Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 13
1 síðustu viku kom út frumraun hljómsveitarinnar Síðan skein sól, 12“ Blautar varir sem auk þess lags inniheldur lagið Bannað sem útvarpsfríkur ættu að kann- ast við af vinsældarlistum rásanna undanfarnar vikur. í tilefni af þessari útgáfu spjallaði ég stund- arkorn við Helga Björnsson söng- vara og textasmið hljómsveitar- innar og byrjaði á því að forvitn- ast um væntanlegt hljómleika- hald í tilefni útgáfunnar. „Á sunnudaginn (í dag) stend- ur til að halda rokktónleika á Miklatúni til stuðnings trjárækt- arátaki því sem Kók-verksmiðjan Vífilfell og Bylgjan gangast fyrir um þessar mundir. Við munum spila þar ásamt Greifunum og fleiri gæðagrúbbum og reynt verður að byggja þetta upp sem fjölskylduskemmtun í stað venju- legra rokktónleika, því þarna verður boðið uppá grillaðar pyls- ur o.fl. skemmtilegt. Annars verða hinir eiginlegu útgáfu- hljómleikar í Casablanca þann 28. júní, en síðan verður þramm- að í hljóðver og hafist handa við gerð stórrar plötu. „Draumurinn er að fá enskan upptökustjóra til að vinna verkið en það er ekkert komið á hreint ennþá. Það veltur einnig á hljóð- manninum hvort platan verður mixuð úti í Englandi eður ei, en það verður að játast að þegar mixa á hljómplötu hér heima vill oft vanta þau tæki sem til þarf og því verðum við að leita út fyrir landsteinana.“ Hvenær er svo stefnt á útgáfu, er nokkuð búið að negla niður einhvern tíma? „Tja, ég vona að platan verði tilbúin í september en geri frekar ráð fyrir því að útgefandinn vilji salta hana fyrir jólamarkaðinn." Hverslags lög eru það sem munu svo fá að prýða þessa Skífu? „Pað verða mörg þau lög sem Síðan skein sól. Sykurmolarnir. við höfum verið að spila á tón- leikum að undanförnu, eins og t.d. „Tíkall í strætó“, en einnig verða ný lög sem við höfum verið að semja upp á síðkastið og vil sem minnst segja um.“ Þetta verður semsagt popp- plata? „Ha?, popp?. Ég held nú síður, þetta er sko pjúra rokk og ról.“ Og þar hafiði það komm- arnir ykkar.... Jesus and Mary chain. Prince ku vera eitthvað fúll útí samlanda sína því hann hefur ákveðið að yfirgefa Bandaríkin og flytjast til Frakklands með stóran hluta af sínu hafurtaski. Kappinn hefur fest kaup á húsi í Frakklandi og á næstu mánuðum mun rísa fullkomið hljóðver rétt fyrir utan París þar sem hann mun líklega verja tíma sínum við upptökur á næstu verkum. Ástæðan fyrir þessari fýlu hans útí kanann er rakin til stöðugt dvínandi sölu á plötum hans þar í landi auk þess sem prinsinn varð ferlega sár útí meðferð þá sem síðasta platan hans fékk hjá plötuverslunum, en hún var af mörgum sniðgengin fyrir þær sakir að herrann prýðir umslagið klæðalaus. Sykurmolarnir hafa í samein- ingu við bresku sveitina Jesus And Mary Chain hljóðritað ein- hverja spes útgáfu af laginu „Am- mæli“ þar sem Jesus... kyrja bakraddirnar auk þess að leggja fram sitt framlag við gítarleikinn. Útgáfudagur hefur ekki verið á- kveðinn enn en... Aðal slúðrið í London þessa stundina hljóðar uppá það að Morrissey og Stephen Street hafi slitið samstarfi sínu og muni því ekki liggja meira eftir þá en gullkornið „Viva Hate“ sem kom út í marsmánuði og var víðast hvar hafnað af gagnrýnendum. Ekki vil ég þó selja þetta dýrar en ég keypti það, en þetta vekur óneytanlega upp þá spurningu hvað verði um tónlistarferil Morrisseys. Pere Ubu sendu frá sér smá- skífu um daginn sem heitir „We have the Technology“. Lagið er tekið af nýjustu plötu þeirra, „The Tenement Year“. Hip-Hop bandið Public Enemy gaf á mánudaginn var út sína aðra LP-plötu og ber gripurinn nafnið , Jt Takes A Nation Of Millinos To Hold Us Back“. Þessi plata inni- heldur víst ein 18 lög og er hvorki meira né minna en klukkustund að lengd. í lok ágústmánaðar mun koma á markaðinn ný breiðskífa frá þjóðlagasöngkonunni Michelle Shocked og samkvæmt öruggustu heimildum ku gripurinn nefnast ,„Short Sharped Shocked“ Siouzie And The Banshees gáfu út nýtt iag núna um daginn á smá- skífu og heitir það „Peek.A.Boo“. í kjölfarið er meiningin hjá band- inu að halda í konsertferðalag um Bretland í september og ég bara veit ekki hvað. Alveg ferlegur maður. Public Enemy. Sunnudagur 24. júli 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.