Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 2
Dándimaður vikunnan / garðinum ARFUR DANSKRAR NÝLENDU- STEFNU Allir sitja og hugsa um ástina. Er hún ekki dásamleg? Hún er dásamleg fyrir alla nema Stefán sem labbar um og kennir dönsku. L|áðu mór eyra, Ljóðasafn Hólabrekkuskóla. GENGUR ALLT BETURMEÐ KÓKI? Þegar ég ætlaði kennarana að skjóta þurfti ég að þjóta yfir kaldan eyðisand að ná mér í bland Ljáðu mór eyra. VARIÐ YKKUR ÁBEKKJUM Ég sat á bekknum þú settist hjá mér Við töluðum saman um lífið og tilveruna vorum samferða í strætó Þú fylgdir mér heim. Átta árum seinna við erum orðin stór fjölskylda allt útaf deginum á bekknum. Ljáðu már eyra. LÍFIÐER FLÓKIÐ Tobba tyggjóið teygir Jón Páll járniö beygir hún er fín en hann er sterkur þetta er minn höfuðverkur Ljáðu mér eyra. SAMBÝLIS- GLEÐI Blokkir byggðar eru hátt búa í þeim fólkið smátt það er yfirleitt kátt enda er það ei fátt Ljáðu mér eyra. ORÐSTÍR DEYR ALDREGI íslensk tunga er einföld og jarðföst. Til eru tuttugu orð bara yfir eldfjöll, fjöldi orða yfir fjall og hest. Það getur orðið hvimleitt fyrir útlending þegar (slendingar byrja að fjasa um heimspeki. í umræðum þeirra brýst út skap- ferli þeirra, þá kemur hinn klofni persónuleiki þjóðarinnar í Ijós, það verður Ijóst að stökkið frá miðöldum og yfir í tölvuöld hefur ekki tekist alveg - þá verða heimspekin og fylliríið að náttúru- hamförum. Og ef menn eru í góðri stemmingu, þá lesa þeir upp Ijóð og henda stólum Hamburger Abendblatt (Vestur-Þýskalandl). PARADÍSAR- HEIMT Annars eru Seyðfirðingar ákaf- lega hamingjusamir í heildina og líður mjög vel. SKAÐI SKRIFAR Það er svo margt sem þarf að rannsaka Ég hefi alltaf verið hlynntur rannsóknum og vísindum, sem gjöra beinar götur okkar mannkinda gegnum hið þykka myrkur geimsins og tilverunnar sem fyllir okkur vanmætti og angist. En ég er ekki alltaf með á nótunum, það skal ég játa. Mig grípa stundum efasemdir. Ég get ekkert að þessu gert en svona er þetta. Til dæmis sá ég um daginn í einhverju ágætu tölvublaði svofellda klausu: „Rannsóknir hafa sýnt fram á það, að lélegir forritarar eru miklu afkastaminni en góðir forritarar". Ég spurði son minn, sem er mikill tölvusnillingur og allur á kafi í upplýsingaþjóðfélaginu, hvort þetta væri ekki hlálegt. Hvað meinar þú, gamli skröggur? spurði hann. Ég meina barasta það, að það getur ekki verið að það þurfi rannsóknir til að sýna fram á að lélegur forritari sé lengur að forrita en góður. Þú skilur ekki upplýsingaþjóðfélagið, sagði sonur minn vor- kunnsamur. Skil ég það ekki? Nei. Maður heldur oft að eitthvað liggi í augum uppi, en það liggur alls ekki í augum uppi. Það er á bak við stól. Til dæmis heldur maður að það liggi í augum uppi að sólin komi upp og setjist, en rannsóknir sýndu einmitt fram á að svo er ekki. Alveg eins er það með forritarana. Kannski heldur einhver kúnninn að það sé sama hvernig forritararnir eru, tölvan vinni bara sjálf. Það verður að færa vísindalega sönnun á gildi hins mannlega þáttar í framaferli upplýsinganna. Annars er allt í volli. Jahá, sagði ég. En ég varsamt ekki alveg sáttur við þetta. Og eimdi um skeið eftir af óvissunni í hjarta mér. Hennar gætti ennþá þegar ég hitti gamlan vin minn sem er allur í mannvísindunum. Hvað ert þú að amstra við núna? spurði ég si sona. Ég er að Ijúka rannsóknum, sagði hann. Nei en gaman, sagði