Þjóðviljinn - 03.09.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 3. september 196. tölublað 53. árgangur
Ríkisstjórnarsamráð
Mótmælin streyma
Fjölmörg verkalýðsfélög mótmœla harðlega öllu samráðifor-
ystuASI við ríkisstjórnina umfrekara kauprán. Yfirlýsingar
formanns Verkamannasambandsins vekja furðu. ASI villfá
svör við ákveðnum spurningum. Verkalýðsforingjar innan Al-
þýðubandalagsins funda í dag
Mikil ólga er meðal fjölmargra
forystumanna í verkalýðshreyf-
ingunni, einkum úti á lands-
byggðinni, vegna þeirra ákvörð-
unar miðstjórnar Alþýðusam-
bandsins að taka upp viðræður
við ríkisstjórnina um efnahags-
ráðstafanir og niðurfærslu. Mörg
verkalýðsfélög hafa fundað síð-
ustu daga þar sem samþykktar
hafa verið harðorðar ályktanir
gegn öllu samráði ASÍ-
forystunnar við ríkisstjórina um
kaupmáttarrýrnun, og hvatt til
samstöðu og baráttu til að tryggja
samninga frá því í vor.
- Fólk er alls ekki sátt við vinn-
ubrögð ASÍ-forystunnar í þessu
máli, segir Sigurður Lárusson
formaður Verkalýðfélagsins
Stjörnunnar í Grundarfirði. Sig-
urður T. Sigurðsson formaður
Hlífar tekur í sama streng og segir
að kalla hefði átt saman for-
mannafund innan ASÍ og greiða
atkvæði um vilja manna til
samráð við stjórnvöld.
Ummæli formanns Verka-
mannasmabandsins Guðmundar
J. Guðmundssonar í Morgun-
blaðinu í gær, þess efnis að frest-
un 2,5% launahækkunar 1. sept-
ember hefði ekki í för með sér
neina kjaraskerðingu hafa vakið
furðu og reiði innan verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Ari Skúlason hagfræðingur
ASÍ segir þessi ummæli fráleit og
Björn Grétar Sveinsson formað-
ur Jökuls á Höfn í Hornafirði
segir að afnám 2,5% launahækk-
unarinnar geti þýtt allt að 24 þús.
króna kaupskerðingu hjá fisk-
verkunarfólki á heilu ári.
Ásmundur Stefánsson forseti
ASÍ hefur farið fram á það við
Þorstein Pálsson forsætisráð-
herra að lögð verði fram svör við
ákveðnum spurningum áður en
fyrsti formlegi samráðsfundur
ÁSÍ og ríkisstjórnar hefst á
mánudaginn.
í dag ætla Alþýðubandalags-
menn sem eru í forystu innan
Verkalýðshreyfingarinnar að
hittast og bera saman bækur
sínar.
Sjá bls. 3
Þeir framhaldsskólanemar sem ekki geta gengið í kistu eldri nemenda, verða að verja dágóðum hluta
sumarhýrunnar til bókakaupa. Mvnd: Jim Smart
Búseti
Reisugilli
t fimm ár hefur starfsemi Bús-
eta fyrst og fremst snúist um það
að vera til. Það eru því merk
tímamót hjá félaginu þegar hald-
ið er reisugilli vegna fyrsta íbúða-
hússins sem byggt er á þess veg-
um, sambýlishúss í Grafarvogi í
Reykjavík.
Forsvarsmenn Búseta telja að
komið sé að vatnaskilum hvað
snertir einstefnu á húsnæði í
einkaeign. Búseturéttaríbúðir
hljóti að leysa af hólmi eignar-
íbúðir sem dæma svokallaða
eigendur til fjárhagslegrar glöt-
unar.
Sjá síður 6 og 13
Fiskmarkaðir
Mun miraii sala
Fisksala á fiskmörkuðum hefur
að undanförnu verið mjög lítil
vegna viðvarandi brælu á miðun-
um og lítils afla. í vikunni var selt
mest á Faxamarkaði um 2-300
tonn en minnst á Fiskmarkaðn-
um í Vestmannaeyjum um 20
tonn sem er nánast ekki neitt.
Vegna minna framboðs af fiski
hefur fiskverð hækkað töluvert
en verðstöðvunin nær ekki til
starfsemi fiskmarkaða. Til að
mynda hefur kílóið af þorski á
Faxamarkaði selst á 44-45 krón-
ur, en að jafnaði hefur það farið á
38-40 krónur.
Sjá síðu 2
Skólamál
Samfelldari og lengri vist
í áfangaskýrslu fjölskyldu-
nefndar ríkisins um skólamál eru
tillögur um hvað gera beri á
næstu á árum, til að samræma
betur starf í grunnskólum lands-
ins og þarfir fjölskyldunnar. Tal-
ið er brýnt að lengja skóladag
yngri barnanna, bæði til að koma
til móts við langan vinnudag for-
eldra og auknar menntunarkröf-
ur.
Áhersia er einnig lögð á auka
samskipti foreldra og skóla og er
mælt með stofnun skólaráða, sem
veiti foreldrum möguleika á að
hafa meiri áhrif á skólastarfið. í
blaðinu í dag eru tillögur fjöl-
skyldunefndarinnar kynntar og
auk þess rætt við nokkra fram-
haldsskólanema í upphafi skóla-
árs.
Sjá síður 8 - 10