Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 15
Prinsessan frá Tomboso Einu sinni var gamall maður sem átti þrjásyni. Pegar þessi saga gerðist lá gamli maðurinn fyrir dauðanum og hj á rúmi hans stóðu sy nirnir þrír. Rétt áður en hann dó náði hann að hvísla til þeirra þessum orðum: „Gj afir - fyrir y kkur - í stóra kerinu" og benti á stórt ker sem stóðhjárúminu. Síðan gafhann uppöndina. Synir hans fóru undir eins að kerinu til að athuga hvað þar væri að finna. Fyrst drógu þeir upp seðlaveski, síðan belti og síðast fundu þeir herlúður. Á seðla- veskið var letrað: „Tæmdu mig eins oft og þér þóknast." Þeir tóku úr því alla peninga, lokuðu því og þegar þeir opnuðu það aft- ur var það fullt af peningum. Á beltinu stóð: „Settu mig á þig og ég mun tafarlaust flytja þig hvert sem þú óskar. “ En á lúðurinn var letrað: „Ef þig vantar her, skaltu blása í mig.“ Þeir hugsuðu nú hver um sig hvernig þeir ættu að nýta þessar gjafir. Allt í einu tók Jói, yngsti bróðurinn beltið og án þess að hugsa um afleiðingarnar óskaði hann þess að hann væri kominn í höll hinnar fögru prinsessu í Tomboso því að hana vildi hann fáfyrirkonu. A samri stundu var hann stadd- ur í herbergi prinsessunnar sem sat og var að greiða hár sitt. Hún varð mjög undrandi er hann birt- ist þarna svona allt í einu og spurði hann hvernig í ósköpunum hann hefði komist þangað inn. Hann sagði henni þá frá mætti töfrabeltisins. Prinsessan sem var mjög ágjörn sá strax að þetta belti vildi hún eiga og með klók- indum tókst henni að ná beltinu af Jóa. Hún setti það á sig og á svipstundu var hún horfin burt úr herberginu. Um leið og hún hvarf birtust nokkrir verðir og þegar þeir sáu Jóa tóku þeir hann og hentu honum út um hallarhliðið. Aumingja Jói haltraði heim á leið til að færa bræðrum sínum þessar slæmu fréttir. Þegar hann hafði aðeins jafnað sig datt honum það ráð í hug að fara aftur á fund prinsessunnar með seðlaveskið góða með sér og kaupa af henni beltið. Honum tókst eftir svolítið þref að sannfæra bræður sína um að þetta tækist og lagði af stað. Að þessu sinni bankaði hann upp á í höllinni og var hleypt til her- bergja prinsessunnar. Hún var afskaplega hissa að sjá hann aftur en lét sem henni þætti það ekki miður. Hann sýndi henni seðla- veskið og sagði að með því gæti hann galdrað eins mikla peninga og hún vildi ef hún léti hann fá beltið aftur. Það kom strax græðgisglampi í augun á prinsess- unni og hún sagðist ekki trúa að þetta væri galdraveski. „Prófaðu bara sjálf,“ sagði Jói og rétti henni veskið. En það hefði hann betur látið ógert því hann fékk hvorki veskið né beltið til baka heldur var hent á dyr eins og í fyrra skiptið. Hálfu leiðari en áður kom Jói heim til sín aftur og nú var aðeins eitt til ráða, og það var að fara með herlúðurinn til hallar prins- essunnaríTomboso. Bræður hans voru þessu mótfallnir en aft- ur náði hann að sannfæra þá og hélt enn á ný til hallarinnar. Þegar þangað kom mætti hann prinsessunni í hallarhliðinu þar sem hún var á leið í skemmtiferð á hestvagni. Hann sagði henni frá töfrum lúðursins og hótaði að blása í hann ef hún léti hann ekki fá eigur sínar. Prinsessan brosti sínu blíðasta og bað hann að blása ekki því að hún skyldi láta hann fá veskið og beltið aftur. En um leið og hún mælti þetta hrifs- aði hún herlúðurinn úr hendi Jóa og blés í hann. Samstundis stóð Jói í miðri þvögu hermanna sem hirtu ekki um hann og tróðu hann undir fótum sér þar til hann var nær dauða en lífi. Þegar Jói rankaði við sér aftur var hann staddur í fögrum aldin- garði. Hann var allur lurkum laminnogglorhungraður. Hann varð því mjög glaður að sjá epla- tré skammt frá sem var fullt af dýrindis eplum. Hann náði sér í eitt epli, settist undir tréð og beit í það. Hann var rétt búinn að kyngja fyrsta