Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.07.1988, Blaðsíða 4
FLÖAMARKAÐURINN 3 hjól til sölu á góðu verði. Upplýs. í síma 77054. Herbergi Kona utan af landi óskar að taka á leigu herbergi með aðgangi að eld- húsi og baði, helst í Norðurbænum í Hafnarfirði. Meðmæli ef óskað er. Uppl. í síma 51432. Sigurbjörg. Sem ný leðurblússa til sölu. Meðalstærð. Uppl. í síma 76657. ísskápur fæst gefins gegn því að vera sóttur. Uppl. í síma 612227. Til sölu 13 innbundnar bækur af tímaritinu SATT. Uppl. í síma 40060. Búslóð til sölu v/flutninga Allt mögulegt í boði. Hlunnavogur 11, kj. Sími 35963. Atvinna Vantar laghentan mann til trésmíðavinnu. Lágmarksaldur 16 ára. Uppl. í síma 622680. Til sölu Daihatsu Charade árg. 80, skoðaður '88. Útvarp/ segulband. Verð 70 þús. staðgreitt. Einnig ársgamalt Nordmende lit- sjónvarpstæki, 27" m/fjarstýringu, verð 60 þús. og Candy þvottavél á 7000 kr. Á sama stað óskast ódýr ísskápur. Sími 45196. Til sölu sófaborð og hljómtækjaskápur. Uppl. í síma 16328. Eftirtaldir hlutir eru til sölu: 70 lítra heitavatnsgeymir, 6 stk. 13" felgur þar af 2 með vetrardekkjum, sófaborð, forn skíði á 200 kr., nýrri skíði með bindingum og stöfum, reykborð, hljómtæki með hátölur- um og innbyggðu kassettutæki, hljómtækjaskápur, ónotuð bílaryk- suga, innihurð úr tekki 80x200 sm, þvottabalar úr blikki. Ennfremur gardínubrautir af ýmsum lengdum sem fást fyrir það sem viðkomandi vill greiða. Allar nánari upplýsingar er að fá að Langholtsvegi x12A. Skoda 110 R „Pardus" árg. '78 ekinn rúmlega 60 þús. km, selst hræódýrt i varahluti eða til endurreisnar. Áragrúi auka- hluta fylgir. Sími 41289. Ferðatöskur til sölu á vægast sagt mjög vægu verði. Sími 41289. Kattavinir 2 fallegir 9 vikna kettlingar þurfa að komast á góð heimili. Uppl. að Fífu- hvammi 13, Kópavogi. Sími 40496. Til sölu 24” litsjónvarpstæki, tvöfaldur svefnsófi, Necchi Lydia saumavél, svefnbekkur. Uppl. í síma 688561. aðgangi að baði, helst í Kópavogi. Uppl. í síma 41209 á kvöldin. Húsnæði Óskum eftir að taka íbúð á leigu, helst í mið- eða Vesturbæ. Erum 3 í heimili. Reglusemi og skilvísar greiðslur. Uppl. í síma 11394. Til sölu tvöfaldur stálvaskur, blómakassi, kaffivél, kringlótt stofuborð úr pal- esander, notuð Rafha eldavél. Eld- húsinnrétting fæst gefins, þarf að taka niður. Uppl. í síma 40631 e.kl. 19 í kvöld og annað kvöld. Sláttuvél óskast Er einhver sem vill gefa mér eða selja á vægu verði handsláttuvél. Uppl. í síma 612064. Bergþóra. Til sölu lítill ísskápur og 2 kassagítarar. Uppl. í síma 17112 e.kl. 20. Til sölu barnadót; leikgrind, tágavagga, barnastóll og barnabílstóll. Uppl. í síma 17112 e.kl. 20. Til sölu vel með farið Ijóst furusófasett ásamt 2 furuborðum og svartur sófi. Allt frá IKEA. Einnig hvítir fata- skápar m/skúffum, spegli og Ijósak- appa. Uppl. í síma 34001 e.kl. 18. Gerist áskrifendur að Tanzaníukaffinu frá Ideele Im- port. Áskriftarsími 621309. Gott mál í alla staði. Kaffið sem berst gegn Apartheid. Ford Escort GL 1300 Fallegur, vel útlítandi Ford Escort GL 1300 árg. '83 til sölu. Innfluttur frá Þýskalandi fyrir ári. Ekinn 52.000 km. Ný sumardekk og ágæt nýleg vetrardekk fylgja. Útvarp. Bíll í toppstandi. Verðtilboð. Upplýsing- ar í síma 681310 eða 681331 á daginn. Kiðafell í Kjós Hestaleiga