Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 11
____________IÞROTTIR_________ 1. deild KA í Evrópukeppni? KR-ingar heillum horfnir gegnfrískum Akureyringum KA hefur heldur betur komið á óvart í sumar og í gærkvöldi fengu KR-ingar að finna hvers þeir geta verið megnugir. Akur- eyrarliðið var einfaldlega klassa fyrir ofan Vesturbæingana og var sigur þeirra aldrei í hættu. Þeir komust í þriggja marka forystu, 3-0, en KR-ingar náðu að minnka muninn í 3-1 og þannig iauk leiknum. Fyrsta markið leit dagsins ljós á 18. mínútu og skoraði Erlingur Kristjánsson það með skalla eftir innkast Þorvaldar. KA var áfram betri aðilinn og náðu að bæta öðru marki við fyrir leikhlé, á lokamínútunni. Þá lék Anthony Karl Gregory inn í teig og frá honum barst boltinn til Þorvaldar sem skaut mjög góðu, óverjandi skoti framhjá Stefáni Arnarsyni í markinu. 2-0. Á 60. mínútu skoraði KA þriðja markið. Arnar Bjarnason gaf þá háa sendingu fyrir markið og skallaði Anthony boltann í Sigi Held hefur valið 16 leik- menn til þátttöku í landsleiknum gegn Ólympíuliði Svía sem fram fer á fímmtudaginn. Liðið er að mestu óbreytt frá leiknum gegn Búlgaríu nema hvað þeir Friðrik Friðriksson, Sigurður Grétars- son og Sigurður Jónsson komast ekki, en í þeirra stað koma Bjarni Sigurðsson og Gunnar Gíslason frá Noregi og Þorsteinn Þorsteins- son úr Fram. íslenska liðið er nú að undir- búa sig fyrir leikinn gegn Sovét- mönnum í heimsmeistarakeppn- inni 31. ágúst og náði liðið að sýna léttan og skemmtilegan leik gegn Búlgaríu á dögunum. Knattspyrnuáhugamenn ættu því að fjölmenna á leikinn á bláhorn KR-inga sem gátu ekki rönd við reist. Þremur mínútum síðar fengu KA-menn síðan vít- aspyrnu er Bjarna Jónssyni var brugðið í vítateignum. Örn Viðar Arnarson tók spyrnuna en Stefán varði. KR-ingar minnkuðu síðan muninn á 84. mínútu leiksins en Skagamenn eru ekki af baki dottnir í baráttunni um rétt til að leika i Evrópukeppni félagsliða, heldur fylgja þeir Valsmönnum sem skugginn og eru í þriðja sæti dcildarinnar eftir sigur á Þór í fimmtudaginn og hvetja okkar menn til sigurs. Liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: Markverðir: Bjarni Sigurðsson, Brann......21 Guðmundur Hrafnkelsson, Víkingi, 0 Aðrir leikmenn: ArnljóturDavíðsson, Fram........0 ÓmarTorfason, Fram.............29 PóturArnþórsson.Fram...........17 PéturOrmslev, Fram.............28 Viðar Þorkelsson, Fram.........18 Þorsteinn Þorsteinsson, Fram ...9 Atli Eðvaldsson, Val...........49 Guðni Bergsson, Val ...........18 SævarJónsson, Val.............41 GunnarGíslason.Moss............33 HalldórÁskelsson. Þór..........20 Ólafur Þórðarson, IA..........21 RagnarMargeirsson, ÍBK.........30 ÞorvaldurÖrlygsson, KA..........6 -þóm þá gaf Ágúst Már Jónsson bolt- ann á Gunnar Oddsson sem var einn og óvaldaður inn í vítateig og skoraði því örugglega. Sigur KA var hins vegar aldrei í hættu og stefna norðanmenn því á Evr- ópusætið í haust. gærkvöldi. Leikurinn var mjög skemmtilegur og voru leikmenn liðanna svo sannarlega