ég. Og hvað ertu að rannsaka? Ég er að rannsaka hvernig gamla fólkinu líður sagði hann. Jæja, sagði ég. Og hvernig líður því? Ekki nógu vel. Ég hefi spurt níu hundruð og sextíu einstak- linga. Og það kemur á daginn að gamalt fólk þjáist meira af þunglyndi en ungt fólk á besta aldri. Og er það allt og sumt? spurði ég. Það er ekkert allt og sumt með það, sagði hann. Þetta er nauðsynleg rannsókn. Þú heldur kannski það liggi í augum uppi, að gamalt fólk hneigist til þunglyndis með einsemd og heilsubrestum og því öllu. Nú er það ekki ? spurði ég. Þú ert svo mikið út úr kú Skaði, sagði hann. Það eru allskonar ranghugmyndir uppi um gamalt fólk meðal ungs fólks. Ungt fólk heldur að gamalt fólk sé léttlynt og hamingjusamt af því að það er laust við að vakna á næturnar til að skipta um bleijur á krakkagríslingum og þarf ekki að taka lán með tíu prósent raunvöxtum. Fjármagnseigendur verða að fá sitt, sagði ég alvarlegur. Vinur minn lét þetta sem vind um eyrun þjóta. Það er allskonar misvísandi innræting í gangi um gamla fólkið sagði hann. Þetta byrjar strax í barnæsku á allskonar vísum, sem í rauninni eru ósiðlegar, vegna þess að þær gefa rammfalska mynd af veruleikanum,. Hvað áttu við maður? spurði ég. Eins og þú munir ekki þann skakka kveðskap. Til dæmis þennan: Af ánægju út að eyrum hver einasta kerling hló hún hló hún hló hún skelliskelliskellihló.. Og hvað með það? spurði ég. Sérðu það ekki Skaði, að þarna kemst á föst tenging hjá börnunum milli kerlingar og skellihláturs. Það kemst ekkert að um einsemdina, rýrnandi kaupmátt ellilauna, niðurskurð á framlögum til framkvæmda á vegum... Sussufussu, sagði ég, ég nenni ekki að hlusta á þennan kommúnisma. En þetta sagði ég meira af þrjósku en sannfæringu því ég var byrjaður að sjá Ijósið. Og svona er þessi innræting öll, sagði hann. Þú manst líka þennan söng hérna: ég langömmu á sem að létt er í lund hún leikur á gítar hverja einustu stund.. Börnin gætu haldið að ellin væri samfelldir bítlatónleikar. Og semsagt: síðan hefi ég verið sannfærður um nauðsyn rannsókna. Ég las til dæmis um mikla rannsókn sem fram fór á fullnægjunni. Hún stóð í tvö ár. ( henni tóku þátt tvö hundruð sjálfboðaliðar, eiginkonur prófessora við vönduðusNbanda- ríska háskóla og svo karlstúdentar. Þetta fólk lagði á sig marg- skonar samfarir með margskonar mæligræjur festar við alla parta líkamans og sjónvarpsmyndatökuvélar líka. Þetta var heilmikið basl eins og vísindin oft eru. Og skýrslan um rannsóknina var átján hundruð síður. Og niðurstöðurnar voru þessar tvær: a) Þeir sem eru veikir fyrir hjarta ættu ekki að gera alltof mikið af ÞVÍ. b) Stundum er ÞAÐ betra en annars. Manni gæti sýnst að þetta væru rýrar niðurstöður. En það er rangt. Það er til dæmis nauðsynlegt að menn viti, að það ER stundum betra en ella eða verra. Ef menn fá það ekki vísinda- lega á hreint, þá geta menn fyllst ótta og vanmetakennd og glutrað niður lífrænum forsendum kynrænna samskipta. Og þá er mikill skaði skeður eins og hver maður getur séð. Og þetta með hjartað - er nokkurntíma gert nóg fyrir hjartavernd? Ég bara spyr. Eins og Elísabet Englandsdrottning sagði við sir Walter Raleigh: Ef hjartað bregst þér skaltu ekki vera að þessu brölti góði.... ÞJÓðlíf. 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. Júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.