Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Sauðfjárbœndur Nánast réttindalausir Aðalfundur Landssamtaka Sauðfjárbœnda: Réttindi bœndagagnvart afurðasölufyrirtœkjum er áþekkurþvísem þau eru meðalsvertingja í S-Afríku. Sala á kindakjöti hefur aðeins aukist um 50 tonn á árinu þrátt fyrir 8-900 þúsund króna auglýsingakostnaðar Stjórn Sauðfjárbænda telur að réttarstaða þeirra gagnvart afurðasölufyrirtækjum sé áþekk því sem hún er meðal svertingja í Suður-Afríku eða nánast engin. Þessa niðurstöðu er að finna í ný- legri álitgerð tveggja lögfræðinga til Stéttarsambands bænda og kom ma. fram á nýliðnum aðal- fundi Landssamtaka Sauðfjár- bænda sem haldinn var um síð- ustu helgi á Flúðum. f skýrslu stjórnar á aðalfundin- um um greiðslumál kom fram að mikil umræða hefur átt sér stað varðandi afurðagreiðslur til bænda fyrir sauðfjárafurðir og virðist svo sem ýmsar heimatil- búnar reglur séu í gangi varðandi þessar greiðslur hjá afurðasölu- fyrirtækjum. Þau virðast álíta að reikningsfærsla á innleggi bænda teljist fullkomin greiðsla, þrátt fyrir að peningar séu fastir inni á viðskiptareikningi. Þá blöskrar sauðfjárbændum sá kostnaður sem leggst á sauðfjárafurðir frá bónda og til neytenda og virðist sem einstakir aðilar kunni sér ekki hóf í álagn- ingu eftir að hún var gefin frjáls. Sem dæmi má nefna að verðmis- munur á milli vinnsluaðila getur numið allt að 200 krónum á hvert kíló af læri og svipaður verðmun- ur hefur einnig sést á verði hryggja. Meðal þess sem rætt var um á aðalfundinum var hversu lítil aukning hafi orðið á neyslu kindakjöts þrátt fyrir mikla aug- lýsingaherferð í samráði við Markaðsnefnd og fleiri aðila. Áætlaður kostnaður vegna aug- lýsingaherferðarinnar var um 8- 900 þúsund krónur, en heildars- alan í lok sl. júlí var samt aðeins 50 tonnum meiri en árið áður. Útflutningur var á sama tíma 1320 tonnum minni en 1987 og því ljóst að birgðavandinn verður mjög mikill við upphaf komandi sláturtíðar. Aðalfundurinn lýsti yfir á- hyggjum sínum yfir sífellt hækk- andi verðs á kindakjöti á sama tíma og aðrar kjöttegundir eru nánast á útsölu. Sauðfjárbændur telja að ef ekki tekst að lækka útsöluverð á kindakjöti verulega muni markaðurinn hrynja á skömmum tíma með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Að mati stjórnar Sauðfjárbænda er það jafnframt ljóst að bændur þola ílla verðlækkun á kindakjöti sem þýddi verulega tekjuskerðingu hjá þeim. -grh Alþýðubandalagið Stéttarsamband bœnda Nýjan bú- vömsamning - Mér virðist að yfirvöld fjár- mála séu að reyna að sigla í strand framkvæmd búvörusamning- anna, sagði Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda á aðalfundi sambandsins sem settur var á Akureyri í gær- morgun. Haukur lagði áherslu á, að landbúnaðurinn yrði að fá iengri aðlögunartíma en búvörulögin gerðu ráð fyrir. Þá sagði hann Stéttarsambandið vilja nú þegar fá nýjan búvörusamning, er tæki gildi 1. september 1992. Haukur sagði það óbætanlegt áfall fyrir bændastéttina, ef loðdýraræktin lognaðist út af, en raunar væru mestu vandamál hennar heima- tilbúin. Um væntanlegan virðisauka- skatt sagði Haukur að Stéttar- sambandið vildi tvö skattþrep, þar sem lægra skattþrep væri á matvælum. Myndi sambandið leita eftir stuðningi annarra hags- munahópa við þessa kröfu. Fjölmörg viðamikil mál liggja fyrir Stéttarsambandsfundinum nú sem jafnan áður, en honum mun Ijúka á föstudag. -mhg./Akureyri Aukin jarðgangagerð Sjávarútvegur Þolir engabið „Það hefur engin ákvörðun verið tekin hvernig framkvæma eigi niðurfærsluleiðina gagnvart sjómönnum en jafnframt er Ijóst að þeir hafa fengið minni pró- Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins hefur á fundum sínum á Hallormsstað í gær og í dag 29.