á skot- skónum því þegar upp var staðið hafði knötturinn sjö sinnum hafn- að í netinu, fjórum sinnum í marki Þórsara en þrisvar í marki heimamanna. Þórsarar byrjuðu leikinn betur og skoruðu strax á 8. mínútu þeg- ar Halldóri Áskelssyni tókst að skora. Leikurinn jafnaðist þegar líða tók á hálfleikinn og á 44. mínútu jafnaði Alexander Högnason leikinn, 1-1. Eftir það voru Skagamenn sterkari aðilinn á vellinum og komust fljótlega í 3- 1 með mörkum Aðalsteins Víg- lundssonar og Haraldar Ingólfs- sonar. Þórsarar voru ekki af baki dottnir og á 60. mínútu minnkaði Júlíus Tryggvason muninn úr vít- aspymu. Sigursteinn Gíslason nánast tryggði Skagamönnum sigurinn með marki á 73. mínútu enda þótt Júlíus hefði bætt öðru marki við á síðustu mínútunni. 4- 3 í sannkölluðum markaleik og hefðu mörkin jafnvel getað orðið fleiri. Sigur Skagamanna var sann- gjam þó að Þórsarar hefðu verið sterkari framan af. Guðbjörn Tryggvason átti góðan leik og sömuleiðis Sigursteinn Gíslason. - st./þóm Fótbolti Næsta óbreytt lið Bjarni og Gunnar leika gegn Svíum - gg/þóm 1. deild Sjö mörk á Skaganum ' Sanngjam heimasigur í opnum og skemmtilegum leik 3. deild Stjaman rataði Víkverja Alltgengur Einherja í hag í B-riðli A-riðill Stjarnan-Víkverji..........9-0 Víkverji átti ekkert í sterkt lið Stjörnunnar en marga fastamenn vantaði í glímufélagið að þessu sinni. Árni Sveinsson skoraði 3 mörk í þessum stórsigri, Sveinbjörn Hákonarson og Ing- ólfur R. Ingólfsson 2 hvor og Birkir Sveinsson og Loftur Lofts- son 1 mark hvor. Stjaman hefur þá nánast gulltryggt stöðu sína á toppi riðilsins og leikur væntan- lega í 2. deild að ári. Víkverji ætti að skammast sín fyrir þessi úrslit því liðið hefur leikið ágætlega að undanförnu. Grótta-ÍK.................0-1 ÍK er að koma til eftir slæmt gengi á tímabili í sumar. Gróttan er enn í þriðja sæti riðilsins eftir þessi úrslit en eina mark leiksins skoraði Logi Jóhannesson með skalla í fyrri hálfleik. Aftureldlng-Leiknir R......6-0 Stórsigur Aftureldingar a la Björn Borg heldur Leikni í fall- hættu en Mosfellingar þurfa vart að örvænta lengur. Hilmar Harð- arson skoraði 3, Óskar Óskars- son 2 og Viktor Viktorsson 1. Staðan S^arnan........12 10 2 0 46-8 32 Grindavík.... 13 10 1 2 37-15 31 Grótta.......13 6 3 4 22-17 21, ReynirS......13 5 3 5 22-19 13 Vfkverji......12 5 2 5 24-32 17 IK^.;.^^.... 13 5 1 7 19-26 16 Afturelding.,^T.. 12 3 4 5 18-20 13 LeiknirR.....12 2 2 8 15-40 8 Njarðvík.........12 10 11 7-33 3 B-riðill Þróttur N.-Elnherji.......0-2 Gífurlega mikilvægur sigur hjá Vopnfiðingum sem ætla greini- lega að endurheimta sæti sitt í 2. deild. Norðfirðingar hafa senni- lega misst af lestinni við þetta tap á heimavelli sínum en þeir vom efstir í riðlinum um skeið. Viðar Sigurjónsson var hetja Einherja og skoraði bæði mörk leiksins. ReynirÁ.-Magni............1-2 Reynir mátti alls ekki við tapi í toppbaráttunni og aðstoðar því Einherja við sigurinn í riðlinum, en sigurinn var hins vegar mikil- vægur fyrir Magna í fallbarátt- unni. