Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar UppgufucT niðurfærsla Efnahagsaögerðasamsuða stjórnarflokkanna tekur á sig æ furðulegri myndir eftir því sem á líður, og ef til vill má Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra þakka sínum sæla að geta nú notað strandöldur Karabíska hafsins til að þvo hend- ur sínar. Þetta yrði sennilega ennþá fáránlegra ef hér væri Þorsteinn og ætti að skera úr. Því að - einsog Davíð Odds- son minnti á í hyllingarþætti um sjálfan sig í Sjónvarpi Hrafns og Baldurs - sumir eiga erfitt með að taka ákvarðanir, og líður þeim mun betur sem þeir eru staddir fjær vettvangi. í miðri síðustu viku var fundið upp nýtt lausnarorð, - niðurfærsla -, og meðan enginn vissi hvað í því hugtaki fælist var faðmast og kysst á stjórnarheimilinu einsog jólin væru skyndilega flogin frammávið um fjóra mánuði. For- stjórunum leist ágætlega á, Friðrik Sophusson var hrifinn, Framsóknarmenn höfðu himin höndum tekið, Jón var ánægður og hinn Jóninn yfir sig ánægður. Síðan var farið að litast betur um. Og þá kom í Ijós að í raun og veru voru stjórnarflokkarnir sammála um aðeins eitt, - að lækka kaupið. Allt annað er enn uppí loft. Dagblað- ið Tíminn vill færa niður vexti með feitletruðu handafli á sama tíma og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra telur að jafnvel ekki sín eigin orð dugi til að stilla hið úfna vaxtahaf. Þórður Friðjónsson forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar í um- boði Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir í gær að best sé að hafa bæði gengisfellingu og niðurfærslu, en Jón Baldvin Hanni- balsson fjármálaráðherra segir að plús einn og mínus einn sé samtals núll og gerir opinbert grín að hinum þjóðhaga forstöðumanni. Niðurfærslan sem um miðja síðustu viku var það manna af himnum sem átti að duga okkur til fyrirheitna landsins, - hún er núna gufuð upp í ekki neitt nema sömu gömlu ráðin: fella gengi, lækka kaup. Þegar léttir til í því moldviðri sem þyrlað hefur verið upp útaf samsuðutilraununum miklu þá standa eftir nokkrar ein- faldar staðreyndir sem allar lausnir þurfa að byggja á. Ein þeirra felst í skipbroti þeirrar tilraunar til algerrar frjáls- hyggju í efnahagslífinu sem ríkisstjórnir Steingríms Her- mannssonar og Þorsteins Pálssonar hafa reynt hér undan- farin fimm ár. Þetta skipbrot kemur þessa mánuðina skýrast fram í vaxtastiginu. Jón Sigurðsson og aðrir heittrúarmenn í frels- isbaráttu vaxtanna hafa sagt misseri eftir misseri að nú sé vaxtalækkun hinumegin við hornið. Jón og félagar eru ekki einir um slíkt traust á æðri peningaleg máttarvöld, þeir eiga sér til dæmis sögulegt fordæmi í hinum fræga frjálshyggju- forseta í Bandaríkjunum, Herbert Hoover, sem raunar fékk þau laun heimsins að biðlund kjósenda brast einhvern veg- inn áður en heimskreppunni lauk. Kenningin um vaxtafrelsi sem virki einsog einskonar hita- mælir í efnahagslífinu á fullan rétt á sér sem módel í kennslu- bókum þarsem aðilar í leiknum heita A og B og C. Við búum hinsvegar ekki í kennslubók og við heitum hvorki A, B né C. Við búum við þær aðstæður að vaxtastiginu verður að töluverðu leyti að stjórna, með hnúum og hnefum ef ekki vill betur. Það er vegna þess annarsvegar að af sjálfræðisá- stæðum getum við ekki láta múlbinda okkur við peninga- kerfið frá New York, London og Hong Kong, en erum þó mjög háð ytri aðstæðum í efnahagslífinu og verðum að geta brugðist fljótt og vel við sveiflum í náttúru og á mörkuðum. Það er vegna þess hinsvegar að við viljum ekki taka þá áhættu að markaðsrúllettan í peningamálum leiði okkur útí gjaldþrot, atvinnuleysi, móðuharðindi í byggðamálum. Það sem núna þarf eru ekki gufulausnir og ekki trúar- kreddur, ekki