Þjóðviljinn - 16.08.1988, Blaðsíða 8
FLÖAMARKAÐURINN
Tröppur yfir girðingar
til sölu. Uppl. í síma 91-40379.
Ford Escort GL 1300
Fallegur, vel útlítandi Ford Escort
GL, 1300 árg. ’83 til sölu. Ekinn
52.000 km. Ný sumardekk og ágæt
nýleg vetrardekk fylgja. Útvarp. Bíll
í toppstandi. Verðtilboð. Upplýsing-
ar í síma 681310 eða 681331 á
daginn.
Húsnæði óskast
Ung og reglusöm snyrtileg og reyk-
laus hjón með 2 börn 8 og 11 ára,
óska eftir að taka á leigu 4-5 her-
bergja íbúð frá 1. okt. n.k. Upplýs-
ingar í síma 16249 á kvöldin og
11640 á daginn, Margrét.
Ritvél óskast
Óskum eftir að kaupa góða en
ódýra rafmagnsritvél. Hringið í síma
681310 eða 681331 á daginn.
Viltu fara til Spánar
(Barcelona)?
Ég er með húsnæði í Barcelona í
skiptum fyrir húsnæði á fslandi eða
upp í leigu. Má vera hjá fjölskyldu-
fólki. Heppilegt fyrir fólk sem vill
læra spænsku. Ég heiti Jordi og er
að læra jarðfræði við Háskóla ís-
lands. Get kennt spænsku ef fólk
vill. Upplýsingar í síma 625308 eftir
kl. 21.00.
Tanzaníukaffi
Gerist áskrifendur að Tanzaníu-
kaffinu í síma 621309 þriðjudaga og
fimmtudaga frá kl. 13-22. Áskrif-
endur geta sótt kaffið á sama tíma.
Tak eftir
Ef þú átt í fórum þínum gamla VW
sendibifreið sem þú vilt endilega
losna við hið fyrsta fyrir I tið sem
ekkert þá hafðu samband. Bifreiðin
má vera vélarlaus. Ég bíð við
símann sem hefur númerið
672378. Sigurbjörn.
Til sölu vegna brottflutnings
Atari ST1040, sv./hv. skjár og
Steinberger músikforrit. Yamaha
FB01 „sound“banki, Epson LX-86
prentari með „tractor”, Peavey
TKO-65 bassamagnari, Fender
jazzbassi, Shure SM-58 míkrófónn,
„byssu“Shure, Electric, Mistress
Flanger, míkrófónstatív, Fender
Strat '64, Martin D-35, Schaller
pick-up. Yamaha G5 gítarmagnari,
spænskur linguaphone, Panasonic
NV-G10 vídeótæki, Sohlmans
musiklekskion. Upplýsingar í síma
37766 eða 74147.
Til sölu
Nýtt, ónotað Goldstar vídeótæki.
Verð kr. 24.000 kr. stgr. Upplýsing-
ar í síma 24329.
Til sölu
100 lítra rafmagnssuðupottur. Góð-
ur í sláturtíðinni. Einnig rafmagns-
ofn (veggofn) og þríhjól. Upþlýsing-
ar í síma 51643 í hádeginu og á
kvöldin.
Danskur háskólakennari
óskar eftir 2-3 herbergja íbúð með
húsgögnum nærri háskólanum frá
15. sept.-15. des. Upplýsingar gef-
ur Svavar Sigmundsson í síma
694406 eða 22570.
Mávafinka
Óska eftir mávafinku, karli eða kerl-
ingu, handa einmana maka. Upp-
lýsingar í síma 74304.
Myndsegulband óskast
Upplýsingar í síma 83968 eftir kl.
17.00.
3 herbergja íbúð
Tvær tvítugar stúlkur með sitthvort
barnið óska eftir að taka á leigu 3
herbergja íbúð. Góðri umgenani,
reglusemi og skilvísum greiðslum
heitið. Upplýsingar gefur Fjóla í
síma 79665 eftir kl. 19.00.
Barnavagn
Splunkunýr barnavagn til sölu. Lítill,
léttur og þægilegur. Upplýsingar í
síma 98-21460 eða 91-24432.
Millihurð
Óska eftir að kaupa millihurð í sam-
liggjándi stofur, má gjarnan vera
með gleri. Upplýsingar í síma
18681.