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en Heimir Ásgeirs- son skoraði fyrst fyrir Magna. Grétar Karlsson jafnaði síðan leikinn 1-1, en Jónas Baldursson skoraði sigurmark leiksins. Hvöt-Dalvík..............0-2 Dalvík vann þennan botnslag og stefnir Hvöt nú beint í 4. deild. Björn Friðþjófsson og Sverrir Björgvinsson skoruðu mörk gest- anna í leiknum. Staðan Einherji..............10 7 2 1 24-8 23 ReynirÁ..........5*11 6 1 4 19-15 13 Þróttur N..........10 6 2 2 18-11 17 Magni..............11 4 4 3 14-12 16 Dalvfk.............11 4 3 4 1 6-26 15 Huginn.............11 3 3 5 19-25 12 Hvöt................11 2 4 5 6-11 10 Sindri..............11 1 3 7 17-25 6 Markahæstir 12 Árni Sveinsson, Stjömunni 10 Grótar Karlsson, Reyni, Á 10 Páll Björnsson, Grindavík 10 Steindór Elísson, ÍK 10 Valdimar Kristófersson, Stjörn- unni 9 Guðbjartur Magnason, Þrótti, N. -þóm Þriðjudagur 16. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 2. deild KS í ham gegn ÍR Enn átta lið í fallhœttu ÍR-ingar máttu bíða ósigur 2-5 gegn KS á Valbjarnarvelli á laugardaginn þannig að nú eru bæði liðin í fallhættu. Reyndar eru aðeins FH og Fylkir algjör- lega laus við falldrauginn og erfítt að ætla einhverju ákveðnu liði faUið þó að Þróttur og Breiðablik virðast IQdegust til þess. Sigur Siglfirðinga var heldur stór miðað við gang leiksins og héldu ÍR-ingar lengi vel í við þá. Róbert Haraldsson skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik en Magnús Gylfason jafnaði fyrir ÍR. í síðari hálfleik komst KS í 1-3 með mörkum Óðins Rögnvaldssonar og Óla Agnars- sonar en Sigurfinnur Sigurjóns- son minnkaði muninn fyrir Breiðhyltinga. Seint í leiknum bættu Siglfirðingar síðan við tveimur mörkum og voru Oddur Hafsteinsson og Björn Sveinsson þar að verki. Siglfirðingar unnu þarna mjög mikilvægan sigur en þeir hafa verið viðloðandi fallsætið að und- anförnu. ÍR-ingar verða hins veg- ar að taka sig á eigi þeir ekki að þurfa að ströggla í fallbaráttu síð- ustu leikina. Spennan í deildinni er nú eingöngu við botninn því FH og Fylkir eru með mjög ör- ugga forystu. -þóm Staðan FH............ 12 11 1 0 37-10 34 Fylkir........12 8 4 0 30-17 28 Víðir ........12 5 2 5 25-21 17 Selfoss.......12 4 4 4 16-17 16 Tindastóll.....12 5 0 7 18-23 15 ÍR............12 4 2 6 17-27 14 ÍBV...........12 4 1 7 23-25 13 KS............12 3 4 5 27-34 13 UBK..........12 2 4 6 16-25 10 ÞrótturR:....12 1 4 7 18-28 7 Markahæstir 12 Pálmi Jónsson, FH 10 Sigurður Hallvarðsson, Þrótti 8 Heimir Karlsson, Víði 7 Guðmundur Magnússon, Selfossi 7 Jón Bjarni Guðmundsson, Fylki 7 örn Valdimarsson, Fylki -þóm Vinningstölurnar 13. ágúst 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 3.926.768,- 1. vinningur var kr. 1.965.176,- og skiptist hann á milli 4ra vinnings- hafa, kr. 491,294,- á mann. 2. vinningur var kr. 589.182,- og skiptist hann á 226 vinningshafa, kr. 2.607,- á mann. 3. vlnningur var kr. 1.372.410,- og skiptist á 5.967 vinningshafa, sem fá 230 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.