Þjóðviljinn - 10.08.1988, Qupperneq 13
HEIMURINN
s s
Irak/Iran
Allir fagna friði
íranir daufir í dálkinn. írakar hrósa sigri en ísraelsmenn hrósa sigri
heilbrigðrar skynsemi
Bagdaðbúar héldu hátíð í gær
og skáluðu fyrir „sigrinum“
er þeir kváðu landa sína hafa bor-
ið úr býtum úr stríðinu við Irani.
Hinsvegar var bæjarbragurinn
dauflegri í Teheran, þar veltu
menn vöngum yfir hinum þunga
blóðtolli styrjaldar sem geisaði til
einskis í átta ár.
Hundruðum þúsunda saman
hópuðust ærslafullir írakar út á
götur höfuðborgar sinnar, sungu
og stigu dans fram eftir nóttu,
eftir að aðalritari Sameinuðu
þjóðanna hafði í fyrrakvöld mælt
svo fyrir að vopnahlé skyldi ríkja
frá og með óttu þann 20. ágúst.
Javier Perez de Cuellar hafði vart
lokið máli sínu í New York þegar
raust Saddams Husseins barst á
öldum ljósvakans inná hvert ír-
askt heimili; halda skyldi þriggja
daga hátíð „svo sigurglaðir írakar
geti haldið uppá þessar dá-
semdir.“
Ólíkt fjendum sínum og
grönnum í vestri voru íranir sem
hnípin þjóð í vanda í gær. Engin
hlátrasköll glumdu í öngstrætum
Teherans, þorri íbúanna gekk
þögull erinda sinna en á víð og
dreif gaf að líta ljósmyndir af
föllnum hermönnum.
„Hverju ættum við svosem að
fagna? Hálf miljón manna okkar
hefur fallið í valinn. Vissulega er
það fagnaðarefni að endi skuli
hafa verið bundinn á ófriðinn en
þeir eru óteljandi sem nú sakna
vinar í stað.“ Þetta voru orð ír-
ansks kaupmanns sem fréttamað-
ur tók tali í höfuðborginni í gær.
Æðsti yfirmaður íranshers, Ali
Akbar Hashemi Rafsanjani,
skipaði dátum sínum að halda
kyrru fyrir í ávarpi sem var út-
varpað um gervallt íran í gær. En
bætti þvínæst við: „Pið verðið
engu að síður að vera í viðbragðs-
stöðu þar eð við eigum í höggi við
óvin sem gengur iðulega á bak
orða sinna.“
Ekki eru írakar síður tor-
tryggnir. í yfirlýsingu sem herráð
þeirra gaf út í gær eru mörg orð og
fögur um „sigurinn sem við unn-
um á árásarseggjunum.“ Þvínæst
eru hermennirnir við landamærin
hvattir til þess að halda vöku
sinni og vera viðbúnir því að
„verja fósturmoldina árás úr
austri."
Perez de Cuellar hafði orð á því
í fyrradag að hann óskaði þess að
fulltrúar írana og íraka settust
niður til viðræðna, „augliti til
auglitis", í Genf þann 25. þessa
mánaðar. Ýmsir diplómatar í
Austurlöndum nær þykjast sjá
meinbugi á þeirri áætlun.
En þótt allt fari að óskum aðal-
ritarans og „beinar“ samninga-
viðræður hefjist eftir rúman hálf-
an mánuð þá eru ótal þrándar í
götu þess að þær skili skjótum
árangri. Einsog suma rekur ef-
laust minni til voru landamæra-
þrætur í orði kveðnu orsök þess
Persneskur snáði gætir íraskra stríðsfanga. Hurfu 7 þúsund úr búðum
írana?
að Saddam Hussein sigaði herj-
um sínum á Khomeini fyrir átta
árum. Þær erjur bíða vitaskuld
óleystar; hvar eiga mörk ríkjanna
að vera? Hvar og hvernig eiga
fangaskipti að fara fram (Irakar
standa á því fastar en fótunum að
7 þúsund fanginna landa sinna
hafi horfið sporlaust í íran)?
Hvers munu Irakar krefjast til
handa írönskum vopnabræðrum
sínum og systrum úr Mujahideen
Khalq? Og svo framvegis ad in-
finitum.
En hvað sem líður efasemdum
manna og tortryggni þá voru allir
á einu máli um að betra væri seint
en aldrei. Jafnvel ísraelsmenn
þóttust ánægðir og kváðu vopna-
hléð vera „sigur heilbrigðrar
skynsemi."
Reuter/-ks.
