Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 13
-ÖRFRÉTTIR—
Boeing 727
breiðþotu Delta flugfélagsins
hlekktist á við flugtak á „Fort-
Worth" flugvellinum í hinni frægu
Dallasborg í gær. 13 menn biðu
bana. Þotan hrapaði til jarðar
steinsnar frá flugvellinum, brotn-
aði í tvennt og varð strax alelda.
Mesta mildi var að ekki skyldu
fleiri farast því 100 farþegar voru
um borð. Þetta var annað flug-
slysið á einum sólarhring því í
gærmorgun fórst kínversk þota
við lendingu í Hong Kong. Þar
fórust sjö menn, sex manna
áhöfn og einn farþegi.
írakar
eru við sama heygarðshornið
gagnvart Kúrdum í norðri þótt
voppahlé sé í gildi í stríði þeirra
við írani. Að sögn Turguts Ozals,
forsætisráðherra Tyrklands,
streyma kúrdskir flóttamenn
unnvörpum yfir landmærin
undan efnasprengjum og öðrum
vítisvélum Irakshers. „Vegna
stöðugra hernaðaraðgerða Iraka
er nú mikill fjöldi Kúrda, einkum
konur og börn, við og handan
landamæranna að Tyrklandi.
Okkur rennur blóðið til skyldunn-
ar að hjálpa þessu fólki, einkum
konum og börnum. Við erum af-
lögufærir þótt auðæfum okkar
séu vitaskuld takmörk sett.“ T alið
er að nú séu á bilinu 10-40 þús-
und íraskir Kúrdar í Tyrklandi.
Ráðamenn
í Burma sögðu í gær að þeir
myndu grípa til harkalegra að-
gerða gegn mótmælendum í
landinu ef þeir hefðu sig ekki hið
bráðasta á brott úr stjórnarráðs-
skrifstofum sem þeir hafa her-
tekið. Að sögn fréttamanna hafa
stjórnarandstæðingar, undir for-
ystu búddamunka, lagt fjölmarg-
ar oþinberar byggingar undir sig
uppá síðkastið. Ráðamenn hafa
látið sem þeir hafi ekki séð at-
hafnir þeirra fyrr en nú.
Hópur dómara
horfði í gær á sýningu umdeildrar
kvikmyndar í Feneyjum. Þannig
er nefnilega mál með vexti að til
stendur að sýna myndina „Síð-
asta freisting Krists" á kvik-
myndahátíðinni í Feneyjum sem
hefst þann 7. þessa mánaðar. En
þekktur ítalskur lögmaður hefur
krafist þess að myndin verði
bönnuð vegna atriðis sem jaðri
við guðlast og lítilsvirði hina heil-
ögu almennu kirkju.
Maður og kona
létust á Norður-írlandi í gær þeg-
ar þau stigu inní íbúð kunningja
sins og tendruðu með því vítisvél
sem Irski lýðveldisherinn hafði
komið fyrir. Talsmenn IRA
sögðust harma „slysið“. Þetta
voru 18. og 19. einstaklingarnir
sem láta lífið á skömmum tíma
fyrir handvömm kaþólskra
hryðjuverkamanna eða „hörmu-
leg slys“ einsog þeir viðurkenna
sjálfir. ( fyrradag skutu dátar úr
sérsveitum breska hersins 3 fé-
laga IRA til bana.
Vesturþýskir
jafnaðarmenn hyggjast lækka
skatta og veita þýskum fyrirtækj-
um ýms hlunnindi til að gera þau
samkeppnisfær komist þeir til
valda árið 1990. Varaformaður
Jafnaðarmannaflokksins, Oskar
Lafontaine, kynnti í gær nýja
efnahagsstefnu á þingi flokksins í
Munster. Kvað hann ekkert ann-
að en hagkvæmar fjárfestingar
og gróða iðnfyrirtækja geta kom-
ið f veg fyrir aukið atvinnuleysi í
landinu. Ræða hans vakti hörð
viðbrögð valdamestu verkalýðs-
leiðtoga flokksins sem sögðu
hana boða hægristefnu og dekur
við vinnuveitendur. Formaður
flokksins, Hans-Jochen Vogel,
fór bil beggja. Mjög líklegt ertalið
að Lafontaine verði „kanslara-
efni“ krata í sambandsþings-
kosningunum árið 1990.
ERLENDAR FRÉTTIR
Chile
Umdeildur frambjóðandi
Þrír menn skotnir til bana og 800 teknir höndum ígífurlegum mótmœlum
eftir að hershöfðinginn Pinochet útnefndiforsetann Pinochet eina
frambjóðandann í væntanlegu „forsetakjöri“
í fyrrinótt voru þrír menn
skotnir til bana í Santíagó, höfuð-
borg Chile, og rúmlega 800
mótmælendur handteknir. Um
kvöldið hafði þeim borist til eyrna
að hinn alræmdi her landsins,
undir traustri stjórn Augustos
Pinochets, hefði útnefnt Augusto
Pinochet forseta frambjóðanda
sinn og annarra landsmanna í
væntanlegu „forsetakjöri.“
Ekki vildu yfirmenn lögregl-
unnar gangast við morðunum.
