Þjóðviljinn - 28.07.1988, Side 13
ERLENDAR FRETTIR
íraklíran
Irakar afla
sér fanga
Báðir stœra sig afstórvirkjum á
suðurvígstöðvum. írakar kosta kapps um að
verða sér úti um stríðsfanga
Iraskir ráðamenn sögðu her-
menn sína hafa hrundið árás-
um ijenda sinna á suðurvígstöðv-
unum f gær og valdið miklu
mannfalli og tjóni á hergögnum.
Frá þessu var skýrt í daglegri
fréttatilkynningu herforingjar-
áðsins í Bagdað. Hefðu íranskir
hermenn, með byltingarverði í
broddi fylkingar, sótt að Þriðja
her íraka en farið offari, og
„flúðu í dauðans ofboði eftir að
hafa goldið mikið afhroð.“
Til dæmis um hergagnamissi
írana var nefnt að íraskir loft-
varnarliðar hefðu hæft F-5
orrustu/sprengjuþotu óvinarins
sem sést hefði falla til jarðar í
ljósum logum íransmegin
Iandamæranna. Þriðji her íraka
kvað hafa það hlutverk með
höndum að verja landssvæðin
austan Basraborgar í suðri.
íranska fréttastofan IRNA
greindi einnig frá þessum atburð-
um. Að sögn hennar sóttu bylt-
ingaverðir djarfmannlega að
fjendum sínum og léku þá grátt á
Shalamcheh svæðinu. Hefðu þeir
gereytt heilu herfylki, stráfellt
mannskapinn og rústað tugum
skriðdreka og herflutningabifr-
eiða.
Svo aftur sé vitnað í íraka þá
sögðust þeir hafa sent orrustu-
þotur sínar og sprengjuþyrlur í
alls 278 skemmri og lengri árás-
arleiðangra gegn óvininum. Upp-
skeran hefði verið ríkuleg. Til
dæmis að taka hefði fjöldi banda-
rískra Hawk eldflaugapaila verið
lagður í rúst austan árinnar Karo-
Sovét-Armenía
(ranskir stríðsfangar í Basra. Betur má ef duga skal.
un og sömu örlög hefðu nokkrar
vígvallarhöfuðstöðvar hreppt.
Allar árásarvélar hefðu snúið
heim heilu og höldnu.
írakar segjast hafa tekið
12.207 stríðsfanga á síðustu
dögum. Ráðamenn í Bagdað vita
sem er að frá því styrjöldin hófst
fyrir átta árum hafa fjendur
þeirra tekið miklu fleiri hermenn
til fanga en þeir og því kosta þeir
kapps um að jafna metin áður en
sests verður niður við samninga-
borð.
Ef marka má tölur Rauða
krossins þá hafa írakar nú um 35
þúsund íranska hermenn í haldi.
En betur má ef duga skal því
fangnir írakar munu vera um 50
þúsund talsins í íran.
Reuter/-ks.
Geymt en ekki
gleymt
Allt með ró ogspekt íJerevan en landslýðurinn bíður
átekta
Ibúar Sovét-Armeníu hafa látið
af mótmælum og verkföllum, í
bili að minnsta kosti, en þeir hafa
ekki sætt sig við þá ákvörðun
Kremlverja að bræður þeirra og
systur í Fjalla-Karbakh skuli
þurfa að lúta stjórn Azera í Bakú.
Þessar staðreyndir voru viðr-
aðar í Prövdu í gær. Blaðamaður
hennar hafði brugðið sér til Jere-
vanborgar og punktað hjá sér það
helsta sem bar fyrir augu og eyru.
Hann greindi frá því að atvinnu-
lífið væri lífs á ný eftir allsherjar-
verkfall borgarbúa en hinsvegar
væri deginum ljósara að „í sið-
ferðilegum og sálrænum efnum
er allt miklu mun flóknara."
Allur þorri manna væri ósáttur
við forsætisnefnd Æðsta ráðsins
sem ákvað á aukafundi fyrir
skemmstu að skella skollaeyrum
við kröfum ermskra íbúa Fjalla-
Karabaks. „Það væri synd að
segja að yfirgnæfandi meirihluti
Armena fengi botn í ákvörðun
forsætisnefndarinnar,“ skrifar
hinn háttvísi gestur. Hann bætti
því við að starfsmenn stóriðju-
vers í Jerevan hefðu hafnað
ályktun Kremlverja og færu fram
á að fullskipað Æðsta ráð tæki
mál Fjalla-Karabakhs til umfjöll-
unar. „Fjölmargir vísindamenn
og menntamenn eru sama sinn-
is,“ stóð ennfremur í Prövdu í
gær.
Reuter/-ks.
Grafarmenn
Heimta skammabætur
Formaður Félags starfsmanna í
kirkjugörðum og útfararfyr-
irtækjum í einu ríkja Eyjaálfu,
Viktóríu, á vandasömum við-
ræðum við atvinnurekendur um
kaup og kjör. Einkum er bitist um
þá kröfu líkgrafara að þéim verði
greiddur bónus fyrir andlegt álag
í starfi. /
Formaður kvað ekki óalgengt
að syrgjendur veittust að grafar-
mönnum með svívirðingum og
skömmum og því væri það í hæsta
máta sanngjarnt að þeir fengju 25
dala aukagreiðslu á mánuði.
