Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.08.1988, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJiNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Og hann flaug Þorsteinn Pálsson er farinn til Bandaríkjanna meö eiginkonu og embættismenn. Þar á forsætisráðherr- ann að hitta Reagan forseta og ræða við þá ráðamenn vestra sem Þorsteinn telur gerkunnugasta íslenskum málefnum, nefnilega varnarmálaráðherrann og flota- foringjann sem stjórnar Atlantshafsflota Nató. Þetta ferðalag á Þorsteini átti upphaflega að verða í maí. Þá varð Þorsteinn að aflýsa ferðinni vegna þess að ríkisstjórn hans var uppí loft útaf efnahagsaðgerð- um, sem að lokum endaði með gengisfellingu og kjara- skerðingu. Síðan hefur í raun og veru fátt gerst. Undirstöðu- atvinnuvegirnir standa enn verr að vígi en þá. Nokkur gjaldþrot hafa bæst á listann. Enn fleiri fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki. Og enn er allt uppí loft í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar útaf efnahagsaðgerðum. Guðmundur Magnússon viðskiptafræðiprófessor sagði um daginn að ríkisstjórnin hefði leikið þannig af sér í efnahagsmálum að hún ætti sér aðeins tvenns- konar úrræði, verðbólgu eða atvinnuleysi. Þetta er harður dómur um efnahagsstefnuna. En Þorsteinn Pálsson er floginn til Bandaríkjanna að ræða við varnarmálaráðherrann og flotaforingjann í Norfolk. Hann hefur sjálfur gefist upp á að glíma við efnahagsvandann, og vill ekki lengur taka ábyrgð á ráðstöfunum sem flokksbróðir hans í viðskiptadeildinni segir að leiði til annaðhvort atvinnuleysis eða verð- bólgu. Aður en Þorsteinn fór til Ameríku setti hann vandann í nefnd þarsem sitja forystumenn atvinnurekenda. Nánast allir nefndarmenn hafa lýst yfir að þeir vilji sem öflugasta gengisfellingu, en Þorsteinn segir fullkom- lega ábyrgðarlaust af síðdegisblaðinu að draga þá á- lyktun að nefndin leggi til að gengið verði fellt í þriðja sinn á árinu. Og áður en Þorsteinn fór af landi brott til að hitta flotaforingjann í Norfolk lýsti hann því yfir að það væri málefnafátækt að segja það óvenjulegt að fimm for- stjórar finni út efnahagsstefnu fyrir heila ríkisstjórn. Menn verða auðvitað að hafa vorkunn með Þor- steini. Hann sagði í stórviðtali fyrir nokkrum vikum að sumarfríið sitt væri í hættu vegna annasamra og erfiðra stjórnarstarfa, og hefur verið orðinn langþreyttur áður en hann fór til Washington. Þreytan skýrir viðbrögð hans við gagnrýninni, og hún skýrir ef til vill líka hvers- vegna hann kaus að fela sex manna nefnd að sjá fyrir sig um forystu í ríkisstjórninni. Hann er floginn, og kemur ekki aftur fyrren nefndin skilar af sér. Enda fellur ferðagjaldeyririnn hans ekki í verði á meðan. Ólafur Jóhann Ólafur Jóhann Sigurðsson er í dag borinn til moldar, einn af helstu rithöfundum þjóðarinnar frá unga aldri, sagnamaður jafnt um válega tíma og litbrigði jarðar, Ijóðskáld gott, einn af verðlaunamönnum okkar í þeirri íþrótt sem hér hefur lengi þótt bera af öðrum. Ólafur Jóhann og Þjóðviljinn áttu ýmsa samleið og blaðið sendir nánustu aðstandendum samúðarkveðjur í þeirri fullvissu að ekki aðeins lifa verk skáldsins áfram heldur einnig sú íslensk menning sem Ólafi Jóhanni var í sókn og vörn hugstæðari en eigin örlög. KLIPPT OG SKORIÐ -m Hvað er Sjálf- stæðisflokkurinn? Á laugardaginn birtist kynlegt lítið viðtal við formann Sjálfstæð- isflokksins, Þorstein Pálsson, í Morgunblaðinu. Fyrirsögnin var á þá leið, að Sjálfstæðisflokkur- inn væri „fyrst og fremst íslenskur