Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Deyr Stalín? Arna Bergmann svarað Þórarinn Hjartarson skrifar Þessi grein mín er síðbúin og geldur þeirrar plágu sem út- breidd er hér að menn hafa ekki tíma til að hugsa og því síður skrifa greinar. En tökum nú skipulega fyrir nokkur atriði. I fyrsta lagi er því hafnað í grein Árna að samyrkjuherferðin í Sov- ét um 1930 hafi flýtt fyrir iðn- væðingu landsins. I öðru lagi er talað um þær „miljónir og tugi miljóna" sem „Stalín lét hand- taka og drepa“. í þriðja lagi er sagt að iðnvæðing og vísindabylt- ing í Sovét hafi verið „meira þrátt fyrir Stalín en vegna hans“. Ég ætla einkum að skoða þessi atr- iði. Vond samyrkjuherferð - en nauðsynleg Tökum fyrst fyrir samyrkju- herferðina. Var hún nauðsynleg forsenda iðnvæðingarinnar? Ég tel svo vera. Bolsévíkar voru al- mennt sammála um að sósíalism- inn yrði ekki þróaður nema á grundvelli stóriðnaðar. Hvaðan átti að koma fjármunamyndun til að reisa hann? Ekki nema að litlu leyti frá smáiðnaði því hann var svo sáralítill. Ekki með erlendum fjárfestingum eða erlendum lán- um því slíkt stóð Sovétmönnum ekki til boða. Hvergi nema frá landbúnaðinum þar sem störfuðu 80% landsmanna. En á 3. ára- tugnum, árum NEP-stefnunnar, efldist hinn kapítalíski landbún- aður, einkum óx og dafnaði stétt stórbænda, „kúlaka“. Hjá þeim voru þær umtramaturöir sem brauðfætt gátu borgirnar og eins orðið fjármagn til iðnvæðingar. Á síðari NEP-árunum var reynt að draga fjármuni frá sveitunum með því að stjórna verðlagi á iðn- varningi og landbúnaðarvöru iðnaðinum í hag. En þá hættu bændur hreinlega að selja vöru sína til bæjanna og jafnvel að framleiða hana. Það var í einni slíkri kreppu að samyrkjuher- ferðinni var skellt á með litlum fyrirvara. Aðferðin var eignaupptaka hjá kúlökum og al- menn smölun í samyrkjubú. Það kann að vera rétt sem Árni segir að matvælaframleiðsla hafi dregist saman um fjórðung, eink- um búfjárafurðir. Það mun líka rétt vera að gagnvart meirihluta bænda var þetta þvingunarað- gerð, og hún gróf. Stalín kallaði það „byltingu að ofan“. En hitt er jafn víst að með þessu var korn- streymið til bæjanna tryggt og komst nú undir ríkisins styrku stjórn og áætlanagerð. Einnig jókst kornútflutningur. Og hafi landbúnaðarframleiðslan heldur dregist saman þá var það líka vegna fækkunar fólks við þau störf. Fólkið streymdi til bæjanna og í iðnaðinn. Á 12 árum, frá 1929-1941, fjölgaði borgarbúum um 40 miljónir. Eins voru sam- yrkjubúin markaður fyrir vörur stóriðnaðarins svo sem dráttar- vélar - sem stakir bændur gátu almennt ekki keypt. Bændapólitík Stalíns var kald- randaleg en án samyrkjuvæðingar hefði ekki þurft að hugsa um hin- ar miklu 5 ára áætlanir 4. áratug- arins, hvað þá að framkvæma þær. Það var efnahagsundur Næsta kenning hjá Árna Berg- mann, sú að stjórn Stalíns hafi verið efnahagslegur dragbítur á þjóðfélagið, er þó miklu fjær allri sanngirni en sú fyrri. Frá lokum borgara- og innrásarstríðsins 1920 og til dauða Stalíns 1953 breyttust Sov- ríkin úr frumstæðu landbún- aðarþjóðfélagi í iðnaðarstór- veldi. Tugmiljónir voru drifnar af miðaldastigi og inn í nútímann. Þjóðirnar sem að langmestu leyti höfðu verið ólæsar og óskrifandi voru þá komnar á mjög hátt menntunar- og menningarstig. Af þessum 33 árum hafði Lenín æðstu stjórn í 3 ár en Stalín að mestu hin 30 árin. Iðnvæðingin í Sovét á bilinu 1929-41 er sú mesta og hraðasta sem mannkynssagan þekkir. Á þeim 12 árum 6,5-faldaðist