Uretan jarðlagnarör
fást gefins, ca. 18-20 metrar. Upp-
lýsingar í síma 41831.
Til sölu
ekta æðardúnn, sem ný Candy
þvottavél, ónotuð útihurð og frysti-
kista. Upplýsingar í síma 15989.
Barnagæsla
Barngóð kona óskast til að gæta
tveggja telpna í vesturbæ eftir há-
degi í vetur. Upplýsingar gefa Val-
gerður í síma 26926 og Guðrún í
síma 10253.
Falleg ársgömul
svört læða af blönduðu síamskyni
fæst gefins á gott heimili. Upplýs-
ingar í sima 11287.
Til sölu
er 2x15 vatta Samsung samstæða
með útvarpi, plötuspilara, tveimur
segulböndum og equalizer. Gott
verð. Sími 18681.
Dýravinir
2 mánaða kettlingar af góðu kyni
fást gefins. Upplýsingar í síma
84023.
Herbergi óskast
Ungur, reglusamur, rólegur maður
óskar eftir herbergi til leigu. Upplýs-
ingar í síma 39844.
Til sölu
svefnbekkur og borðstofusett:
borð, stólar, skenkur og hilluskápur
úr tekki. Upplýsingar í síma 21985
og 672106 eftir kl. 19.00.
Til sölu
Tauþurrkari (D 49 cm, br. 49 cm og
h 67 cm) til sölu á kr. 10 þús. og
amerísk eldavél (Frigidaire) á kr. 10
þúsund. Upplýsingar í síma 25198.
Félagi - vinur
Roskna konu sem er mikið ein lang-
ar að kynnast konu sem eins er á-
statt fyrir. Ef einhver hefur áhuga þá
vinsamlegast sendið nafn og sím-
anúmer „verkakona" á auglýsinga-
deild Þjóðviljans.
Dagmamma
nálægt Melaskóla
Tek 6 ára börn í gæslu fyrir hádegi í
vetur. Hef uppeldismenntun. Upp-
lýsingar í síma 28257.
Hjónarúm
til sölu. Upplýsingar í síma 672283.
Svefnbekkur fæst gefins
Upplýsingar í síma 37418.
Hef herbergi
til leigu
í vetur. Aðgangur að eldhúsi og
baði. Upplýsingar í síma 10154.
Fururúm til sölu
120x200 cm, með dýnu. 2 mánaða
gamalt. Verð kr. 25.000.- Upplýs-
ingar í síma 28912.
Gólfteppi
Til sölu ca. 40 ferm. gólfteppi. Vel
útlítandi. Upplýsingar í síma 50848.
Nýtt leðursófasett
3+1 + 1 til sölu. Selst ódýrt. Upplýs-
ingar í síma 28623 eftir kl. 18.00.
Þorpið í Flatey. Þar er flest með sömu ummerkjum og um 1920.
Allaballar í Flatey
SíðbúinferðarollaafVestfjörðum
Það er óhætt að segja að
veðurguðirnir hafa brosað af
sinni allra náðarsamlegustu
miskunn í kampinn þegar Alla-
ballar af Vestfjörðum lögðu upp í
árlega sumarferð sína 2. júlí síð-
astliðinn, og var förinni heitið í
Flatey á Breiðafirði. Nei annars,
sennilega er rétt að segja að þeir
(veðurguðirnir) hafi verið skæl-
brosandi, því hvergi sást ský á
himni og öll náttúran flíkaði sínu
fegursta. Ferðir sem þessar eru
fastur liður á ári hverju og hefur í
gegnum tíðina oft verið góð þátt-
taka í þeim, enda leiðin oft legið
um forvitnilega staði og fagra
sem vestfirsk náttúra er svo rík
af.
Sá sem þessar línur ritar var
hafður með í förinni rétt eins og
sagnaritari sem rómverskar her-
deildir tíðkuðu að hafa í farteski
sínu og skyldu þeir skrá hetju-
dáðir og afrek legíónanna.
