Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Laugavegurinn Malbikað yfir miljónimar Gatnamálastjóri: Enginn dreginn til ábyrgðar vegna mistakanna við hellulögnina sl. vetur. Malbikað yfir mistökinfyrir 2,2 miljónir. Portúgalska hellugrjótið í geymslu Við ákváðum að malbika yfir þennan vegarspotta á Lauga- veginum á milli Frakkastígs og Klapparstígs til þess að vera fljótari með viðgerðina en ella og einnig til þess að valda sem minnstri röskun hjá kaup- mönnum. En það verður enginn sérstakur dreginn til ábyrgðar vegna þeirra mistaka sem urðu við verktakaframkvæmdirnar sl. vetur vegna þess aðj>etta var röð óhappa, sagði Ingi U. Magnússon gatnamálastjóri við Þjóðviljann. Grœnfriðungar Mótmæla í 60 borgum Mestu mótmœlaaðgerðir Grœnfriðunga gegn hval- veiðum íslendinga í Bandaríkjunum tilþessa. Munu einkum beinast gegn veitingahúsum LongJohn Silvers og Burges I dag standa Grænfriðungar í Bandaríkjunum fyrir mestu mót- mælaaðgerðum sem þeir hafa nokkru sinni staðið í áður gegn hvalveiðistefnu íslendinga og munu þær fara fram í 60 borgum. Mótmælin munu einkum beinast gegn veitingahúsakeðjum Long Johns Silvers sem er einn aðal- fiskkaupandi Coldwater Seafood og gegn Burgers veitingahúsak- eðjunni sem verslar aðallega við Iceland Seafood Corporation. Að sögn talsmanns Grænfrið- unga í Boston er tilgangur mót- mælanna einkum sá að þrýsta á neytendur og veitingahúsakeðj- urnar til að hætta að kaupa og neyta fisks frá íslandi á meðan íslendingar fara í kring um hval- veiðibann Alþjóða hvalveiðir- áðsins með því að veiða hvali í vísindaskyni. Aðspurður afhverju hval- veiðum íslendinga hafi ekki verið mótmælt þegar Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra var í opinberri heimsókn hjá Reagan forseta í síðustu viku, sagði hann að ekki hefði þótt ástæða til þess á sama tíma sem undirbúningur stóð yfir vegna mótmælaaðgerðanna í dag. Stjórn Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hefur samþykkt að ekki sé fórnandi viðskiptahags- munum á Bandaríkjamarkaði vegna hvalveiðanna og Sigurður Markússon framkvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambands íslenskra Samvinnufélaga sagði við Þjóðviljann að ef til þess kæmi að velja á milli hvalveiða og freðfisksölu vestra, sé ekki annað hægt en að fórna hvalveiðunum vegna þeirra miklu hagsmuna sem séu í húfi á Bandaríkjamark- aði. -grh Alla helgina hafa starfsmenn borgarinnar unnið við það í næt- urvinnu að rífa upp portúgalska sértilhöggna hellugrjótið sem lagt var á þennan vegarspotta sl. vetur og áætlaður kostnaður þessara framkvæmda er um 2,2 miljónir króna sem er pottprís miðað við hvað það kostaði að umturna þessum vegarspotta þegar hann var hellulagður. Sá kostnaður nam um 22 miljónum króna. Aðspurður hvað gert verður við portúgalska hellugrjótið sagði gatnamálastjóri að það yrði fyrst um sinn sett í geymslu þang- að til fundið verður eitthvert svæði eða gata þar sem hægt yrði að notast við það á nýjan leik. f ár er unnið að gatna- og hol- ræsaframkvæmdum á vegum borgarinnar fyrir 1,2 miljarð króna og sagði gatnamálastjóri að þær framkvæmdir hafi hingað Vegarspottinn á milli Klapparstígs og Frakkastígs á Laugaveginum hefur nú verið malbikaðurog opnaðurá ný tyrir umferð. Portúgalska hellugrjótið sem þar var fyrir, var rifið upp og sett í geymslu til seinni tíma nota. Mynd: Ari. til gengið eftir áætlun. Mikið af skólafólki hefur unnið hjá borg- inni og verktökum hennar við pessar framkvæmdir og er fyrir- sjáanlegt að skortur verði á starfsmönnum þegar líða tekur á haustið þegar skólafólkið hverfur á ný til fyrri starfa innan veggja skólanna. „Þetta dettur alltaf eitthvað niður á haustin vegna manneklu þegar skólarnir byrja, því við og verktakarnir höfum lifað á vinn- uframlagi