Þjóðviljinn - 03.09.1988, Blaðsíða 3
Launakjör
Þau skerðast víst!
Hagfrœðingur ASÍ: Tölur GuðmundarJ Guðmundssonar
varðandi búvöruverðshœkkun hvergi komið fram.
Guðmundur J Guðmundsson
formaður Verkamannasam-
bandsins lætur hafa eftir sér í
Morgunblaðinu í gær að frestun
2,5% launahækkunar 1. sept-
ember skerði ekki kjör launafólks
þegar horft er til þess að búvöru-
verð hefði hækkað um 8-12% ef
það hefði ekki verið fryst. Ari
Skúlason hagfræðingur ASI seg-
ist ekki sammála þessum yfirlýs-
ingum Guðmundar og þær tölur
sem hann nefni varðandi búvöru-
verð hafí hvergi komið fram.
„Auðvitað er 2,5% frestun
launahækkunar kjaraskerðing,
það liggur í augum uppi,“ sagði
Ari í samtali við Þjóðviljann.
2,5% hækkun hefði varla náð að
halda þeim kaupmætti sem stefnt
var að í kjarasamningunum. Þær
tölur sem Guðmundur nefni
varðandi búvöruverðshækkunina
hefðu hvergi komið fram.
Vilhjálmur Árnason hjá Hag-
stofu íslands sagði Þjóðviljanum
að verðlagsgrundvöllur búvöru-
verðs hefði hækkað um 5% sem
ætti að þýða sams konar hækkun
búvöruverðs. Hann kannaðist
ekki við hækkunartölur á bilinu
8-12% eins og Guðmundur tal-
aði um.
Ari sagði að þó hann væri ekki
sammála Guðmundi hvað þetta
varðaði þá væri hann sammála
því að ekki hefði átt að hleypa
öllu í bál og brand út af frestun
þessarar launahækkunar. Fyrst
ætti að líta í pokann hjá ríkis-
stjórninni og sjá hvað leyndist
þar. Fyrsti fundur viðræðuefndar
ASÍ með ríkisstjórninni yrði á
mánudaginn og Ijóst væri að hvað
sem út úr honum kæmi yrði ASÍ
að taka einhver skref í málinu að
honum loknum. Hvort það skref
yrði að kalla til formannafundar
eða eitthvað annað réðist af nið-
urstöðunni á mánudaginn.
-hmp
Grundarfjörður
Enga
eftirgjöf
Sigurður Lárusson: Urg-
ur ífólki vegna vinnu-
bragða ASÍ
- Það er urgur í fólki hér. Það
er alls ekki sátt við vinnubrögð
forystu Alþýðusambandsins
varðandi samráð við ríkisstjórn-
ina um kauprán og kaupskerð-
ingu, segir Sigurður Lárusson
formaður Verkalýðsféiagsins
Stjörnunnar í Grundarfírði.
Á aðalfundi félagsins í fyrra-
kvöld var samþykkt einróma á-
lyktun þar sem harðlega er mót-
mælt síendurteknum árásum
ríkisstjórnarinnar á hóflega
gerða kjarasamninga verkafólks.
„Það er ekki hin lélegu laun
verkafólks sem er valdur að
slæmri afkomu fyrirtækjanna",
segir í ályktuninni. Þá skorar að-
alfundurinn á heildarsamtök
verkafólks að ganga ekki til
samninga við ríkisvaldið um
neins konar eftirgjöf á þeim
kjarasamningum sem gerðir voru
á sl. vetri, heldur beita samtaka-
mætti sínum til að hindra síend-
urteknar árásir ríkisvaldsins á
lífskjör og samningsrétt verka-
fólks.
-•g-
Akranes
Alger
kúgun
Sigrún Clausen formaður
Verkakvennafélags Akraness
segir það algera kúgun að það
skuli vera hægt að afnema með
lögum það sem búið var að semja
um í kjarasamningum. „Ég á
varla til nógu sterk orð yfir það
hvað við erum svívirt hvað eftir
annað,“ sagði Sigrún.
í samtali við Þjóðviljann sagði
Sigrún að fyrst væri samningsrétt-
urinn tekinn af fólki og nú væri
það tekið sem samið hefði verið
um. Hún sagðist ekki trúa öðru
en verkalýðshreyfingin skrapaði
saman brotunum og gerði
eitthvað. Hennar félagar hefðu
ekki kallað saman fund ennþá en
hann væri á dagskránni, hljóðið
væri mjög þungt í fólki.
