Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 9
I ÍÞRÓTTIR Viðar Þorkelsson einbeittur á svip þegar hann skallar knöttinn frá Ragnari Margeirssyni sem reynir eftir mætti að ná til knattarins. Viðar hefur leikið mjög vel í sumar og átt stóran þátt í velgengni Framara í Islandsmótinu. Mynd: E. 01. Staðan Fram .13 12 1 0 27-2 37 Valur . 13 8 2 3 22-12 26 ÍA . 13 7 3 3 23-18 25 KR . 13 7 1 5 20-16 22 KA . 13 6 2 5 21-22 20 Þór .. 13 4 5 4 18-18 17 Víkingur .. 13 3 3 7 10-19 12 ÍBK ,. 13 2 5 6 14-23 11 Leiftur .. 13 1 4 8 8-17 7 Völsungur . 13 1 2 10 8-24 5 Markahæstir 10 Guðmundur Steinsson, Fram 7. Pétur Ormslev, Fram 7. Sigurjón Kristjánsson, Val 6. Halldór Áskelsson, Þór 5. Anthony Karl Gregory, KA 1. deild Leiftur á niðurieið Víkingur vann botnslaginn Leiftur frá Ólafsfirði virðist ætla að staldra stutt við í 1. deild en liðið hefur ekki áður leikið þar. í gær beið liðið ósigur gegn Víkingum sem rifu sig þar með frá fallbaráttunni, í bili a.m.k. Sigur Víkinga var nokkuð sanngjarn þó að heimamenn hefðu átt heldur meira f síðari hálfleik. Sóknarlotur þeirra ým- ist runnu út í sandinn eða enduðu á Gumundi markverði Hreiðars- syni. Björn Bjartmarz skoraði eina mark leiksins þegar um 15 mínútur voru til leiksloka og litlu munaði að hann næði að bæta öðru við á lokamínútunni. Þetta mikilvæga mark Björns gæti bjargað liðinu frá falli í haust en staða Leifturs er slæm eftir tapið. -þóm 1. deild Fastir liðir Framarar halda uppteknum hœtti en Keflvíkingar glíma við falldrauginn Ekkert lát er á sigurgöngu Framara og í gærkvöldi urðu Keflvíkingar fórnarlamb þeirra en ÍBK er einmitt eina lið deildar- innar sem náð hefur stigi úr viðureign við Fram í sumar. For- ysta Fram er þá áfram 11 stig þeg- ar aðeins flmm umferðum er ó- lokið í deildinni og er markatala þeirra ein sú glæsilegasta sem sést hefur, 27 mörk skoruð en aðeins tvisvar sinnuin hefur andstæðing- um liðsins tekist að skora í mark þeirra. Keflvikingar eru hins veg- ar í bullandi fallhættu því þeir eru Laugardalsvöllur, 15. ágúst 1988 Fram-ÍBK......................2-0 1 -0 Sjálfsmark............55. mín. 2-0 Ómar Torfason...........63. min. Llð Fram: Birkir Kristinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Ómar Torfason, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn Jóns- son, Pétur Arnþórsson (Jón Sveinsson 78.), Guðmundur Steinsson, Steinn Guð- jónsson (Kristján Jónsson 68.), Arnljótur Davíðsson, Ormarr Örlygsson. Lið ÍBK: Þorsteinn Bjarnason, Jóhann Júl- íusson, Guðmundur Sighvatsson, Daniel Einarsson, Einar Ásbjörn Ólafsson, Árni Vilhjálmsson, Gestur Gylfason, Sigurður Björgvinsson, Grétar Einarsson, Ragnar Margeirsson (Jón Sveinsson 78.), Óli Þór Magnússon. Gult spjald: Viðar Þorkelsson, Fram Maður loiksins: Ómar Torfason, Fram nú í 8. sæti eftir sigur Víkinga á Leiftri í gær. Fyrri hálfleikur var fremur jafn og tíðindalaus en Framarar voru heldur meira með boltann án þess að skapa sér dauðafæri. Þeir hafa þó oft leikið betur og voru nokkuð kærulausir í leik sínum. Framarar reyndu talsvert að skjóta langskotum utan vítateigs sem flest fóru langt framhjá markinu ellegar beint í fang Þor- steins Bjarnasonar. Keflvíkingar sköpuðu á stundum hættu við Frammarkið en aftasta vörnin að Birki markverði meðtöldum var vel á verði þannig að ekki varð mark úr. Leikmenn beggja liða áttu erfitt með að fóta sig á hálum vellinum og var ekki auðvelt að leika á andstæðinginn án þess að renna á rassinn í leiðinni. Framarar komu mun ákveðn- ari til síðari hálfleiks og ætluðu sér greinilega ekkert nema sigur í leiknum. Lfndirritaður þurfti mun meira á pennanum að halda fyrir vikið því marktækifærin létu ekki á sér standa. Á 55. mínútu náðu Framarar síðan forystunni, að vísu með aðstoð Keflvíkinga. Arnljótur Davíðsson lék þá skemmtilega upp hægri kant, inn í vítateig Keflvíkinga og gaf þá á Guðmund Steinsson sem var í færi á vítapunkti. Guðmundur skaut föstu skoti sem virtist stefna framhjá en boltinn fór í Jóhann Keflvíking Júlíusson og þaðan í markið. Sjálfsmark! Aðeins átta mínútum síðar bættu Framarar öðru marki við, aftur eftir sendingu frá hægri. Nú var það Pétur Arnþórsson sem lék inn í teig, gaf háa sendingu á fjærstöng, hvar Ómar Torfason kom aðvífandi og skallaði yfir Þorstein markvörð. Eftir þetta var öll spenna farin úr leiknum (ef var þá nokkur) og hefðu Framarar jafnvel getað bætt mörkum við. Þorsteinn bjargaði t.a.m. glæsilega þegar Guð- mundur skaut frá vítateig og bolt- inn stefndi efst í markhornið en Þorsteinn kastaði sér sem köttur og varði. Keflvíkingar virtust hins vegar játa sig sigraða og sýndu lítil tilþrif. ÓmarTorfason, ArnljóturDa- víðsson og Guðmundur Steins- son áttu allir ágætan leik með Fram en flestir áttu þokkalegan leik. í ÍBK stóð enginn upp úr, Þorsteinn Bjarnason stóð fyrir sínu en annars var liðið fremur jafnt. -þóm Þrlðjudagur 16. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.