Ferðin hófst á ísafirði í háfættri
rútu sem Elías Sveinsson rútubíl-
stjóri ísfirskur hefur nýlega erft
frá kollega sínum Guðmundi
Jónassyni. Skyldi hann smala
saman flokksþegnum vítt af
fjörðum. Sumir fóru þó á einka-
bflum að Brjánslæk en þaðan
skyldi sigla til Flateyjar. Á gatna-
mótum í mynni Breiðadals í Ön-
undarfirði, var höfuðpaur ferðar-
innar, Magnús Ingólfsson óðals-
bóndi á Vífilsmýrum hirtur upp
ásamt nokkrum glaðbeittum
Flateyringum, konum og börn-
um. Magnús er með á þriðja tug
mjólkandi kúa í fjósi og var ekki
laust við að hugurinn væri heima
við mjaltir á stundum. En engu
að síður sinnti hann hlutverki far-
arstjórans af nokkurri alúð og var
úrræðagóður þegar breyta þurfti
áætlunum.
Sóttist oss nú vel aksturinn
suður um heiðar og var óhætt að
mæla „sursum corda“, þ.e.: upp
hjörtun, við hverja beygju, að
hætti Djúnka trúboða sem
Gröndal lýsir svo skemmtilega í
Heljarslóðarorustu. Var ekið yfir
Gemlufallsheiði og látið gluða
fyrir Dýrafjörð í svartalogni og
sól. Nú eru á döfinni nánast nagl-
fastar áætlanir um að brúa Dýr-
afjörð við Lambadalsodda og
verður það mikil samgöngubót
þegar nær fram að ganga. Það
styttir leiðina milli ísafjarðar og
Þingeyrar um 15 km. Ekki var
linnt akstri fyrr en á Hrafnseyri.
Þar var gert svokallað „sjoppu-
stopp“. Vanir ferðalangar gera
skýran greinarmun á þeim og
„ælustoppum" og „fótóstopp-
um“. Enginn sýndi áhuga á því að
skoða safn Jóns Sigurðssonar á
Hrafnseyri. Fullorðnir lögðust í
grasið og reyktu en börnin röð-
uðu sér á garðann í sjoppunni og
reyndu að vingjast við syfjulegan
heimiliskött sem sleikti kampa
sína á stéttinni í morgunsólinni.
Afar stéttvís skepna.
Var nú ekið sem ákafast um
stund og ekki drepið niður dekki
fyrr en á Brjánslæk, ef frá er talið
eitt „ælustopp". Á Brjánslæk
beið okkar hraðskreið ferja frá
Eyjaferðum í Stykkishólmi sem
svífa skyldi með okkur til Flat-
eyjar. Er mér skylt að geta þess
að hér er um afar vandað skip að
ræða, og er meðal annars sjoppa
um borð. Var gerður að því góð-
ur rómur. Á leið til Flateyjar
voru lagðar lykkjur á siglinguna
til þess að skoða eyjar og sker.
Við dóluðum í rólegheitum fram-
hjá Vaðsteinabergi í Hergilsey.
Ekki hefði Gísli Súrsson verið í
vandræðum með að sleppa úr
greipum Barkar digra forðum, ef
hann hefði haft vit á að taka sér
far með Eyjaferðum.
Klukkan var farin að halla að
nóni þegar komið var að bryggju í
Flatey. Þar beið formaður flokks-
ins á bryggju og tók móti spott-
um. Menn tóku sér góðan tíma til
þess að slá tjöldum á túni í Flatey
og koma sér sem haganlegast
fyrir. Því verður ekki með orðum
lýst hvað vist í slíkri náttúrupara-
dís hefur góð áhrif á stressaða og
firrta kaupstaðarbúa. Þar er ilm-
ur úr grasi og angan af fugladriti
og niður aldanna ómar undir ef
grannt er hlustað. Við fengum
síðan fylgd um eyjuna og skoðuð-
um kirkjuna og gömul hús undir
leiðsögn ungrar stúlku sem virtist
vera hundkunnug staðháttum og
sögu eyjarinnar. Þuldi hún sem
ákafast ártöl og örnefni í bland
við frásagnir af sögulegum við-
burðum. Bráðgreind stúlka og ef-
laust fluglæs í þokkabót. Best
gæti ég trúað að hún væri ættuð
að vestan.
