Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 9
-j*1 Steinasöfnun Slípaðir steinar Þjálfun að greina úr þá sérkennilegu Magirfallegirogfágœtirsteinarásýningu steinasafnara í Norrœna húsinu Flestir hafa líklega tínt upp fal- lega steina og borið heim þegar þeir voru krakkar. Þeir eru hins vegar færri sem halda áfram þeirri yðju fram eftir öllum aldri og verja stórum hluta af sínum frítíma í leit af fallegum og sér- stæðum steinum er náttúra lands- ins geymir. Fyrir um 5 árum stofnuðu nokkrir steinasafnarar Félag áhugamanna um steinafræði og hittast þeir reglulega til að miðla og afla þekkingar um hvað eina sem við kemur steinum og steina- söfnun. Nú stendur félagið fyrir sinni annarri sýningu á íslenskum steinum í Norræna húsinu og hitt- um við þar Axel Kaaber, sem er aldursforseti í félaginu, og lóðs- aði hann okkur um sýninguna. - í Félagi áhugamanna um steinafræði eru nú um 30 félagar, þar af 20 virkir. Fólk á öllum aldri og af báðum kynjum. Axel sagð- ist eiga erfitt með að svara því hvort fleiri gætu komist í félagið. Sjálfum finndist honum 30 vera nógu margir, því allt starf innan félagsins væri unnið í sjálfboða- vinnu. Stærra félag útheimti meiri skipulagsvinnu og því gæti verið sniðugra að fleiri tækju sig saman um að stofna álíka félög. Félagið hefur lengst af haft fundaraðstöðu í Náttúrufræði- stofnun íslands og í blaði félags- ins, Steinn, eru Sveini Jakobssyni forstoðumanni jarðfræðideildar Náttúrufræðistofnunar, færðar sérstakar þakkir fyrir framlag hans til starfsemi félagsins. Margir sérstœðir steinar á sýningunni í anddyri Norræna hússins má nú sjá flestar þeirra steinateg- unda er finnast á íslandi og er margt fágætra steina þar. Axel sagði að farið hefði verið til um 10 félagsmanna og valið það besta úr söfnum þeirra til að sýna al- tnenningi. Áhuginn fyrir fai- legum steinum er greinilega mik- ill bæði meðal íslendinga og er- lendra ferðamanna, því fyrstu vikuna höfðu 1100 manns skrifað sig í gestabókina. Sýningin mun standa til 22. ágúst og er ókeypis inn á hana. í einum sýningarkassanum mátti sjá gott safn zeólíta, eða geislasteina eins og þeir nefnast á íslensku. Axel sagði að nafnið zeólítar væri komið úr grísku og merkti suðusteinn. Ef þeir væru hitaðir losnaði vatn út kristalla- byggingunni og steinninn bólnaði UPP- Um 20 mismunandi gerðir zeólíta eru þekktar og fyrir tveimur árum fann einn félag- anna mjög sjaldgæfa tegund, sem nefndur er yugawaralít eftir þeim stað í Japan er hann var fyrst greindur á. Axel sagðist ekki vita til að yugawaralít hefði fundist annars staðar en hér og í Japan. Hér hefðu fundist steinar með allt upp í 2 sm langa kristalla, en þeir japönsku væru nokkrir milli- metrar. - Við gefum yfirleitt ekki upp fundarstaði þeirra steina, sem eru á sýningunni. Bæði er það gert til að hlífa stöðunum við á- sagðist einu sinni hafa lánað baggalútaþríhyrning til þessara nota og allt gekk vel. Hvort sem það var nú steinunum að þakka, eða einhverju öðru. Axel sagðist bara á einum stað hafa fundið baggalúta í föstu bergi, yfirleitt findu menn aðeins lausar kúlur. Um myndun bagga- lúta sagðist hann lítið geta sagt með vissu, því hann hefði 6 mis- margir af fallegustu landsins fundist. zeólítum Safnað steinum f 7 áratugi -Ég búinn að safna steinum í um 7 áratugi, eða síðan ég var 7 ára og hef alltaf farið reglulega á ákveðna staði og svæði til að leita að steinum. Fomar megineld- einnig hægt að láta röntgengreina þá og hefðu félagsmenn í áhuga- mannafélaginu um steinafræði, fengið hverja greiningu á 1000 krónur og þó nokkum afslátt frá venjulegu verði. A sýningunni vom flestir steinanna hreinir og glansandi og var Axel spurður hvemig væri best að hreinsa steina, sem mað- ur fyndi út í náttúmnni. - Ef Axel fann þennan stóra og fallega steingerving við Brjánslæk fyrir mörgum árum og sýnir hann hvemig gróðurfar var