Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 14
Hræddirvið
blýlaust
bensín
íslendingar eru á margan hátt
einkennileg þjóð eins og marg-
sinnis hefur komið í Ijós. Það er
ekki síst í bílamenningu eða ó-
menningu sem íslenskiröku-
menn hafa þótt hafa sérstöðu á
ýmsum sviðum. Sérkennilegur
akstursmáti, almennur hraðak-
stur, ölvunaraksturog almennt
virðingarleysi fyrir umferðarregl-
um hefurkostað mörg mannslíf í
umferðinni.
Á sama tíma og mörgum finnst
að almenn hugarfarsbreyting sé
að eiga sér stað meðal öku-
manna, þeirvirði betur þaer regl-
ursem settareru í umferðinni,
fylgi löglegum hámarkshraða í
flestum tilfellum, spenni beltin,
hafi Ijósin kveikt og séu á margan
hátt betur vakandi um öryggis-
mál en áður fyrr, er sérviskan enn
söm þó á öðrum sviðum sé.
Fyrir nokkrum vikum var vakin
athygli á því hér í Þjóðviljanum að
aðeins lítill hluti bifreiðaeigenda
notar blýlaust bensín á bifreiðar
sínar. Nú erökumönnum aðeins
boðið upp á tvær tegundir af
bensíni, blýlaust eða svokallað
„superbensín" 98okt. Sterka
bensínið er bæði dýrara og marg-
falt meiri mengunarvalduren blý-
lausa bensíniö en samt notar
stærsti hluti bifreiðaeigenda það.
Það vekur óneitanlega furðu
að á sama tíma og almenningur
kvartar undan sífellt aukinni
mengun af völdum umferðinni,
einkum og sér í lagi í höfuðborg-
inni, þá velur þessi sami almenn-
ingur þann orkugjafa á bif reiðar
sínar sem veldur mun meiri
mengun en gamla venjulega 92
okt. bensínið sem stóð eitttil
boða fyrir fáeinum misserum.
Hverersvoskýringin? Ekki
heyrast menn kvarta undan of
háu bensínverði. Jú, segja bens-
ínafgreiðslumenn. Bíleigendur
eru hræddir við blýlausa bensín-
ið. Hræddir um að það eyðileggi
bílmótorinn. Sérfróðirmenn
segja hins vegar að nær undan-
tekningarlaust geti allar bifreiða-
tegundir sem hér þekkjast notað
blýlaust bensín, í mesta lagi þurfi
smávélastillingu. Það hefur því
sannst hér sem oft áður að hjá
íslenskum ökumönnum er það
hjarta bílsins sem er þeim hugl-
eiknara en lungun í þeim sjálfum.
-ig-
ídag
er 16. ágúst, þriðjudagurí
sautjándu viku sumars, tuttugasti
og fjórði dagur heyanna, 229.
dagur ársins. Sól kemur upp í
Reykjavík kl. 5.22 en sest kl.
21.40. Tungl vaxandi á fyrsta
kvartili.
Viöburöir
Friðþjófur Nansen leggur upp í
leiðangur sinn um Grænlands-
jökul á skíðum og með hunda-
sleðum1888.
Þjóöviljinn fyrir
50 árum
Japanir hafa ráðist að nýju á
Saosernaja-hæðirnar. Aðeins4-
5 metrar milli fremstu raðanna í
norður hlið hæðanna.
Bræðslusíldin er þriðjungi
minni en á sama tíma í fyrra.
Garðar frá Hafnarfirði er hæstur
með 12098 mál.
Reykjavíkurmótið. Valursigrar
Fram með3:2.
Thor Vilhjálmsson.
Fuglaskottís
Rás 1 klukkan 21.30.
í kvöld byrjar Thor Vilhjálms-
son lestur á einni af sögum sínum,
Fuglaskottís, sem fyrst kom út
árið 1975.