iðn- aðarframleiðsla landsins, þjóð- artekjur 5-földuðust. Að landið náði yfir höfuð að iðnvæðast var í sjálfu sér stórmerkilegt. Af löndum sem ekki höfðu komist á stig iðnvæðingar við lok fyrra stríðs (er kapítalisminn var kom- inn á stig heimsvaldastefnu) eru Sovétríkin líklega eina landið sem hefur komist það á eigin spýtur. f hverju er að finna skýringuna á þessu efnahagsundri ef ekki einmitt í hinum stalínsku stjórn- arháttum? í yfirburðum sósíal- ískra framleiðsluhátta almennt? Að einhverju leyti já, en lítið til Kína, Kúbu, Júgóslavíu eða hvaða sósíalískrar tilraunar sem er. Þau lönd hafa til lítils að vísa hjá hinu sovéska grettistaki. Og Sovétríkin iðnvæddust ekki bara einu sinni heldur endurreistu þau sig með undraverðum hraða eftir eyðileggingu stríðsins sem var yf- irgengileg og ofvaxin venjulegri skilningsgáfu. Efnahagskerfið hafði þó marg- víslega galla; var ofurmiðstýrt og óþjált gagnvart flóknari iðn- aðarframleiðslu, útheimti mikið skrifræði og gjarnan lögreglu- eftirliti. Vandræði voru við að tengja saman mikla miðstýringu á einni hendi (hjá Ríkisáætlun- inni) og svo frumkvæði í lægri framleiðslueinginum. Ofurá- hersla var á þungaiðnað á kostn- að neysluvarnings. Nefna má ýmis ófarsæl pólitísk afskipti af vísindum o.s.frv. Allt eru þetta kunnug sovésk efnahagssérkenni sem formuðust á þessum tíma. Það var þó ekki fyrr en í lok stalíntímans og eink- um eftir hann, þegar ný, íhalds- söm skrifræðisborgarastétt hafði orðið til og loks náð völdum í ríkisvaldinu og framleiðslulífi að sovéska kerfið staðnaði og varð allsherjarhindrun allri framþró- un. Ríkisvaldið hafði þá skipt um stéttareðli og sósíalisminn var dauður. Það frumkvæði og eld- móður sem verið hafði verulegur í grunneiningum flokksins og ráðakerfisins og í framleiðslunni, þrátt fyrir ofurmiðstýringu, logn- aðist þá fljótt út af. Sovétríkin fóru að stunda heimsvaldastefnu og urðu hnattveldi. Jafnframt hættu Sovétríkin að draga á Vest- urlönd efnahagslega og hagvöxt- ur hefur á síðustu áratugum verið að nálgast núllið. Enda segir Gorbatsjov í bók sinni „Perest- rojka" varla eitt styggðaryrði um Stalínstímann en lýsir í þeim mun fleiri orðum stöðnun og öm- urleika Brésnefsáranna. ' Ógnaröldin Sovétmenn vorra glasnosttíma eru farnir að ræða ýmis harkaleg sérkenni á réttarfari landsins í nútíð og ekki síður fortíð - sem áður lágu í þagnargildi. Fanga- búðir, pólitískar aftökur o.fl. Ekki veit ég þó til að birtar hafi verið opinberar tölur um umfang þessa. Það hefur því ekki komið fram mikið nýtt fyrir okkur Vest- urlandabúa sem höfum rætt ein- mitt þetta einna mest af sovésk- um málum. Hefur þar mjög verið byggt á getgátum og svo mun enn. Löngum hafa þær verið rosalegar. Erá ýmsum vestrænum skríbentum gegnum árin hefur mátt lesa um miljónir drepnar, 10-15 miljónir fanga báðum megin við stríð o.s.frv. Ég skil Árna Bergmann þannig að hann taki undir þetta. Áð mínu viti get- ur þetta ómögulega staðist. Skoðum einfaldan mannfjölda- reikning. í seinna stríði er reiknað með að um 20 miljónir Sovétmanna hafi farist. Þar af lík- lega um 10 miljónir hermanna, þ.e.a.s. karlmenn svona 18-45 ára sem þýðir 3.