Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 6
 FRÉTTIR Myndin er af þátttakendum á námskeiðinu áður en haldið var utan. Björgunarnámskeið Fjallabjörgun í Skotlandi Það finnst... Framhald af síðu 5 létt af markaðslögmálunum, en það kom í ljós að íslenski mark- aðurinn er ekkert módel úr hag- fræðibókum. Hann er í fyrsta lagi of lítill til að samkeppnin geti orðið.að því afli sem fræðibækur segja, og í öðru lagi takmarkast gildissvið hans af þáttum sem liggja utan hagfræðilegra módela en móta hinn einfalda mekan- isma framboðs og eftirspurnar á afgerandi hátt. Ég er hér að tala um mannlega eiginleika eins og ást á átthögum og atvinnu sinni, löngun til að vera eigin herra og njóta hæfileika sinna í vinnunni o.s.frv. íslenskt samfélag er orðið ansi flókin blanda af náttúrulegum stærðum, kapítalísku hagkerfi og ýmsu því sem mennirnir hafa mótað. Ruglingslegar stjórnun- araðgerðir út frá kreddum frjáls- hyggjunnar hafa síður en svo greitt hér úr heldur aukið enn á sambúðarvanda kapítaiísks hag- kerfis við mannfólkið í landinu. Hvernig getum við stokkað upp sjávarútveginn, fækkað frystihúsum og fiskiskipum og aukið framleiðnina, án þess að slátra heilum byggðarlögum? Hvernig gerum við frumfram- leiðslu arðbærari en verslun og þjónustu? Hvernig jöfnum við tekjurnar? Það er stórt spurt, en vandi íslenska samfélagsins er kominn á það stig að menn verða að tengja saman skammtímaað- gerðir og langtíma. Til lausnar á efnahagsvandanum duga ekki efnahagsaðgerðir einar sér, held- ur allsherjaruppskurður á efnahags- og atvinnulífinu, með víðtækum félagslegum afleiðing- um sem verður að taka inn í dæm- ið líka. Stjórnarandstaðan rís ekki undir hlutverki sínu, ef hún undirbýr ekki nú þegar á mark- vissan hátt þær aðgerðir, sem hún mun grípa til, fái hún forystu í næstu ríkisstjórn. Hún verður að kveðja tii alla tiitæka sérfræð- inga, setja þeim markmið á borð við þau sem nefnd eru hér að ofan, og hún verður ekki síst að virkja hugvit og þekkingu hinna almennu stuðningsmanna stjórn- arandstöðuaflanna. Einstaka stjórnmálamenn geta ekki samið neinar hókus-pókus lausnir, heldur hlýtur að vera hlutverk þeirra að verkstýra starfi sér- fræðihópa og tengja það öflugu grasrótarstarfi. Ef stjómarandstaðan tekur ekki upp svona vinnubrögð, verður hún gripin með buxurnar og pilsin niðrum sig eftir næstu kosningar og getur fátt annað gert en að taka undir með ber- rössuðu ráðherrunum og Bubba. Það getur ekki veriðl að hingað upp á skeriðt sé kominn sumar- blús. Deyr Stalín? Framhald af 7 gat rifið sig undan því stranga eft- irliti hinna pólitísku „kommís- ara“ og farið á eigin spýtur að stjórna sér og öllu þjóðfélaginu sem ríkjandi stétt. Barnið og baðvatnið Það er mikill siður að spyrða saman öll neikvæð sérkenni sov- étstjórnarfarsins fyrr og síðar í eina kippu og kalia stalínisma. Ég vil þó aðallega leita skýringa á sérkennum sovésks sósíalisma í ýmsum ytri og innri aðstæðum hans sem mikið til mörkuðu hon- um farveg, fremur en í skapgerð Stalíns, þótt auðvitað skipti hún máli. Stalín var mikill byltingar- leiðtogi með galla, eins og Maó sagði. Veikasta hliðin í pólitískri hugsun hans (reyndar ekki bund- in við Stalín) var mjög einhliða áhersla á efnahagsmálin, sú trú að með uppbyggingu sósíalísks efnahagsgrunns kæmi sósíalísk þróun samfélagsins nánast af sjálfri sér. Það er meginnauðsyn fyrir Sovétbúa að gera upp við margt í arfleifð Stalíntímans. Hættan er þó sú að barninu verði hellt út með baðvatninu, eins og einhver hefur orðað það, og að ýmsum dýrmætum ávinningum þeirra tíma verði einnig hafnað. Það á ekki síst við hér vestur um því við höfum heyrt meir en nóg ljótt um Stalín. Það var yfir höfuð einkenni á Stalíntímanum að þá gerðust samhliða stórkostlegir samfélags- legir ávinningar á flestum sviðum (líka menningu og listum!) og svo aðrir hlutir afar ljótir og dapur- legir. í vestrænni sögutúlkun hef- ur hið síðara orðið alveg'ráðandi og fólk fær mynd af hörmungar- ástandi undir „alveldi óttans“ sem Árni nefnir. Fyrir alþýðu sovétríkja umræddra tíma (meiri- hlutans) var hið jákvæða þá höf- uðhliðin. Þórarinn Hjartarson Höfundur er stálsmiður á Akureyri 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fjórtán björgunarsveitarmenn úr sex