bitanum þegar hann fann að nefið á honum fór að stækka. Það teygði sig Iengra og lengra út í loftið þangað til það var orðið svo stórt að Jói gat ekki haldið höfðinu uppréttu. Hann valt á hliðina og gat enga björg sér veitt. En þar sem hann var ennþá svangur teygði hann sig í plómu sem hann sá á næsta tré. Þegar hann hafði borðað einn bita af plómunni fann hann að nefið fór að minnka, og það varð minna og minna þangað til það náði eðlilegri stærð á ný Allt í einu fékk Jói stórgóða hugmynd, hann týndi nokkur epli af trénu setti þau í fallega körfu og fór með þau til hallarinnar sem gjöf til prinsessunnar. Prinsessan hafði aldrei áður séð svo falleg epli og fékk sér eitt. Hún var varla búin að kyngja fyrsta bitan- um er nefið á henni tók að stækka og þrátt fyrir grát og bænir prins- essunnar hélt það áfram að stækka þar til hún varð að leggj- ast út af því hún gat ekki haldi höfðinu uppi. Nú voru kallaðirtil færustu læknar landsins til að freista þess að lækna þennan hræðilega sjúkdóm prinsessunn- ar. En allt kom fyrir ekki, enginn þeirra hafði minnstu hugmynd um h vað gera skyldi. Þegar prinsessan var orðin úr- kula vonar um að fá hjálp kom Jói til hallarinnar í gervi læknis og bauðst til að hjálpa henni. Hann sagðist sennilega geta læknað þetta sérkennilega mein. En áður en hann gæti nokkuð gert yrði hún að segj a sér hvort hún hefði eitthvað á samviskunni. Prinsessan grét sáran og viður- kenndi að hafa stolið beltinu, og rétti Jóa beltið. „Var það ekkert annað?" spurði Jói. „Eiginlega ekki - eða j ú, “ snökti prinsessan og rétti honum seðlaveskið. „Ertu nú viss um að allt sé komið?“ spurði Jói. „Það var bara þessi herlúður," sagði prinsessan og rétti honum lúðurinn. Þegar Jói hafði fengið alla sína hluti til baka gaf hann prinsess- unni eina af plómunum góðu og um leið og prinsessan hafði bitið í hana fór nefið að minnka og komst fljótlega í eðlilega stærð á ný. Um það bil sem nef prinsess- unnar var að verða eðlilegt spennti Jói á sig beltið og var horfinn áður en prinsessan gat þakkað fyrir sig. Þegar hann birt- ist með beltið, seðlaveskið og herlúðurinn heima urðu bræður hans heldur en ekki glaðir. Upp frá því gættu þeir töfra- gripa sinna afskaplega vel og eng- um þeirra kom til hugar að giftast hinni fögru prinsessu frá Tomb- oso. Lóðréttu línurnar eru ekki alveg beinar, eða það sýnist aðminnsta kosti augljóst. Annaðeruppiá teningnumef reglustikaerlögð meðfram línunum einsog lesendur geta sannfærst umefslíkttækier viðhendinaeða einhverhandhæg- urstaðgengill. Móðirin við son sinn: - Og hvað heldurðu að kennarinn segði ef hann sæi hvað þúertóþekkur... - Það veit ég al veg, svarar óþekktarormurinn. - Hann mundi segja: Láttu ekki eins og þú sért heima hjá þér! ★ - Kennari. Gunni henti brauðinu mínu útum glugg- ann! - Hvað er þetta. Með vilja eða óvart? -Nei, meðlifrarkæfu! ★ -Pétur, eigumviðað borða? Ekkert svar. Glens - Pétur, ertu ekki þarna? -Hvar, mamma? ★ - Mamma, það líkar engum vel við mig í skólanum. Kenn- ararnir kæra sig kollótta um mig, krökkunumerillavið mig, skólanefndin hatar mig, og nú eru þeir að tala um að fá mig fluttan í annan skóla! Ég vil ekki fara í skólann í dag, mamma! - Hvaða vitleysa drengur- inn minn! Fyrir það fyrsta ertu orðinn 49 ára, og í öðru lagi er það nú einu sinni þú sem ert skólastjórinn þarna! ★ Sunnudagur 24. Tötralegi betlarinn stóð við dyr gömlu góðu konunnar, með hattinn í hendinni og spurði: - Frúin getur víst ekki séð af einni sneið af lagköku handa mér? - Jú, en góði maður, hafið þérekki meiri þörf fyrirær- legan matarpakka? - Jú, en ég á sko afmæli í dag... ★ -Þjónn, þaðerflugaísúp- unniminni! - Þetta er ekki fluga. Þetta errúsína. - Jæja, skíttmeð það. Rús- ínanerflogin! júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.