Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 11
Chirac: Gaullistar eru (slæmri klípu. laginu svo að segja yfír sjálfstæði sínu: þótt leiðtogarnir fullyrtu að þeir myndu eftir sem áður starfa innan bandalagsins var ákveðið að flokkurinn myndaði sérstakan þingflokk. Einnig sýndu stuðn- ingsmenn Raymond Barres lit á því að vilja stofna sérstakan flokk, en þeir teljast einnig til miðjumanna og áttu sterk ítök í miðflokknum. Á hinn bóginn virtist annar flokkur í þessu sama lýðræðisbandalagi - flokkur hins mjög svo framagjarna Léotards - hafa hug á að ganga til enn nán- ara samstarfs við Gaullistaflokk- inn. Loks virtist daður sumra Gaullistaleiðtoga við flokk Le Pen hafa þær afleiðingar að aðrir leiðtogar þeirra fóru að gjóa augunum til miðflokkamanna. Sami leikurinn og de Gaulle átti Ekki er gott að spá um það hvemig þessi þróun heldur áfram, þegar stjórnmálalífið fer aftur í gang eftir sumarhléðið, en margir fréttaskýrendur spá því að þá muni brotalamimar í „hægri bandalaginu" aukast enn meir og verða að klofningi, og þá kunni að myndast skýr miðflokkur, sem geti gengið í bandalag við Mitter- rand.og sósíalista. Telja menn að fyrir þessu séu allgóð skilyrði og er þá bent á, að ýmsir „mið- flokksleiðtogar" hægri banda- lagsins, t.d. Simone Veil, hafi löngum staðið nær sósíalistum en mörgum þeim sem töldust þeirra eigin bandamenn. Kom þetta t.d. í ljós þegar Simone Veil var heilbrigðismálaráðherra og gekkst fyrir nýjum lögum um fóstureyðingar, sem ekki fengust samþykkt nema fyrir stuðning vinstri manna sem þá voru í stjórnarandstöðu. Þegar Michel Rocard myndaði aðra stjórn sína eftir þingkosningarnar, áttu tveir miðflokksmenn sæti í henni, þ.á m. Jean-Pierre Soisson, sem verið hafði ráðherra í hægri stjóm í forsetatíð Giscard d‘Esta- ing og var talinn áhrifaríkur stjórnmálamaður í vinstri væng Lýðræðisbandalagsins. Þessir tveir ráðherrar voru að vísu í stjórn Rocards sem einstaklingar en ekki sem fulltrúar neins flokks, þannig að flokksmenn þeirra töldust ekki stuðnings- menn stjórnarinnar. En takist Mitterrand að styrkja stöðu sína og stöðu sósíalista með því að gera bandalag við miðflokk, leikur hann sama leikinn og de Gaulle á sínum tíma, sem tókst að festa sig þannig í sessi á erfið- um tímum, - og vantaði fátt ann- að á að Mitterrand gengi inn í landsföðurhlutverk stofnanda fimmta lýðveldisins. En eins og fréttaskýrendur hafa lagt áherslu á verður ekki hægt að mynda slíkt bandalag nema á grundvelli skýrs og ítarlegs stjórnarsáttmála, og verður tíminn að leiða í ljós hvert innihald hans gæti orðið. e.m.j. Tyrkir éli baunir Miljónir Tyrkja lifa á hungur- mörkum. Glæfraleg þróunar- ævintýri hafa steypt landinu í mikla kreppu sem kemur verst niður á þeim snauðu. Margir óttast að herinn taki völdináný. Skortur kreppir að tyrknesku alþýðufólki. Æ fleiri miljónir hrekjast út á hungurmörkin. Rauntekjur verkamanna hafa lækkað stórlega á síðustu mánuð- um, 75 prósent verðbólga étur þær upp með miklum hraðá. Tal- ið er að síðan árið 1,980 hafi kaupmáttur launa minnkað um helming - og var ekki mikill fyrir. Hvar sem ráðherrar og fulltrú- ar Ættjarðarflokks Turguts Özals, sem fer með völd í landinu, sýna sig, eru þeir hróp- aðir niður: Við erum hungraðir, þið hafið komið okkur á vonar- völ! er hrópað á fundum bænda. Um 600 þúsundir af tveim milj- ónum iðnverkamanna verða að komast af með lögbundin lág- markslaun, sem eru innan við þrjú þúsund krónur. Sú tala segir ekki margt - nema ef menn vilja skoða það dæmi að í fyrra þurfti verkamaður á lágmarkskaupi að vinna ellefu stundir og 27 mínút- ur fyrir kílói af kjöti en tæpar sautján stundir nú. Ríkisstjómin bregst við þessu með því að auglýsa í blöðum og hvetja fólkið til að borða baunir. Grænar baunir, stendur þar, inni- halda jafnmikið