persónumetingur, ekki yfirlýsingar. Það sem núna þarf er að félagshyggjuöflin í landinu sam- einist um að grípa í taumana, leggi niður fyrir sér önnur markmið, aðrar leiðir. Alþýðubandalagið hefur fyrir sitt leyti þegar lagt drög að lausnum, nú síðast með tillögum frá formanni flokksins í vaxtamálum. Önnur félagshyggjuöfl eiga að segja sína meiningu, - og jafnhliða verða menn að þora að horfast í augu við hinar pólitísku afleiðingar. -m Ollu við snúið Jóhanna S. Sigþórsdóttir skrif- ar laugardagspistil í DV um mál- leysur í útvarpsstöðvum. Hún er á móti vondu og lágkúrulegu málfari í útvarpi eins og vonlegt er. Hitt er svo afleitt að þessi helgarprédíkun um málvöndun byrjar á þessum brengluðu for- sendum hér: „Þegar útvarpsstöðvunum tók að fjölga kættust margir málunn- endur og menningarvitar. Þeir stóðu nefnilega í þeirri trú að fleiri útvarpsstöðvar færðu ekki aðeins með sér betra efni heldur einnig vandaðra málfar og aukna menningu. Margir hugsuðu sem svo að eftir því sem samkeppnin ykist yrði meira vandað til dag- skrárinnar að öllu leyti. Þar með talið notkun íslenskrar tungu.“ Þetta er nokkurnveginn eins röng staðhæfing og hugsast getur. Menningarvitar og málunnendur kættust alls ekki yfir fjölgun út- varpsstöðva og síst af öllu töldu þeir að sú þróun mundi geta af sér vandaðri dagskrá og betra málfar og „aukna menningu". Þeir voru ekki kátir heldur fúlir, gramir og reiðir, þeir vöruðu við því að út- varpsfrelsið svokallaða mundi draga úr vandaðri innlendri dag- skrárgerð og opna enn frekar fyrir það flæði engilsaxneskra á- hrifa sem rýrir kost íslenskrar tungu. Menningarvitar og mál- unnendur voru svo skammaðir eins og hundar fyrir að vera þjóðrembuíhald, forsjármennta- kommar, hrokagikkir sem ætla að hafa vit fyrir fólki og margt fleira var sagt í þeim dúr. Þeir sem kættust þegar út- varpstöðvum fjölgaði, það voru þeir sem héldu það væri auðveld- ur og ábatasamur leikur að masa í auglýsingaútvarp og snúa plötum. Þeir sem kættust, það voru frjálshyggjumenn svonefnd- ir, sem hafa komið sér upp þeim trúarbrögðum að samkeppnin hljóti ávallt að leiða til góðs og gera þá ekki mun á ljósvakafjöl- miðlum og lakkrísgerðum. Einna mest kættist menntamálaráð- herra Sjálfstæðisflokksins, Ragn- hildur Helgadóttir, sem sá fram á þá gullöld og gleðitíð að nú fjöl- gaði möguleikum íslendinga til að búa til „listrænar auglýsing- ar“. Tvístraður Moggi Höldum þá áfram smástund með fjölmiðla, nánar tiltekið sjónvarpsmálin. Morgunblaðið er undarlega klofið um sjónvarpsfrelsið. Ann- arsvegar er það trúarjátning frjálshyggjublaðsins að öil einka-. væðing og samkeppni hljóti að vera blessunarrík - og þar með tilkoma Stöðvar tvö. Á hinn bóg- inn hafa ábyrgðarmenn á blaðinu ekki komist hjá því að taka eftir því að tvær sjónvarpsrásir hafa leitt til þess að sjónvarp hér á landi er enn síður íslenskt en áður - og fylgja þessum skilningi regl- ubundnar prédíkanir um helgar um holskeflu engilsaxneskra á- hrifa og áskoranir um að menn vandi málfar sitt og efli íslenska dagskrárgerð. En því miður: þessi menning- arbarátta er mjög í skötulíki. Um leið og blaðið lætur dynja á Ríkis- sjónvarpinu áskoranir um að það standi sig sem best, gera ráða- menn í þeim flokki sem blaðið tengist hvað þeir geta til að það sama sjónvarp fái hvorki hrært legg né lið. Og meðan Reykjavík- urbréfið kvartar yfir því að ljós- vakahöfðingjar standi sig ekki í menningarbaráttunni og fari með æ meira af því sama, þá reka dálkahöfundar þess sama Morg- unblaðs upp ýmisleg fagnaðargól yfir framsókn einkavæðingarinn- ar. Lofsöngur um einkasjonvarp Gott dæmi er pistill „ai“ (Guð- að á skjáinn). Þar segir fyrir nokkru á þessa leið: „Hvað er að frétta af sjónvarpi í Evrópu? Ekkert