hér fyrir 4 millj. ára. troðningi og einnig landeigend- um. Axel sagði að milli félags- manna væri engin leynd um fund- arstaði sjaldgæfra steina og yfir- leitt hefðu þeir átt mjög vin- samleg samskipti við bændur. Hann sagði að um tíma hefði bor- ið nokkuð á útlendingum í steina- leit og hefðu márgir þeirra verið að hirða steina til að selj a úti upp í fararkostnað. Það hefði gert steinasafnara óvinsæla gesti á sumum stöðum, en ef menn kynntu sig og bæðu um leyfi til steinaleitar væri það oftast auð- fengið. Þegar við skoðuðum baggalút- ana, sem em eins og litlir boltar, sagði Axel frá þjóðtrú tengda þeim. Hún er á þá leið, að ef þrír litlir babbalútar, sem samvaxnir eru í þríhyrning, em settir undir koddann hjá barnshafandi konu þá á fæðingin að ganga vel. Hann Hér er verið að skoða safn Páls Zophaníassonar af slípuðum steinum. munandi svör við þeirri spum- ingu frá jafn mörgum jarðfræð- ingum. I einum kassanum virtist vera glóandi gull, en það reyndist vera jámkís, blanda af járni og brenni- steini. Það hefur einnig verið nefnt glópagull og hafa margir látið glepjast af því. Stuttu eftir aldamótin vom tilraunaboranir í Vatnsmýrinni og töldu menn sig komna niður á gullnámu er gyllt slikja var á bornum. En það gull- æði varað stutt, því rannsóknir sýndu að þar var járnkís að blekkja menn. Af steingervingum er hægt að verða margs fróðari um hvernig náttúrufar var fyrir þúsundum og milljónum ára. Á sýningunni á Axel stóran og fallegan steingerving, sem alsettur er för- um laufblaða og skelja. Hann sagðist hafa fundið þennan si;eingerving við Brjánslæk fyrir nörgum árum og sýndi hann svernig gróður var hér fyrir um 4 nilljónum ára. Þá var loftslag nun heitara og gróðurinn eins og arist nú í Suður Frakklandi og enti Axel á greinilegt far eftir aufblað, sem hann sagði að væri f magnolíuvið. Svæðið við Brjánslæk, þar sem .eingervingar finnast er nú frið- ýstur náttúruvættur og þarf skrif- egt leyfi frá Náttúruverndarráði .1 að nema steina þaðan á brott. Jokkrir aðrir fundarstaðir sér- tæðra steina hafa einnig verið riðlýstir og má þar nefna silfur- ■ergsnámun á Helgustað, utan ið Eskifjörð og Teigarhom í Bemfirði. Við Teigarhom hafa stöðvar em langlíklegustu fund- arstaðirnir, því sú ummyndun á bergi sem á sér þar stað á milljónum ára, er líkleg til að gefa af sér fallega kristalla. Axel sagði að það lærðist fljótt að sjá út sérkennilega steina. Þetta væri ákveðin þjálfun og menn þyrftu alltaf að hafa augun hjá sér og helst augu á tánum líka. Oft þyrfti að brjóta steinana til að sjá hvort þar væru merki- legir steinar á ferð. Hann tók sem dæmi að það borgaði sig að skoða lausar hraunkúlur, sem maður rækist á. Þetta em svokallaðar hraun- bombur, sem myndast er hraunstraumurinn rífur með sér berg er hann fer yfir. Það yllti síðan á því hvað væri inni í þeim, hvort hann hirti þær. Á einum stað á suðvesturlandi fyndust t.d. gabbrómolar í þeim. Mikilvœgt að skrá fundarstaði - Við steinasöfnun er áríðandi að merkja og skrá hvern stein, og láta fylgja lýsingu á fundarstaðn- um. Það er ágætt að setja númer á steininn og geta síðan flett öllum upplýsingum upp í bók. Ef þetta er gert þá heftir steinasöfnunin vísindalegt gildi og flestir alvöru safnarar hafa það í huga, að steinarnir þeirra endi hjá vísinda- stofnunum. Axel sagði að steinasafnararnir hefðu náið samstarf við jarðfræð- inga, til að fá hjálp við að greina steinana Á Orkustofnnn steinninn er sæmilega harður er ágætt að láta hann liggja í sápu- vatni og bursta hann með tann- bursta eða pennsli. Oft em þeir litaðir af aðkomuefnum eins og jámi og þau nást varla af. Við- kvæma kristalla er hins vegar best að láta þorna vel og reyna að ná komum burt með nál. Flestir geyma síðan sína fallegustu og viðkvæmustu steina í hillum eða glerskápum, þar sem ryk sest ekki mikið á þá. ny Velur steina með fallegu munsti