Þjóðviljinn - 03.09.1988, Blaðsíða 6
þJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Reisugilli
hjá Búseta
í gær var haldið reisugilli í háreistu fjölbýlishúsi í Grafar-
vogshverfinu í Reykjavík. Reisugilli er allnokkur viðburður í
lífi hvers húsbyggjanda, og í þetta sinn varfagnað mikilvæg-
um áfanga. Fyrstu íbúðir Húsnæðissamvinnufélagsins Bú-
seta eru fokheldar, 46 talsins, og er áætlað að fyrstu félag-
arnir flytji inn í byrjun desember.
Þegar hér var fyrir tæpum fimm árum stofnað félag til að
hrinda búsetuhugmyndinni í framkvæmd varð þess strax
vart að fjöldi fólks leit á búsetuformið sem góða lausn á
sínum vanda. Jafnframt hófst upp ótrúleg andstaða við fé-
lagana í Búseta og hugmyndir þeirra sem reynt var að
afgreiða í besta falli sem sérviskulega dellu, í versta falli sem
hættulega vinstrivillu. Heill stjórnmálaflokkur, Sjálfstæðis-
flokkurinn, hefur litið á það sem hjartansmál og kjarnaatriði
að gera félaginu allt til bölvunar. Ýmsir aðrir ráðamenn hafa
látið stjórnast af tregðuiögmálinu, - þar er til dæmis þáttur
forystumanna í samtökum launafólks ekki eins bjartur og
ætla mætti, þar sem þeim hætti til að halda að verkamanna-
bústaðakerfinu stæði hætta af hinum nýju hugmyndum.
Reisugillið í Grafarvoginum í gær er mikill sigur fyrir Bú-
seta. Félaginu hefur ekki aðeins tekist að koma upp fyrsta
fjölbýlishúsinu í sögu sinni, - því hefur einnig tekist að vinna
sigur á fordómum og pólitískri andstöðu.
Og Búsetamenn geta lagt fram mjög sannfærandi tölur.
Eignarhlutur íbúa í þriggja herbergja íbúð uppí Grafarvogi, -
það fé sem í upphafi er greitt - er nú 685 þúsund krónur.
Búsetugjald á mánuði er síðan rúmar 14 þúsund krónur.
Fyrir tveggja herbergja íbúð er búsetugjaldið rúmar 11 þús-
und krónur, fyrir fjögurra herbergja íbúð 15.700 krónur.
Til samanburðar er verð á brösóttum leigumarkaði í höf-
uðborginni þarsem tveggja herbergja íbúðir eru samkvæmt
frétt frá Búseta leigðar almennt á 20-30 þúsund á mánuði,
þriggja herbergja íbúðir á 30-40 þúsund, fjögurra herbergja
á 40-50 þúsund.
Að fram reiddu búsetugjaldinu er mánaðarleg greiðsla í
íbúðum Búseta semsé þrisvar til fjórum sinnum minni en á
leigumarkaði, að ógleymclum öryggisþættinum og því að
hvenær sem er má endurselja búseturéttinn.
Reisugillið í gær var haldið í nýjasta hverfi höfuðborgar-
innar og vekur vonir margra þeirra höfuðstaðarbúa sem ekki
geta eða ekki vilja ráðast í húsakaup eða húsbyggingar,
allra síst við þau skilyrði sem stjórnvöld hafa skapað síðustu
árin. En reisugillið í Grafarvoginum getur einnig vakið vonir á
landsbyggðinni, þarsem einmitt búsetuformið getur reynst
leiðin til að yfirstíga eina af hindrunum fyrir velmegun og
grósku sem er vítahringur húsnæðismálanna. Það eru
ánægjulegar fréttir að fjölmörg sveitarfélög og félagasamtök
hafa leitað til Búseta um samstarf innan kaupleigukerfisins,
- og sigur Búsetahreyfingarinnar sést kannski skýrast á því
að undanfarnar vikur hafa um þrjúhundruð nýir félagar bæst
við þá tvö þúsund sem hafa þraukað af sér svartnætti íhalds
og fordóma síðustu árin.
Sá sigur Búseta sem reisugillið í gær er til vitnis um er
jafnframt sigur félagshyggju- og samvinnuafla í landinu, og
þegar félagar Búseta nú hafa sýnt að draumur þeirra getur
orðið að veruleika er það skylda samtaka og flokka félags-
hyggjumanna og samvinnumanna að taka hiklaust undir
húrrahrópin frá Grafarvoginum og sameinast um að greiða
Búseta veginn enn frekar, bæði með fyrirgreiðslu og skýrri
lagasetningu.
I þessu máli er hugsjón samhjálparinnar í innilegum faðm-
lögum við almenna skynsemi, og við verðum að víkja úr vegi
fordómum, sérhagsmunastreði og tregðu kerfiskalla.
Þjóðviljinn óskar Búsetafélögum innilega til hamingju
með áfangann í Grafarvoginum.
-m
hellidembu á mótmælafundi gegn kjararáni ríkisstjórnarinnar á Lækjartorgi á fimmtudag. Myndir - Jim
Smart.
Þjóðviljinn
Síðumúla 6-108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppó.
Fróttaatjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson,
HjörleifurSveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður
Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason,
Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, SævarGuðbjörnsson, Þor-
finnurómarsson (íþr.).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart.
Útlttsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson
Framkvæmda8tjóri:HallurPállJónsson.
Skrlfstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir.
AuglýsingastjórLOIgaClausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir.
Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðsiustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir.
Innheimtumenn: Katrín Bárðardóttir, ÓlafurBjömsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúia 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð f lausasölu: 70 kr.
Helgarblöð:80 kr.
Áskrtftarverð á mánuði: 800 kr.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. september 1988