ósvipað og er að frétta af sjónvarpinu hér á ís- landi; einkavæðingin kemst í gagnið, dagskráin verður fjöl- breyttari og meiri og menning- arfrömuðir hafa áhyggjur af af- leiðingunum, m.a. því sem menningarráðherra Frakklands, Jack Lang, kallar „menningar- lega heimsvaldastefnu“ Banda- ríkjanna." Það er augljóst að dálkasmiður er hreint ekki á þeim buxunum að taka undir rausið í einhverjum skelfilegum „menningar- frömuðum". Hann segir: „Fyrir fimm árum lifðu sjón- varpsáhorfendur á heimatilbún- um frétta-, skemmti- og listaþátt- um, sem kryddaðir voru með ein- staka „Dallas" og „Dynasty". En ekki lengur. Tækniframfarir, auknar kröfur áhorfenda og al- þjóðlegir fjölmiðlarisar hafa séð um að brjóta höft ríkiseinokunar og bylta evrópsku sjónvarpi". Það er vert að gefa því gaum, hvernig þessi fjölmiðladálkur Morgunblaðsins gerir einmitt yf- irlæti hinnar bandarísku „menn- ingarlegu heimsvaldastefnu" að sínu. Fyrir skömmu, segir þar, urðu Evrópumenn að láta sér nægja „heimatilbúna" þætti (hugsið ykkur, þvílíkt ófrelsi, þvílík skelfing) og þessi sveita- mennsku í fréttaflutningi og skemmtan var svo rétt aðeins „krydduð“ með bandarískum glæsiafurðum - Dallasarlanglok- um og Dynasty. En sem betur fer, segir þar, er þetta nú liðin tíð, nú er búið að „brjóta höft ríkiseinokunar“ - með þeim af- leiðingum væntanlega að „heimatilbúið“ efni hopar fyrir „vefi alþjóðlegra dagskráa sem munu sameina Evrópu á nýjan - að ekki sé minnst á lokkandi- hátt“ ( þetta er seinna í sömu grein). Og náttúrlega er þetta allt sett upp sem einskonar fyrirmynd fyrir fslendinga sem hafa reyndar sýnt mikinn dugnað við að út- rýma „heimatilbúnu" efni og þurfa ekki einusinni að bíða eftir gervihnattasjónvarpi til að ánetj- ast „vefi alþjóðlegra dagskráa“. Það er að segja amrískra. í títtnefndum fjölmiðlapistli Morgunblaðsins er vitnað í Berl- usconi hinn ítalska, sem á sinn þátt í því að gera ítalskan sjón- varpsheim einn hinn ömurlegasta sem til er- og teygir nú klær sínar víða um Evrópu. Hann segir: „f framtíðinni getur hver sem er horft á hvað sem er“. Þetta er rangt. Ef „alþjóðlegir fjölmiðla- risar“ halda áfram sinni sigur- göngu og borgaralegar ríkis- stjórnir hamast við það í nafni markaðsfrelsis að leggja niður alla viðleitni til sjálfstæðrar menningarstefnu, þá mun í fram- tíðinni „hver sem er“ horfa á sömu bandarísku moðsuðuna. Og stöku sinnum „þjóðlega" undanrennu af henni, meðan tungur eins og hollenska, danska eða íslenska hafa ekki með öllu glatað sínu markaðsverði. Eða eins og mismæltur þing- maður sagði: það er eins og hver sjái upp undir sjálfan sig með það. ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útg«fandl: Útgáf ufélag Þjóöviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Möröur Ámason, Ottar Proppó. Fréttastjóri: Lúövík Geirsson. Blaöamenn: Guömundur Rúnar Heiöarsson, Hiörteifur Sveinbjömsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Ragnar Kartsson, SiguröurÁ. Friöþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sœvar Guöbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Omarsson (íþr.). Handrfta- og próf arkaleatur: Elías Mar, Hikfur Finnsdóttir. Ljóámyndarar: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlitataiknarar: Kristján Kristjánsson, Kristbergur 0. Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorqeröur Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiftslu-og afgrelðslustjórl: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjömsson. Utkeyrsla, afgreiösla, ritstjórn: Siftumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Helgarblöft: 80 kr. Askrlftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 16. ágúst 1968 / /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.