- 30. ágúst 1988, rætt um þá alvar- legu stöðu sem við blasir á flest- um sviðum á landsbyggðinni og sívaxandi mismunun í lífsafkomu fólks vegna ranglátrar stefnu og aðgerðarleysis ríkisstjórnarinn- ar. Þingflokkurinn mun á næst- unni leggja fram tillögur til úr- bóta í byggðamálum, m.a. til að jafna framfærslukostnað og bæta félagslega aðstöðu fólks á lands- byggðinni, svo og um þróun atvinnulífs og átak á sviði sam- gangna. Sérstaklega ræddi þingflokkur- inn um jarðgangagerð í framhaldi af tillögum þingmanna Alþýðu- bandalagsins um það efni undan- farin ár. Auk jarðganga í Ólafs- fjarðarmúla liggja fyrir áætlanir um jarðgöng undir Botnsheiði og Breiðadalsheiði, á Vestfjörðum til að tengja saman Önundar- fjörð, Súgandafjörð og ísafjörð, og verið er að móta tillögur um jarðgöng á Austurlandi m.a. til að tengja saman Seyðisfjörð, Neskaupstað og Fljótsdalshérað. Það er mat þingflokks Alþýðu- bandalagsins að hér sé um þjóð- hagsiega hagkvæm og brýn verk- efni að ræða og eðlilegt sé að samfélagið sameinist um að hrinda þeim í framkvæmd. Því hefur þingflokkurinn ákveðið á fundi sínum í dag að flytja frumvarp, strax og þing kemur saman í haust, til að tryggja tekjuöflun í þessu skyni. Verður þá miðað við að unnt verði að halda samfleytt áfram við jarðgangagerð þannig að öllum ofangreindum fram- kvæmdum verði lokið á næstu 10 - 15 árum. Til fjármögnunar verði frá ársbyrjun 1989 Iagt á gjald sem nemi 125 aurum á hvern seldan lítra af bensíni og díselolíu á bifreiðar svo og svart- olíu nema til fiskiskipa. Rannsóknir og undirbúningur vegna ofangreindra jarðganga og annarra sem æskileg verða talin til að rjúfa einangrun byggða og stytta leiðir verði framvegis fjármögnuð af vegafé samkvæmt vegaáætlun. sentuhækkanir á sínum launum en landverkafólk að undanförnu. Aftur á móti er það Ijóst að staða fiskvinnslunnar og þá sérstaklega frystingarinnar er óviðunandi og hana þarf að laga sem fyrst því hún þolir enga bið“, sagði Hall- dór Asgrímsson sjávarútvegsráð- herra við Þjóðviljann. Þrátt fyrir að sjávarútvegsráð- herra segi að engin ákvörðun hafi verið tekin hvernig framkvæma eigi niðurfærsluleiðina gagnvart sjómönnum, verði sú leið valin hjá ríkisstjórninni, er hinsvegar borðliggjandi að það verður ekki gert öðruvísi en annaðhvort að krukka í hlutaskipti sjómanna eða lækka fiskverð nema hvort- tveggja verði gert. Sjómenn hafa bent á þá stað- reynd að hlutaskiptin séu samn- ingsatriði milli þeirra og útvegs- manna sem eru 76% í dag en geta þó hreyfst til eða frá vegna olíu- kostnaðar hverju sinni. Það hafi komið inn í samninga til að koma í veg fyrir allan hringlandahátt með hlutaskiptin. Jafnframt benda þeir á að með tilkomu fisk- markaða sé óframkvæmanlegt að setja eitthvert þak á fiskverð því þá sé starfsemi fiskmarkaða nán- ast útilokuð. Forsvarsmenn sjómanna og út- gerðarmanna vilja sem minnst ræða um niðurfærsluleiðina því engar tillögur þar að lútandi hafa