Sagan Fuglaskottís gerist í Suð-
urlöndum og segir frá fjórum ís-
lenskum persónum sem eru þar á
ferð. Þar á meðal er íslenskur
burgeis, þjóðlegur hugsjónamað-
ur sem er í eins konar heimspó-
litískri kynnisferð en á sér líka
einkaerindi. í sögunni kemur
fyrir sægur fólks sem er lifandi og
auðkennilegt en jafnframt ævin-
lega myndrænt á einhvern hátt
einsog gerist í sögum Thors.
íslendingum er Thor vel kunn-
ur fyrir snörp skrif sín og einnig
fyrir þær sakir að hann hlaut fyrr
á árinu bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs fyrir bók sína
Grámosinn glóir.
UM ÚTVARP & SJÓNVARP
Lína langsokkur
í Suðurhöfum
Rás 1 klukkan 9.03
Sagan um Línu langsokk í
Suðurhöfum er nú á dagskrá litla
barnatímans á Rás 1, klukkan
9.03 á hverjum morgni, ásamt
með öðru skemmtilegu efni fyrir
smáfólk.
Astrid Lindgren samdi söguna
um Línu langsokk í Suðurhöfum í
framhaldi af fyrstu sögunni um
Línu þegar hún bjó á Sjónarhóli
ásamt apanum Níels. Nú lætur
hún sér ekki duga neitt minna en
ferð til Krúsídúllueyja, ásamt
leiksystkinum sínum Önnu og
Tomma, til að hitta Langsokk
skipstjóra, pabba sinn. Þegar
þangað kemur lenda þau í ýmsum
ófyrirséðum ævintýrum.
Sagan er full af óvæntum atvik-
um og sprenghlægilegum við-
burðum, en um leið hlý og full af
skilningi á högum barna og því
smáa sem oft verður útundan í
heimi hér.
Guðríður Liilý Guðbjörns-
dóttir les þýðingu JakobsÓ. Pét-
urssonar.
Valur Glslason og Þorsteinn Ö. Stephensen við hljóðnemann.
Alla leið til Ástralíu
Rás 1 klukkan 22.30.
Síðasta laugardag var flutt
leikritið „Alla leið til Ástralíu“
eftir Úlf Hjörvar og er það endur-
tekið í kvöld.
Leikritið segir frá tveim
gömlum fyrrverandi lista-
mönnum sem leigja saman íbúð.
Tilbreytingarleysi og einangrun
frá ysi hins daglega lífs setur svip
sinn á samkomulagið, sem ekki
er alltaf upp á það besta. Innst
inni er þeim þó ljóst að án félags-
skapar hvors annars yrði tilveran
þeim býsna erfið.
Með hlutverk gömlu mann-
anna tveggja fara þeir Valur
Gíslason og Þorsteinn Ö. Step-
hensen. Leikstjórn er í höndum
Þorsteins Gunnarssonar og
tæknimaður er Georg Magnús-
son.
GARPURINN
KALLI OG KOBBI
Heimboð?! Hverjum*
dytti í hug að bjóða
þér heim?
Múg og
margmenni,
og vert'ekki
spældur.
Þetta hljóta að vera V Ég hef
mistök. Tígrisdýrum/
er aldrei boðið neitt.
Tryggingafélögin
stræka á það.
nú samt
fengið
heimboð
hvað sem
þú segir.
Reyndu þá
að drullast
til að lesa það! x
Ábyggilega verið
að bjóða mér í
mat í Höfða.
Vonandi finn ég
ólina mína.
i-zo
FOLDA
Nýbúin? Hún hefur verið búin að því áður > -. en hún giftist? ' J Þau giftu sig meðan þau voru bæði að læra ) IJI I ^Ha? Meðan þau ) voru að læra? A Hugsa sér að vera svona’i ógiftur þegar maður / . -r gift'r sig- Jr*1
( lí í Já ) V y- ** ’ © Bulls
/ I ii£ /¥ ) f/WÍ BB » w/ J Ky 1 Wm I - - - - *, j-*7 I/M ' (Jahérna
C'úm
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 16. ágúst 1988