Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR ASÍIsamráð Spurt um framhaldið Asmundur Stefánsson: Línur ættu að skýrast á nœstafundi. Útilokar ekki formannafund Asmundur Stefánsson forseti ASÍ gekk á fund forsætisráð- herra i gær. Eftir fundinn sagði Ásmundur ákveðið að viðræðu- nefnd ASÍ ætti fund með ríkis- stjórninni um eða eftir helgi og þá skýrðust vonandi línur varðandi áform ríkisstjórnarinnar. Það yrði að skoðast miðað við að- stæður hverju sinni hvort boðað yrði til formannafundar, áform ríkisstjórnarinnar væru ekki nógu skýr til að boða slíkan fund. Ásmundur sagðist hafa lagt á það áherslu í viðræðum sínum við Þorstein Pálsson að mjög miklu máli skipti hvernig framhaldið yrði með verðlagsmálin. Sér þætti hættulegt þegar menn töl- uðu um verðstöðvun í einn mán- uð sem eitthvað sem menn yrðu að standa af sér, nánast eins og svo væri allt búið. „í öðru lagi höfðum við gert okkur vonir um það að elli- og örorkulífeyrir fengi sína hækkun núna 1. sept- ember og lagði ég áherslu á það,“ sagði Ásmundur. Hann sagðist líka hafa sagt Þorsteini að öllu Ólafsfjörður 302 mm úkomaá 4dögum Veðurstofan: Sjaldgœft að úrkoman á sólarhring mælistyfir 100 mm á Norðurlandi Hið öfluga úrkomusvæði sem gengið hefur yfir Norðurland og þó aðallega yfír Ólafsfjörð gerði það að verkum að frá kl. 9 á laugardagsmorgun og fram til kl. 9 í fyrradag mældist úrkoman hvorki meiri né minni en 302 mm. Til samanburðar má nefna að meðaltalsúrkoman i Reykjavík frá 1951-1980 var aðeins 784 mm. Að sögn Öddu Báru Sigfús- dóttur veðurfræðings á Veður- stofu íslands er þessi mikla úr- koma nyrðra mjög sjaldgæf og þá sérstaklega þessi mikla úrkoma sem varð um helgina þegar hún mældist á einum sóiarhring 123 mm, en hún leiddi ma. til þeirra miklu skriðufalla sem urðu á Ól- afsfirði. Afhverju hún varð svona mikil þar er einna helst skýrt út frá landslaginu og þá sérstaklega vegna fjallanna. Veðurstofan hefur veðurathugunarstöð á Kálfsárkoti í Ólafsfirði en hún tók til starfa í janúar 1987. Hver úrkoman hefur verið á þessum stað á fyrri tímum er því ekki vit- að. Þó er annar mikill úrkomu- staður á Norðurlandi sem er að Árósum í Siglufirði og þar hefur stundum rignt all mikið. Sem dæmi má nefna að í mars 1980 mældist úrkoma þar 135 mm á einum sólarhring en mest hefur hún mælst í ágúst 1982 hvorki meira né minna en 191 mm á ein- um sólarhring. Adda Bára sagði að á Akureyri hefði sólarhringsúrkoman aldrei mælst meiri en 92 mm á einum sólarhring og þar hefur verið veð.úrathugunarstöð frá 1927. Á öðrum svaeðum Norðanlands er sjaldgæft að úrkoman fari yfir 100 mm markið. Aftur á móti er það algengt undir Vatnajökli. máli skipti upp á framhaldið að það tækist að ná árangri með að- gerðir á peningamarkaðnum. Þjóðviljinn spurði Ásmund hvort hann hefði trú á þvf að hægt væri að ná 2,5% hækkuninni til baka ef „biðleikurinn" mis- heppnaðist. „Ég held að enginn geti metið það fyrirfram," sagði Ásmundur. Menn yrðu að skoða það mál í ljósi þeirra staðreynda sem blöstu við ef öll áform færu í