Þjóðviljinn - 23.07.1988, Page 13
HEIMURINN
Persaflói
Irakar styrkja stöðu sína
írakar sóttufram á öllum vígstöðvutn ígœr. Hyggjastendurheimta
land og taka stríðsfanga áður en vopn verða kvödd
r
Iraskar hersveitir réðust með
offorsi miklu að írönskum
fjendum sínum í gær og sögðu
ráðamenn í Bagdað að tilgangur
sóknarinnar væri að styrkja víg-
stöðuna áður en farið verður að
semja um vopnahlé. Iranir báru
sig illa; kváðu Iraka hafa haldið
austur yfir landamæri ríkjanna
og hertekið þorp. Þeir staðhæfðu
ennfremur að Irakar hefðu beitt
efnavopnum í árásum sínum og
hefði fiöldi óbreyttra borgara
látið lífið.
f fréttatilkynningu skýrðu
stríðsherrarnir í Bagdað frá því
að dátar þeirra sæktu fram á
öllum vígstöðvum. Þeir hygðust
endurheimta allt íraskt land og
taka eins marga stríðsfanga og
auðið væri áður en gengið yrði tíl
vopnahléssamninga. Hinsvegar
gátu þeir ekki urn neina herferð
yfir landamærin.
Þegar írökum vegnaði illa í
þessari maraþonstyrjöld fullyrtu
þeir þrásinnis að þeir ættu aðeins
eina ósk heita, nefnilega þá að
slíðra sverð og friðmælast. I fvrra
samþykktu þeir undireins kröfu
Öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna um tafarlaust vopnahlé. Þá
vildu íranir hinsvegar ekki heyra
minnst aukateknu orði á frið.
Nú er annar uppi. Að undan-
förnu hefur írökum vaxið ás-
megin en óvinir þeirra farið hall-
oka. Á mánudaginn féllust ráða-
Hvalveiðár
Eftir að hafa
haftíhótunum við
Norðmenn kúvenda
Bandaríkjamenn
ogfallast á
„vísindaáœtlun“
um hrefnuveiðar
Bandaríkjastjórn hyggst ekki
refsa Norðmönnum fyrir að
veiða 30 hrefnur i „vísindaskvni"
í ár.
Það er alkunna að Alþjóða
hvalveiðiráðið hefur lýst hrefnur
alfriðaðar. Norðmenn hafa, eins-
og vér mörlandar, gengið í ber-
högg við fyrirmæli ráðsins og
veitt hrefnur í „vísindaskyni.“
Einsog íslendingum er kunn-
ugt eru Bandaríkjamenn mikil
hvalvinaþjóð og ekki er stjórn
þeirra minni hvalvinastjórn. Því
gáfu þeir í skyn að það myndi
koma Norðmönnum í koll að
veiða hrefnurnar. Kom jafnvel til
álita að Bandaríkjamenn bönn-
uðu fiskinnflutning frá Noregi en
þeir éta norskan fisk fyrir tæpa 8
miljarða á ári. En allt kom fyrir
ekki.
Þá var sett nefnd í málið vestra.
Fló hún til Oslóar og fór ofan í
saumana á „hrefnuvísindaveiðiá-
ætlun“ stjórnavalda. Og sann-
færðust um ágæti hennar. Því fá
Norðmenn að veiða þessar 30
hrefnur sínar, alls óáreittir af
bandaríska viðskiptaráðuneyt-
inu.
Reuter/-ks.
menn í Teheran á ályktun Örvgg-
isráðsins um að binda strax endi á
vopnaskak. Þá komu írakar með
vífilengjur um að fyrst þyrfti að
undirbúa beinar viðræður stríðs-
aðila af kostgæfni, þvínæst að
hefja þær og loks að ljúka þeini.
Þá loks væri orðið tímabært að
þagga niður í byssukjöftunum.
Forseti írans, Ali Khamenei,
sagði í gær að til greina kænti að
eiga beinar viðræður við Iraka,
án milligöngu friðflytjenda frá
aðalstöðvum Santeinuðu þjóð-
anna. í New York kvaðst aðalrit-
ari samtakanna, Javier Perez de
Cuellar, hafa boðið valdhöfum
styrjaldarríkjanna að efna til
fundar með utanríkisráðherrum
þeirra.
