Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.09.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Skýrsla Ríkisendurskoðunar Oðagot Jóns Baldvins Skýrslan sýnirl,2 miljarða meiri halla, enJón Baldvin hafði reiknað með íjúní. Jón greip gamla kosningarœðu um sölu ríkisfyrirtœkja og œtlaði að sauma að ríkisstofnunumfyrirhádegi. Alltdregið til baka fyrir kvöldmat g vo virðist sem skýrsla Ríkis fram á mun meiri halla á fjár- lögum þessa árs en fjármálaráðu- neytið hafði reiknað með hafi hleypt illum skrekk í Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráð- herra. Skýrslan, sem send var ríkisstjórn og Alþingi í gær, hefur samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans verið í höndum ráðherra undanfarnar tvær vikur. Hún sýnir fram á að rekstrarhalii rík- issjóðs verði ekki undir 1,8 milj- arði nema að ríkisstjórn og/eða Alþingi grípi til sérstakra ráðstaf- ana. Upprunaleg fjárlög ársins gerðu hins vegar ráð fyrir rek- strarafgangi upp á 53 miljónir og endurskoðun fjármálaráðuneytis frá í júní, komst að því að hallinn yrði ekki „nema“ tæpar 700 milj- ónir. Þar skeikar 1,1 miljarði króna og Jón Baldvin hefur því undanfarnar tvær vikur leitað logandi ljósi að hugmyndum um að fylla upp í þetta gat og koma þeim á framfæri áður en skýrsla Ríkisendurskoðunar yrði gerð opinber. Með því að viðra síðan hug- myndir sínar um sölu á ríkisfyrir- tækjum um síðustu helgi og að ríkisfyrirtæki ættu að tryggja greiðslur til sinna starfsmanna sjálf og hefðu ríkið ekki upp á að hlaupa, reyndi Jón Baldvin að láta líta út fyrir að hann hefði frumkvæði í atburðarásinni. Þar með stæði hann betur á fjölmiðla- vígstöðvunum þegar efni skýrslu Ríkisendurskoðunar bærist út. Ýmsir háttsettir embættismenn sem Þjóðviljinn hafði samband við, virtust heldur ekki taka hug- myndir Jóns of alvarlega. Taldi einn söluhugmyndir Jóns á ríkis- fyrirtækjum ættaðar úr gömlum kosningaræðum áður en Jón varð ráðherra og annar að atiaga Jóns að Pósti og síma væri fremur til að „halda stofnunum á tánum“, en að full alvara fylgdi máli. Enda kom á daginn, að þegar launaráð BHM, Póstmannafélag íslands, Félag íslenskra námsmanna og Kristján Thorlacius fyrir hönd BSRB brugðust hart við og köll- aðu ráðagerðirnar ólögmætar og að afleiðingin yrði lögmæt vinnu- stöðvun hjá opinberum starfs- mönnum sem ekki fengu laun sín greidd, að þá bakkaði Jón Bald- vin. Ríkið mun ábyrgjast greiðslur til opinberra starfs- manna eins og lög mæla fyrir um, og að þeim óbreyttum er undar- legt að halda öðru fram. Jón Baldvin vill þó enn halda opin- berum starfsmönnum og ríkis- stofnunum í spennu, því hann hefur aðeins gefið frest á að fram- kvæma fyrirætlanir sínar, fram yfir mánaðarmót. Ólíklegt má þó telja að Jón Baldvin vilji sitja uppi með opinbera starfsmenn í löglegu verkfalli, svona ofan á fjárlagahallann. Því virðist sem hugmyndir Jóns hafi sprottið af því óðagoti sem hann hafi gripið þegar hann las skýrslu Ríkisendurskoðunar og því reynst sem stormur í vatns- glasi. phh Skák Á stórmót við Svartahaf Stórmeistararnir Helgi Ólafs- son og Jón L. Árnason héldu í gær til Sovétríkjanna, en þeir eru meðal þátttakenda á stórmóti sem hefst um helgina. Meðal ferðafé- laganna tU Moskvu voru afreks- menn úr ólikri grein; sovéska fót- boltalandsliðið sem í gærkvöldi atti kappi við hið íslenska á Laugardalsvellinum. Mótsstaðurinn er borgin Sochi við Svartahaf