Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 1. september 1988 194. tölublað 53. árgangur Fjárlög 1988 Hallinn 2 miljaröar Skýrsla Ríkisendurskoðunar: Aœtlunfjármálaráðuneytisfrájúnískakkar rúmum miljarði. Upphlaupjóns Baldvins nú tilraun tilað klóra íbakkann Samkvæmt skýrslu ríkisendur- skoðunar sem ríkisstjórn og Al- þingi fengu í hendur í gær, er staða ríkisfjármálanna mun verri en fjármálaráðuneytið hafði tal- ið, eftir að það endurskoðaði fjárlög í júní síðastliðnum. Taldi fjármálaráðuneytið að halli fjár- laga yrði um 700 miljónir, en Ríkisendurskoðun sýnir fram á að hallinn verði um 1,8 miljarðar og að fjármálaráðuneytið hafi einfaldlega ekki tekið með í reikninginn útgjaldaþætti fyrir rúmum miljarði króna. Fjármálaráðuneytið hefur haft þessa skýrslu undir höndum í a.m.k. hálfan mánuð og virðist augljóst að upphlaup Jóns Bald- vins, þar sem hann lagði skyndi- lega til sölu ríkisfyrirtækja og að ríkisstofnanir ættu að bera sjálfar ábyrgð á sínum launagreiðslum, stendur í beinu samhengi við þetta nýja risagat í fjárlögum. Hins vegar efast margir um að Jón láti reyna á tillögur sínar af ótta við verkf öll opinberra starfs- manna. Þess má geta að „skuld" Pósts og síma sem framkallar þessi harkalegu viðbrögð fjármálaráð- herra mun nema um 300 milljónum, en í skýrslu Ríkis- endurskoðunar kemur fram að fjármálaráðuneytið sjálft hefur farið 295 milljónir fram úr heim- ildum fjárlaga. Sjá síðu 2 Andstaðan Utifundur gegn kjararáni í dag klukkan 15 verður úti- fundur á Lækjatorgi til að mót- mæla síðasta kjararáni ríkis- stjórnar Porsteins Pálssonar, þegar hún rændi með bráða- birgðalögum 2,5% launahækkun sem átti að taka gildi í dag. And- staðan við kjararán ríkisstjórnar- innar heldur áfram að magnast. Þeir sem standa að fundinum í dag eru ýmiss félög ríkisstarfs- manna og kennara. Bandalag kennarafélaga segir að það hafi valdið þjóðfélaginu búsifjum að þeir sem ráða yfir fjármagni í landinu hafi varið því hörmulega og Félag bókagerðarmanna segir ríkisstjórnina hafa opinberað eigin sviksemi við launafólk í landinu. Starfsmannafélag ríkis- starfsmanna segir að eftir fjöl- margar aðfarir að launafólki kalli hnípin ríkisstjórn á aðhald. Sjá síðu 2 og 3 Alþýðubandalagið Allt önnur leið Skattur áfjárfestingar á þenslusvæðum. Afborg- unarviðskipti bundin við íslenskan varning. Pingflokkur Alþýðubanda- lagsins hefur setið á þriggja dag vinnufundi austur á Halíorms- stað. Þingmennimir benda á allt aðra leið en þá sem til umræðu er í ríkisstjórninni. Mikla athygli vekja tillögur um að settur verði á sérstakur fjárfestingaskattur á þeim svæðum þar sem mikil þensla er. Þá vilja þingmennirnir að hlut- deild íslensks varnings í neyslu þjóðarinnar aukist. M.a. vilja þeir að tekið sé fyrir 611 afborgun- arviðskipti nema að um sé að ræða íslenskan varning. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins vill að þær fjármagnstekj- ur, sem eru umfram verðtrygg- ingu, séu skattlagðar eins og aðr- ar tekjur. Sjá síðu 8 og 5 Sigurður Grétarsson skoraði mark (slendinga í leiknum í gær, en hér hefði hann getað bætt öðru við. Mynd: Ari. Fótbolti Storgoöur leikur íslenska landsliðið í knatt- spymu lék frábærlega gegn silfur- verðlaunahöfum Sovétmanna á Laugardalsvelliígær. íslendingar höfðu lengst af forystu í leiknum, 1-0, og fengu ófá árangurslaus tækifæri til að bæta við mörkum. Sovétmönnum tókst hins vegar að jafna seint í leiknum og stálu þar með öðm stiginu. Leikurinn var sá fyrsti í und- ankeppni heimsmeistarakepp- ninnar sem haldin verður á ítalíu 1990. SjásíðuH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.