Þjóðviljinn - 09.08.1988, Side 16

Þjóðviljinn - 09.08.1988, Side 16
"iSPURNINGIIi™ Verður gengið fellt á næstunni? Óskar Thedórsson tannsmiður: Ætli það ekki og nú um 6% enn eina ferðina. Fyrir mig persónu- lega verður afleiðingin ekkert annaö en meiri kostnaðarhækk- anir frá því sem nú er. Maður hreinlega þorir ekki spá um af- komuna í haust og í vetur. Jakobína Ingibergsdóttir setjari: Það bendir allt til þess því miður og þá um 6-10% en vonandi ekki meira en það. Það er Ijóst að ný gengisfelling mun hafa í för með sór dýrari heimilisrekstrur og minni kaupmátt auk þess sem vextir og öll lán munu hækka. Guðmundur Hallgrímsson lyfjafræðingur: Landsmenn hafa þegar fellt gengið og það er síðan spurning hvað stjórnvöld gera. Ég tel að þau komist ekki hjá að fella það um 10%. En því miður er það bara skammgóður vermir og mun ekki stemma stigu við efna- hagsóstjórninni sem hér ríkir. Lárus Johnsen starfsmaður Háskólans: Alveg örugglega. Hversu mikil hún verður er ekki gott að segja en í fljótu bragði gæti ég trúað að hún veröi á bilinu 15-20%. Ég tel að stjórnin muni falla í haust og þá verður ráðist í efnahagslega uppstokkun með aðgerðum nýrrar stjórnar sem þá mun taka við. verkamaður: Já, það verður örugglega fellt á næstunni og þá í þriðja sinn á þessu ári. En hversu mikil hún verður get ég ómögulega spáð fyrir um. Hitt veit ég fyrir víst að róður heimilanna mun þyngjast all verulega og er þó erfiður fyrir. PIÓÐVILIINN Þrlðjudaour 9. ágúst 177. tölublað 53. árganour SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Stein Aasheim, Odd Eliassen, Jo Toftdahl og Nils Hagen með sýnishorn af útbúnaði til Grænlandsferðarinnar. Svefnpokinn sem er úr hrein- dýraskinni er áreiðanlega ekki síður hlýr en nútímadúnpokar en þyngd hans er 7 sinnum meiri - áður en hann blotnar! Mynd Ari. að hefur oft verið haft á orði við okkur að fjallgöngur nú til dags væru nú lítill hetjuskapur miðað við það sem frumkvöðlar fyrri alda lögðu á sig til að komast sömu leiðir og má segja að þessar athugasemdir hafi orðið kveikjan að ferðinni, sagði Stein Aasheim, leiðangursstjóri í hópi Norð- manna sem hér eru staddir á leið sinni til Grænlands að feta í fót- spor Friðþjófs Nansens sem fyrir nákvæmlega 100 árum fór á skíðum yflr Grænlandsjökul. Leiðangursmenn hafa undan- farin 2 ár unnið að undirbúningi ferðarinnar og keppt að því að finna allan þann búnað sem Nansen og félagar notuðst við í sinni ferð. - Fyrst þurftum við að verða okkur úti um upplýsingar um hverslags útbúnaður var notaður í ferðinni og síðan að fá slíkt búið til fyrir okkur sem ekki hefur alltaf verið auðvelt því það eru ekki margir sem kunna hið gamla handverk og gátu orðið við ósk- um okkar, sagði Stein. Það eru ekki bara gömlu tré- skíðin, þungu hreindýrasvefn- pokarnir og skinnskór fylltir með hálmi sem eru eins og Nansen notaðist við heldur er maturinn líka af sama toga. Súkkulaði blandað með kjöti, kjötkexkökur og Pemmikan, sem er massi úr þurrkuðu kjöti og fitu, verður aðaluppistaðan í fæðu þeirra á meðan á ferðinni stendur, skolað niður með tei eða kakói. - Við höfum ekki prófað að lifa eingöngu á þessari fæðu svo það er bara að bíða og sjá hvort við lifum af ferðina, sögðu þeir félagar og gáfu blaðamönnum að smakka á matnum. Þótt engum hafi orðið meint af eru eflaust fáir sem treysta sér til að lifa ein- göngu á þessum mat í langan tíma. Ferð Nansens og félaga yfir Grænlandsjökul tók 43 daga og sporgöngumenn þeirra ætla sér álíka langan tíma til fararinnar en hafa matarbirgðir til 50 daga. iþ. Nils Hagen með fótabúnað þann sem þeir félagar munu nota á leið sinni yfir jökulinn. Skórnir eru úr hreindýraskinni og fylltir með hálmi. Mynd Ari. Grœnlandsfarar I fótspor forfeðranna

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.