-4. hver sovéskur karlmaður á þeim aldri. Á þeim aldurshópi karla hlýtur einnig pólitískt harðræði að hafa bitnað langmest. Ef annað eins og það sem féll hefði setið í fangabúðum væri meira en annar hver karl- maður á þessum aldri úr leik. Hvernig var þá mögulegt eftir stríð að ná aftur framleiðslustigi eftirstríðsáranna á ca. 5 árum? Það er heldur enginn vafi af sam- tímaheimildum að á þeim árum naut Sovétstjórnin eindæma trausts og vinsælda. Að allt þetta færi saman yrði ekki skýrt nema með einhverjum mjög dularfull- um hætti. Hversu útbreidd var þá hin grimma kúgun? Viðurkenndir Sovétfræðingar eins og Alexand- er Werth og Alec Nove eru með tölur sem vissulega eru skelfing háar en stríða ekki gegn allri skynsemi. Þeir tala um 3 miljónir sovéskra borgara í fangabúðum síðustu árin fyrir stríð og jafnvel 3,5 miljónir fyrstu eftirstríðsárin (m.a. af því að það kostaði fanga- búðadvöl fyrir hermann að láta Þjóðverja handtaka sig). Á stríðsárunum áætlar Werth að nálægt hundrað þúsund fangar hafi farist af harðrétti. Pólitískar aftökur voru vissulega notaðar en þeim var þó aldrei beitt í neitt líku magni og vinnubúðarefsing- unni. Það sem skóp hið stalínska Það er vissulega full ástæða til að spá í orsakir svo mikillar undirokunar. Til útskýringa á fyrirbærinu stalínismi vitnar Árni í einhvern Kapústín sem talar um anarkískan „herskálakommún- isma“ og svo um afturhvarf til lénsveldis með réttleysi fjöldans, rannsóknarrétt o.s.frv. Fyrir mér er þetta leikur með hugtök sem annað hvort er villandi eða a.m.k. útskýrir ekki neitt. En reynum þá að greina nokkrar af- gerandi efnislegar og hugmynda- legar forsendur hins stalínska stjórnarfars. Það var ríkjandi og yfirlýst skoðun bolsévíkaflokksins á 4. áratugnum að stéttaandstæðum og stéttabaráttu í landinu væri 4okið. Því væri horfinn grund- völlur fyrir ósættanlegum pólit- ískum andstæðum. Þegar hins vegar þróunin skóp heiftarlegar pólitískar andstæður var nærtækt að skoða það sem eitthvað „óeðlilegt" af glæpsamlegum toga og þá gjarnan sem erind- rekstur fyrir erlenda borgarastétt þ.e. sú innlenda væri horfin. Slíku varð að halda kyrfilega niðri. Maó Tsedong útlistaði fyrstur meðal marxista fræðin um framhald stéttabaráttunnar í sósí- alismanum. Hitt er svo annað mál að ef raunverulega átti að byggja upp sósíalískt skipulag í Sovét gat það ekki gengið mjög mjúklega. Á NEP-árunum var útlitið raunar mjög tvísýnt fyrir áframhald sósí- alískrar þróunar landsins. Þá var líka ljóst að hin byltingarsinnaða alda í Evrópu var að fjara út svo lítið var að treysta á stuðning þaðan. Sömuleiðis hafði fjölda- grundvöllur rússnesku byltingar- innar mjög veikst. Sá hluti rússneskrar verkalýðsstéttar sem gerði byltingu 1917 hafði misst mikið blóð og dregist mjög sam- an í innanlandsstríðinu sem fylgdi. Stór hluti þeirra verka manna sem eftir voru og voru rauðir höfnuðu í stöðum í emb- ættiskerfinu. Til sveita þar sem mikill meirihluti fólksins bjó var kapítalisminn í sókn og kommún- istar höfðu aldrei haft þar mikil pólitísk áhrif. í stað öflugrar fjölda- hreyfingar meðal alþýðu varð valdið fljótt afar samþjappað og umræða um og framkvæmd hinna pólitísku ákvarðana var mikið til bundin við efstu stofnanir flokks og ríkis sem studdu sig svo við vaxandi skrifræði. Ekki verður heldur sagt að flokkurinn hafi mjög reynt að vekja upp fjölda- hreyfingu. Og þar sem fjölda- hreyfingu skorti og ef samt átti að halda áfram sósíalískri umbylt- ingu hlutu stjórnvöld að beita valdaapparatinu því meir. Ur þessu hlaut því að verða veru- legur þvingunarbragur á fram- haldinu, ef ekki átti þá að snúa við. í flokknum urðu heiftarlegar deilur um möguleika „sósíalisma í einu landi“, um framkvæmd NEP, um aðferðir við að innleiða samyrkju og um hraðann á iðn- væðingunni. Þegar minnst er á áherslu