Þjóðviljinn - 28.07.1988, Síða 4

Þjóðviljinn - 28.07.1988, Síða 4
FRETTIR FLÖAMARKAÐURINN Til sölu mjög gott, vel með farið 5 manna tjald með fleyghimni, IVá metri framyfir. Gott verð. Uppl. í síma 44218. Til sölu v/brottflutnings ónotuð jöklaúlpa, SCARPA göngu- skór, mjúkir Goritex, no. 41 og 45, svotil ónotaðir, Silver Reed ritvél, bókahillur, reyr-ruggustóll, grill- og bakarofn, frístandandi og vagga á hjólum. Uppl. gefa Anna eða Egill í síma 44169 eftir kl. 19.00. Dýravinir athugið! Kettlingar af góðu kyni fást gefins. Sími 84023. Hjól til sölu Kalkhof 3 gíra hjól með öllum fylgi- hlutum, þ.e. brúsa, speglum, flautu o.fl. og Kettler BMX hjól. Uppl. í síma 43439. Hvít kommóða fæst ódýrt. Uppl. í síma 12062 eftir kl. 18.00. Vinnubíll Óska eftir litlum sendibíl eða Lödu station í þokkalegu ástandi. Hringið í síma 73351, Ólafur. Óska eftir fullorðinsreiöhjóli á kr. 3.000. Á sama stað er til sölu Citroen GS station árg. ‘78. Skipti möguleg. Selst mjög ódýrt. Uppl. í síma 12687. Til sölu v/flutninga sófaborð, Happy-stóll, bókahillur, 3 stólar, frystikista, hjónarúm, vídeó- skápur, barnaborð m/áföstum stól og kommóða. Uppl. í síma 46289 eftir kl. 17.00. Óska eftir ísskáp og þvottavél ódýrt eða gef- ins. Vinsamlegast hringið í síma 45196. (búðaeigendur Óska eftir 2 herbergja íbúð frá 1. september. Er góður leigjandi. Uppl. í síma 681042. Til sölu Ford Econoline árg. ‘77,6 cylindra, 150 týpa. Þarfn- ast lagfæringa á húddi og brems- um. Nýtt útvarp og segulband og 2 nýleg dekk. Nýr síls fylgir. Uppl. í síma 28238 eftir kl. 19.00. Til sölu hringlaga eldhúsborð, dökkbrúnt og fjórir stólar á samtals 5.000 kr. Skatt- hol á 1.000 kr. Uppl. í síma 24974 eftir kl. 17.00. Til sölu stórt furuborð. Uppl. í síma 40022. Kennsla Háir takmörkuð stærðfræðikunn- átta þér í starfi eða ert þú náms- maður sem vilt nota sumarið til að rifja upp eða undirbúa næsta vetur? Ef svo er, þá tek ég fólk í einkatíma í stærðfræðinámsefni grunn- og menntaskóla. Nánari upplýsingar í síma 612064, Palli. Vil kaupa notaða þvottavél. Uppl. í síma 15289 eftir kl. 17.00. Sófasett til sölu Vel með farið, lítið, rautt plusssófa- sett til sölu á 8.000 kr. Sími 45379. Barnavagn Allt í einu! Vagn, kerra og burðar- rúm, til sölu. Uppl. i síma 20953. Svartur hornsófi til sölu á 15.000 kr. Vel útlítandi. Sími 46418. Skodi Skodi 120 LS, árg. ‘85, keyrður 30.000 km til sölu. Vel með farinn. Gott verð. Uppl. í síma 20189. Herbergi - lítil íbúð Kona utan af landi óskar eftir að taka á leigu herbergi með aðgangi að baði og eldhúsi eða litla íbúð. Helstu í Norðurbæ í Hafnarfirði. Meðmæli ef óskað er. Uppl. í síma 51432, Sigurbjörg. Gegn Apartheid Suður-Afríkusamtökin minna á söfnunina til handa börnum og ung- lingum í S-Afríku sem sætt hafa fangelsun og pyntingum. Gírónúm- er söfnunarinnar er 3030 í Alþýðu- bankankum. Eigum til sölu boli og barmmerki á skrifstofu okkar, Klapparstíg 26, sími 19920. Prentari Óskum eftir ódýrum prentara fyrir IBM, samhæfða tölvu. Uppl. í símum 19920 á daginn eða 656757 á kvöldin. - Suður-Afrikusamtökin. Tröppur yfir girðingar til sölu. Uppl. í síma 91-40379. Húsnæðl Roskinn, reglusamur maður sem reykir ekki óskar eftir herbergi með aðgangi að baði, helst í Kópavogi. Uppl. í síma 41209 á kvöldin. Eftirtaldir hlutir eru til sölu: 70 lítra heitavatnsgeymir, 6 stk. 13” felgur þar af 2 með vetrardekkjum, sófaborð, forn skíði á 200 kr., nýrri skíði með bindingum og stöfum, reykborð, hljómtæki með hátölur- um og innbyggðu kassettutæki, hljómtækjaskápur, ónotuð bílaryk- suga, innihurð úr tekki 80x200 sm, þvottabalar úr blikki. Ennfremur