Þjóðviljinn - 03.09.1988, Blaðsíða 20
Karólína Guðjónsdóttir, 1.
bekk Menntaskólanum í
Kópavogi:
Eitthvað í kringum 20 þúsund. En
ég þarf nú ekki heldur að kaupa
allar bækurnar.
pSPURNINGlNv
Hver heldur þú aö sé
stofnkostnaðurinn viö
skólaárið?
Brynja Kjærnested, 2. bekk
Menntaskólanum við Sund:
Svona 15 til 20 þúsund gæti ég
trúað. Bókainnkaupin eru heldur
ódýrari ef maður notfærir sér
skiptibókamarkaðinn.
þlÓÐVIUINN
Laugardagur 3. september 1988 196. tölublað 53. örgangur
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
681348
ÁLAUGARDÖGUM
681663
Hjalti Sigurbjörnsson ber hér ilmandi töðuna í meltingarfæri glerkýrinnar. Bragi Líndal Ólafsson fóðrar „skepnuna" og Arngrímur
Thorlacíus fylgist vel með öllu saman.
Norrœnt tœkniár
Glerkýr og eldisfiskur
Hrönn Birgisdóttir, 2. bekk í
Kvennaskólanum:
Þetta fer upp í 10 þúsund krónur,
en þá fer ég líka á skiptibóka-
markaðinn og fæ gömlu bækurn-
ar metnar upp í.
Hildur Þorfinnsdóttir, 1.
bekk Menntaskólanum í
Kópavogi:
Hjá mér fara bækur, pennaveski
og skólagjald upp í 10 til 12 þús-
und krónur, en ég hef líka getað
útvegað mér þónokkuð af notuð-
um bókum.
Hlynur Pétursson, 1. bekk
Menntaskólanum við Sund:
Ég er nú varla byrjaður á þessum
bókakaupum, en ég gæti trúað
að sá kostnaður færi upp í um 15
þúsund krónur með því að fá
smávegis lánað.
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins með opið hús á morgun
Rannsóknarstofnun landbún-
aðarins verður með opið hús að
Keldnaholti seinnipartinn á
morgun í tilefni af Norrænu
tækniári. Öllum er boðið að
koma, skoða stofnunina og
þiggja veitingar.
Að sögn Arngríms Thorlacius
hjá Rala verða sýningarsvæðin
ellefu talsins, og hefur verið
skipulögð leið gegnum húsið fyrir
gesti þá sem vilja kynna sér starf-
semina. Starfsfólk stofnunarinn-
ar verður allt til staðar.
Á sýningunni verða kynntir
hinir fjölbreytilegustu hlutir.
Þarna verður eftirlíking af kú
gerð úr gleri, og þénar þeim til-
gangi að leiða fólk í allan sann-
leika um líffærastarfsemi fyrir-
myndarinnar. Eldisfiskur í búr-
um verður til sýnis, sem og mink-
ar og refir svo eitthvað sé nefnt,
en litarafbrigði af villiref hafa
lengi verið á verkefnaskránni hjá
stofnuninni.
Pá verður hin fjölbreytilegasta
rannsóknarstarfsemi kynnt, og
má þar á meðal nefna matvæla-
rannsóknir, fóðurrannsóknir,
beitarrannsóknir og gróðurrann-
sóknir. Ennfremur það sem snýr
að nýtingu lands, bútækni, líf-
tækni, jarðvegi og áburðarnotk-
un, og þjónustu við bændur.
HS
Djúp
I ber á Snæfjallaströnd
Árviss berja- ogskemmtiferð með Fagranesinu
Þessi berjaferð er orðinn árviss
atburður hjá okkur: við för-
um alltaf í septemberbyrjun þeg-
ar sumaráætlunin er útrunnin,
sagði Reynir Ingason hjá Hf.
Djúpbátnum á Isafirði í spjalli við
blaðið, en berja- og skemmtifcrð
fjölskyldunnar á vegum ms. Fa-
graness verður farin núna í dag.
Að þessu sinni verður farið á
Sandeyri á Snæfjallaströnd, úr-
valsgott berjaland þar sem bæði
eru aðalbláber og krækiber að
hafa. Að sögn Reynis hefur verið
algengara undanfarin ár að ferðir
þessar væru farnar í Jökulfirði, og
þá oftast Veiðileysufjörðinn, en í
fyrra hefðu menn ákveðið að
reyna fýrir sér á Snæfjallaströnd-
inni. í ljósi góðrar reynslu af
þeirri berjaferð hefði verið
ákveðið að halda á sömu slóðir í
ár.
Aðspurður sagði Reynir að
það væri langtífrá eingöngu ís-
firðingar og nágrannar sem færu
með Fagranesinu til berja; sumir
þátttakenda væru jafnan langt að
reknir, þeirra á meðal eftir-
hreyturnar af útlendingum þeim
sem hér væru á síðsumarsferða-
lögum. En að vísu legði þessi til-
tekni hópur enga ofuráherslu á
berjatínsluþátt ferðarinnar.
Það er um hálfs annars tíma
stím frá ísafirði til Sandeyrar, og
því yfrinn tími til berjatínslunnar,
þar sem lagt verður upp klukkan
tíu- HS