vaskinn. Viðræðunefnd ASÍ við ríkis- stjórnina er skipuð formönnum landssambanda og Ásmundi Stefánssyni. Hinir eru Björn Þór- hallson Landsambandi verslun- armanna, Örn Friðriksson Málm- og skipasmiðasamband- inu, Benedikt Davíðsson Sam- bandi byggingamanna, Magnús Geirsson Rafiðnaðarsamband- inu, Óskar Vigfússon Sjómann- asambandinu, Guðmundur J Guðmundsson Verkamannas- ambandinu og Guðmundur Þ Jónsson formaður Landssamb- ands iðnverkafólks. -hmp Kátt var í Reiðhöllinni í fyrrakvöld er 6000 manns mættu á tónleika KISS. Mynd: Ari. Ferðaskrifstofa ríkisins Matthías á leik Starfsfólk gerir tilboð Í67% hlutabréfanna. Kjartan Lárusson: Vilji ráðuneytisins að málið gangi hratt fyrir sig Við erum nýkomin ofan úr ráðuneyti þar sem við afhent- um tilboð í 67% hlutabréfa f Ferðaskrifstofu ríkisins, sagði Kjartan Lárusson forstjóri, er blaðamaður ræddi við hann seinnipartinn í gær. Kvaðst Kjartan vænta þess að ráðu- neytismenn tækju málið fyrir á næstu tveimur til þremur dögum. Kjartan sagði að ekki væri hægt að greina frá innihaldi til- boðsins að svo stöddu þar sem ráðherra hefði ekki gefist tími til að skoða það, en Matthías Mathiesen samgönguráðherra, sem Ferðaskrifstofan heyrir undir var á Ólafsfirði fram eftir degi í gær. Einstaklingarnir sem standa að hlutabréfatiiboðinu eru 16 tals- ins, og sagðist Kjartan fastlega búast við að þetta mál yrði til lykta leitt áður en langt um liði. Það er skilningur og viiji okkar og ráðuneytisins að þetta mál vinnist hratt, sagði hann. HS Ólafsfjörður B ókagerðarmenn Sviksöm stjóm Félag bókagerðarmanna mót- mælir harðlega síendurtekn- um árásum ríkisstjórnarinnar á launakjör og lífsafkomu verka- fólks, segir í ályktun sem stjórn félagsins hefur sent frá sér. Rflris- stjórnin er harðlega fordæmd fyrir að svíkja þau fyrirheit um ábyrgð sem hún gaf við gerð síð- ustu kjarasamninga. Bókagerðarmenn segja að með þessum aðgerðum hafi ríkis- stjórnin sjálf opinberað eigin sviksemi og sýnt algert ábyrgðar- leysi og vanhæfni í starfi. -hmp Bandalag kennarafélaga Vandinn annar Efnahagsvandi forstjóranefnd- arinnar er ekki til kominn vegna launa almenns launafóiks, sem vinnur lengri vinnudag en ann- arsstaðar þekkist og ber minna úr býtum, segir í ályktun frá Banda- lagi kennarafélaga. Hins vegar sé Ijóst að það hafi valdið þjóðfé- laginu þungum búsifjum að þeir sem ráði yfír fjármagni hafí varið því hörmulega og fjárfest langt um efni fram. Bandalag kennarafélaga minnir á að sú aðför að kjörum launafólks sem nú sé boðuð komi ekki á óvart. Sama sé hvar sé bor- ið niður; matarskatturinn, tvær gengisfellingar og þvingunarlög um afnám samningsréttar. -hmp SFR Ráðleysi Stjórn starfsmannafélags rflris- stofnana mótmælir harðlega ráð- leysislegum athöfnum rflrisstjórn- ar Þorsteins Pálssonar, sem ftrek- að hefur með ráðvilltum at- höfnum sínum og eða athafna- leysi stóskert lífskjör launafólks. Stjórnvöld ættu frekar að skatt- leggja hálaunahópa, vaxtatekjur fjármagnseigenda og stöva óþarfa fjárfestingu f glerhöllum stjórn- sýslu og verslunar, en ráðast á