skólakrakkanna á sumrin og þá vantar okkur fólk í vinnu. En ég kvíði samt ekkert haustinu þó það fækki eitthvað í starfsliðinu og við munum halda okkar striki,“ sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri. -grh Hafrannsókn Dökkar verb'ðaihorfur Tillögur um afla nœsta árs: Aflahámarkþorsks skorið niður Í300þúsund tonn. Óbreytt hámark íýsu- ogufsaveiðum. Samdrátturí veiðum karfa og grálúðu. Aukning í síld og rœkju Hafrannsóknastofnun leggur til að á næsta ári verði þorsk- kvótinn skorinn niður um 60 þús- und tonn og þá verði aðeins leyfi- legt að veiða 300 þúsund tonn af þorski. Þá verði heimilað að veiða jafn mikið og nú af ýsu eða 60 þúsund tonn og 80 þúsund tonn af ufsa sem er sama magn og í ár. Sérfræðingar stofnunarinnar telja að aflahámark karfa minnki úr 90 í 75 þúsund tonn og að aflahámark af grálúðu úr 48 í 30 þúsund tonn. Jafnframt að aukning verði heimiluð í sfld- veiðum og rækjuveiðum á næsta ári. Þessar tillögur Hafrannsókna- stofnunar voru kynntar á blaða- mannafundi í gær þegar stofnun- inn lagði fram skýrslu sína um ástand nytjastofna og aflahorfur 1989. í skýrslunni kemur fram að ástand sjávar í hlýja sjónum fyrir Suður- og Vesturlandi sé ágætt en miklar breytingar hafi orðið á norður- og austurmiðum frá því sem var á árunum 1984-1987. Mælingar á þeim slóðum sýndu aðstæður sem svipar til köldu áranna hér við land, 1975, 1977, 1979 og 1981-1983. Versnandi umhverfisaðstæðna gætir ekki eingöngu hvað varðar hita og seltu sjávarins heldur einnig þörungamagn og átudreifingu á norðurmiðum, sem voru í lág- marki í vor eins og flest köidu árin. Hafrannsóknastofnun telur að ef veidd verða 400 þúsund tonn af þorski á næsta ári muni veiðist- ofnin minnka úr tæpum 1.100 þúsund tonnum í ársbyrjun 1989 í 940 þúsund tonn í ársbyrjun 1990 og hrygningarstofninn muni nán- ast standa í stað. Verði aflinn hinsvegar takmarkaður á næsta ári við 350 þúsund tonn, muni veiðistofninn minnka um 100 þúsund tonn en hrygningarstofn- inn vaxa lítið eitt. Stofnunin segir að það muni þýða að þær vertíðir sem fram- undan eru verða lélegar eins og að undanförnu. Aftur á móti við 300 þúsund tonna afla á ári muni veiðistofninn standa sem næst í stað. Hrygningarstofninn muni hins vegar vaxa um 80 þúsund tonn. En með því að lækka aflahámark þorskveiða niður í 250 þúsund tonn 1989, yrði til þess að veiðistofn mundi vaxa lítið eitt næstu árin en hrygning- arstofn talsvert. Þá mundi fisk- gengd væntanlega aukast á ver- tíðarsvæðinu suðvestanlands. -grh Vextir í endurskoðun Eg vil taka það fram í þessu sambandi að útlánsvextirnir eru í endurskoðun, sagði Sig- tryggur Jónsson starfsmaður Eft- irlaunasjóðs Landsbankans og Seðlabankans, en eins og greint var frá í blaðinu fyrir helgi eru aðeins 3% raunvextir á útlánum sjóðsins meðan eigi er ótitt að al- menningur og fyrirtækin greiði 9-12% raunvexti af fjárhags- legum skuldbindingum. Sigtryggur sagði að allir þeir starfsmenn Landsbanka og Seðl- abanka, sem ekki kysu að greiða í annan lífeyissjóð greiddu iðgjöld í Eftirlaunasjóðinn. Stjórn sjóðsins er skipuð þrem- ur mönnum. Bankaráð Lands- banka og Seðlabanka tilnefna sinn mannin hvort í stjórnina og einn stjórnarmanna er tilnefndur af starfsfólki. Núverandi stjórn skipa Pétur Sigurðsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Björn Tryggva- son aðstoðarbanakstjóri Seðla- bankans og Benedikt Guðbjarts- son lögfræðingur í Landsbanka. -rk Lífeyrismál Seðlabanka Hvað ber að geia? Skipbrot stjórnarstefnunnar: Gjaldþrot atvinnulífs og heimila Almennur fundur í Þinghóli í Kópavogi fimmtudag kl. 20.30. Framsögumenn: Ólafur Ragnar Grímsson Svavar Gests- son Svanfríður Jónasdóttir. Allirvelkomnir. Alþýðubandalagið Þrlðjudagur 16. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.