Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 13
iÖRFRÉTTTIRi Rauðir khmerar eiga ekki að komast til valda á ný í Kampútseu. Þetta lét Zhao Zi- jang, formaður kínverska komm- únistaflokksins, hafa eftir sér í gær. Það er alkunna að Kínverjar hafa fram að þessu stutt liðs- menn Pols Pot með ráðum og dáð. En Zhao hefur ekki söðlað algerlega um í þessu máli því hann fullyrti ennfremur að ríkis- stjórn Hengs Samrins yrði að láta af völdum jafnskjótt og víet- namskir hermenn hyrfu úr Kam- pútseu. „Ég er þeirrar skoðunar að útiloka verði hættuna á því að annarhvor þessara aðilja sitji yfir hlut Kampútseumanna á ókomn- um árum." Öndvegisverk rithöfundanna Leóníds Brésnevs og Konstantfns Tsjernenkós verða ekki fjarlægð úr sovéskum bókasöfnum. Yfirmaður bóka- safnsdeildar sovéska menning- armálaráðuneytisins, frú Natalja Gavrílenkó, gaf út tilkynningu í gær og vísaði á bug sogusögnum um að fjarfægja ætti verk þess- ara fýrrum landshöfðingja. „Menningarmálaráðuneytið hef- ur aldrei tekið ákvörðun um að láta taka verk þessara manna af söfnum né gefið fyrirmæli um slíkt," sagði frú Gavrílenkó. Hún bætti því við að um miskilning væri að ræða sem ætti rætur að rekja til fyrirmæla til bókasafns- varða um að fjarlægja öll um- frameintök(l) af verkum Brésn- evs, Tsjernenkós, Súslovs, Grisj- íns og fleiri manna úr hillum. Fulltrúar á Sambandsþinginu i Bonn eru nú að leggja síðustu hönd á samningu nýrra dýraverndunar- laga. Samkvæmt þeim verður óheimilt að gera lögtak ígæludýr- um manna og að auki verður föntum og hrakfallabálkum sem slasa gæludýr gert að greiða all- an lækniskostnað. „Gæludýr eru miklir vinir mannanna, þau finna sársauka og því ber fólk ábyrgð á velfarnaði þeirra," sagði Schmidt fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu er hann kynnti fréttamönnum frum- varpið. Hann útskýrði eitt ákvæði öðru betur: „Ef ég æki yfir köttinn þinn sem er, tja, t.d. 20 marka virði yrði ég að greiða fyrir lækn- ingu hans þótt á reikningi dýra- spítalans stæði svart á hvítu: 300 mörk!" 500 grafir fórnarlamba Jósefs Stalíns hafa fundist í skógi nokkrum í Hvíta Rússlandi. Þetta kom fram ífrétt í sovéska vikuritinu „Moskvufrétt- um" í gær. Greindi vikuritið f rá því að embættismenn hefðu yfir- heyrt aldrað fólk sem á árunum 1937-1941 sá nánast daglega hvar flutningabifreiðum með fólk var ekið eftir „vegi dauðans" að Kurpati skógi. Fólkið var skotið hópum saman í ofurlitlu rjóðri sem var umstrengt gadda- vírsgirðingu. Lögregluþjónn nokkur í Montreal í Kanada, Jean Fortin að nafni, hefur verið rekinn úr starf i fyrir að neita að ganga til vinnu með gervitennur í munni. Yfirmaður ógæfumanns þessa, Eric Sharp að nafni, segist ekki hafa átt annars úrkosti þar eð kvörtunum hefði rignt yfir sig, fólk hafi ekki getað sætt sig við tann- lausan lögregluþjón. Það er þó bót í máli fyrir hinn brottrekna að fyrrum vinnufólagar hans hafa samúð með honum. Einn þeirra sagði meira að segja að þetta væru nokkuð ósanngjörn úrslit því vinur sinn liði ávalt miklar kvalir þegar hann stingi stellinu uppí sig. ERLENDAR FRÉTTIR Pakistan Forseti Pakistans, Mohammad Zia-ul-Haq, fórst í flugslysi í gær. Herflutningavél sem hann var farþegi í sprakk í loft upp skömmu eftir flugtak og hrapaði til jarðar. Auk Zias fórst 31 mað- ur, þar á meðal sendiherra Bandaríkjanna i Pakistan og fimm hershöfðingjar. Zia fellur frá á mjög viðsjár- verðum tímum í Pakistan, kosn- ingar eiga að fara fram í nóvem- ber og ríkið tekur óbeinan þátt í borgarastríðinu í grannríkinu Af- ganistan. Ýmsir gera því skóna að aðeins tvennt komi nú til greina í pakistönskum