Um kvöldið færðist nokkur ró
yfir ferðalangana. Sátu menn tíð-
um í grasi við hugleiðslu eða á
kaffihúsi eyjamanna þar sem
lagað er besta kaffi í Breiðafjarð-
areyjum og er falt við vægu verði.
Magnús Ingólfsson höfuðpaur
gekk í það með góðra manna
hjálpa að taka til í fornu samkom-
uhúsi Flateyinga en þar vildi
hann ómur hafa einhverskonar
gleðskap um kvöldið. Magnús
hafði í farteski sínu loforð um
harmonikkuleikara sem hugðist
koma frá Stykkishólmi og
skemmta vestfirskum verkalýðs-
hetjum. Það loforð brást, sjálf-
sagt hefur amma hans dáið eða
eitthvað, hver veit hvað skeður
þarna uppi á fastalandinu. Magn-
ús dó ekki ráðalaus þrátt fyrir
vanefndir Hólmara. Lét hann
hvorki laust né fast fyrr en fundist
hafði nikkari (frekar tveir heldur
en einn) í hópi karlakórsferðalag
sem voru að frflysta sig í Flatey.
Aukinheldur hafði hann upp á
harmoniku í nærliggjandi húsi.
Kvöldsólin var farin að skína
inn um gluggana þegar hjörðin
hnappaði sig saman í samkomu-
húsinu í Flatey. Fyrst var fjölda-
söngur að hefðbundnum hætti en
því næst rak nokkurn hval á
fjörur okkar. Var þar kominn
Guðmundur Ólafsson líffræðing-
ur sem var búsettur í Flatey um 12
ára skeið þar sem hann stundaði
rannsóknir á lífríki fjörunnar.
Guðmundur er maður fjölfróður
og hundvís. Hélt hann afar fróð-
lega tölu sem upphaflega átti að
fjalla um það hvernig Breiða-
fjarðareyjar urðu til. Flæmdist
fljótlega fyrirlesturinn með inn-
skotum frá Ólafi formanni, um
sögu Flateyjar, hlutverk inn-
byggjara í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar og fleira og fleira.
Öldungis stórmerkilegt.
Samkoman var síðan rofin þeg-
ar karlakórsmenn mættu á svæð-
ið. Voru þeir teitir vel og vopnað-
ir harmonikku og gítargarmi. Var
slegið upp heljarballi í gamla
samkomuhúsinu. Þar dansaði
hver við annan. Læknar við
verkamenn, franskir fuglaskoð-
arar við reykvískar yfirstéttar-
konur, vestfirskir sjómenn við
flateyskar blómarósir og kór-
stjórar við konurnar sínar.
Kötturinn dansaði kúna við,
afturábak og útá hlið. „Dansaði
Jónas út skjön, kné við kné og
grön við grön“. Það var ekki laust
við að rykfallnar þiljur gamla
hússins gengju í endurnýjun líf-
daganna þegar hæst lét.
Þegar sunnudagur rann tóku
ferðalangar lífinu með stóískri
ró. Sumir röltu um þorpið í
Flatey eða tóku sér spássértúr á
bjarg til að skoða ritur á
hreiðrum. Sumir sváfu í sólinni
og vöknuðu skaðbrunnir á trýn-
inu. Enn aðrir gengu í fjörunni og
hlýddu á samhljóm allífsins, eins
og sagt er að Nóbelsskáldið hafi
gert þegar hann á sínum yngri
árum dvaldi í Flatey og safnaði
innblæstri fyrir hinar mögnuðu
fjörulýsingar í Sölku Völku með
því að liggja löngum stundum í
þarabrúki. Einhverjir brugðu sér
meira að segja í skoðunarferð útí
Hergilsey, en heimamenn í
Flatey eru allir af vilja gerðir til
þess að gera ókunnugum kleift að
njóta dýrðarinnar í eyjum
Breiðafjarðar.
Klukkan fimm lagðist Hafrún
að bryggju í Flatey. Kvöddust
menn með svardögum um að hitt-
ast að ári í næs.u ferð og var ekki
laust við að litið væri með söknu-
ði um öxl til Flateyjar.
Myndir og texti: Páli Ásgeir Ásgeirs-
son ísaflrði.
Vestfirskir Allaballar hlýða með andakt á leiðsögumenn útlista forna
menningarsögu Flateyjar.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. ágúst 1988