Skemmtilegur reiðtúr á góðum hestum í fallegu umhverfi. Opið alla daga. Barnagæsla. íbúð til leigu til styttri dvalar á staðnum. Góð fyrir ferðafólk. Sími 666096. íbúð óskast Eldri maður, snyrtimenni sem reykir ekki óskar eftir iítilli íbúð á Reykja- víkursvæðinu. Skilvísar mánaðar- greiðslur. Upplýsingar í síma 651686 eftir kl. 20.00. Ráðskonustaða Óska eftir ráðskonustöðu eða hús- hjálp gegn húsnæði. Er með 2 stálpaðar stúlkur, snyrtilegar og reglusamar. Upplýsingar í síma 29713. Húsnæði óskast fyrlr tónlistarkennslu Upplýsingar í síma 29105. Er 17 ára menntaskólanemi að byggja upp eigið heimili. Bráð- vantar þvottavél á hagstæðu verði. Uppl. í síma 28797. Til sölu rafmagnspottur (fínt fyrir slátur), rafmagnsofn og þríhjól. Uppl. í síma 51643. Tölva til sölu Victor V-PC IIE 2ja drifa, nánast ó- notuð, forrit fylgja. Sími 21604. Húsnæði Roskinn, reglusamur maður sem reykir ekki óskar eftir herbergi með Nissan Sunny 1500 SLX árg. '87, ekinn 17.000 km til sölu. Bíllinn er hvítur að lit, 5 dyra, með útvarpi/kassettu, sílsalistum og grjótgrind. Upplýsingar í síma 681310 kl. 9-5 og 13462 á kvöldin. Húsnæðl óskast Ung og reglusöm snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn, 8 og 11 ára, óska eftir að taka á leigu 4-5 her- bergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upplýs- ingar í síma 16249 á kvöldin og 11640 á daginn. Margrét. DJÚÐVIIJINN blaðið sem vitnað ^ r ' cP N5 eri FRÉTTIR Eftirlaunafólk Skerðingarreglumar koma fólki að óvömm Greiðslur úr lífeyrissjóði skerðast 45% umfram viðmiðunartekjur. Einstaklingur getur haft 438.000 kr. í tekjutryggingu og lífeyri á ári. Lífeyrir hjóna 617.424 kr. á ári Eftirlaunafólk hefur mikið spurst fyrir um það hvaða reglur gildi um skerðingu tekju- tryggingar sinnar. Fólk vill fá að vita hvað lífeyrir og laun umfram frítekjumarkið lækkar tekju- trygginguna. Fólki finnst einnig að þær reglur sem nú eru í gildi virki í raun þannig að verið sé að refsa þeim sem geta unnið eitthvað áfram þótt þeir séu komnir á eftirlaunaaldur. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins eru tekjur umfram frítekjumarkið skertar um 45%. Það sama gildir fyrir hjón og einstaklinga hvað þetta varðar. Frítekjumark ein- staklings er eins og áður hefur komið fram: 127.980 krónur á ári. Frítekjumark hjóna er: 179.145 krónur á ári. Tekjur um- fram þessi mörk skerðast alltaf um sömu prósentutölu eða 45%. Ef við tökum dæmi af einstakl- ingi og skoðum hvað hann getur haft úr tryggingunum, þá miðað við óskertar bætur í öllum tilfell- um, er það þannig: Tekjutrygg- ing hans yrði 17.107 kr. á mán- uði. Við þetta bætist ellilífeyrir sem er 9.577 kr. á mánuði. Þetta gera 26.684 kr. á mánuði og þar við bætist heimilisuppbót sem er óskert 5.816 krónur og þá erum við komin í 32.500 kr. á mánuði. Til viðbótar þessu er síðan mögu- leiki á lyfjauppbótum sem ák- varðast eftir læknisvottorðum. Þá geta einstaklingar einnig feng- ið svokallaða sérheimilisuppbót sem er 4000 kr. óskert. Heildar- upphæð sú sem einstaklingur get- ur fengið úr tryggingakerfinu er því um 36.500 kr. á mánuði. Þetta eru því 438.000 kr. á ári. Ef svipað dæmi er tekið fyrir hjón þá lítur dæmið allt öðruvísi út. Þau eiga ekki rétt á heimilis- uppbót né sérheimilisuppbót. Þau hafa