Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 16
r-SPURNINGI Telur þú að aðgerð Greenpeace-samtak anna eigi eftir að hafa á hrif á fiskmarkaði íslend inga erlendis? rðir j Jónína Flrth einkarítarí: Já, ég held að þær eigi örugglega eftir að hafa áhrif. Ég bý í Bret- landi og þar er fólk æ meir farið að taka mark á áróðrinum gegn hvalveiðum íslendinga. Áróður- inn gegn íslenskum fiskafurðum hefur verið mikill og ég held hann farí að skila árangri á næstunni. Hálfdán Gústavsson trésmiður: Nei, ég vil meina að þessi áróður eigi eftir að minnka og dvína smátt og smátt þegar frá líður. Þetta hefur engin áhrif. Halldóra Skúladóttir sjúkraliði: Eg vona ekki. Ingibergur Óskarsson rafvirki: Ég get ímyndað mér að þær eigi eftir að hafa einhver áhrif, en þó ekki mikil. Best gæti ég trúað að þau yrðu afar takmörkuð. Kristbjörg Ásmundsdóttir húsmóðir: Ég vona ekki. Ég held það sé nú takmarkað sem hlustað er á þá. Ég stend altént ekki með þeim. þJÓÐVIUINN Flmmtudagur 18. ágúst 1988 184. tðlublað 53. órgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 1 ran Ofsóknir sakir trúarskoðunar RuhiHuddleston: Baháíaralgjörlegaréttlausir. Bróðirminn fangelsaður og pyntaður fyrirengar sakir aðrar entrúna. Kvenfrelsi óþekkt hugtak beinst að þeim mannréttindar- brotum sem þar eni framin, en Ruhi telur að um leið og raddir á alþjóðavettvangi þagni þá aukist ofsóknir á ný. - Vissulega er það mikilvægt að aðrar þjóðir beiti sér gegn of- sóknunum í íran og þrýstingur er- lendis frá hefur hjálpað, en það er ekki síður mikilvægt verkefni að upplýsa fólk um út á hvað okk- ar trú gengur. Baháíar eru ekki bara í austurlöndum, þetta eru alheims trúarbrögð, útbreidd um allan heim og vinna að því að var- anlegur friður komist á alls stað- ar. Ruhi Huddleston: Forsenda friðar í heiminum í dag er að konur fái völd, án þess að þurfa að tileinka sér vinnubrögð og viðhorf karla. Mynd E.OI I' íran eru trúsystkin mín svipt öllum mannlegum réttindum, þau eru tekin af lifi, fangelsuð, pyntuð, svipt atvinnu og börn þeirra rekin úr skóla. Allar þess- ar ofsóknir eru eingöngu vegna þeirra trúar sem fólkið aðhyllist, sagði Ruhi Huddleston sem er ír- önkkona búsett í Bandaríkjunum og er í stuttri heimsókn hér á landi nni þessar mundir. Hún er Baháí trúar en í Iran eru átrúendur Ba- háía fjölmennir og hafa sætt mikl- um ofsóknum af klerkast jórninni í íran síðan byltingin var gerð 1979. Ruhi á fjölda ættingja í íran og getur sagt margar sögur af órétti því sem þau eru beitt vegna trúar sinnar. Læknar neituðu móður minni um mikilvæga augnaðgerð vegna þess að hún er Baháí og hún fær ekki einu sinni vegabréf til að geta yfírgefið landið og fengið læknishjálp erlendis. Bróður mínum og konu hans var nýlega sleppt úr fangelsi þar sem þau hafa sætt pyntingum. Það er í raun kraftaverk að þeim skuli hafa verið sleppt því vanalega á fólk ekki afturkvæmt úr fangels- um. Ég gæti haldið áfram að tí- unda fleiri dæmi um ofsóknir og ömurlegan aðbúnað, það er sama hvar maður grípur niður, rétt- leysið er algjört. Baháía trúin, sem eru yngstu trúarbrögð í heiminum í dag, vilja vinna að einingu alls mannkyns og alheimsfriði. Eitt af því sem Baháíar leggja áherslu á að sé forsenda friðar er jafnrétti kynjanna en sem kunnugt er er staða kvenna í íran sem og öðrum íslömskum ríkjum mjög bágborin og þar litið á þær sem eigur karl- manna á svipaðan hátt og önnur húsdýr. - Það eru allir jafnir fyrir guði, sama af hvaða kynþætti þeir eru eða kynferði. Við höldum því ekki fram að það sé enginn mun- ur á konum og körlum heldur að þrátt fyrir þennan mun þá eru kona og karl tveir jafnmikilvægir einstaklingar sem eiga að hafa sömu möguleika. Konur eiga að vera stoltar af þeim eiginleikum sem þær búa yfir og samfélagið hefur ekki efni á því að vannýta krafta þeirra. Með því einu að konur fái tækifæri til að taka þátt í stjórnun og ákvarðanatöku ríkja án þess að þurfa að tileinka sér karíleg sjónarmið og vinnubrögð þá er von til þess að friður komist á í heiminum, sagði Ruhi. Svo virðist sem eitthvað hafi dregið úr ofsóknum á hendur Ba- háíum í íran á síðastliðnu ári einkum vegna þess að augu ann- arra ríkja hafa í auknum mæli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.