flokkur" og lesandinn hefði getað haldið að Þorsteinn væri að bregðast við einhverjum drauga- gangi í sálinni út af því að flokkur hans væri kannski full amrískur í hegðun. Svo reyndist þó ekki vera. Heldur er Þorsteinn með sínum hætti að herma eftir þeirri túlkun á pólitískum veruleika sem hefur gefist Kvennalistakonum vel. Þær hafa lengi þann steininn klappað, að það sé út í loftið að tala um hægri og vinstri í pólutík- inni - það sem skipti máli sé karl- mennska og kvenleiki. Þorsteinn getur náttúrlega ekki farið í þess- 'ar flíkur, en hann reynir sitt besta. Hann segir að Sjálfstæðis- flokkurinn sé ekki hægriflokkur heldur „séríslensk borgaraleg breiðfylking... Það stafar einkum af því að Sjálfstæðsflokkurinn er sprottinn úr miðri • íslenskrí þjóðfélagsgerð". Hægrið er ekki til Tilefnið til þess að Þorsteinn gerir tilraun til að koma flokki sínum fyrir í hinu pólitíska litrófi eru fréttir frá norrænu kvenna- þingi í Osló. En þaðan bárust þau skelfilegu tíðindi að Sjálfstæðis- konur hefðu fundað með „öðrum hægrikonum". Honum finnst þetta bersýnilega óviðeigandi, hann segir að „erlendar skírskot- anir til pólitískra hugtaka eiga ógjarna við hann" (þeas. Sjálf- stæðisflokkinn). Samt vill hann ekki með öllu kasta fyrir róða þessum „erlendu" pólitísku hug- tökum. Hann vill að þau séu látin gilda um alla flokka aðra en Sjálfstæðisflokkinn: „Aðspurður sagði Þorsteinn að þótt Sjálfstæðismenn hefðu löngum talið sig andstæðinga vinstri flokka, þýddi það ekki að flokkurinn væri hægriflokkur, heldur stæði valið einfaldlega milli þeirra flokka, sem kysu að telja sig til vinstri annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar." Og þar með hafa þau undur gerst að það er eins og hægrið íslenska gufi upp í málflutningi formanns Sjálfstæðisflokksins. Vinstrið er til en hægrið ekki. Það er ekki hérna hér, heldur annars- staðar þá, segir í vísunni. Og hátt- virtur kjósandi klórar sér i hausnum eina ferðina enn og spyr eins og gert var í ágætum texta Jónasar Árnasonar: Og hver er hvað og hvað er hver og hver er ekki hvað? Við erum betri Svo var haldið áfram með vangaveltur Þorsteins Pálssonar í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins nú um helgina. Þar er það enn ítrekað að varasamt sé að skipa Sjálfstæðisflokknum á bekk með hægri flokkum í Skandinavíu, hvað þá í fjarlægari ríkjum. Það kemur svo rækilega fram í Reykjavíkurbréfi, að þetta er tal- ið „varasamt" blátt áfram vegna Fyrst og fremst íslenskur ftokkur - segir Þorsteinn Pálsson þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé betri flokkur en hægriflokkar í öðrum löndum. Er þá einkum vitnað til þess að Ólafur Thors hafi haft vit á því að þvermóðsk- ast ekki eins lengi gegn upphafi og þróun velferðarrfkis og félags- legs öryggiskerfis og aðrir hægri- foringjar. Reykjavíkurbréfið segir: „Hægri flokkar í Skandinavíu byggðu á öðrum og þrengri við- horfum. Þeir hafa að vísu breyst mikið síðustu áratugi. Þeir hafa um sitthvað nálgast þau velferð- arsjónarmið sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur alla tíð haldið trúnaði við, eins og best sést af hlutdeild hans að tryggingalög- gjöf og að starfsemi Fél- agsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar. Að þessu leyti má segja að hægri flokkar á Norður- löndum hafi haft og hafi enn nokkuð að sækja til Sjálfstæðis- flokksins". Með öðrum orðum: Hægri flokkar í nálægum löndum þurfa að taka sig á ef þeir eiga að fá að setjast á bekk með jafn prýði- legum flokki og