hvort 17.107 kr. í tekju- tryggingu en ekki nema 8.619 kr. í ellilífeyri. Samanlagt eru þetta 25.726 kr. á mánuði eða 51.452 hjá þeim báðum. Við þessa upp- hæð gæti lyfjauppbót að sjálf- sögðu bæst við. Það skal skýrt tekið fram að við útreikning á skerðingu tekju- tryggingar er greiðsla úr lífeyris- sjóði ekki dregin öll frá viðmið- unartekjunum. Segjum að ein- staklingur hafi 240.000 kr. úr líf- eyrissjóði á ári. Frítekjumark hans er 127.980 kr. og það er dregið frá þessari upphæð. Af þeirri upphæð eða 112.020 kr. eru síðan tekin 45% sem er 50.400 kr. Það er því þessi tala sem er dregin af þessum 240.000 kr. sem viðkomandi einstakling- ur hafði úr lífeyrissjóðnum. Athygli vekur að tekjutrygg- ingin að samanlögðum ellilífeyri er í raun sú upphæð sem hið opin- bera gerir ráð fyrir að eftirlauna- fólk komist af með. Þetta eru 438.000 kr. á ári fyrir einstakling sem býr alveg einn og er ekki í vinnu og fær ekkert úr lífeyris- sjóði. Hjá hjónum gerir þetta hins vegar 617.424 kr. á ári. Margir hafa síðan einhverja við- bót úr lífeyrissj óði eða vegna vinnu sinnar. Þó er sá hópur alltof stór sem ekkert fær úr líf- eyrissjóðum og verður því að bjarga sér með vinnu, oft á tíðum alltof mikilli vinnu. -gís. Eftirlaun aldraðra frá Tryggingastofnun: Tölurnar miðast við óskertar bætur hverju sinni. rétthafi tekju- líf- heimilis- sérheimil- trygging eyrir uppbót isuppbót á mán. á mán. á mán. á mán. Einstakl. kr.17.107 9.577 5.816 4000 Hjón 34.214 17.238 engin engin Ríkisspítalar Skortur á starfsfólki bagalegastur DavíðÁ. Gunnarsson: Höfum haldið lygnan sjó. Mest um vert að jafnvœgi náist íefna- hagsmálum. Dýrtað reka sjúkrahúsin meira og minna á eftirvinnu. Sjálfgert ímörgum tilfellum að loka deildum yfir sumartímann vegna skorts á hjúkrunarfólki B járhagsstaða ríkisspítalanna er ekki að neita að skortur á er svipuð og oftast á þessum tíma árs. Við höfum átt í dálitlum vandræðum með að launakostn- aður er hærri en áætlanir stóðu til, sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna í samtali við Þjóðviljann í gær, þegar hann var inntur eftir því hvort ríkis- spítölunum hefði tekist að halda sig innan þeirra marka sem fjár- lög settu þeim, og því tækju þeir ummæli fjármálaráðherra um sí- brotastofnanir ekkert sérstaklega til sín. Davíð sagði að ríkisspítalarnir hefðu að mestu haldið jöfnu í fyrra. - Rekstrarstaða sjúkra- húsanna á hverjum tíma ræðst þó vitanlega mikið af efnahagsá- standinu, - verðbólgu- og þen- slustiginu og þar gildir það sama um sjúkrahúsin og annan atvinnurekstur í landinu. En því starfsfólki hefur sett strik í reikninginn varðandi allar rekstr- aráætlanir. Það segir sig vitanlega sjálft að það er mjög dýrt að reka sjúkra- húsin meira og minna á yfirvinnu fólks. Ekkert skiptir okkur meira máli en jafnvægi í efnahagslífinu, sagði Davíð. Aðspurður um hvort sjúkra- húsin mættu rekstrarerfiðleikum með niðurskurði á þjónustu yfir sumartímann, s.s. lokun ein- stakra deilda, sagði Davíð að það væri í mörgum tilfellum sjálfgert. - Þótt við vildum halda öllu opnu getum við það einfaldlega ekki sökum skorts á sérhæfðu hjúkrunarfólki. Læknar eru eini hópurinn í heilbrigðisstétt sem nóg framboð virðist vera af, sagði Davíð. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.