Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.08.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Hvarvar Framsókn? Þegar forvígismenn Framsóknarflokksins mega vera aö því að líta upp úr laxveiðunum eru þeir vanir að gera sig breiða í fjölmiðlum og skammast yfir efna- hagsástandinu. Það er svolítið misjafnt hverjum er um kennt en oftast er það annaðhvort almenningur, hinir stjórnarflokkarn- ir, ríkisstjórnir fyrri ára eða sjálf forlögin. Fólk eldra en tvæveturt sem lendir óvart í því að horf a á aðfarir Framsóknarmanna verður oftast yfir sig hissa. Fólk veit nefnilega sem er að Framsóknarflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn í sautján ár hérumbil samfleytt. Framsóknarflokkurinn sat frá 1971 til 1974 í ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar, frá 1974 til 1978 í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, frá 1978 til 1979 í síðari ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar, frá 1980 til 1983 í ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsens, frá 1983 til 1987 í ríkis- stjórn Steingríms Hermannsonar og frá 1987 í ríkis- stjórn sem kennd er við Þorstein Pálsson. Þetta er full ástæða til að rifja upp daglega. Þegar foringjarnir úr Framsóknarflokknum tala um efnahagsvandann er einnig full ástæða til að rifja upp að þeir sjálfir bera ábyrgð á flestum þeim ákvörðunum sem orsaka vandann nú. Þeir sátu í ríkisstjórn þegar góðærinu var spanderað í dellufjárfestingar, monthús og glansneyslu hástéttanna. Þeir sátu í ríkisstjórninni sem kom á legg fjármagnsfyrirtækjunum sem kennd eru við gráa litinn og þeir sátu í ríkisstjóminni sem ákvað að hefja mikla frelsisbaráttu í þágu vaxta. Þeir voru í ríkisstjórninni sem kom hér á alræði lánskjaravísi- tölunnar. Þeir sátu í ríkisstjórnunum sem vanræktu uppbyggingu í undirstöðuatvinnuvegunum vegna gæl- uverkefna, fyrirgreiðsluspillingar og hermangs. Þeir sátu í ríkisstjórn meðan hérlendis varð til launamunur meiri en þekkst hefur í síðari íslandssögu, og þeir bera ríkisstjórnarábyrgð á því að nú virðist blasa við byggð- aröskun sem helst er jafnandi við stríðsárin. Hvar var Framsókn? spyr fólk þegar foringjar Fram- sóknarflokksins gagnrýna sem harðast afleiðingar stjórnarstefnunnar síðustu fimm árin. Svarið er: í ríkis- stjórn. Fyrir kosningarnar í fyrravor var Framsókn í ríkis- stjórn, og foringjarnir héldu því fram að verðbólgan væri á leiðinni niðrí tíu prósent. Staðreyndin var að þá strax var efnahagskerfið komið úr böndunum, ekki síst fyrirtilverknað ríkisstjórnarinnar sjálfrar. Eftir kosningar vildi Framsóknarflokkurinn engar sérstakar efnahags- aðgerðir, og það er ekki fyrren snemma á þessu ári að Framsóknarmenn fara að koma auga á að hér er allt komið í óefni. Að Rómaborg brennur. Framsóknarflokkurinn er jafnsekur og hinir stjórnarf- lokkarnir um það hvernig málum er komið og ef þar innanborðs er í raun og veru ætlunin að taka á vandam- álunum kostar það grundvallarbreytingu á þeirri stefnu sem flokkurinn hefur á borði í landstjórnarmálum. Ef Framsókn áttar sig ekki á því er eins gott að halda laxveiðunum áfram. -m KLIPPT OG SKORIÐ Enn um Stalín í fyrradag birtist hér í blaðinu grein eftir Þórarin Hjartarson um Stalín. Tilefnið er grein eftir ÁB um þá umræðu sem nú fer fram í Sovétríkjunum um Stalín og stjórnarháttu hans og birtist hér fyrr í sumar. Þórarni finnst að menn hafi heyrt „meira en nóg ljótt" um Stalín og finnst að í fyrr- nefndri grein ÁB sé ekki nógsam- lega minnt á hið jákvæða í hans afrekaskrá. Auk þess finnst hon- um því ranglega haldið fram í grein ÁB að stjórnarhaettir Sta- líns hafi kostað miljónir manns lífið og að hann hafi um margt frekar tafið fyrir framförum en stuðlað að þeim. Sovétmenn sjálfir Nú er það svo, að í greininni „Þriðji dauði Stalíns", sem birtist hér í Þjóðviljanum þriðja júlí var ég alls ekki að gera grein fyrir mínu eigin mati á Stalín og hans tíð, eða þá mínum eigin skilningi á hinum frægu hlutföllum milli "jákvæðra og neikvæðra" þátta í meira en sjötíu ára sögu Sovét- ríkjanna. Ég var blátt áfram að segja frá því sem Sovétmenn eru að skrifa sjálfir þessa dagana um þá fortíð sem heitt á þeim brenn- ur. Það eru þeirra viðhorf sem eru fréttnæm og merkileg, ekki okkar sem höfum lengi haft að- gang að heimildum sem eru núna fyrst að koma fram í Sovétríkjun- um. Og ef Þórarinn reynir eftir bestu getu að rétta hlut Stalíns, þá er hann ekki að verja hann fyrir villumanni á Þjóðviljanum, heldur fyrir sovéskum sagnfræð- ingum, heimspekingum, blaða- mönnum og fyrrverandi pólitísk- um föngum af öllum sviðum þjóðlífsins, sem nú hafa loksins fengið það málfrelsi sem leyfir þeim að efast á prenti mjög sterk- lega um það „jákvæða" í stalin- isma, sem Þórarinn Hjartarson vill ekki