björgunarsveitum fóru í júlí sl. á fjallabjörgunarnámskeið í þjálfunarmiðstöðinni Glenmore Lodge í Skotlandi. Ferðin var vel heppnuð og komu allir reynslunni ríkari heim. Björgunarskóli LHS hafði for- göngu um þetta námskeiðahald og var reynt að höfða til þeirra björgunarsveita sem ekki hafa sent menn á slík' námskeið áður til að efla áhugann á þessum þætti starfsins. Þátttakendur voru allir af landsbyggðinni og komu þeir frá Reykjadal, Egilsstöðum, Vopnafirði, ísafirði, Akranesi og Hrunamannahreppi. Á námskeiðinu voru kennd frá grunni björgunarstörf í fjalllendi og til flókinna björgunaraðgerða þar sem reyndi á útsjónarsemi og markvisst samstarf allra þátttak- enda. Þjálfunarmiðstöðin í Glen- more Lodge, sem rekin er af The Scottish Sports Council, er ís- lenskum björgunarsveitarmönn- um að góðu kunn. Björgunar- skóli LHS hefur eflt tengslin við skoska skólann, enda eru skosku leiðbeinendurnir mjög hæfir og er mjög almenn ánægja hjá þeim sem farið hafa á námskeið hjá þeim. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla Að Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vantar stundakennara í- ís- lensku, myndlist, rafeindatækni, viðskiptagreinar, efnafræði oa stærðfræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti fyrir 20 áqúst næstkomandi. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ. Kennarar Grunnskólann í Grindavík vantar kennara fyrir starfsdeild, svo og í almenna kennslu og stuön- ingskennslu. Staðaruppbót og gott leiguhúsnæöi í boði. Nánari upplýsingar veita yfirkennari í síma 92-68481 og formaður skólanefndar í síma 92- 68304. FLUGMÁLASTJÓRN Útboð Flugmálastjórn ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð flugstöðvar á Sauðárkróki. Útboðið nær til bygg- ingarinnar allrar, utanhúss sem innan. Húsið er timburhús að grunnfleti 241 m2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu flugmálastjórnar, 3. hæð, flugturninum, Reykjavíkurflugvelli, gegn skilatryggingu kr. 10.000. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 31. ágúst kl. 10.00. Hraðakstur er orsök margra slysa. Miðum hraða alltaf við aðstæður, m.a. við ástand vega, færð og veður. Tökum aldrei áhættu! ÚUMFERÐAR I Iráð 4LÞÝÐUBANDALAGIÐ ísland - herstöð eða friðarsetur Ráðstefna á Hallormsstað 27.-28. ágúst Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi og Norðurlandi eystra gangast í sameiningu fyrir opinni ráðstefnu helgina 27.-28. ágúst um baráttuna gegn erlendum herstöðvum og hlutdeild fs- lands í baráttu fyrir friði og afvopnun. Ráðstefnan verður haldin í Hótel Eddu á Hallormsstað þar sem þátttakendur geta fengið gistingu og fæði á sérkjörum. Sólarhrin- gurinn með fqði og gistingu í eins manns herbergi kostar kr. 3.500,- en kr. 3.100,- á mann, ef gist er í 2ja manna herbergi. Einnig er svefnpokapláss til reiðu. Væntanlegir þátttakendur í ráðstefnunni eru beðnir að skrá sig hjá Hótel Eddu Hallormsstað, sfmi 11705, fyrir 22. ágúst. Dagskrá ráðstefnunnar Laugardagur 27. ágúst: Kl. 13-18:30 Setning: Hjörleifur Guttormsson. Ólafur Ragnar Grímsson: Afvopnunarmál og erlendar herstöðvar. Albert Jóns- son, starfsmaður öryggismálanefndar: Island og hernaðarstaðan á Norður-Atlantshafi. Svavar Gestsson: Alþjóðamál - ný viðhorf. Tómas Jóhannesson, eðlisfræðingur: Geislavirkni í höfunum og kjarnorkuvetur. Fyrirspumir milli erinda. Kynnt drög að ávarpi ráð- stefnunnar. Almennar umræður. Kl. 20.30 Skógarganga og kvöldvaka. Sunnudagur 28. ágúst: Kl. 09-12 Gegn herstöðvum og hernaðarbandalögum: Steingrím- ur J. Sigfússon: Staðan á Alþingi og í þjóðfélaginu. Sólveig Þórðar- dðttir, Ijósmóðir: Nábýli við herstöð. Ingibjörg Haraldsdóttir: Bar- átta herstöðvaandstæðinga. Ávörp fulltrúa frá Norðurlandi eystra og Austurlandi. Kl. 13-15 Framhald baráttunnar, næstu skerf. Umræður og niður- stöður. Ráðstefnustjórar: Sigríður Stefánsdóttir og Magnús Stefánsson. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki. Fjölmennum (Hallormsstað. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Norðurlandi eystra og Austurlandi ÆSKULÝÐSF YLKIN GIN Úthafsrækja á úrvalsverði Erum að selja úthafsrækju, stóra og girnilega. Frábært verð. Sendum heim. Upplýsingar í síma 17500 á skrifstofutíma. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.