Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 3
Fríkirkjudeilan Beðið eftir biskupi Óvíst hvort eða hve- nær viðrœður geta hafist. Lausn Fríkirkjudeilunnar er enn ekki í sjónmáli en biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigur- geirsson, hefur tekið að sér að leita sátta ínilli safnaðarstjórnar- innar og hins brottvikna prests, séra Gunnars Björnssonar. Enn er óvíst hvað verður, því safnaðarstjórnin hefur ekki gefið biskupi svar um hvort eða hvenær viðræðurgætu átt sér stað. Einnig liggur fyrir að safnaðarfundur verði haldinn um brottvikning- una en stjórnin hefur enn ekki tilkynnt dagsetningu hans. Fylgismenn séra Gunnars binda miklar vonir við að biskup nái fram „mjúkri lendingu" í mál- inu. Er Þjóðviljinn leitaði upplýs- inga um gang viðræðnanna hjá skrifstofu biskups lágu fyrir þau skilaboð að um málið yrði ekki rætt við fjölmiðla í smáatriðum fyrr en farsæl lausn fengist, en í DV í gær er haft eftir biskupi að hann hefði ekki tekið að sér að leita sátta í máiinu ef hann hefði ekki von um að lausn fengist á næstunni. -tt FRETTIR Vesturbœjarskólinn Tvísýnt með verklok Áslaug Brynjólfsdóttir: Mér er sagt að skólinn verði tilbúinn. Getur farið svo að skólastarfið hefjist í gamla skólanum Nokkuð tvísýnt er hvort skóla- starf getur hafist á réttum tíma í nýja Vesturbæjarskólanum í haust. Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri í Reykjavflt segir að sér hafi verið tjáð það munnlega að skólinn yrði að öllum líkindum tilbúinn á réttum tíma. Fyrsti skóladagur á að vera 6. september. í samtali við Þjóðvilj- ann sagði Áslaug að hún hefði fengið þau svör á fræðsluráðs- fundi á mánudag að skólinn yrði sennilega tilbúinn þann sjötta. Björn Halldórsson sem væri yfir skólaskrifstofu Reykjavíkur, hefði sagt skriflega greinargerð um málið vera á leiðinni. Áslaug sagðist ekki vilja gera því skóna að skólinn yrði ekki til- búinn. Það væri unnið dag og nótt við bygginguna og hún vonaði að framkvæmdum lyki áður en skólinn ætti að hefja störf. Þetta gæti orðið spurning um einn til tvo daga og þá yrði að byrja j skólastarfið í gamla Vesturbæjar- skólanum. Það gæti því hugsast l að skráning og viðtöl færu fram Tvísýnt er hvort skólastarf getur hafist á réttum tíma í nýja Vesturbæjarskólanum. lönaðarmenn vinna dag þar. -hmp og nótt svo það megi verða. Mynd: E.ÓI Jan Mayen Danir kæra til :ku Þráttað um lögsöguna á milliJan Mayens og Grœnlands. Norðmenn vilja miðlínu en Danirfyrir hönd Grænlendinga vilja 200 sjómílna lögsögu. Utanríkismálanefnd kemur saman í dag Danska ríkisstjórnin hefur kært þá norsku til Alþjóða- Bjarnarfellið gnæfir uppúr á Jan Mayen. dómstólsins í Haag vegna land- helgisdeilna á hafsvæðinu við Jan Mayen. Fundur er boðaður í utanrfkismálanefnd Alþingis í dag en formaður nefndarinnar Eyjólfur Konráð Jónsson sagði að íslendingar myndu gagnrýna bessa málsmeðferð Dana sem þætti einkennileg og kæmi sér á óvart, enda sniðgengu Danir ís- lendinga í þessu máli þó svo að þeir vissu mætavel hvílíkra hagsmuna Islendingar ættu að gæta á þessu hafsvæði. Danski utanríkisráðherrann Uffe Elleman Jensen lét svo um- mælt í gær að þolinmæði Dana væri á þrotum í þessu deilumáli en þeir hafa reynt sl. átta ár að ná samkomulagi við Norðmenn um lögsögumörk á 250 sjómílna svæði á milli Grænlands og Jan Mayen. Norðmenn halda því fram að þarna eigi miðlína að gilda samkvæmt Hafréttarsátt- málanum en Danir telja að Grænlendingum beri 200 sjó- mílna lögsaga þar sem Jan Mayen sé bæði afskekkt og fámenn. Samkvæmt fréttum frá danska utanríkisráðuneytinu eru miklir fjármunir í húfi fyrir grænlenskan sjávarútveg á þessu svæði sem þeir gera tilkall til. Auk auðugra fiskimiða er talið að á hafsbotnin- um sé að finna mála og jafnvel olíu sem Grænlendingar renna hýru auga til verði þeim dæmd lögsaga á svæðinu samkvæmt kröfu þeirra. Formaður utanríkismála- nefndar Alþingis telur að Danir og Norðmenn geti aldri ráðið því sjálfir hvernig leysa eigi þessa deilu án þátttöku íslendinga. Samkvæmt samningi á milli ís- lendinga og Norðmanna frá 1980 er dregin miðlína á milli Jan May- ens og íslands og deila þjóðirnar eins og kunnugt er með sér fisk- veiðiréttindum á svæðinu. Af loðnustofninum nýta þó íslend- ingar um 85% á móti 15% nýt- ingu Norðmanna. -grh Skelvertíðin Bjartsýni á verðhækkanir