gardínubrautir af ýmsum lengdum sem fást fyrir það sem viðkomandi vill greiða. Allar nánari upplýsingar er að fá að Langholtsvegi 112A, sími 30672. Skoda 110 R „Pardus“ árg. '78 ekinn rúmlega 60 þús. km, selst hræódýrt í varahluti eða til endurreisnar. Aragrúi auka- hluta fylgir. Sími 41289. Ferðatöskur til sölu á vægast sagt mjög vægu verði. Sími 41289. Gerist áskrlfendur að Tanzaníukaffinu frá Ideele Im- port. Áskriftarsími 621309. Gott mál í alla staði. Kaffið sem berst gegn Apartheid. Ford Escort GL 1300 Fallegur, vel útlítandi Ford Escort GL 1300 árg. '83 til sölu. Innfluttur frá Þýskalandi fyrir ári. Ekinn 52.000 km. Ný sumardekk og ágæt nýleg vetrardekk fylgja. Útvarp. Bíll í toppstandi. Verðtilboð. Upplýsing- ar í síma 681310 eða 681331 á daginn. Kiðafell í Kjós Hestaleiga Skemmtilegur reiðtúr á góðum ; hestum í fallegu umhverfi. Opið alla j daga. Barnagæsla. Ibúð til leigu til styttri dvalar á staðnum. Góð fyrir ferðafólk. Sími 666096. íbúð óskast Eldri maður, snyrtimenni sem reykir ekki óskar eftir lítilli íbúð á Reykja- víkursvæðinu. Skilvísar mánaðar- greiðslur. Upplýsingar í síma 651686 eftir kl. 20.00. Róðskonustaða Óska eftir ráðskonustöðu eða hús- hjálp gegn húsnæði. Er með 2 stálpaðar stúlkur, snyrtilegar og reglusamar. Upplýsingar í síma 29713. Húsnæði óskast fyrir tónllstarkennslu Upplýsingar í síma 29105. Nissan Sunny 1500 SLX árg. '87, ekinn 17.000 km til sölu. Bíllinn er hvítur að lit, 5 dyra, með útvarpi/kassettu, sílsalistum og grjótgrind. Upplýsingar í síma 681310 kl. 9-5 og 13462 á kvöldin. Húsnæðl óskast Ung og reglusöm snyrtileg og reyk- laus hjón með 2 börn, 8 og 11 ára, óska eftir að taka á leigu 4-5 her- bergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upplýs- ingar í síma 16249 á kvöldin og 11640 á daginn. Margrét. Búslóð til sölu v/flutninga Allt mögulegt í boði. Hlunnavogur 11, kj. Sími 35963. Notaðu endurskinsmerki og komdu heil/l heim. Ráðhúsið Enn kæit til Jóhönnu Byggingarnefnd úthlutar landi sem borgin á ekkert tilkall til. íbúar við Vonarstrœti kœra stœkkun lóðarinnar að Tjarnargötull og Vonarstrœtill íbúar við Tjarnargötu telja að bygginganefnd Reykjavíkurborg- ar hafi farið út fyrir sitt valdsvið með því að stækka lóðina að Tjarnargötu 11 um 34% og út- hluta Reykjavíkurborg viðbótar- svæðinu undir ráðhúsbyggingu. íbúarnir hafa því kært lóðaút- hlutunina og stækkunina til fé- lagsmálaráðherra. í greinargerð með kæru íbú- anna, segjast þeir ekki geta fallist á gerð byggingamefndar að sam- eina lóðirnar að Tjarnargötu 11 og Vonarstræti 11 og stækka sam- einaða lóð úr 1268 fermetrum í 4333 fermetra. Þeir benda á að viðbótarland lóðanna um 3065 fermetra út í tjörnina geti ekki talist borgarland. Lóðir við Tjarnargötu séu eignarlóðir og engar skráðar eignarheimildir séu á Reykjavíkurtjörn. Alkunna er hins vegar að eigendur húsa við Tjarnargötu hafi ávallt verið taldir eiga land að tjörninni og þeim beri allur réttur sem því kann að fylgja. Vísa íbúarnir til 3. og 4. kafla byggingarlaga þar sem talað er um rétt annarra og samþykki meðeigenda að sameign, sem viðbót lóðanna að Tjarnargötu og Vonarstræti hljóti að falla undir. -rk Matvœli Aukaefni ekki eiturefni Félag íslenskra iðnrekenda: Fréttaflutningur um aukaefni ímatvœlum villandi. Aukaefni nauðsynleg. Órökstuddar staðhœfingar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem gerð var í fyrrra, leiddi í ljós að merkingum á matvælum og drykkjarvörum var meira ábóta- vant á erlendum neysluvarningi en innlendri framleiðslu. Sýnu verst var ástandið á erlendum sætindum og drykkjarföngum. Um þetta