ÖRFRÉTTIR
42 kaþólikkar
voru teknir höndum á Norður-
írlandi í gær eftir róstur. Þá
minntust liðsmenn páfa þess að
17 ár eru liðin frá því að stjórnvöld
gáfu lögreglu heimild til þess að
halda andstæðingum sínum í
fangelsi ótakmarkaðan tíma án
þess að réttað væri í málum
þeirra. Þetta olli því að
mannréttindi kaþólskra voru fót-
um troðin en írska lýðveldishern-
um óx ásmegin.
Frelsissamtök
Palestínumanna hyggjast íhuga
gaumgæfilega tillögu um að þau
myndi útlagastjórn fyrir herteknu
svæðin í Palestínu. Þetta kom
fram er fréttamenn tóku Jassír
Arafat tali í gær en hann er nú
staddur í Kuwait. Arafat sagði að
hin hulda forystusveit upp-
reisnarmanna á herteknu svæð-
unum hefði lagt tillögur þessa
efnis fyrir framkvæmdanefnd
PLO og yrðu þær ræddar í þaula
á skyndifundi Þjóðarráðs Palest-
ínumanna á næstunni. Þ.P. er
einskonar löggjafarsamkunda
PLO.
ítalskir
sjónvarpsglápendur láta auglýs-
ingar fara í taugarnar á sér og
álíta þær ömurlegri plágu en of-
beldi og klám í imbakassanum.
Þetta eru niðurstöður athugunar
sem fram fór að frumkvæði sjón-
varpsstöðvar ríkisins. Eitt þús-
und einstaklingar voru inntir álits
á því hvað væri viðurstyggilegt
sjónvarpsefni. 37 af hundraði
sögðu að það væru helv. auglýs-
ingarnar. Næst í röðinni kom of-
beldi, einkum í ógeðslegum
fréttamyndum, með 25 af hundr-
aði.
Morðum, nauðgunum
og bílaþjófnuðum hefur fjölgað
ískyggilega í Moskvu. Ennfremur
hefur bruggun öls í heimahúsum
aukist stórum. í dagblaðinu „Arg-
umenti i fakti" stóð nýverið að
morðum hefði fjölgað um 14 af
hundraði í höfuðborginni á fyrstu
sex mánuðum þess árs miðað
við sama tímabil í fyrra.
Nauðgunum um 24 af hundraði
en bílaþjófnuðum um hvorki
meira né minna en 50 af hundr-
aði.
íran/írak
Hve margir féllu?
750.000 og250.000 eða 500.000 og200.000?
Herfræðingar efast um að
nokkurn tíma verði komist til
botns í því hve margir féllu á víg-
vellinum í hildarleik íraka og
írana sem nú sér loks fyrir
endann á. Hægt verði að komast
nærri lagi með því að draga álykt-
anir af ýmsum misgildum for-
sendum en lokatalan verði ætíð á
huldu.
Breskir Ieyniþjónustumenn
telja næsta öruggt að ein miljón
manna hafi fallið í stríðinu sem
stóð í átta ár. Þar af 750 þúsund
íranir en 250 þúsund írakar.
Þessar niðurstöður eru fengnar
með því að bera yfirlýsingar ráða-
manna í Bagdað og Teheran sam-
an við heimildir flugumanna í
sömu borgum. Og spá þvínæst í
allar eyðurnar sem eftir verða
þegar samanburðarfræðin þrýt-
ur.
Ónefndum leyniþjónustu-
manni farast svohljóðandi orð:
„Við rötuðum á góða formúlu
sem er þannig að X merki Y og Y
jafngildi Z. Það er að segja; við
vissum að herforingjum sem
sneru heim frá vígstöðvum hætti
til að kríta liðugt.“ Heimilda-
maðurinn bætti því við að það
væri ógerningur að komast að því
með óyggjandi vissu hve margir
væru dánir. „Legði fólk eyrun við
staðhæfingum stríðsherranna og
færi að leggja nátölurnar saman
liði ekki á löngu áður en það
hefði alla íbúa Kínaveldis á blað-
inu fyrir framan sig.“
Það er til marks um óvissuna
sem ríkir um mannfallið að
upplýsingar/ágiskanir sem Reut-
er fékk hjá Francis Tusa, starfs-
manni Hins konunglega fræða-
seturs um vígbúnað, skuli stang-
ast á við fullyrðingar leyniþjón-
ustumannanna. Tusa kveður
fallna írani einhversstaðar á bil-
inu 350-500 þúsund en fallna fr-
akaáa.g. 150-200 þúsund. Særðir
og limlestir séu vitaskuld helm-
ingi fleiri hið minnsta.
Reuter/-ks.