bolsévíka á hraða iðnvæð- ingu ber að nefna'í fyrsta lagi að samkvæmt marxískum skóla- bókum varð sósíalismi ekki reistur nema á grundvelli iðnað- arþjóðfélags. í öðru lagi ber að minnast þess að allt frá byrj- un 4. áratugarins gengu Stalín og félagar út frá verulegri hættu á innrás með tilheyrandi þörf á her- væðingu. Hvað um það: f samfélagi sem hafði gengið í gegnum byltingu eins og Októberbyltinguna, með- fylgjandi grimmt borgarastríð, samyrkjuherferð gegn miljónum efnaðri bænda (kúlaka) og veltist um í beljandi flaumi iðnvæðing- arinnar hlaut að skapast ógurleg samfélagsleg spenna og átök. En pólitísk einokun kommúnista- flokksins, allt frá dögum Leníns, og vaxandi pólitísk einstefna innan hans hlýtur annars vegar að hafa enn aukið þrýsting og spennu í samfélaginu og varð hins vegar til að það kom lítið opinberlega upp á yfirborðið. Var Búkharín saklaus? Ég er sannfærður um að stefna hans um framhald á NEP, framhald á eflingu kúlaka og hægfara iðn- væðingu var lífshættuleg sósíal- ismanum, og því þurfti að berjast grimmt gegn henni. En að „hreinsa“ burt fylgjendur stefn- unnar var frumstæð aðferð sem ýtti vandanum frá og leysti hann ekki. Hún sýndi annars vegar að undir rólegu yfirborði áttu Stalín og félagar í miklum erfiðleikum með að halda stjórn á hlutunum og gripu til örþrifaráða og hins vegar sýndi hún vanskilning þeirra á andstæðum samfélags- ins. Forréttindafólk verður stétt Annað lykilatriði til skilnings á fangabúðunum, og reyndar á af- drifum hins sovéska sósíalisma al- mennt, er spumingin um forrétt- indahópa og tilurð nýrrar borgara- stéttar. Allt frá því strax eftir byltingu voru ýmiss konar for- réttindi mikilvæg sem stjórnunar- tæki hjá bolsévíkum. Fyrst gagnvart borgaralegum sérfræð- ingum, síðan „rauðum sérfræð- ingum“ o.fl. Það var æpandi þörf fyrir tæknimenntað fólk, ekki síst í iðnvæðingarkapphlaupið. Og Stalín tók þá stefnu að örva fólk til sérfræðimenntunar og í raun kaupa það til átaka fyrir sósíalism- ann með miklum forréttindum. Segja má að hraði iðnvæðingar- innar hafi þannig stuðlað að því að auka þá félagslegu misskipt- ingu sem alltaf vill leiða af verka- skiptingunni í framleiðslunni, s.s. bilinu milli andlegrar og líkam- legrar vinnu. En stuðningur þessara hópa við sósíalismann var hins vegar mjög skilorðsbundinn og þeir mynduðu ýmsa sérhagsmuni. Það var því líka stefna Stalíns að hafa þá undir ströngu eftirliti og hleypa þeim ekki að miðstöðvum valdsins. Sömu stefnu hafði hann t.d. gagnvart yfirmönnum í hern- um. Enda benda heimildir helst til að einmitt slíkt fólk, stjórn- endur á ýmsum stigum, hafi helst mannað fangabúðir Stalíns - auk reyndar fólks af ýmsum minni- hlutaþjóðernum og allmargra bænda. Engu að síður efldust þessir hópar að áhrifum eftir því sem þeir stækkuðu. Það var þó ekki fyrr en með Krúsjof að forstjór- arnir fóru verulega að streyma inn í toppstöður í flokknum. Það var líka þá sem hin nýja borgara- stétt var orðin fullþroskuð og Framhald á 6. síðu Árni Bergmann ersjálfsagt Sovét-fróðastur íslenskramanna. Greinaflokkur hans: „Heyrt ogséð íSovétríkjunum“ er mjöggagnlegur fróðleikur okkur þessum sem aldrei komumst neitt, hvaðþá til Sovét. Ég vilþó gera eina undantekningu. Grein hans „Þriðji dauði Stalíns“þann 3. júlíer ekkigóð. Hún erfrem- ur vond og vil égþví, þóttseintsé, reyna að andmœla ýmsu sem þar stendur og taka eitt mikið mál til smálegrar meðferðar Þriðjudagur 16. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.