og er mótið árviss viðburður, en það er minningar- mót um þann frumlega skáksnill- ing Tsjígorin sem Sovétmenn hafa í hávegum og telja föður so- véska skákskólans. Það eru því engin blávötn sem fá að tefla á slíku móti, en þrátt fyrir eftir- grennslanir hefur þátttakenda- listinn að þessu sinni ekki fengist upp gefinn að okkar mönnum slepptum. Keppendur eru sextán talsins, en mótið stendur fram yfir 20. þessa mánaðar. HS Jökull Hornafirði Stjómin hækja atvinnurekenda Háttsettir embættismenn taka lítið mark á óðagoti Jóns Baldvins. Jökull: Enn svíkja atvinnurekendur gerða samninga með aðstoð ríkis- valdsins. Samtök launafólks hefjifundaherferð. Framkvœmdastjórn Verkamannasambandsins kemur saman Stjórn Verkalýðsfélagsins Jökuls á Hornafirði, lýsir ábyrgð á hendur þeim sem í kjöl- far hógværra kjarasamninga nota sitjandi ríkisstjórn sem hækju til að brjóta niður fyrst frjálsa samningagerð og síðan gerða samninga. Formaður Jökuls hafði farið fram á fund framkvæmdastjórnar Verka- mannasambandsins og verður hann haldinn á þriðjudag í næstu viku. Á fundi stjórnar Jökuls á þriðjudag samþykkti hún og varastjórn einróma að mótmæla þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar harðlega að grípa inn í gerða kjarasamninga og afnema um- samdar launahækkanir með lögum. „Enn er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, enn svíkja atvinnurekendur gerða samninga með aðstoð ríkisvalds- ins,“ segir orðrétt í ályktuninni. Stjórnin minnir á að fyrir kaupránsaðgerðina hefði verið búið að skerða kaupmátt launa- fólks með tveimur gengisfell- ingum. Hlutverk verkalýðshreyf- ingarinnar við núverandi aðstæð- ur væri að verjast af fullri hörku. „Við ætlumst til að heildar- samtök okkar berjist af fullum þunga á móti öllum aðgerðum sem skerða kjör miðað við gerða samninga,“ segir í ályktuninni. Skorað er á öll samtök Iaunafólks í landinu að hefja fundaherferð þar sem verkafólk sjálft láti skoð- anir sínar í ljós. Stjórn Jökuls segist ætlast til þess að öll samtök launafólks sem Jökull er aðili að, hafi aðeins eitt að leiðarljósi: Samningana í gildi nú þegar. Þórir Daníelsson fram- kvæmdastjóri Verkamannasam- bandsins sagði Þjóðviljanum að framkvæmdastjórn Verka- mannasambandsins kæmi til fundar á þriðjudag. Dagskrá fundarins væri óráðin en fundur- inn hefði verið haldinn hvort sem beiðni um hann hefði komið frá Birni Grétari Sveinssyni for- manni Jökuls eða ekki. -hmp Skýrsla ríkisendurskoðunar Hrikaleg skekkja í fjárlögum Rekstrarhalli hjá A-hluta ríkissjóðs stefnir í 1,5-2,0 miljarða króna ístað 53 milljóna rekstrar- afgangs. Greiðsluafkoma ríkissjóðs áfyrri helmingi ársins miljarði verri en áœtlað var. Rekstrarafkoma 660 miljónum verri. Fjárþörf A-hluta ríkissjóðs hjá Seðlabanka miljarði meiri en áœtlað var. Enduráœtlunfjármálaráðuneytis á fjárlögum frá í júní skeikar miljarði Ríkisstjórninni var í gær form- lega afhent skýrsla Ríkisendur- skoðunar um framkvæmd fjár- laga fyrri árshelming ársins 1988. Þó þær niðurstöður sem þar birt- ast geti ráðherrum varla verið með öllu ókunnar, eru þær þeim tæplega mikið ánægjuefni og hætt við að fleiri fái „falleinkunn í fjármálastjórn“ en stjórn Land- akotsspítala. í skýrslunni kemur fram að Ríkisendurskoðun telur að óbreyttu ástandi mála, stefni nú í eins og hálfs miljarðs til tveggja miljarða rekstrarhalla bjá A-hluta ríkissjóðs á árinu 1988. Fjárlög ársins 1988, að