
mitt í hinum riðli C-keppninnar.
Unglingalandsliðið skipað 19
ára stúlkum og yngri tók þátt í
3. og 4. deild
Urslit
tveimur mótum á Italíu og náðu
einnig ágætum árangri, lentu í
fjórða sæti á báðum stöðum. Þess
verður að gæta að liðin sem léku á
mótunum voru ýmist landslið eða
altént lið skipað miklu eldri leik-
mönnum þannig að árangurinn er
sérlega góður. Unglingastarf hef-
ur aldrei verið betra innan HSÍ og
er nú eigum við nú einnig landslið
16 ára og yngri.
Það væri óskandi að stúlkurnar
fengju meiri athygli og ættu
stuðningsaðilar íþrótta að athuga
að nú er í nánd fyrsta blómaskeið
kvennahandboltans í 24 ár, eða
síðan íslendingar urðu Norður-
landarmeistarar 1964. En stúlk-
urnar verða líka að sýna að þær
séu vel að heiðrinum komnar, og
það skyldi enginn efast um það.
-þóm
Utboð - hengiloft
og lampar
Samband íslenskra samvinnufélaga, Sölv-
hólsgötu 4, 101 Reykjavík, óskar eftir tilboöi í
útvegun og uppsetningu á hengilofti, lampa-
brautum og afhendingu á lömpum í væntanlegt
skrifstofuhús Sambandsins að Kirkjusandi í
Reykjavík.
Um er að ræða m. a. eftirtalda verkþætti:
- Hengiloft, efni og uppsetning um 4.300 m2
- Lampabrautir, efni og uppsetning um 1.500 rn
- Flúrlampar í hengiloft um 500 stk.
Verkið skal hefjast í október 1988, og skal því
lokið í janúar 1989.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen hf, Ármúla 4, Reykjavík, gegn
5.000,- kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila til VST hf., Ármúla 4, 108
Reykjavík, fyrir kl. 11.00 föstudaginn 12. ágúst
1988 en þá verða þau opnuð þar að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf
ÁRMÚU 4 REYKJAVlK SlMI 84499
Grindavík-Afturelding 3-1
Dalvík-Magni 2-0
Sindri-Einherji 0-1
Haukar-Augnablik 2-4
Viltu breyta til?
Á Þórshöfn eru eftirtaldar stöður lausar til um-
sóknar:
1. Hjúkrunarforstjóri.
2. Heilsugæslulæknir.
3. Ljósmóðir.
4. Héraðsdýralæknir.
5. Tónlistarkennari (skólastjóri)
6. Fóstra (forstöðumaður)
7. Grunnskólakennari.
Æskilegar kennslugreinar raungreinar - íþróttir.
Einnig vantar á staðinn iðnaðar- og tæknimenn.
Gott húsnæði í boði. Upplýsingar eru veittar hjá
viðkomandi fagráðuneyti.
Skólastjóri Grunnskólans
og sveitarstjórinn á Þórshöfn
Laugardagur 23. júlf 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11