Palestína
Uppreisn í átta mánuði
14ára gamall drengur skotinn til bana vestan Jórdanar ígær
Israelskir hermenn skutu ungan
Palestínumann til bana og
særðu a.m.k. 9 landa hans skot-
sárum í gær. Þá skarst í odda með
heimamönnum og hermönnum
ísraels á herteknu svæðunum
Gaza og vestan Jórdanar er þeir
fyrrnefndu minntust þess að rétt-
ir átta mánuðir eru liðnir frá því
uppreisnin hófst.
I „átökum“ unglinga og víg-
væddra hermanna í bænum Kalk-
ilja, vestan Jórdanar, varð sá at-
burður að drengur á fimmtánda
aldursári var skotinn í höfuðið.
Ahmed Sabri var 249. Palestínu-
maðurinn sem fellur fyrir hendi
ísraelskra drottnara á herteknu
svæðunum.
Palestínskir kaupmenn opn-
uðu ekki verslanir sínar í gær í
virðingarskyni við þá landa sína
sem fórnað hafa lífinu í átta mán-
aða uppreisn.
Víðar sló í brýnu með her-
mönnum og unglingum en í Kalk-
ilju. Dátar skutu og særðu a.m.k.
níu mótmælendur í bæjunum Sila
Al-Harthija og Khan Yunis vest-
an Jórdanar og í Mughazi búðum
flóttamanna á Gaza.
Reuter/-ks.
Burma
Blóðbað
Valdhafar svara
frelsiskröfum lýðsins
með kúlnahríð. 36
félluígœr
„Öryggissveitir“ ráðamanna í
Rangoon, höfuðborg Burma,
drápu a.m.k. 36 mótmælendur í
gær. Tugir þúsunda manna höfðu
mótmælabann valdsherranna að
engu, flykktust út á götur og torg
og kröfðust afsagnar mannanna
sem setið hafa yfir hlut Burma-
búa síðastliðin 26 ár.
Það var ríkisútvarpið í Rango-
on sem greindi frá hörðum
átökum mótmælenda og svo-
nefndra „öryggissveita.“ Fimm
hefðu látist þegar hermenn skutu
á hóp manna í höfuðborginni. í
hinum norðlæga bæ Sagaing
hefðu 5.000 manns gengið fylktu
liði um götur „og ekki látið segj-
ast“ fyrr en „öryggissveinar“ ein-
ræðisstjórnarinnar hófu skot-
hríð. 31 maður lá örendur í valn-
um.
Herlög tóku gildi í Burma síð-
astliðinn miðvikudag en undan-
farnar vikur hefur verið mjög
róstusamt í landinu enda al-
mennur skortur hið eina sem nú-
verandi valdhafar hafa fengið
áorkað á 26 ára ferli sínum.
Skortir jafnt fæði og klæði sem og
andlegt frelsi. Fólk er hinsvegar
ekki á því að hætta nú án þess að
fá neinu breytt og því virðir það
herlögin að vettugi.
Reuter/-ks.
Kynlíf
„Ráð“ við samkynhneigð
Samkynhneigð væri ekki jafn
algeng og raun ber vitni ef
karlar væru blíðari á manninn í
skiptum sínum við konur og
hefðu ekki einatt áhyggjur af
frammistöðu sinni í rekkjunni.
Segja höfundar skýrslu sem sam-
in var að frumkvæði Sameinuðu
þjóðanna.
Ritstjóri skýrslunnar, sem er
34 bls. að stærð, heitir Jean
Fernand-Laurent. Hann er
fyrrum sendiherra Frakka hjá
Evrópuskrifstofu S.Þ. í Genf.
Hann fylgdi ritsmíðinni úr hlaði
og við gefum honum orðið:
„Menn hafa eflaust ætíð gert
meira úr því sem aðgreinir kynin
en því sem þau eiga sameiginlegt.
Það leikur tæpast á tveim tungum
að sú gefna forsenda að karlar
hafi yfirburði yfir konur hefur
haft mjög slæm áhrif á fjölda
kvenna. Lesbíur væru færri ef
karlmenn væri blíðari, tillits-
samari og fágaðri í framkomu.
Sömu sögu er að segja af
körlum. Þeim er gert að keppa að
ákveðinni ímynd og það er fjöl-
mörgum ofraun. Fyrir vikið kjósa
þeir að víkja af troðnum slóðum í
einka- og ástalífi sínu.
Samkynhneigð sumra karl-
manna og getuleysi annarra yrði
stórum smærri vandi ef þeir væðu
ekki í villu og svíma um óskir
kvenþjóðarinnar og þjóðfélagið
héldi ekki dauðahaldi í „fornar
karlmennskudyggðir. ““
Reuter-ks.
Mlðvlkudagur 10. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13