Sjálfstæðis- flokknum. Af þessum málflutn- ingi er drjúgur ofmetnaðarkeim- ur náttúrlega. En fleira hangir á spýtunni. Til dæmis það, að í Sjálfstæðisflokknum sjálfum eru mikil öfl og sterk sem eru leið á þeirri hálfkratísku sauðargæru sem flokkurinn bregður einatt yfir sig í smalamennsku sinni meðal kjósenda. Þeir vilja hægri- gildin hörð og ómenguð með hin- um stranga aga markaðslögmál- anna og ekkert millifærslusukk. Þeir vilja fylgja Margaret Thatc- her eftir af einurð og kappi og án þess að afsaka sig. Þessir menn hafa verið í uppsveiflu, sem þeir halda sjálfir að muni halda áfram, en hinir lífsreyndu menn á Morgunblaðinu vita að svo er ekki - og því leggja þeir sig mjög fram um að gylla og fegra einmitt þá anga af hegðun Sjálfstæðis- flokksins sem teygja sig að vel- ferðarríkinu. Eftirhermur Svo er annað: Það eru reyndar ekki jafn skörp skil á milli hægri og vinstri og á árum áður, og það er hægur vandi að mikla þá þróun fyrir sér ef menn vilja forðast skýr svör um pólitík. Ástæðan fyrir þessu er ekki síst það fyrirbæri sem Guðbergur skáld Bergsson orðar á þá leið: Það er hlutverk vinstriflokka að bera fram hug- myndir en hægriflokka að fram- kvæma þær. Þetta er rétt að því leyti, að kratar og kommar hafa átt frumkvæði um öll helstu rétt- indamál alþýðu - samtakarétt, styttingu vinnutíma, orlof, dag- vistun, ellilífeyri, félagslegar íbúðabyggingar, jafnari aðgang að menntun, jafnrétti kynjanna og svo mætti áfram telja enda- laust. Það hefur svo verið að verulegu leyti háð hinu mikla afli hins íslenska hægriflokks, Sjálf- stæðisflokksins, hve greiðlega eða treglega hefur gengið að gera þessi baráttumál að veruleika, og honum hefur um margt tekist að lifa á þeim sníkjulífi. Og af þeim sökum er það tíska á íslandi í dag að leggja kollhúfur frammi fyrir pólitískum veruleika og spyrja sem áður segir: Hver er ekki hvað? ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöidsími 681348 Útgafandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rlt»tjór»r: Ami Bergmann. Mörður Amason, Óttar Proppé. Fr*tu»t)6rl: Lúovík Geirsson. BUðamann: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörieifur Sveinbjðrnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gislason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður A. Friðþjðfsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sœvar Guobjðmsson, Tomas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (Iþr.). H»ndrlt»- og prófarkalestur: Elfas Mar, HikturFinnsdottir. L|ó»mynd»r»r: Einar Úlason, Sigurður Mar Halktorsson. Útllt»telkn»rar: KrisljánKristjánsson.KristbergurO.Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur PállJónsson. Skr If stof ustjó ri: Jðhanna Leópoldsdóttir. Skrif stota: Guörún Geirsdóttir, Kristin Pétursdðttir. Auglýslngastjórl: Oiga Clausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Agústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. S(mavarsla:SigríðurKristjánsdóttir,ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu- og afgref ðslustjðri: Björn Ingi Rafnsson Afgrel&sla: Halla Pálsdðtlir, Hrefna Magnúsdöttir. Innhelmtumenn: Kalrín Bárðardóttir, ÖlafurÐjörnsson Utkeyrsla, afgreí&sla, ritstjórn: Slðumúla 6, Reykjavik, símar: 681333 & 681663 Auglýslngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setnlng: Prentsmiðja Þjoðviljans hf. PrentumBlaðaprenthf. Verðllausasölu:70kr. Helgarblðð:80kr. Askriftarverð á mánuðl: 800 kr. 4 SÍDA - ÞJÓÐVIUINN Þriöjudagur 9. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.