-hmp
Púkk undir malblk? Verið er að fegra Strandgötuna í Hafnarfirði. Svartsýnir Hafnfirðingar óttast að
hellulögnin hverfi undir malbik næsta ár líkt og portúgalska grjótið á Laugaveginum í Reykjavík sem lagt var
í fyrra en þurfti aö hylja í ár. Þeir eru þó fleiri sem telja þetta ástæðulausan ótta. Mynd: Ari.
Kjaraskerðingin
Eitt og hálft vikukaup
Björn Grétar Sveinsson for-
maður Verkalýðsfélagsins
Jökuls á Hornafírði segir afnám
2,5% launahækkunar 1. sept-
ember skerða laun fólks í fisk-
vinnslu um allt að 24 þúsund
krónur á ári. Þetta samsvarar því
að fiskvinnslufólk verði af
launum fyrir eina og hálfa viku.
„Svo ég tali mál sem launafólk
skilur er best að styðjast við
Fréttabréf kjararannsóknar-
nefndar,“ sagði Björn. Sam-
kvæmt því hefði meðaltímakaup
fiskvinnslufólks verið 333,5 krón-
ur á fyrsta ársfjórðungi og meðal-
vinnutími verið 49,2 stundir á
viku. Þetta gæfi að meðaltali
16,408 krónur á viku. Eftir áfang-
ahækkunina 1. júní sem var
3,25% hefði vikukaupið farið í
16,942 krónur.
Björn sagði að afnám 2,5%
hækkunarinnar 1. september
þýddi kjaraskerðingu upp á
22,024 krónur á ársgrundvelli hjá
meðalmanneskju í fiskvinnslu.
Ef sá hópur væri tekinn sem yfir-
leitt kæmi best út, karlar í fisk-
vinnslu á höfuðborgarsvæðinu,
næmi kjaraskerðingin 24,743
krónum yfir árið. En árslaun
þeirra væru nú 989,712 krónur.
„Á mannamáli þýðir þetta að
fiskvinnsufólk er rænt kaupi sem
samsvarar einni og hálfri vinnu-
viku,“ sagði Björn.
-hmp
Reikningsskil sjúkrastofnana 1987
Hallinn 700 miljónir
Fjórar sjúkrastofnanir reknar með 3.5 miljóna hagnaði. Fimmtíu og
ein rekin með 706 miljóna tapi. Skammtímaskuldir sjúkrastofnana
Sjúkrastofnanir þær sem rekn-
ar eru á vegum ríkisins, sem
reyndar tekur til mikils meiri-
hluta sjúkrastofnana á landinu,
voru reknar með rúmlega 700
mi|jón króna tapi á síðasta ári.
Skammtímaskuldir þessara
stofnana umfram skammtíma-
kröfur eru um 950 miljónir
króna. Samkvæmt reglum ber
ríkið 93% rekstrarhallans og
sveitarfélög 6%, „ef aðilar fallast
á réttmæti útgjalda,“ eins og segir
í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð-
unar, þar sem þessar upplýsingar
koma fram.
Þau sautján sjúkrahús auk
Ríkisspítalanna sem eru á föstum
954 miljónir króna
fjárlögum eru að meðaltali rekin
með4,8% tapi. Afkoma þeirra er
mjög mismunandi og eru Ríkis-
spítalarnir, sem eru langstærsta
rektrareiningin reknir á sléttu.
Sjúkrahús Keflavíkur er hins veg-
ar rekið með mestum halla, eða
32,4%. Landakotsspítali er rek-
inn með 15,9% halla og Borgar-
spítalinn með 4,5% halla. Borg-
arspítlainn fékk hins vegar drjúg-
ar aukafjárveitingar til að rétta
stöðuna af við sölu spítalans.
Þær sjúkrastofnanir sem rekn-
ar eru á daggjöldum eru mun
fleiri, en jafnframt er yfirleitt um
smærri rekstrareingar að ræða.