ætti Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að vera vel kunn- ugt, segir í fréttatilkynningunni. Eiturefni teljast til flokks efna sem kallaður er eiturefni og hættuleg efni. Til síðarnefnda flokksins heyrir m.a. skordýra- eitur og er með öllu óheimilt að setja slík efni í matvæli. Auka- efni, hins vegar, eru nauðsynleg við matvælaframleiðslu, — þau Fréttaflutningur fjölmiðla að undanförnu um notkun auka- efna og umbúðamerkingar mat- væla er samhengislaus og villandi og of algengt er að jafnaðarmerki sé sett á milli aukaefna og eitu- refna, segir í fréttatilkynningu Félags íslenskra iðnrekenda. Jafnframt bendir Félag iðnrek- enda á að þær yfirlýsingar Heil- brigðiseftirlits að íslenskir matvælaframleiðendur falsi oft innihaldslýsingar vísvitandi, séu algerlega órökstuddar og óábyrg- ar. Athugun Neytendasamtak- anna og iðnrekenda á ástandi umbúðamerkinga neysluvara, Umbúðamerkingum sælgætis sem er á boðstólum hérlendis er ábótavant. hindra m.a. vöxt óæskilegra baktería og hverskyns örvera sem geta valdið alvarlegum sjúkdóm- um. „Nær óhugsandi væri að bjóða margar neysluvörur til sölu sem nú eru á markaðnum sökum hættu á matareitrun og skemm- dum af völdum örvera,“ segir í fréttatilkynningunni. _rj. Glatt verður á hjalla í Ólafsvík alla helgina, en þá ætla Ólsarar að efna til sérstaks sumarauka með listsýningum og öðrum uppákomum. Hátíðahöldin hefjast í dag og standa allt til sunnudags. Ólafsvík Memingariegur sumarauki Ólsarar efna til lista- og menningarhátíðar um helgina. List- og leiksýningar og kassabílarallý Sumarhátíð Ólafsvíkinga verð- ur haldin dagana 11.-14. ágúst næstkomandi. Það er að komast á það hefð að slegið sé upp hátíð þegar líða tekur á sumar og þá reynt að sameina hinar ýmsu uppákomur sem félög í bænum standa fyrir. Sumarhátíðin er haldin fyrir atbeina Lista- og menningarnefndar Ólafsvíkur og er það von nefndarmanna að hún eigi eftir að verða árlegur við- burður í bæjarlífinu. Hátíðin verður sett fimmtu- daginn 11. ágúst, með opnun samsýningar þeirra níu aðila sem reka Gallerí Grjót, en það eru Gestur og Rúna, Jónína Guðna- dóttir, Magnús Tómasson, Óf- eigur Björnsson, Páll Guð- mundsson frá Húsafelli, Ragn- heiður Jónsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Örn Þorsteins- son. Allt landsþekktir og viður- kenndir listamenn og koma þeir allir til Ólafsvíkur í tilefni sýning- arinnar. Sýningin verður opin í húsnæði Grunnskólans í Ólafsvík fram á sunnudaginn 14. ágúst. Sýnd verða olíumálverk, grafík, vatnslitamyndir, teikningar, skúlptúrar unnir í grjót, járn og leir, silfurskartgripir og ýmsir leirmunir. Öll verkin eru til sölu. Föstudaginn 12. ágúst kemur Alþýðuleikhúsið í heimsókn og verður með tvær sýningar. Sú fyrri verður kl. 17:00 á barnaleik- ritinu „Ævintýrið á ísnum“ en sú seinni verður kl. 21:00 en þá verður sýnt leikritið „Eru tí- grisdýr í Kongó“? Að lokinni síðari sýningunni kemur fram söngtríóið „Heklur", en það skipa Erla Skúladóttir, Hanna G. Sigurðardóttir og Guðrún Gunn- arsdóttir, undirleikari með þeim er Magnús Einarsson. Laugardaginn 13. ágúst verður Kvenfélag Olafsvíkur með hina árlegu útigrillveislu í Sjómanna- garðinum. Kassabílarallý og ýms- ar uppákomur verða fyrir börnin. Einnig stendur til að kaffihúsið „Kaldilækur“ verði opið, svo og byggðasafnið í gamla pakkhús- inu. Um kvöldið verður dans- leikur í félagsheimilinu á Klifi og þar verða engir aðrir en Stuð- menn sem halda uppi fjöri langt fram á nótt. Hátíðinni lýkur svo á sunnudeginum 14. ágúst. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. júlí 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.