launin. Starfsmannafélag ríkisstofn- ana mótmælir gagnslausum gengisfellingum og millifærslu fjármuna frá almenningi í botn- lausa hít stjórnleysis. -hmp Fjallið var talið hættulaust Ekkifallið skriða úr Tindaöxl í aldarfjórðung. Snjóflóð ekki í manna minnum. Hættuástand varir enn. Spáð áframhald- andi norðlœgri átt með dálítilli rigningu r Ialdarfjórðung eða svo hefur ekki komið skriða úr Tindaöxl og snjóflóð hafa aldrei í manna minnum komið úr fjallinu. Af þeim sökum töldu þáverandi bæjaryfirvöld á Ólafsfírði hættu- laust með öllu að skipuleggja byggð fyrir neðan fjallið, en hús- in þar hafa orðið verst úti f þeim náttúruhamförum sem leikið hafa íbúa staðarins frá sl. sunnu- degi og ekki er enn séð fyrir endann á. Að sögn Ásgríms Hartmanns- sonar sem var bæjarstjóri þeirra Ólafsfirðinga um 30 ára skeið kom aurskriða úr Tindaöxlinni fyrir rúmum aldarfjórðungi sem var áþekk annarri aurskriðunni sem féll á íbúðabyggðina sl. sunnudag og sú fyllti einnig Tjörnina af aur og leðju. Hættuástand er enn í bænum og var hellirigning þar í fyrrinótt og í gær var skyggni afleitt vegna þoku sem lá alveg niður í bæ. Tindaöxlin er enn stórhættuleg og er umferð næst fjallinu enn takmörkuð og íbúar efri byggðar- innar eru enn meðal vina og kunningja niðri í bæ. Fulltrúi frá Viðlagatryggingu hefur verið í gær að skrá tjón- skemmdir og þegar síðast fréttist var búið að skrá um 40-50 tjóns- atburði. Viðiagatrygging mun væntanlega bæta eigendum íbúð- arhúsa, húseigna og lausafé sem orðið hafa fyrir tjóni. Ennfremur skemmdir sem orðið hafa á Hita- veitu ólafsfjarðar, skolplögnum og vatnsleiðsium, en ekki þær skemmdir sem hafa orðið á göt- um bæjarins. í gær héldu menn áfram að þrífa aur og leðju af götum bæjar- ins og dæla vatni upp úr kjöllur- um húsa. Smá skriður féllu í fyrri- nótt enda var þá hellirigning. Leiðslur hjá Hitaveitu bæjarins fóru í sundur á 300 metra kafla en með bráðbirgðaviðgerð hefur reynst unnt að halda hita í hýbýl- um bæjarbúa. Fært hefur verið úr bænum um Lágheiði en þó er vegurinn inn fjörðinn talinn vara- samur. Ekkert hefur verið hægt að fljúga þangað í gær vegna þoku en þegar henni léttir verður það væntanlega hægt. í gær fóru norður forsætisráð- herra, samgönguráðherra og veg- amálastjóri til að kanna aðstæð- ur. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin hvort ástæða sé til að breyta fyrirhugaðri jarðganga- gerð í gegnum Múlann, en ein- mitt þar sem byrjað var að sprengja fyrir jarðgangamunann, féll skriða ein mikil sem næstum gróf stóra gröfu sem þar var. Verkfræðingar Vegagerðarinnar er nú nyrðra til að athuga vegs- ummerki en ekki er talið að ráðist verði í að breyta staðsetningu jarðganganna. Bæði eykur það kostnaðinn við gerð þeirra og einnig yrðu jarðgöngin mun lengri ef út í það yrði ráðist. Veðurstofan spáir áframhald- andi norðlægri átt nyrðra næstu 3 daga. Henni fylgir dálítil rigning, súld og skýjað veðurfar. Von á uppstyttu er helst ef hann leggst í þoku. -grh Fimmtudagur 1. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.