Þjóðviljinn - 03.09.1988, Blaðsíða 16
ERLENDAR FRETTIR
MYNDLISTA-
OG HANDÍÐASKÓLI
ISLANDS______________________________
Myndlistarnámskeiö
á haustmisseri
Fyrir börn og unglinga:
1. fl. 6-8 ára mánud.-miðvikud. kl. 10.40-12.00
2. fl. 9-11 ára þriðjud.-fimmtud. kl. 09.00-10.30
3. fl. 9-11 ára þriðjud.-föstud. kl. 13.30-14.50
4. fl. 12-13 ára mánud.-miðvikud. kl. 14.30-15.50
5. fl. 12-13 ára þriðjud.-föstud. kl. 15.00-16.20
6. fl. 14-16 ára mánud.-miðvikud. kl. 16.15-17.35
7. fl. 14-16 ára fimmtudaga kl. 15.20-18.00
Kennari: Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir.
Kvöldnámskeið
Teikning fyrir fuliorðna
(Aðaláhersla á módelteikningu)
Fyrir byrjendur:
Teikning I: Mánud.-fimmtud. kl. 17.30-19.30.
Kennari: Kristín Arngrímsdóttir.
Teikning I: Þriðjud.-föstud. kl. 20.00-22.00.
Kennari: Eyþór Stefánsson.
Teikning I: Miðvikudaga kl. 19.20-22.00.
Kennari: Auður Ólafsdóttir.
Fyrir lengra komna:
Teikning II: Mánud.-fimmtud. kl. 20.00-22.00.
Kennari: Kristín Arngrímsdóttir.
Teikning II: Þriðjud.-föstud. kl. 17.30-19.30.
Kennari: Eyþór Stefánsson.
Námskeiðin hefjast mánudaginn 12. sept. nk. og lýkur
um miðjan desember.
Innritun á skrifstofu skólans 5.-9. sept. kl. 10.00-12.00.
Skipholti 1, 105 Reykjavík, sími 19821
Innritun í allt nám í sænsku og norsku fer
fram í Miðbæjarskólanum.
FRAMHALDSSKÓLAR
Mánudaginn 12. september kl. 17.00-18.00 í
stofum 18 og 19. Námsefni og námstilhögun
kynnt, kennslutími ákveðinn.
Skólaárið 1988-1989 verður kennt í Miðbæjar-
skólanum og Menntaskólanum við Hamrahlíð.
GRUNNSKÓLAR
Mánudaginn 12. september kl. 17.00-18.00 í
stofu S (sænska) og stofu N (norska).
Skólaárið 1988-1989 verður kennt í Miðbæjar-
skólanum og hverfisskólum eins og í fyrra.
ATH. Mikilvægt að allir mæti í innritun og hafi
með sér stundatöflu.
Skólastjóri
Iðnvæddur miðbær. Stóriðjur sem menga umhverfið eiga að greiða
skatta sem renna til annarra fyrirtækja, vel rekinna og þrifalegra.
Vestur-Pýskaland
Lafontaine
mælir bannorð
„Hœgri-snú“ eða bráðsnjöll „perestrojka“ í
vesturþýska Jafnaðarmannaflokknum?
ingi vesturþýskra jafnaðar-
manna lauk í Miinster í gær.
Hans-Jochen Vogel var endur-
kjörinn formaður flokks þeirra,
Oskar Lafontaine var endurkjör-
inn fyrsti varaformaður og Jo-
hannes Rau var endurkjörinn
annar varaformaður.
Merkustu tíðindin af þingi
þessu eru stefnubreytingar Jafn-
aðarmannaflokksins í efna-
hagsmálum. Flokkurinn hefur
sem sagt tekið nýjan pól í hæðina
í afstöðu sinni til atvinnufyrir-
tækja, flokksmenn hyggjast
greiða götu þeirra hefjist þeir til
valda í sambandsþingskosning-
unum árið 1990.
Pað var sjálfur forsætisráð-
herra Saarlands, Lafontaine, sem
hóf máls á þessum nýmælum í
framsöguræðu á miðvikudaginn.
Þykir það benda til þess með ó-
yggjandi hætti að honum sé ætlað
að leiða flokkinn í næstu kosning-
um sem frambjóðandi í kanslara-
embættið.
Lafontaine er 44 ára gamall og
hefur löngum þótt hallast á sveif
með vinstriöflunum innan Jafn-
aðarmannaflokksins, verið and-
snúinn veru Vestur-Þýskalands í
Nató og tekið undir ýmsar at-
hugasemdir Græningja. Viður-
nefni hans er „Rauði-Oskar“ og
hefur þeim Willy Brandt Iöngum
verið vel til vina.
í ljósi þessa kom það fjölmörg-
um í opna skjöldu að hann skyldi
flytja ræðu sem boðaði einskonar
„hægri-snú“ flokksins, einsog
ýmsir viija nefna stefnubreyting-
una. Þótti mörgum hart að sitja
undir því að Lafontaine prédik-
aði þann fagnaðarboðskap að
ekkert nema iðnvæðing gæti unn-
ið bug á atvinnuleysi í landinu.