Tjáðu þeir fréttamanni Reuters
að „óþekktir vígamenn“ hefðu
skotið á hóp fólks sem hafði í
frammi mótmæli gegn „kandí-
datnum" í einu af fátækrahverf-
um höfuðborgarinnar. í valnum
hefðu legið þrír menn, tveir pilt-
ar, 14 og 15 ára gamlir, auk
verkamanns sem hafði einn um
þrítugt. Sex urðu að leita sér
lækninga.
Þann 5. október fá Chilebúar
að láta álit sitt í ljós á landsstjórn-
inni, í fyrsta skipti frá því Salva-
dor Allende var kjörinn forseti í
september árið 1970. En þetta
„Kandídat" hersins í hópi stuðningsmanna.
„forsetakjör" er ekki einsog tor-
setakjör gerast flest.
Sem fyrr segir útnefnir herinn
eina frambjóðandann. Landslýð
gefst þvínæst kostur á því að
svara þeirri spurningu með jái
eða neii hvort Pinochet eigi að
fara með völd fram til ársins
1997. Krossi rúmlega 50 af
hundraði við jáið sitja landsmenn
uppi með hershöfðingjann fram
til aldamóta. Og vitanlega mun
Chileher hafa það verk með
höndum að teljaúr kjörkössum.
Það er alkunna að Pinochet
settist við stjórnvölinn í gagnbylt-
ingu hersins árið 1973. Hann
drap þáverandi forseta, Allende,
og þúsundir annarra vinstri-
manna. Allar götur síðan hefur
hann setið yfir hlut þjóðarinnar
einsog hrægammur, fátækt er
landlæg í Chile og réttleysi
manna algert.
Tvennt getur forðað Chile-
mönnum frá þeirri ógæfu að
þurfa að lúta Pinochet nt öldina.
Vera má að hann hrökklist frá
völdum vegna sundurlyndis í
hernum eða kúvendingar þeirrar
borgarastéttar sem hann hefur
þjónað dyggilega í 13 ár. Þetta er
þó næsta ólíklegt.
Mun líklegra er að skröggur
verði ellidauður í embætti. Hann
er nú 72 ára gamall. Enginn hefur
farið jafn lengi með völd frá því
Chile öðlaðist sjálfstæði árið
1818, enginn hefur verið jafn
óvinsæll né hrottafenginn.
Reuter/-ks.
Danmörk
Spara, spara, spara...
Minnihlutastjórn hægrimanna leggurfrumvarp sitt að fjárlögumfram
á þingi
Danska minnihlutastjórnin
lagði í gær fram frumvarp til
fjáriaga fyrir næsta ár. Hryg-
gjarstykki þess er fjögurra ára
gömul sparnaðaráætlun sem
kveður á um að eyðsla ríkisins
skuli ekki aukast að raunvirði frá
ári til árs, framlög hækki aðeins
til jafns við almennt verðlag í
landinu.
Palle Símonsen fjármálaráð-
herra fylgdi þessu sköpunarverki
sínu úr hlaði. Auk ofannefndra
spamaðaráforma greindi hann
frá þeirri ætlun hægristjórnarinn-
ar að láta alþýðu manna greiða að
hluta ýmsa þjónustu sem fram að
þessu hefur verið gratís, bæði
heilbrigðisþjónustu af ýmsu tagi
og þjónustu bókasafna. Enn-
Pólland
Næst samstaða
um Samstöðu
Lech Walesa aflýsir öllum verkföllum eftirað ráða-
menn fallast á viðrœður um Samstöðu
Lech Walesa, leiðtogi Sam-
stöðu, skoraði í gær á verk-
fallsmenn að halda til vinnu á ný
eftir að ráðamenn í Varsjá höfðu
lýst því yfir að þeir væru reiðu-
búnir til viðræðna um „mögu-
leika á því að Samstaða fengi að
starfa á ný.“
Walesa og innaríkisráðherra
Póllands, Czeslaw Kiszczak, hitt-
ust að máli í höfuðborginni í gær.
Að fundi loknum hélt verkalýðs-
leiðtoginn rakleiðis til Gdansk á
ný og gekk á fund félaga sinna í
Lenín-skipasmiðj unni.