enn borist frá stjórnvöldum og því ekki vitað hvaða afleiðingar þær kunna að hafa fyrir afkomu útgerðar og sjómanna. Þó hafa sjómenn lýst því yfir sem sjávarútvegsráðherra stað- festi að þeir hafi ekki fengið sam- svarandi launahækkanir og aðrir launþegar og þessvegna eigi þeir kröfu á að laun þeirra lækki ekki jafn mikið í prósentum og hjá öðrum launþegahópum. _grþ Iðnaður Nýtt Stálfélag á döfinni Með vilyrðifyrir2.500 m2 lóð íHafnarfirði. Mun brœða 20þúsund tonn afjárni á ári. Meirihlutaeign í eigu erlendra aðila. Raforkuverðið óskrifað blað Stálfélagið sækist eftir lóð sunnan við Álverksmiðjuna í Straumsvík þar sem safnað hefur verið saman brotajárni. Undirbúningur stendur yfir að stofnun nýs Stálfélags sem Hafnarfjarðarbær hefur gefið vilyrði fyrir um lóð við Hellu- hraun. Það mun cingöngu bræða brotajárn ýmiss konar til útflutn- ings og er stefnt að 20 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Stofnkostnaður er áætlaður um 300 miljónir króna og starfs- mannafjöldi 25-30 manns. Að sögn Hjartar Torfasonar hæstaréttarlögmanns er ekki enn búið að skrá fyrirtækið en að því standa auk innlendra aðila, breskt og sænskt fyrirtæki sem munu eiga meirihlutann í fyrir- tækinu eða 60%. Samkvæmt ís- lenskum lögum er erlendum aðil- um óheimilt að eiga meirihluta í íslenskum fyrirtækjum og verður því að fá undanþágu frá þeim lögum hjá iðnaðarráðuneytinu, sem forsvarsmenn Stálfélagsins búast við að fá. Aðspurður um raforkuverð til Stálfélagsins sagði Hjörtur að ætlunin væri að kaupa afgangs- orku frá Landsvirkjun samkvæmt gjaldskrá en hvert gjaldið yrði fyrir raforkuna á endanum vissi hann ekki. Þó staðfesti Hjörtur að lágt raforkuverð hér til iðnað- ar ætti sinn þátt í áhuga erlendu fyrirtækjanna í að fjárfesta í stálbræðslu hérlendis. Ljóst er að nægt framboð er af brotajárni fyrir verksmiðjuna hér á landi auk þúsunda bílhræja. Þegar hafa farið fram viðræður á milli aðstandenda Stálfélagsins og sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu um að fá allt brotajárn sem til fellur á svæðinu til bræðslu, auk sveitarfélaga á Suðurnesjum og á Akureyri. Hjörtur sagði að nauðsyn væri á fyrirtæki sem þessu hér á landi og yrði sjálfsagt þjóðþrifafyrirtæki vegna þess að með tilkomu þess ættu vandamál með járna- og bílarusl að heyra sögunni til. Að sögn Guðmundar Árna Stefánssonar bæjarstjóra í Hafnafirði hefur bærinn gefið Stálfélaginu vilyrði fyrir 2,500 fermetra lóð undir starfsemina að uppfylltum ákveðnum skilyrðum varðandi umhverfis-og sjón- mengun. Þá væru áhrif fyrirtækis- ins á atvinnulíf bæjarins óskrifað blað að svo stöddu ásamt því hvort Stálfélagið keypti rafork- una beint frá Landsvirkjun eða í smásölu frá Rafveitu Hafnar- fjarðar. Þau mál væru á umræðu- stigi. Hjötur Torfason sagði að reykhreinsibúnaður yrði settur upp til að koma í veg fyrir meng- un og járnatætari sæi um að sjón- mengun yrði sem minnst í kring- um verksmiðjuna. „Þessi erlendu fyrirtæki sjá alfarið um markaðs- setninguna og tæknihliðina. Verksmiðjan mun bræða brota- jámið en ekki vinna neitt úr því að öðm leyti sem leiðir til mun minni stofnkostnaðar en ella. Það út af fyrir sig eykur bjartsýni okkar um að þetta dæmi gangi upp“, sagði Hjörtur Torfason hæstaréttalögmaður. -grh Fimmtudagur 1. september 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.