Þó þótti verkalýðsleitogum í
hópi flokksfélaga verst þegar
ræðumaður bar þeim á brýn að
eiga með ósveigjanleika sínum og
stífni hluta sakar á því að 2 milj-
ónir manna fá ekki handtak að
gera í Vestur-Þýskalandi. Stefna
verkalýðshreyfingarinnar væri
úrelt í ýmsum veigamiklum mál-
um.
Lafontaine sagði brýna nauð-
syn bera til þess að Jafnaðar-
mannaflokkurinn legði þá stefnu
fyrir róða að ríkið ætti að hlutast
til um gang efnahagslífsins með
gífurlegum fjárfestingum í iðn-
aði. Einu afskipti hins opinbera
ættu að vera þau að setja háa
skatta á iðjuver sem menguðu
umhverfi úr hófi fram en hygla
fyrirtækjum sem sýndu djörfung
og hug og væru líkleg til þess að
skapa atvinnu og skila arði.
Ræðumaður vakti kurr í hópi
verkalýðsforingja er hann lagði
til að jafnaðarmenn losuðu sig
við líkið úr lestinni; þá alröngu
Oskar Lafontaine.
stefnu að halda uppi fullri vinnu
við óarðbærar kolanámur og stál-
iðjur með því að ausa án afláts úr
almannasjóðum. Fyrr en síðar
yrði að snúa við blaðinu.
Skömmu eftir að Lafontaine
sté úr pontu kvaddi Franz
Steinkuler sér hljóðs en hann er
formaður Sambands stáliðju-
manna. Galt hann þýskum jafn-
aðarmönnum varhuga við því að
rjúfa 125 ára hefð fyrir samstöðu
flokks og verkalýðshreyfingar.
Hvar lægju rætur Jafnaðar-
mannaflokksins annars staðar en
í hreyfingu alþýðunnar? Án
hennar liði hann skjótt undir lok.
Rithöfundurinn Martin Sus-
kind frá Munchen var á öndverð-
um meiði við Steinktiler. Hvatti
hann félaga til þess að íhuga ræðu
Lafontaines gaumgæfilega, hún
væri allrar athygli verð.
„Markmið hans er að lokka
fram nýjar hugmyndir. Hann
höfðar með málflutningi sínum til
fólks úr röðum millistéttanna,
upplýstra efasemdamanna á aldr-
inum 30-50 ára.
Þetta fólk bindur sig æ sjaldnar
á bás einhvers stjórnmálaflokks.
Það vantreystir pólitíkusum sem
ganga út frá kennisetningum og
hugmyndafræði í málflutningi
sínum. Lafontaine hefur gert
þessu fólki, og jafnaðarmönnum
sjálfum, heillandi tilboð."
Reuter/-ks.
Sovétríkin
Tratskíj á almenningsbókasöfn
Tass fréttastofan sovéska
greindi frá því í gær að allur
þorri bóka sem fyrir skemmstu
var ólöglegt að eiga og lesa væri
nú fáanlegur á almenningsbóka-
söfnum eystra. Af 10 þúsund
bannverkum væru nú 9.500 kom-
in uppí hillur safnanna. Frétta-
stofan gat þess sérstaklega að á
meðal verka sem almenningi gæf-
ist nú kostur á að kynna sér nú
væru nokkur eftir León Trotskíj.
Trotskíj er ekki í hópi þeirra fórn-
arlamba Jósefs Stalíns sem fengið
hafa uppreisn æru hjá núverandi
ráðamönnum í Kreml.
Fréttastofan ræddi við Vladím-
ír nokkurn Solodín, málsvara rit-
skoðunarskrifstofu ríkisins, sem
sagði nærri lokið að dreifa verk-
unum til safna. Þau 500 ritverk
sem áfram yrðu forboðnir ávextir
væru ýmist klámrit, zíónistaá-
róður, verk sem boðuðu gyðinga-
hatur eða aðra ógeðfellda þjóð-
rembu.
Trotskíj er ekki eini gamli
bolsahöfundurinn sem ívan Ivan-
ovitsj má nú kynna sér. Verk
Nikolaís Búkharíns, Aiexeis
Rýkovs og Levs Kamenevs verða
einnig fáanleg á bókasöfnum.
Þremenningar þessir voru teknir
af lífi á fjórða áratugnum eftir
sýndarréttarhöld. Trotskíj var
myrtur af flugumanni í Mexíkó
árið 1940. Það er alkunna að Stal-
ín réð þeim bana.
Fyrir skömmu hreinsaði Æðsta
ráðið mannorð þeirra Búkharíns,
Rýkovs og Kamenevs, lýsti dóm-
ana yfir þeim dauða og ómerka.
Vera má að röðin komi brátt að
Trotskíj. Ýmsir telja það hljóta
að vera fyrst verk hans eru ekki
lengur í banni.
Reuter/-ks.
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. september 1988