Eftir að hafa ráðfært sig við þá
sendi hann síðan skeyti til verk-
fallsmanna um gervallt Pólland,
námamanna í suðri, hafnarverka-
manna í vestri og stáliðjumanna
um miðbik landsins. Það var svo-
hijóðandi:
„í samræmi við umboðið sem
ég fékk frá verkfallsnefndum hóf
ég máls á hugsanlegri lögheimild
fyrir starfsemi Samstöðu í við-
ræðum við stjórnvöld. Því hefi ég
ákveðið að við aflýsum öllum
vinnustöðvunum. Ég óska þess
að allar kröfur aðrar en krafan
um starfsheimild Samstöðu verði
dregnar til baka.“
Maður er nefndur Andrzej
Stelmachowski, kynntur sem
„kaþólskur menntamaður“ í
fréttaskeytum og sagður hafa
gengið á milli ráðamanna og
verkfallsmanna með skilaboð.
Hann skýrði frá því fyrr í gær-
dag að ráðamenn hefðu í hyggju
að ræða af alvöru og einlægni um
möguleikann á því að gera Sam-
stöðu að pólskri lögpersónu.
„Þeir hafa fallist á að ræða um
ágreiningsefnið Samstöðu,“
sagði Stelmachowski. „Hvernig
og hvort starfsemi hennar verður
leyfð og í hvaða mynd ef af verð-
ur hlýtur að ráðast af ítarlegum
viðræðum sem taka munu langan
tíma og krefjast mikillar þolin-
mæði af beggja hálfu.“
Reuter/-ks.
fremur hygðust stjórnvöld fækka
opinberum starfsmönnum um
eitt prósent og selja sitthvað af
eigum ríkisins.
Með þessu ætla Paul Schluter
og félagar að rétta nokkuð hinn
sígilda fjárlagahalla danska ríkis-
ins. En ekki er sopið kálið þótt í
ausuna sé komið því frumvarpið
á eftir að fara í gegnum ótal um-
ræður og umfjallanir á hinni
sundurlyndu löggjafarsamkundu
Danaveldis. Þó telja fréttaskýr-
endur ólíklegt að það verði fellt
því það hefði þingkosningar í för
með sér, þær þriðju á einu ári.
Samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu er reiknað með að greiðslu-
halli ríkissjóðs verði á bilinu 14-
15 miljarðar d. króna á næsta ári.
Sýnt þykir að hallinn verður 16-
17 miljarðar í ár sem er vitaskuld
mikið en þó aðeins tæpur helm-
ingur þess sem hann var árið
1986: þrjátíu og fjórir og hálfur
miljarður d. króna eða 224 milj-
arðar og 250 miljónir ísl. króna!
Oddvitar stjórnarandstöð-
unnar, jafnaðarmenn, mótmæltu
fyrirætlunum Símonsens og
sögðu frumvarpið unnið í anda
frjálshyggju þeirra Thatchers og
Reagans. Ljóst væri að nú ætti að
láta til skarar skríða gegn velferð-
arkerfinu.
Reuter/-ks.
Palestína
Þrír deyja
Israelskir hermenn skutu ung-
an Palestínumann til bana á
Gazasvæðinu í gær. Hann var
þriðji heimamaðurinn sem féll
fyrir hendi ísraelsmanna á meðan
á tveggja sólarhringa verkfalli
stóð á herteknu svæðunum. Því
iauk í gærkveldi. Að minnsta
kosti 14 menn voru særðir skots-
árum.
Starfsmenn Shifa sjúkrahúss-
ins í Gazaborg greindu frétta-
mönnum frá því að hinn látni
hefði verið skotinn í brjóstið í
róstum í Shatí-flóttamannabúð-
unum. Nafn hans hefði veríð
Khamis al-Meenawi, 17 ára að
aldri.
ísraelska herstjórnin skýrði frá
því að annar Gazabúi hefði látist í
gær, á sjúkrahúsi af völdum
áverka er hann hlaut í fyrradag.
Hann hét Abed Ben og var einnig
17 ára gamall.
Sögðust fsraelsmenn vera að
rannsaka dánarorsök hans því
þeir hefðu ekki beitt skotvopnum
á Gazasvæðinu í fyrradag. Palest-
ínumenn staðhæfa aftur á móti að
gúmmíkúlur ísraelshers geti ver-
ið jafn banvænar og blýkúlur
hans, Ben hafi fengið eina slíka í
augað og það hafi riðið honum að
fullu.
fsraelska herstjórnin sagðist
ennfremur vera að rannsaka or-
sakir aldurtila þriðja Palestínu-
mannsins. Fullyrða heimamenn í
Ramallahborg, vestan Jórdanar,
að hermenn hafi skotið Louai
Barbouti til bana f gærmorgun.
Reuter/-ks.
J
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Herstöðvaandstæðingar
takið eftir
Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæð-
inga verður haldin 15. október í Risinu, Hverfis-
götu 105, Reykjavík. Dagskrá verður auglýst síð-
ar.