sleppa trúnni á. Skrýtnar reikningskúnstir Ótalmargt í grein Þórarins er meira en undarlegt. Til dæmis það, að hann reynir með líkinda- reikningi að sýna fram á það að fómarlömb Stalíns geti ekki hafa skipt mörgum miljónum, hvað þá tugum miljóna - og skýtur sér í leiðinni á bak við það, að hann viti ekki til þess að birtar hafi ver- ið „opinberar tölur um umfang þessa". Það er rétt, að endan- legar tölur liggja ekki fyrir og munu seint fást - hitt er víst, að í sovéskri umræðu er gengið út frá mörgum miljónum fórnarlamba sem alþekktri staðreynd. Að hinu má spyrja: hvaða huggun væri Þórarni Hjartarsyni í því, þótt „sanna" mætti að þeir bolsé- vikar og bændur og þeirra skyldu- lið, sem fórust í samyrkjuherferð og fangabúðum, væru segjum til dæmis fjórum miljónum færri en einhver áður fram komin tilgáta benti til? Væri með því hægt að hífa „hið jákvæða" við Stalín ögn upp eða hvað? Ég segi fyrir mína parta: ég skil ekki hugsjónina að baki slíkri stærðfræði, hún er fal- in einhversstaðar á bak við af- strakthugsun, sem sér ekki lif- andi manneskjur á bak við gráar tölur. Þegar sosialisminn dó Enn undarlegri er þó sá af- gangur af maóisma sem Þórarinn heldur sér í í grein sinni. En hann er fólginn í þessu hér: Þórarinn telur að „þrátt fyrir allt" hafi tími Stalíns verið tími ótrúlegra fram- fara og eldmóðs og sósíalískrar hugsjónamennsku. En þegar ¦tiann féll frá og hætt var að tugta til hina nýju forréttindahópa sérf- ræðinga sem iðnbylting hans skapaði, - m.a. með því að láta þá „manna fangabúðirnar" - þá fór öllu að hnigna. Þá, segir Þór- arinn, komu forstjórarnir til valda, sköpuðu nýja borgarastétt skriffinna, kæfðu allar framfarir og drápu sósíalismann: „Ríkis- valdið hafði þá skipt um stétta- reðli og sósíalisminn var dauður". Með öðrum orðum: Stalín byggði upp sósíalisma, en Khrúsjof og Brésjnév drápu hann. Allt er þetta úr lausu lofti grip- ið. Það urðu engar breytingar á sovésku þjóðfélagi frá Stalín og til Brésjnévs sem máli skipta: flokkurinn réð öllu sem fyrr, skipulag atvinnulífs var hið sama - eini munurinn var sá að dregið var úr umsvifum leynilögreglunn- ar og þar með óttanum sem stjórntæki, og framkvæmdir í húsnæðismálum gerðu hvunn- dagslíf alþýðu þolanlegra en það hafði verið á dögum Stalíns. Hitt er svo nokkurnveginn samdóma áíit þeirra sem nú ræða málin í Sovétríkjunum, að það hafi ein- mitt verið stjórnarhættir Stalíns sem ólu upp þann ótta við um- bætur, nýmæli, breytingar, frum- kvæði, persónulega ábyrgð, sem drógu efnahag landsins beinlínis niður á seinni árum Brésjnévs. Þegar á hans dögum kom fram í ótal herfilegum dæmum sú gífur- lega sóun á mannslífum, náttúru-. auðlindum og verðmætum, sem stjórn einvalda eða fámennis- stjórn, sem setur sér sjálfdæmi í öllum málum, leiðir óumflýjan- lega til. Og eins og Sovétmenn ítreka meir en flest annað nú um stundir: stalínismi með ótta fólks- ins við refsigjarnt og duttlunga- fullt vald leikur mannleg sam- skipti, samstöðu, samhjálp, mannlega reisn svo grátt, að sjálft orðið „sósíalismi" missir alla merkingu, allt jákvætt inntak, ef menn ekki taka sér tak og hreinsa hann af arfi stálkarls frá Grúsíu. -ÁB. Þjóðviljinn Síðumúia 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rttatjórar: Ami Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. FrétUitlorl: Lúövík Geirsson. Blaoamann: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hiörieifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfriður Júliusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Ölafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Skjurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (iþr.), Saevar Guðbjömsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (fþr.). Handrtta- og próf arkalístur: Ellas Mar, H ildur Finnsdóttir. Ljoamyndarar: Einar Ólason, Siguröur Mar Halldórsson. ÚtUtataiknarar: KristjánKristjánsson.KristbergurO.Pétursson Framkvmmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif*tofust|óri:JóhannaLeópoldsdóttir. Skrlfstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri:OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Sfmavarsla:SigriðurKristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbroiðslu- og afgreiðslustjóri: Bjöm Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. lnnheimtumenn:KatrinBárðardóttir,ÓlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiftsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, simar: 681333 & 681663. Augiyslngar: Siðumúla 6, slmar 681331 og 681310. Umbrot og aatning: Prentsmiðja Pjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðflausasoiu:70kr. Holgarblöð:80kr. Áskriftarvorð á mánuði: 800 kr. 6 SÍDA - ÞJÓÐVIUINN Flmmtudagur 18. ágúst 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.