af eggjahvítuefn- um og kjöt. Menn reyna að bjarg- ast með ýmsum ráðum - kannski fá menn sent eitthvað af mat frá frændum uppi í sveit, kannski geta menn fundið sér aukavinnu. Það er þó næsta vonlaust í borg- um - því fjórði hver maður gengur atvinnulaus. Þegar borgaraleg stjórn tók við af hernum árið 1983 stóð mikið til. Það átti að slá mikil lán og iðnvæða þetta landbúnaðarland í snatri. Minna hefur úr orðið en til stóð - nema hvað erlendar skuldir Tyrkja hafa aukist úr átj- án miljörðum dollara í fjörtíu miljarða. Þar að auki hafa þeir verið rændir óspart sem áttu spa- rifé - vextir af sparifé hafa verið frystir í 65% en fyrir lán greiða menn nú hundrað prósent vexti. Og eins og þetta allt væri ekki nóg: þessir sessunautar okkar í Nató eiga hvenær sem væri von á því, að herforingjarnir tyrknesku taki aftur völdin með tilheyrandi fjöldahandtökum og pyntingum, sem þeir hafa verið örlátir á við alla mögulega pólitíska andstæð- inga sína.... Skóburstarar í Istanbúl: Fátt um úrræði í 25% atvinnuleysi og óða verðbólgu... Síldarsöltun - stjórnunarstarf Ríkismat sjávarafurða óskar eftir að ráða mann í áhugavert stjórnunarstarf. Hafir þú þekkingu og áhuga á verkun og mati á saltsíld, geturþetta verið starf fyrir þig. Starfið felst í: * Daglegri stjórn starfa þeirra sem hafa með hendi eftirlit Ríkismatsins með söltun og mat á síld. * Úttekt á hreinlæti og búnaði söltunarstöðva svo og innri gæðastjórnun þeirra, eftir því sem það verður byggt upp. * Virkri þáttöku í þróun vinnubragða Ríkismats- ins og að eiga samvinnu við Síldarútvegsnef nd og saltendur um uppbyggingu innri gæðastjórnunar. Umsóknum ber að skila til Ríkismatsins, á eyðublöðum, sem þar fást, fyrir 15. ágúst n.k. Nánari upplýsingarfást á skrifstofu Ríkismatsins, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, s. 91 - 627533 Rikismat sjávarafurða hefur að leiðarljósi: * Að stuðla að auknum hráefnis- og vörugæðum islenskra sjávarafurða. * Að þróa starfsemi sina þannig að hún verði einkum fólgin ( miðlun þekkingar og fæmi og að skapa sjávarútveginum réttar forsendur til starfa. * Að verða í krafti þekkingar sinnar og reynslu forystuafi í gæðamálum. * Að skapa samstarfsvettvang stjórnvalda og sjávarút- vegsins (stöðugri viöleitni þeirra til að auka þekkingu og færni í vinnubrögöum og vörumeðferð. * Að móta afstöðu þeirra sem við sjávarútveg starfa til gæðamála og efla almenna gæðavitund. Ríkismat sjávarfurða telur þaö vera helsta verkefni sitt að stuðla að vönduðum vinnubrögðum svo islenskar sjávar- afuröir nái forskoti á markaðnum vegna gæða og þar með hærra verði en ella. c§3Húsnæðisstofnun ríkisins i TÆKNIDEILD Simi 69 69 00 Útboó Laxárdalshreppur (Ðúðardal) Stjórn verkamannabústaöa Laxárdalshrepps, óskar eftir tilboöum í byggingu tveggja parhúsa byggðum úrtimbri. Verk nr. U. 18.03. úrteikning- asafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál, hvert hús 187.3 m2 Brúttórúmmál, hvert hús 646.1 m3 Húsið verður byggt við götuna Sunnubraut 1-3, Búðardal og skal skilafullfrágengnu, sbr. útboðs- gögn. Afhending útboðsgagna er á sveitarstjórnarskrif- stofu Laxárdalshrepps, Miðbraut 11,371 Búðar- dal, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkis- ins, frá þriðjudeginum 26. júlí 1988 gegn kr. 10.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 10. ágúst 1988 kl. 11.00 og verða þau opnuð viðstöddum bjóðendum. f.h. Stjórnar verkamannabústaða Laxárdalshrepps tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. ^Húsnæðisstofnun ríkisins íþróttakennarar Grenivíkurskóla vantar íþróttakennara sem einn- ig getur tekið að sér kennslu í öðrum greinum. Frítt húsnæði í boði. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 96-33131 eða 96-33118. Sunnudagur 17. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.