teknu tilliti tii „ráðstafana í ríkis- fjármálum og lánsfjármálum“ sem samþykktar voru með lögum í mars sl., gerðu hins vegar ráð fyrir 53 milljón króna tekjuaf- gangi. Fjárlagagerð ríkisstjórn- arinnar hefur því riðlast um 1,5 - 2 miljarða króna og 53 miljónir króna að auki á aðeins tæpum fjórum mánuðum. A-hluti ríkis- sjóðs tekur til Ijárreiðna ríkis- sjóðs og ríkisstofnana, en B-hluti á við ríkisfyrirtæki og sjóði í rfldseign. Fjármálaráðuneytið endur- skoðaði fjárlög fyrir árið 1988 í heild, nú í júní og komst þá að þeirri niðurstöðu að halli fjárlaga ársins yrði 693 miljónir króna, í stað 53 miljóna tekjuafgangs. Reiknaðist ráðuneytinu til að tekjur ykjust um rúma fjóra milj- arða og yrðu 67,5 miljarðar. Heildargjöldin voru áætluð 68,2 miljarðar, sem er hækkun um 7%. Ríkisendurskoðun telur þessa nýju áætlun fjármálaráðu- neytisins ranga og segir að hallinn verði 1,8 miljarðar eða 1,1 milj- arði meiri en fjármálaráðuneytið gerir sér vonir um. Rökstyður Ríkisendurskoðun þetta álit sitt og bendir á að fjármálaráðuneyt- ið hafi einfaldlega gleymt veigamiklum útgjaldaþáttum. Um þetta má lesa nánar í Nýja Helgarblaðinu á morgun. Fram kemur í skýrslu Ríkis- endurskoðunar að greiðsluaf- koma ríkissjóðs, fyrri helming þessa árs er einum miljarði króna verri en áætlað hafði verið í fjár- lögum ársins. í júnílok var greiðsluafkoman neikvæð um 3,9 miljarða, en fjárlög gerðu ráð fyrir 2,9 miljarðar halla. Á sama tíma í fyrra var greiðsluafkoman neikvæð um 200 miljónir króna og hefur hún því versnað um 3,7 miljarða frá því fyrir ári. Rekstraraflcoman sýnir aukinn halla að fjárhæð 660 miljónir króna, var áætluð 2,2 miljarðar í mínus en varð um 2,9 miljarðar. Þá hefur fjárþörf A-hluta ríkis- sjóðs hjá Seðlabanka íslands fyrstu sex mánuði þessa árs num- ið að meðaltali 5 miljörðum króna á mánuði sem er rúmum einum miljarði króna meira en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Ástæður þessarar geigvænlegu skekkju í eru margar en þessar helstar. Þróun verðlags og gengis hefur orðið önnur en forsendur fjárlaga 1988 voru byggðar á. Þannig hækkaði verðlag um 8% umfram forsendur fjárlaga, - þrátt fyrir að vakandi auga fjár- málaráðuneytisins hafi starað framan í hvern landsmann þegar hann opnaði dagblöðin um nokk- urra vikna skeið. Það augnaráð hefur greinilega ekki haft mikil áhrif á tímum frjálsrar álagning- ar. Gengisforsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir að meðalgengi er- lends gjaldeyris breyttist ekki á árinu, en vegna gengisfellinga rfkisstjórnarinnar er nú áætlað að * gengið breytist um 15% frá með- altali síðasta árs. Ákvarðanir og ákvarðanaleysi ríkisstjórnarinn- ar hafa því með ö.o. breytt for- sendum þeirra fjárlaga sem hún sjálf stóð að. Afleiðing þessa er síðan rekstr- arhalli ríkissjóðs allt að 2 miljarð- ar. Þann rekstrarhalla má skýra nánar með því að vaxtagjöld vegna aukinnar fjárþarfar og hækkandi vaxta, hafa aukist um 1,2 miljarða króna. Þá hafa nýjar útgj aldaákvarðanir að fjárhæð 300 miljónir króna, komið til. Launakostnaður hefur aukist um 200 miljónir umfram það sem áætlað var og loks hefur inn- heimta vörugjalds aðeins orðið 2/ 3 hlutar þess sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Sjá nánari umfjöllun í Nýja Helg- arblaðinu á morgun. phh 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. september 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.