stjórnmál- um, annaðhvort fari kosningar fram einsog Zia hafði ráðgert en með þátttöku stjórnmálaflokka Mohammad Zia-ul-Haq. sem honum var í nöp við og hann hafði útilokað. Hinn mögu- leikinn sé sá að herinn taki öll völd í sínar hendur á ný. Zia var mikill vinur Bandaríkj- anna og fékk flest sín vopn það- an. Hann var einmitt nýbúinn að skoða bandarískan skriðdreka þagar kallið kom. Vinátta forset- Palestína Rabín gerir til III Fjórir Palestínumennfluttir nauðugir til Líbanons. Amnesty gagnrýnir Israelsmenn harkalega Yitzhak Rabín, varnarmála- ráðherra ísraels, sagði í gær að til greina kæmi að ræða við fulltrúa Palestínumanna á her- teknu svæðunum um einhverja „málamiðlun" en fyrst yrðu þeir að láta af öllum „ofbeldisaðgerð- um". Fréttir um allsherjarverk- fall og róstur á Gaza og svæðinu vestan Jórdanar í gær benda ekki til þess að heimamenn hafi tekið mark á „gylliboði" ráðherrans. „Ég er reiðubúinn til þess að fallast á málamiðlun um svæðin ef það mætti verða til þess að stuðla að friði," sagði Rabín við bandaríska gyðinga. „Því segi ég við Palestínumenn á svæðunum: Þið óskið eftir einhverri lausn á ykkar málum. Gott og vel, setj- umst að samningaborði! Ofbeldi svörum við hinsvegar með vald- beitingu." í gær gerðist það ennfremur að fsraelskir hermenn fluttu fjóra Palestínumenn nauðuga frá Gaza til Líbanons. Málsvari ísraelshers greindi frá því að söm yrðu örlög 25 annarra „undirróðursmanna" á herteknu svæðunum. AIls hafa ísraelsmenn nú flutt 34 heima- menn nauðuga viljuga frá Gaza og vesturbakka Jórdanar. Lögreglan í Jerúsalem skýrði frá því í gær að fundist hefði illa brunnið lík á akri skammt frá þorpinu El-Bireh vestan Jórdan- ar. Verið gæti að líkið væri af ungri ísraelskri stúlku af gyðinga- ættum sem horfið hefði sporlaust fyrir nokkru. Hún hefði verið þekkt fyrir vinstrihneigðir og var auk þess í tygjum við Palestínu- mann. Líkið var bundið á hönd- um og fótum og var skotsár á höfði þess. Mannréttindasamtökin Amn- esty International sendu í gær frá sér skýrslu um hrottaskap ísra- elskra hermanna í garð Palestínu- manna: „ísrael og herteknu svæðin; allt of mikið ofbeldi." í henni kemur fram að ísraelsk- ir hermenn hafa limlest mörg þúsund Palestínumenn með bar- smíðum frá því uppreisn heima- manna hófst á heiteknu svæðun- um þann 9. desember í fyrra. Menn væru barðir í refsingar- skyni fyrir hvaðeina sem hrottum herraþjóðarinnar þóknaðist að kalla „brot" og ennfremur væri barsmíðum beitt í því augnamiði að kúga fólk til undirgefni eða einfaldlega að skjóta því skelk í bringu. Skýrsluhöfundar segja að einu megi gilda hvort fórnarlamb sé kona eða barn, gamalmenni eða saklaus vegfarandi, enginn sé óhultur á herteknu svæðunum nema hann sé af ætt Davíðs. Reuter/-ks. Pólland Vinnustöðvunum fjölgar U afnarverkamenn Szczecin lögðu niður vinnu í gær og námamenn hafa tekið tvær kola- námur herskildi. Verkfallsmenn krefjast hærri launa, bætts að- búnaðas á vinnustað en umfram Nelson Mandela Abatavegi Að sögn læknisins sem annast Nelson Mandela á Tygerberg sjúkrahúsinu í Höfðaborg er blökkumannaleiðtoginn ekki f lífshættu og er á batavegi. Sem kunnugt er var Mandela lagður fárveikur inn á „svörtu deild" sjúkrahúss þessa á föstu- daginn var og reyndist þjást af berklum. Óljóst var hve þungt Mandela var haldinn þangað til sérfræðingur sjúkrahússins, pró- fessor Attie de Kock, tjáði sig um það í sjónvarpsviðtali í gær. „Frá sjónarhóli læknisfræðinn- ar er engin ástæða til þess að hafa þungar áhyggjur af hr. Mand- ela," sagði prófessorinn og bætti við: „Hann sýnir eðlileg bata- merki." Fyrr í gær kvaðst dómsmála- ráðherra Pretóríustjórnarinnar