Þegar formaður ' var inntur
nánar eftir því hverskonar aðkast
þetta væri sem graftökumenn
kirkjugarðanna yrðu fyrir þá
eyddi hann því máli öllu. Fékkst
hann þó í lokin til að fullyrða að
ónotin væru svo slæm að það væri
með öllu óþolandi að þau bættust
ofan á hættu þá er grafarmönnum
stafar af snákum, eitruðum
kóngulóm, hvimleiðum kaktus-
um og mislyndum veðurguðum.
Án þess að sérstök greiðsla kæmi
fyrir.
Reutér/-ks.
Palestína
Verkföll á Gaza
Palestínumenn á Gazasvœðinu lögðu niður vinnu ígœr eftirað
ísraelsmenn drápu 13 ára stúlku ífyrrakvöld
Palestínumenn efndu til verk-
falla á Gazasvæðinu í gær í
mótmælaskyni eftir að ísraelskir
hermenn skutu unga stúlku til
bana i fyrrakvöld. Hún var aðeins
13 ára gömul og bjó í Shatí búð-
unum. Israelsk hernaðaryfírvöld
óttuðust mjög að til óeirða kæmi í
búðunum í gær og meinuðu íbú-
um þeirra að stíga út fyrir hússins
dyr.
Því var allt með kyrrum
kjörum á troðningunum milli
íbúðarhreysa Palestínumanna í
Shatí. Þar búa um 42 þúsund
manns. Hinsvegar létu aðrir
heimamenn á Gazasvæðinu reiði
sína í ljós með því að skrópa í
vinnu. Flestar verslanir á svæðinu
voru lokaðar, almenningsfara-
tæki gengu ekki og Palestínu-
menn sem alla jafna sækja vinnu í
ísrael sátu heima.
Heimildamenn úr röðum Pal-
estínumanna sögðu að stúlkan
hefði verið skotin í kviðinn eftir
að skarst í odda með nokkrum
ungmennum og ísraelskum her-
mönnum. Hún var flutt helsærð á
Shifa sjúkrahúsið í Gazaborg þar
sem hún lést skömmu síðar. Isra-
elsmenn viðurkenndu að hafa
drepið stúlkuna en sögðust ekki
geta tjáð sig um dánarorsökina
þar eð foreldrar hennar hefðu
fjarlægt líkið af sjúkrahúsinu
áður en fulltrúa þeirra gafst
ráðrúm til þess að skoða það.
Reuter/-ks.
Kampútsea
Viðræður í strand?
Hvernig á að tryggja að Rauðir kmerar taki ekki völd á ný íKampútseu? Petta var
bitbeinfundarmanna í Indónesíu ígær
Viðræður um framtíðarskipan
mála í Kampútseu virðast
komnar í sjálfheldu vegna ágrein-
ings um leiðir til þess að tryggja
að Rauðir kmerar hefjist ekki til
valda á ný.
Einsog kunnugt er standa nú
yfir í Indónesíu viðræður fulltrúa
uppreisnarhreyfinga og ráða-
manna Kampútseu. Að auki taka
sendimenn ríkisstjórna Tælands
og Víetnams þátt í fundinum.
Það bar helst til tíðinda á þriðja
fundardegi, eða í gær, að utan-
ríkisráðherra Víetnama, Nguyen
Co Thach, kom að máli við
fréttamenn og sagði sínar farir
ekki sléttar. Að sönnu væru
fundarmenn á sama máli um
margt það sem máli skipti en þeir
gætu ekki náð saman um það
hvernig koma ætti í veg fyrir að
Rauðu Kmerarnir færðu sér í nyt
tómarúm við brotthvarf víetn-
amsks herliðs til þess að hrifsa til
sín völd á ný.
Thach greindi frá því að „nær“
allir fundarmenn stæðu einhuga
gegn Rauðum kmerum og ásókn
þeirra í völd en hinsvegar hefðu
kröfur hans sjálfs um að ríki létu
af stuðningi við þá fallið í grýtta
jörð. Hann kvaðst hlynntur því
að efnt yrði til stríðsglæparéttar-
halda til höfuðs Pol Pot og nótum
hans.
Thach er ekki einn um að hafa
áhyggjur af hugsanlegri valda-
töku Rauðu kmeranna. Síanúk
prins hefur einnig áhyggjur mikl-
ar af þessum möguleika. Það er
vitaskuld ekki ófyrirsynju því
vígamenn Pols Pots eru alls um 35
þúsund talsins og langstærsta
skæruliðafylkingin í Kampútseu.
Ekkert heldur þeim í skefjum nú
nema víetnamskir hermenn.
Kváðu þeir vera um 100 þúsund
talsins.
Reuter/-ks.
Fimmtudagur 28. júlí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13