Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.07.1988, Blaðsíða 16
Rússneska kirkjan eignast níu dýrlinga Rússneska kirkjan hélt upp á þúsund ára afmæli sitt á dögun- um meðal annars með því að kirkjuþingið í Zagorsk tók níu menn í fylkingu heilagra manna. Þessirmenn, átta karlarog ein kona, voru uppi á fjórtándu öld hinn elsti og á seinnihluta nítj- ándu aldar þau sem skemmst er tilísögunni. Rússneska kirkjan átti fyrir um 1500 manna hersveit dýrlinga, sem tala máli syndugra manna á himnum. Framan af öldum voru kirkjunnar menn mjög iðnir við að bæta við dýrlingum, enda var það haft að orði í þann tíð að engin borg fengi staðist nema hún ætti sér dýrling fullgildan. Allt fram á sextándu öld gat hvaða biskup sem var tekið manneskju í tölu heilagra, en síðar var þetta vald falið patríarkanum í Moskvu einum og eftir að Pétur mikli af- nam sjálfstæði patríarkans 1721 og allt fram til byltingar bolsévika 1917 var það á valdi Heilagrar sýnóðu að kjósa helga menn. Ekki er flas til fagnaðar þegar dýrlingur er að fæðast og hefur undirbúningsstarf að vali afmæl- isdýrlinganna níu verði í gangi síðan árið 1981. Þessir hér stríðs- menn Drottins eru á listanum: Herstjóri og listamaður Fyrstur er Dmítrí Donskoj fursti (1350-1389), en hann var bæði maður trúrækinn og her- stjóri góður og vann frægan sigur á Tatörum í orustunni við Kúlik- ovo árið 1380. Guðfræðingur, heimspekingur og þýðandi helgra bóka, Maxím gríski (1470-1556) er næstur á list- anum. Maxím gríski hefur verið í sérstökum hávegum hafður hjá klofningsdeild úr rússnesku kir- kjunni, Gömlu trúnni, vegna þess að hann mælti með því að menn krossuðu sig með tveim fingrum ( faðir og sonur) en ekki þrem, að hallelúja væri tvítekið í lítúrgíunni og að menn bæru síð skegg - en allt hefur þetta fylgt Gömlu trúnni. Má vera að með því að blessa Maxím gríska vilji Rússneska kirkjan rétta sáttar- hönd Gömlu trúnni, en áhang- Sæluunnendur fá nú enn nýjan valkost; það er komin ný tegund af kotasælu, með rauðlauk og púrru. Indæl og bragðmikil viðbót við kotasælufjölskylduna - hæfir vel á brauð, sem meðlæti, í salöt eða beint úr dósinni! ()g fyrir þá sem vilja passa upp á línurnar er nýja kota- sælan auðvitað laukrétt val. Nýja kotasælan kætir bragðlaukana enda krydduð með lauk endur hennar sættu miklum of- sóknum af hálfu „opinberrar" kirkju á sautjándu öld og síðar. Þá kemur mítrópólítinn Mak- arí (1482-1563), en hann skrifaði á sínum tíma heilagra manna sögur rússneskar. Einna nafnkenndastur nýrra dýrlinga er Andrei Rúbljov ( 1360- aldamótin 1400). Rúbljov var munkur og einhver ágætastur helgimyndamálari sem sögur fara af. Þess má geta að um Rúbljov gerði Andrei Tarkovskí mikla kvikmynd og merkilega. Öldungar og meinlœtamenn Arkimandrítinn Paísí Velik- hovskí (1722-1794) endurreisti þá hefð. í munklífi rússnesku sem kennd er við andlega forsjá svo- nefndra öldunga ( startsy). Þótti sú hreyfing lyfta rússneskum klaustrum sumum til aukinnar virðingar og áhrifa. Þekktasti arftaki Velikhovskís er næstur á nýrri dýrlingaskrá. Hann hét Amvrosí (1812-1891), og var „staréts“ (öldungur) í klaustrinu Optína Pústyn - sem er einmitt eitt af þeim klaustrum sem kirkjan hefur nú endurheimt og verður aftur opnað. Margir miklir rithöfundar, m.a. Tolstoj og Dostojévskí, leituðu ráða hjá föður Amvrosí, og hann er fyrir- myndin að föður Zosíma í skáld- sögu Dostojevskís, Bræðurnir Karamaxov. Ksenja Grígorjevna (1732-aldamótin 1800) varð víð- fræg fyrir heilagt líferni og lækn- ingamátt og spásagnargáfu. Síðast eru til nefndir tveir bisk- upar, öldungar, guðfræðingar, höfundar merkra bóka - og mein- lætamenn. Þeir eru Ígnatíj Brjantsjaninov (1807-1867) og Feofan Govorov (1815-1894). Núlifandi helgimyndamálarar hafa þegar hafist handa og málað íkona af hinum nýju dýrlingum - °g fylgja myndir af þrem þeirra greinarkorni þessu. áb tók saman Dmítrí Donskoj fursti og herstjóri. Maxím gríski, eftirlæti Gömlu trú- arinnar. Andrej Rúbljov helgimyndamál- arinn mikli. Og kerti munu fyrir myndum þeirra brenna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.