Þjóðviljinn - 03.09.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.09.1988, Blaðsíða 4
Kristinn H. Gunnarsson Alþýðubandalagið á Isafirði Félagsfundur á laugardaginn, 3. september nk. kl. 13.30, í Fjarðarstræti 9, í íbúð Bryndísar Frið- geirsdóttur. 1. Kristinn H. Gunnarsson ræðir efnahagsmálin. 2. Smári Haraldsson og Bryndís Frið- geirsdóttir bæjarfulltrúar ræða bæjarmálin. 3. Kjör fulltrúa á kjördæmisráðsfund. 4. önnur mál. Alþýðubandalagsfélag ísafjarðar Hrindum kjara- skerðingunni Gjaldadeild ríkisskatistjóra - virðlsaukaskattur Á næstu mánuðum verður ráðið í nýjar og áhugaverðar stöður hjá ríkisskattstjóra og í skattkerfinu vegna upptöku virðisaukaskatts. Nú leitar gjaldadeild RSK eftir umsóknum í eftirtaldar stöður: Stjórnun á lögfræðisviði Undir lögfræðisvið fellur m.a.: Lagatúlkanir, afgreiðsla álitamála, samning framkvæmdareglna og handbókargerð. Stjómun á tölvusviði Undir tölvusvið fellur m.a.: Umsjón með tölvuvinnslu, vélrænu eftirliti og skýrslum ásamt gerð tölfræðilegra upplýsinga. Stjórnun á þjónustusviði Undir þjónustusvið fellur m.a.: Kynningarstarfsemi, gerð leiðbeininga, eftirlit með og þjónusta við skattskyld fyrirtæki, nám- skeiðshald og eyðublaðagerð. Rrtari Ritari sjái um bréfaskriftir, skjalavörslu, rit- vinnslu og önnur almenn ritarastörf. Umsóknum skal skilað til gjaldadeildar ríkis- skattstjóra eigi síðar en 25. sept. nk. Nánari upplýsingar gefur Jón Guðmundsson í síma 91-623300. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Alþýðubandalagið lýsir ein- dregnum stuðningi við baráttu launafólks gegn kjaraskerðingar- áformum ríkisstjórnarinnar og atvinnurekenda, - segir í baráttu- kveðju Alþýðubandalagsins til útifundar á Lækjartorgi í gær. Nauðsynlegt sé að skapa víðtæka samstöðu gegn ríkisvaldi sem af- nemur frjálsan samningsrétt og ræðst gegn lýðræðislegum sam- tökum launafólks. f kveðju Alþýðubandalagsins segir ennfremur: „Alþýðubanda- lagið hvetur til þess að alit launa- fólk sameini kraftana og brjóti þannig bráðabirgðalögin á bak aftur.“ Hrinda eigi tilraunum til kjaraskerðingar sem einkum sé beint að láglaunafólki, opinber- um starfsmönnum og hinum fjöl- mennu starfsstéttum kvenna. í lok kveðjunnar segir: „Baráttu- kveðjur til ykkar allra, lýðræðið og réttlætið eru okkar megin.“ -hmp Æskulýðsfylking AB Vinnuvikan verði stytt Æskulýðsfylking Alþýðu- bandalagsins skorar á ríkisstjórn- ina að stytta vinnuvikuna um 10% láti hún verða af hótunum sínum um 10% skerðingu launa. Þannig myndi vinnuvikan styttast úr 40 tímum í 36 og fólk héldi í raun kaupi sínu en dregið væri úr launakostnaði. Ekki sé lengur hægt að una við það að fólki sé boðin sá eini kostur að lengja vinnu vikuna til að endar nái sam- an. í tilkynningu frá Æskulýðs- fylkingunni eru samtök launa- fólks einnig hvött til að beita sér fyrir aðgerðum í þá veru að fólk vinni styttri vinnudag sem nemi þeirri kjaraskerðingu sem verði. Bendir Æskulýðsfylkingin á að launafólk hafi mátt þola kjara- skerðingu og afnám samnings-, réttar hvað eftir annað á undan- förnum árum. Nú sé enn ein kjaraskerðingin á döfinni og þeir sem lökust hafi kjörinn eigi að bjarga þjóðarbúinu eins og fyrri daginn. íslendingar vinni orðið lengsta vinnudag í heimi og með áframhaldandi kjaraskerðingum verði ekki séð að sólarhringurinn dugi til. Æskulýðsfylkingin segir komið að því að launafólk spyrji hvað það fái í staðinn fyrir kjaraskerð- ingar. Rök sem segi launakostn- að fyrirtækja of háan dynji á launafólki þessa dagana, þó mætti vera ljóst að farsælasta leiðin til að draga úr launakostn- aði væri að minnka vinnuþrælk- un. Tölulegar staðreyndir sýndu að framleiðni á íslandi væri minni en í öðrum löndum. -hmp 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Vistunarheimili - Öskjuhlíðarskóli Vistunarheimili óskast fyrirvæntanlega nemend- ur skólaárið 1988-89. Nánari upplýsingar um greiðslur og fyrirkomulag hjá félagsráðgjafa í síma 689740 fyrir hádegi. Röntgentækni Tilboð óskast í röntgenbúnað fyrir eina skoðunar- stofu röntgendeildar Landspítalans. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgart- úni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h. fimmtudaginn 13. október nk. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartuni 7, sími 26844 VETRARDAGSKRÁ 88-‘89 Haustnámskeið hefst 5. september Vetrarnámskeið I hefst 3. október * Vetrarnámskeið II hefst 14. nóvember Vetrarnámskeið III hefst 9. janúar Vetrarnámskeið IV hefst 20. febrúar ÞOLAUKANDI OG VAXTAMOTANDI ÆFINGAR Byrjendur I og II og framhald I FRAMHALDSFLOKKAR I OG II Nýi kúrínn slær ígegn!! 28+7 undir stjórn Dóru og Önnu ATH! Kynniðykkurafslan- arprógramm okkar. Keðjuverkandi af- slánurfyrirþær, sem eru allan vetur- inn ATH! A/ú eru einnig timar á laugardögum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.