Halli á rekstri þeirra er að með-
altali 17,1%. Er hér fyrst og
fremst um að ræða elliheimili og
endurhæfingarstöðvar. Drop-
laugarstaðir eru reknir með 51%
halla og Sjúkrahótel Rauða
krossins með 49% halla. Elli-
heimilið Grund og dvalarheimil-
ið Ás eru hins vegar rekin með
smávægilegum hagnaði, sem og
Hjúkrunarheimilið Kumbara-
vogi og M.S. félag íslands.
I skýrslu Ríkisendurskoðunar
kemur fram að „samkvæmt þeim
reglum sem í gildi eru og ef aðilar
fallast á réttmæti útgjalda, bæri
ríkissjóður um 93% en sveitarfé-
lög um 6% af rekstrarhalla."
phh
Formaður Hlífar
Ríkisstjóm
frjálshyggju-
braskara
Sigurður T Sigurðsson:
Er verið að reyna að
breiða yfir þátt ríkis-
stjórnarinnar í frjáls-
hyggjubraskinu. Getur
bara stjórnað þegar á að
skerða laun
Sigurður T Sigurðsson for-
maður Verkamannafélagsins
Hlífar í Hafnarfirði, segir frjáls-
hyggjustefnuna í landinu hafa
hjálpað til með bröskurum sem
náð hafí til sín stórum hluta eigna
og skapað skarð í þjóðarkökuna
sem verkafólk eigi að fylla. Ef
kallað hefði verið til formanna-
fundar ASI um viðræður við
ríkisstjórnina hefði hann farið
fram á atkvæðagreiðslu um mál-
ið.
Sigurður sagði í samtali við
Þjóðviljann, að ríkisstjórnin
hefði haldið hlífðarskildi yfir
frjálshyggjubröskurum sem ættu
orðið hlut í fjölda framleiðslufyr-
irtækja. Nú væri verið að reyna
að breiða yfir þátt ríkisstjórnar-
innar í skollaleiknum. „Það er
eins og ríkisstjórnin geti bara
stjórnað þegar á að skerða laun.
En ef á að skerða vaxtavísitölu þá
er verið að skerða eitthvað
frelsi," sagði Sigurður. Það væri
ósköp einfaldlega verið að hygla
vinum og með því væru þeir ríkari
gerðir ríkari og þeir fátæku fá-
tækari.
Sigurður sagði að ef 2,5%
launahækkun sligaði þjóðféiagið
væri einfaldlega kominn tími til
að stokka allt kerfið upp. Ofan á
190,62 króna tímakaup þýddi
þessi hækkun að tímakaupið færi
í 195,36, hækkaði um rúmar 4
krónur. Það væri furðulegt af
ASÍ sem heildarsamtökum að
byrja á að ræða niðurfærsluna við
ríkisstjórnina og ætla síðan að
upplýsa einstök félög um gang
mála. Kalla hefði átt saman for-
mannafund en á slíkum fundi
hefði hann farið fram á leynilega
atkvæðagreiðslu um viðræður við
ríkisstjórnina.
Að sögn Sigurðar verður boð-
að til almenns félagsfundar hjá
Hlíf á næstu dögum. Að fólk skuli
hafa staðið í rigningunni á úti-
fundinum á fimmtudaginn sýndi
hve alvarlegum augum fólk liti
ástandið.
-hmp
Forseti ASÍ
SendlT
Þorsteini
spumingalista
Vill að svör liggifyrir á
fundi með ríkisstjórninni
á mánudag
Asmundur Stefánsson forseti
ASÍ hefur sent Þorsteini Pálssyni
forsætisráðherra bréf með
nokkrum spurningum sem hann
vill fá svarað á fundi viðræðun-
efndar ASI með ríkisstjórninni á
mánudag.
Ásmundur spyr hvað það gæti
aukið tekjur ríkissjóðs mikið ef
tekið yrði upp nýtt hátekju-
skattþrep sem miðaðist við tekjur
yfir 100 þúsund krónum á mánuði
og hvað auka mætti tekjurnar
mikið með því að bæta við 30 nýj-
um starfsmönnum í eftirlit með
skattsvikum.
Ásmundur spyr einnig hvað
lækka mætti verð vöru og þjón-
ustu mikið með tilteknum vaxta-
lækkunum og hvað afkoma frysti-
húsana myndi batna mikið við
þær. -hmp
/
Laugardagur 3. september 1988 pJÖÐVILJINN - SIÐA 3