SigurðurÁgústsson hf.: Skilaverð á miðlungsskel2,55 dollararpundið. Náði hœstÍ4,50 dollara. Slœmrekstrarskilyrðiíupphafivertíðar envonandierbotninumnáð. Hafrannsókn: Hámarksafliíárverði 12.550 tonn Vinnsla og veiðar á hörpudiski hófust fyrir skömmu í Stykk- ishólmi og hafa veiðarnar gengið þokkalega fyrir sig þó svo að skila verðið sé enn lágt fyrir hörp- udiskinn á Bandaríkjamarkaði. Fyrir miðlungsskelina fást nú 2,55 dollarar fyrir pundið en hæst for verðið í 4,50 dollara. Menn vonast þó til þess að botninum sé þegar náð og upp frá þessu megi búast við einhverjum verðhækk- unum á næstunni þó þær séu ekki í sjónmáli þessa stundina á Bandaríkjamarkaði vegna verð- falls og mikillar birgðasöfnunar. Hjá Sigurði Ágústssyni hf. í Stykkishólmi eru gerðir út á skel 5 bátar af öllum gerðum og stærð- um og hafa þeir náð að koma með 12 tonn að landi eftir daginn sem þykir nokkuð gott. Um 80-100 manns vinna við veiðar og vinnslu hjá fyrirtækinu en þó vantar um 10 manns í vinnsluna. Að sögn Ellerts Kristinssonar framkvæmdastjóra eru rekstrar- skilyrðin slæm í upphafi vertíðar- innar en menn reyna að vera bjartsýnir þó á móti blási þessa daganna. Ellert sagði að atvinnu- greinin ætti við sama heimatil- búna vandamálið sem svo margar aðrar atvinnugreinar í sjávarú- tvegi sem væri offjárfesting og skammtímalausnir stjórnvalda, sem úthluta vinnsluleyfum tvist og bast án tillits til þess hvort reksturinn beri sig eða ekki. í tillögum Hafrannsókna- stofnunar er gert ráð fyrir 9 þús- und tonna hörpudiskkvóta í Breiðafirði í ár og er það vegna minni veiðistofns þar en oft áður. Samkvæmt stofnmælingum á hörpudiski í Breiðafirði í mars/ aprfl sl. hefur veiðistofninn minnkað um 8% frá því síðustu athuganir voru gerðar 1986 og um 16% frá 1982. Ástæður eru einkum minnkandi hlutdeild stærri skelja vegna veiða undan- farin ár. Hins vegar minnkar heildarstofninn ekki eins mikið á sama tímabili, þar eð nýliðun yngstu árganganna virðist góð nema helst í suðvestanverðum firðinum. Á síðasta ári var heildarafli hörpudisks 13.272 tonn en 1986 veiddust 16.429 tonn. Fyrstu 6 mánuðina í ár var hörpudisk- aflinn aðeins um 1500 tonn en á sama tíma 1987 var hann 4500 tonn. í ár gerir Hafrannsókn til- lögur um að hámarksafli á hörpu- diski verði samtals um 12.550 tonn og skiptist á eftirfarandi staði: Breiðafjörður með 9 þús- und tonn, Patreks-og Tálkna- fjörður með 200 tonn, Arnarf- jörður með 400 tonn, Dýrafjörð- ur með 150 tonn, ísafjarðardjúp með 500 tonn, Húnaflói með 1800 tonn og Vopnafjörður og Bakkaflói með 500 tonn. -grh Fimmtudagur 18. ágúst 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 A Iþýðubandalagið Hvaðber að gera? Ólafur Ragnar, Svavar og Svanfríður rœða skip- brot stjórnarstefnunnar „Hvað ber að gera?" er yfír- skrift fundar sem Alþýðubanda- lagið boðar til í Þinghóli í Kópa- vogi í kvöld. Fundurinn er öllum opinn en á honum verður fjallað um skipbrot stjórnarstefnunnar, gjaldþrot atvinnulifs og heimila. Framsögu á fundinum hafa þau Ólafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson alþingismaður og Svanfríður Jónasdóttir vara- formaður flokksins. Fundurinn hefst kl. 20.30. Sjafnarmál Daníei farinn Daníel Gunnarsson yfirkennari f Ölduselsskóla hefur verið ráð- inn skólastjóri Bankamanna- skólans. Þar með er hafinn eftir- málinn vegna setningar Sjafnar Sigurbjörnsdóttur í embætti skólastjóra, en eins og kunnugt er af frcttum frá því fyrr i sumur gekk Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra í berhögg við óskir yfirgnæfandi meirhluta foreldra nemenda Ölduselsskóla að Daníel yrði veitt staðan. Daníel Gunnarsson sagði í samtali við Þjóðviljann að hann hefði sótt um stöðuna eftir að hafa orðið það ljóst að hann hefði ekki áhuga á að starfa innan Ölduselsskóla undir nýjum skólastjóra. - Þetta er altént niðurstaða, sagði Daníel. - í ljósi breyttra aðstæðna í skólanum hef ég tekið ákvörðun um að hverfa frá hon- um. Það er hinsvegar mikil eftir- sjá eftir samstarfinu við það ágæt- isfólk sem ég starfaði með í Öldu- selsskóla: foreldra, nemenda og samstarfsfólks innan skólans. Þetta var erfið ákvörðun, en ég horfi með tilhlökkun til að hefja störf fyrir Bankamannaskólann. Að sjálfsögðu sinni ég þessu nýja starfi af alúð. -rk/-tt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.