hafa „þungar áhyggjur" af Mand- ela og „fylgjast persónulega" með líðan hans. Stjórnamálamenn, ritstjórar dagblaða og kirkjunnar menn í Suður-Afríku hétu í gær á hvítu minnihlutastjórnina að láta Mandela lausan úr haldi. Hann hefur sem kunnugt er setið á bak við lás og slá í rúman aldarfjórð- ung fyrir baráttu sína gegn að- skilnaðarstefnunni. Reuter/-ks. allt þess að starfssemi Samstöðu verið heimil á ný. Hafnaryfirvöld í Szczecin, sem liggur skammt frá landamærun- um að Austur-Þýskalandi, greindu fréttamanni Reuters frá því að verkamenn hefðu mætt á vinnustað á venjulegum tíma en ekki gengið til vinnu sinnar. Þeir vildu kauphækkun og „aukið frjálsræði í verkalýðsmálum". Málsvari hafnarstjórnarinnar sagði af og frá að verkfallið í Szczecin tengdist vinnustöðvun kolanámumanna á einn eða neinn hátt, þau vandræði væru svo langt, langt í suðri. Námamenn í Morcinek kola- námunni við bæinn Kaczyce skýrðu fréttamönnum frá því að „öll morgunvaktin" eða 400 manns hefðu lagt niður vinnu. Þeir væru með þessu að svara á- kalli 3.000 félaga sinna í Jastrze- bie sem haft hefðu Lipcowy nám- una á sínu valdi frá því í fyrradag. Krefðust kolanámumennirnir þess að Samstaða yrði gerð að lögpersónu að nýju. Reuter/-ks. ans við Vesturveldin og bandalag hans við ýmsa trúaða landa sína varð til þess að hann studdi af- ganska uppreisnarmenn af heilum hug. Þeir sakna nú vinar í stað og óttast ýmsir þeirra að Pakistanir dragi nú úr stuðningi við sig. Zia var sem kunnugt er herfor- ingi og náði hann völdum með valdbeitingu árið 1977. Þá kvaðst hann aðeins ætla að ríkja í 90 daga en þeir urðu 11 ár. Herlög giltu um 7 ára skeið í Pakistan en árið 1984 slakaði Zia örlítið á klónni enda hafði hann þá látið koma helstu fjendum sín- um fyrir kattarnef. Þeirra á með- al var forveri hans í forsetaemb- ætti, Zulfikar Ali Bhutto, sem Zia lét hengja árið 1979. Lát Zias var tilkynnt pakist- önsku þjóðinni í útvarpi og sjón- varpi í gærkveldi. Þess var enn- fremur getið að formaður öld- ungadeildar þingsins, Ghulam Is- haq Khan, færi með forsetavald til bráðabirgða. Fyrirskipuð hef- ur verið 10 daga þjóðarsorg í Pak- istan. Reuter/-ks Fimmtudagur 18. ágúst 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13 Burma 3.000 íellu í Rangún Loft er allt lœvi blandið í landinu Að minnsta kosti þrjú þúsund manns létu lífið í Rangún einni í óeirðum fyrri viku en allsendis er óljóst hve margir létust alls. Þetta var haft eftir erlendum sendiráðs- mönnum í höfuðborginni í gær. Diplómatarnir kváðust hafa orðið sér úti um þessar upplýsing- ar hjá starfsmönnum sjúkrahúsa í borginni. Þeir höfðu strax borið brigður á fullyrðingar ráðamanna um tölu fallinna og sagt þær fjarri öllum sanni. En engum bauð í grun að böðlar hersins hefðu orð- ið svo mörgum landa sinna að bana í óeirðunum sem stóðu ó- slitið í fimm daga. Sendiráðsmennirnir sögðu að herflokkar hefðu verið fluttir burt í skyndi úr miðborg Rangún í gær. Þangað hafði þeim verið ekið í því augnamiði að þeir brytu á bak aftur mótmæli sem náms- menn hafa boðað að fram fari á næstunni. Brottfluttningur dát- anna bendi hugsanlega til þess að einræðisstjórnin sé að heykjast á hörkunni. Það er mál manna í Burma að valdaklíkan velji sér nýjan oddvita á morgun. Ef hann verð- ur af sama sauðahúsi og forver- arnir þá er víst að allt fer í bál og brand. „Ég hef það sterklega á tilfinningunni að allir séu í við- bragðsstöðu hérlendis og hyggist leggja mikið í sölurnar fyrir mál- staðinn," sagði einn ofannefndra sendiráðsmanna við fréttamann Reuters í gær. Reuter-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.