í fréttatilkynningu sinni í gær
sögðust írakar öldungis ekki hafa
lagt friðaráform sín fyrir róða.
Það þyrfti einvörðungu að
„leiðrétta" ýmsa hluti áður en
vopnahlé hæfist, endurheimta
landssvæði og taka stríðsfanga
sem notaðir yrðu sem skiptimynt.
„Við viljum að stríðinu ljúki með
öllu...við óskum eftir rammger-
Sigurreifir íraskir hermenn. Þeir eru ekki á þeim buxunum að hætta.
World
Veldi sem var. í öndvegi sitja frú Viktóría og Leóníd sjálfur. Að baki
þeim standa börnin Galína og Júrí en fyrsti varainnanríkisráðherrann
stendur yst til vinstri.
Syndir feðranna
Brésnevsbömin
um friði sem varir en gefum lítið
fyrir ótraust vopnahlé." Að sögn
starfsmanna Rauða krossins eru
nú um 50 þúsund íraskir hermenn
í írönskum stríðsfangabúðum en
írakar hafa um 20 þúsund írani í
haldi.
Reuter/-ks.
Útboð
Endurbygging á gatnamótum Reykjanesbrautar - Lækjargötu/ Lækjarbergs w Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint ~ verk. Malbik 8.300 m2. Verki skal lokið 1. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 26. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þann 8. ágúst 1988.
Vegamálastjóri
hýrudregin
Stöðugt er þrengt að frœndgarði Leóníds heitins
Brésnevs. Sé œttmennum hans ekki stungið í steininn
er þeim gert að lepja dauðann úr skel
Afkomendur og frændfólk
Leóníds heitins Brésnevs
mega muna fffll sinn fegurri á
heimaslóðum. Á dögunum bárust
nýjustu fréttir að austan af smá-
sálarhætti núverandi valdhafa
gagnvart þessu prýðisfólki.
Pravda greindi sumsé frá því,
og hafði eftir ekki ómerkari
manni en Viktori Kaznasjojev,
félagsmálaráðherra Rússneska
lýðveldisins, að það væri búið að
afnema allar auka- og viðbótar-
greiðslur, sporslur, umframbita,
smábita, bitlinga og þóknanir til
barna og bróður ofannefnds
Brésnevs. Að sönnu fengi fólkið
sín lögákvörðuðu eftirlaun hér-
eftir sem hingaðtil en ekki kóp-
eka umfram það. Hér væri um
„félagslegt réttlætismál" að ræða.
Prinsípmál.
Blaðamaður Prövdu, sem er
einsog kunnugt er fyrrum mál-
gagn ofannefnds Brésnevs og
söng honum lof og pris, fra degi
til dags, ár og síð, þar til fyrir
skömmu, saumaði að félaga
Kaznasjojev uns hann nefndi
nöfn „sníkjudýranna". Þetta
væru þau Júrí og Galína Leóní-
dsbörn, Jakov, bróðir hins látna
þjóðhöfðingja, og ígor, faðir Júr-
ís Tsjúrbanovs, eiginmanns Ga-
línu.
Það má geta þess til gamans að
Tsjúrbanov þessi situr nú á bak
við lás og slá og bíður þess að
réttarhöld hefjist í máli sínu. Er
honum gefið að sök að hafa þegið
mútur á meðan hann gegndi
störfum sem fyrsti varainnanrík-
isráðherra Sovétríkjanna. Svo
enn sé höggvið í sama knérunn þá
skal hér greint frá því að einkarit-
ari ofannefnds Brésnevs, Genna-
dí Brovin, var dæmdur í 9 ára
betrunarhússvist í janúar síð-
astliðnum fyrir sama glæp: mútu-
þægni. Reuter/-ks.
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Garðyrkjudeildar borgarverkfræðings óskar eftir
tilboðum í framkvæmdir við gerð hverfis- og
SDarkvallar við Skeljagranda.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 10.000 skila-
tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað
fimmtudaginn 11. ágúst nk. kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800
Húsnæði óskast
Lektor við Háskóla íslands óskar eftir 3-4 her-
bergja íbúð til leigu í vesturbæ eða miðbæ sem
fyrst.
Vinsamlegast hafið samband við Martin Regal í
síma 19649.
Laugardagur 23. júli 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13