Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 14
* S ' ! « f < fM t i ______I DAGf Áfturí skólann Enn og aftur er nýtt skólaár að hefjast. Þaðeralltafjafn gaman að byrja aftur í skólanum enda mátulega langt liðið frá vori til að fyrnst hafi yfir þreytuna og and- leysið sem fylgir löngum og leiðinlegum próflestri. Sagt er að allt að fjórðungur þjóðarinnar setjist á skólabekk í haust og er ekki laust við að örli á samviskubiti yfir því að vera í hópi þeirra sem svo margir líta á sem afætur sem ekkert leggi til í þjóðarkökuna. Háskóli íslands hefur alltaf verið talin nokkuð merkileg stofnun og ekki er hægt að segja að mikil gagnrýni fari fram á op- inberum vettvangi varðandi það starf sem fer fram innan veggja hans eða hitt sem ekki fer fram en ætti kannski að gera það. Hitt held ég að flestum sé ljóst sem innan skólans starfa að það er ótalmargt sem vart telst stofn- uninni til sóma. Það sem olli mér einna mestum vonbrigðum er hversu kennslu- hættir og fyrirkomulag eru forn- fáleg í þeirri deild sem ég þekki til, lagadeildinni og hve agnarlitl- um 1. árs nema finnst kerfið ógn- arstórt og þunglamalegt. Ekki hækkar það á manni risið að sitja undir fyrirlesrum mál- glaðra prófessora sem sumir hverjir voru ekkert að skafa utan af því hvaða augum þeir litu æsku nútímans: ofdekraðir unglingar sem eru bæði illa læsir og skri- fandi enda ekki von á góðu þar sem nýmóðins skólafrömuðir hafa gert stúdentspróf að mark- lausum pappír sem allir geta eignast. Sagan segir að allt hafi verið betra á árunum áður. Þá hafi fróðleiksfús æskulýður sem með gáfuglampa í augum drukkið í sig hin akademisku fræði enda með skotheldan undirbúning úr menntastofnunum sem stóðu undir nafni. Þá voru nemendur Háskólans heldur ekki að vasast í öllu mögulegu öðru en náminu, barneignir og hjúskapur stóðu námsárangri ekki fyrir þrifum, ekkert útvarp eða sjónvarp eða aðrir tímaþjófar til og auðvitað enginn lánasjóður til að halda uppi misgóðum nemendum. Þá lögðu menn ekki út í nám nema af fullri alvöru og einbeittu sér að námsefninu og engu öðru. Þeir sem ekki voru tilbúnir til gangast inn á þetta fyrirkomulag fóru ein- faldlega ekki í nám. Enda voru víst harla fáir nemendur í Háskól- anum í þá daga, varla aðrir en synir embættismanna og annarra efnamanna landsins. :h Idag er 1. september, fimmtudagur í tuttugustu viku sumars, tíundi dagurtvímánaðar, 245. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 6.10 en sest kl. 20.43. T ungl minnkandi á þriðja kvartili. Viöburöir Egidíusmessa. Síðari heimsstyrj- öldin hefst 1939. Fiskveiðiland- helgin færð út í tólf mílur 1958, í 50 mdur 1972. Fæddur Guð- mundur Böðvarsson skáld 1904. Samvinnutryggingar stofnaðar 1946. Mynduð ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1978 (Alþýðu- bandalag, Alþýðuflokkur, Fram- sóknarflokkur). Þjóðhátíðardag- urLíbíu. Þjóöviljinn fyrir 50 árum Bretar lofa Hitler að T ékkar slaki til? Lausafregnir herma, að Súdetar séu klofnir um hvað gera skuli. Meistaramótinu lauk í gær. Kristján Vattnes og Sigurður Sig- urðsson settu ný met. UM ÚTVARP & SJONVARP Jl Don Carios Fyrsti og annar þáttur óper- unnar Don Carlos, eftir Gius- eppe Verdi er á dagskrá Tónlist- arkvölds Ríkisútvarpsins, sem hefst kl. 20:15. Hljóðritunin er Tilvitnun í skáldskap Sigurðar Breiðfjörð, „Komir þú á Græn- landsgrund er yfirskrift fyrsta þáttarins af fjórum um Grænland, sem Sjónvarpið mun sýna næstu fimmtudagskvöld. frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar fslands og Kórs íslensku óperunnar 3. mars síðastliðinn. Kórnum stjórnar Peter Locke og einsöngvarar eru þau Kristinn Danska sjónvarpið vann þætt- ina á síðasta ári og í þeim fyrsta verður fylgst með ferð sjónvarps- manna, frá Uummannaq á vest- urströndinni suður til Juliane- háb. Uummannaq er 500 km fyrir Sigmundsson, Attila Kovacs, Helgi Maronsson, Ingibjörg Marteinsdóttir og Margrét Bóas- dóttir. Stjórnandi er Klquspeter Seibel. norðan heimskautsbaug og á þessu langa ferðalagi nota Dan- irnir hin fjölbreyttustu farartæki, s.s. jeppa, hundasleða og þyrlu. Afþreyingar- bókmenntir Ævintýri nútímans nefnast nýir útvarpsþættir um afþreyingar- bókmenntir í umsjá Önnu Mar- grétar Sigurðardóttur. Fyrsti þátturinn af 5 er á dagskrá rásar 1 klukkan 22:30 í kvöld. í fyrsta þættinum verður fjall- að í víðu samhengi um afþreyingu og afþreyingarbókmenntir í framhaldi af því. Hvað er afþrey- ing og hvað eru afþreyingarbók- menntir, eru meðal þeirra spurn- inga sem verða skoðaðar og verð- ur í þættinum rætt við sálfræðing, rithöfund og bókmenntafræðing. í síðari þáttunum verða síðan teknir fyrir ýmsir flokkar afþrey- ingarbókmennta, s.s. ástar- og spennusögur, hrollvekjur og vís- indaskáldsögur. Fyrsti þátturinn af fjórum um Grænland og íbúa þess er á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld. Ari Ijósmyndari rakst á þennan strák í Kulusuk fyrir þremur árum og er aldrei að vita nema honum bregði fyrir í þáttunum. Grænland GARPURINN KALLI OG KOBBI Þú sérð ábyggilega eftir því í ellinni að hafa ekki gert þér mat úr svona blíðskaparveðri, en það ertími þangaðtilogfulltað gera í vinnunni. FOLDA 14 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 1. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.