PöH Zophaníasson með gottsafn slípaðra steina á sýningunni. Tímdi ekki að selja gullsmiðunum þá fallegustu Á sýningunni í Norræna húsinu vakti athygli fallegt safn af slípuð- um steinum, sem Páll Zophanías- son hefur unnið. - í um 10 ár sá ég nánast öllum gullsmiðum landsins fyrir slípuðum steinum í skartgripi, en hélt eftir þeim fall- egustu fyrir mitt einkasafn og það er nánast allt á sýningunni, sagði Páll er við litum til hans á Sel- tjarnarnesinu. Hann sagðist hafa hætt að mestu að slípa steina nema fyrir sjálfan sig fyrir um 10 árum, þeg- ar það fór úr tísku að nota ís- lenska steina í skartgripi og botn- inn datt úr markaðnum. - Núna handslípa ég fallega steina sem ég finn og nota til þess harða skífu, sem sérstaklega er gerð fyrir steiri eða harðmálm og síðan er notaður vatnspappír. Páll sagðist hafa notað tromlu til að slípa steina, er hann var mest í þessu, en ef vel ætti að vera þyrfti að láta á annað þúsund steina í hana. í þeim tromlum sem fást í búðum þurfa steinarnir að veltast um í 1-2 mánuði, en Páll sagðist sjálfur hafa smíðað tromlu og unnið steinana þannig áður, að slípunin tók ekki nema viku. Páll er rennismiður og sagðist hann einu sinni hafa smíðað vél til að slípa öskubakka úr steinum. Það hefði hins vegar reynst allt of seinlegt verk að gera þá og vél- inni Iagt eftir fyrsta öskubakk- ann. Á sýningunni má sjá einmitt mjög fallegan öskubakka, þar sem munstrið í steininum er eins og árhringir í trjástofni. - Jaspís og kvarts eru einu ís- lensku steinarnir sem ég nota. Munstrið í steinunum hefur mest áhrif á það hverja ég vel og síðan slípa ég þá þannig að það komi vel út. Páll sagði að venjulega sagaði hann steinana í flísar, en hann hefði einnig slípað heila steina. Hann sýndi okkur einn stein, sem hann var nýbúinn að finna og leit ekkert sérstaklega spennandi út. En Páll taldi að eftir slípun yrði þetta með fallegri steinum í safninu. Á röndunum sæjist að steinninn væri mosaag- at, en í þeim eru falleg dökkgræn strik. - Ég er búinn að vera viðloð- andi steinasöfnun í 20 ár og kem yfirleitt með jeppann hlaðinn af steinum úr fjallaferðum. Venjan er að hirða upp ansi mikið af því \7<Pn Axel Kaaber er búinn að hafa steinasöfnun að áhugamáli í steinana á sýningu Félags áhugamanna um steinafræði kassans má sjá baggalúta. Myndir: Sig. sem maður sér og henda síðan 80-90% þegar heim er komið. Þegar búið er að saga steinana sést oft að þeir eru ónothæfir og bara það fallegasta valið úr. ný Páll Zophaníasson heldur hér á hring með steini sem hann slipaði til samanburðar á óunnum steini, sem hann bindur vonir við að vei mjög fallegur eftir rétta meðhöndlun. 7 áratugi og fræddi hann gesti um í Norræna húsinu. í hægra horni ER FLUTT Við höfum flutt söludeild LADA-bílanna af Suðurlandsbraut 14 í LADA-húsið 300 metrum ofar, að Ármúla 13, þar sem viðskiptavinir LADA-umboðsins eru velkomnir. Komið og þiggið veitingar og ræðið við sölumenn okkar í stóru og vistlegu húsnæði. Opið verður laugardag frá kl. 10-17 og sunnudag kl. 13-17. Næg bílastæði. ■o Allir finna bíl á veröi viö sitt hæfi LADA 1200 - 1200 - 4 gira .... LADA 1300 - Safir - 4ra gíra . . LADA 1500 - Lux - 4ra gira . .. LADA 1600 - Lux - 5 gira...... LADA 1500 - Station - 4ra gira . LADA 1500 - Station - 5 gira .. LADA 1300 - Samara - 4ra gira LADA 1300 - Samara - 5 gíra . LADA 1500 - Samara - 5 gíra . LADA 1600 - Sport - 4x4, 5 gira m/léttistýri . kr. 193.117,- . kr. 259.969,- . kr. . kr. 316.604,- . kr. 299 351,- . kr. 316.604,- . kr. 285.018,- . kr. 299.496,- . kr. 318.987,- . kr. 499.234,- Já, við kynnum nýjar aðferðir við sölu á nýjum LADA-bifreiðum. Biðin eftir nýja bílnum er á enda. Afhending samstundis. VERIÐ VELKOMIN BÉatf 14 ~ W$ M1‘M§ 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. júlí 1988 Sunnudagur 24. júlf ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.