Þjóðviljinn - 03.09.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 03.09.1988, Blaðsíða 13
BÚSETI Glaðir á góðri stund. Páll Gunnlaugsson form. Búseta, Jóhann Bergþórsson forstjóri Hagvirkis, sem sá um byggingarframkvæmdir og Reynir Ingibjartsson framkvæmdastjóri Búseta. Að gefast ekki upp Reisugilli hjá Búseta. Reynir Ingibjartsson: Straumhvörfframundan í -Þetta er skemmtilegur áfangi, en mest er um vert að núna erum við að byrja að uppskera eftir fimm ára tímabil sem hefur snúist um að vera til, gefast ekki upp og reyna með ðllum ráðum að sýna almenningi jafnt sem ráða- mönnum fram á réttmæti þess húsnæðisforms sem Búseti byggir á; búseturéttarformið, sagði ReynirIngibjartsson, starfsmaður Búseta, í stuttu spjalli við blaða- mann í gær, en þá náði félagið þeim merka áfanga að halda reisugilli vegna sambýlishúss síns við Frostafold í Grafarvogi. Hagvirki hf. reisti húsið fyrir félagið og er stefnt að því að íbúð- irnar 46 sem þar eru verði afhent- ar fullbúnar 1. desember. Reynir sagði að eftir barning- inn fyrstu fimm árin hjá félaginu og það sem það stæði fyrir virtist nú sem mikil umskipti lægju í loftinu; nú styttist í að fyrsta húsnœðismálunum bygging félagsins yrði fullbúin, og virtist svo sem margir hefðu ekki sannfærst fyrr en þeir sáu þetta níu hæða hús rísa. Pá væru lánamöguleikar nú að opnast, en Búseti hefur nú sótt um lán fyrir 180 íbúðum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu á næsta ári. Þessi fjöldi íbúðaumsókna endurspeglar þá staðreynd að 300 nýir félagsmenn hafa gengið í fé- lagið á undanfömum vikum: Hraðvaxandi áhugi virðist nú vera á því húsnæðisformi sem Búseti byggir á; búseturéttar- formið. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum hafa mörg bæjar- og sveitarfélög auk fé- lagasamtaka sýnt áhuga á því að taka upp samstarf við Búseta um byggingu og rekstur íbúðarhús- næðis. Reynir sagði að nú væru straumhvörf í húsnæðismálun- um. Einstefna á húsnæði í einka- eign gengi ekki lengur fyrir allan almennning; þeir sem færu út í að byggja núna sæju ekki til sólar næstu fjömtíu ár, en í saman- burði við leigumarkaðinn greiddi fólk í hinu nýja húsnæði Búseta ekki nema helming, jafnvel allt niður í þriðjung, og í þokkabót væri leiguhúsnæðið á hinum al- menna markaði í hæsta máta ó- tryggt eins og dæmin sönnuðu. -Við í Búseta erum ekki að finna neitt upp, sagði Reynir; samskonar háttur hefur lengi ver- ið hafður á í nágrannalöndunum. En fleiri og fleiri hér á landi gera sér nú orðið ljóst að það er of mikið að leggja það á eina fjöl- skyldu að eignast sitt húsnæði ein og sjálf. Ábyrgðin þarf að vera á fleiri herðum, og þá leita menn að því félagsformi sem hentar. Þetta er ekki síst skýringin á því að fólk streymir nú inn í félagið. HS Sigvaldi Eggertsson og Guðmunda Þórisdóttir á reisugillinu í Búsetablokkinni í gær: Fólk sýnir þessu nýja húsnæðisformi nú orðið mikinn áhuga. Mynd: Ari Þungur róður á tímabili Sigvaldi Eggertsson og Guðmunda Þórisdóttir: Verðum vör viðsívax- andi áhuga á búseturéttarforminu Tilvonandi íbúar Búsetablokk- arinnar að Frostafold 20 í Grafar- vogi fjölmenntu að vonum í reisugillið í gær. Þeirra á meðal voru GuðmundaÞórisdóttir, skrif- stofumaður, og Sigvaldi Eggerts- son, verkamaður, en þeim hefur verið úthlutað fjögurra herbergja íbúð þarna í húsinu. -Við erum bæði stofnfélagar í Búseta, sögðu þau; okkur leist strax vel á hugmyndina, enda þessar hefðbundnu lausnir á húsnæðismálunum komnar í fullkominn hnút um það leyti sem við fórum að hugsa okkur til hreyfings. Og ekki hefur ástandið batnað síðan; það er alveg klárt mál að það er erfiðara núna en nokkru sinni að eignast eigin íbúð. Það er örugglega engin til- viljun að okkur finnst fólk í kring- um okkur sýna búseturéttarform- inu mikinn áhuga og spyrja mikið út í þessa hluti. Það er varla nokkur maður sem hefur efni á að byggja og kaupa lengur, eins og þeim málum er fyrir komið. En þetta var þungur róður á tímabili. Undirtektir ýmissa ráðamanna voru á tímabili svo andsnúnar þessu nýja húsnæðis- formi að við vorum farin að halda að ekkert yrði úr. HS Laugardagur 3. september 1988 pjÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Hússtjórnarskólinn í Reykjavík Námskeið veturinn 1988-1989 I Saumanámskeið 7 vikur Kennt mánudaga kl. 19-22 fatasaumur þriðjudaga kl. 19-22 miðvikudaga kl. 19-22 fimmtudaga kl. 19-22 mánudaga kl. 14-17 (bótasaumur-útsaumur) II Vefnaðarnámskeið 7 vikur Kennt verður mánudaga og fimmtudaga kl. 14-17 og miðvikudaga kl. 17-20. Þeir sem kunna að vefa en óska eftir aðstoð við upp- setningu, geta fengið afnot af vefstólum. III Matreiðslunámskeið 6 vikur Kennt verður mánudaga og miðvikudaga kl. 18-21. IV Stutt matreiðslunámskeið Kennt verður kl. 13.30-16.30 Gerbakstur 2 dagar Grænmetis- og baunaréttir 3 dagar Fiskréttir 3 dagar Smurt brauð 3 dagar Notkun örbylgjuofna 1 dagur V 4. janúar 1989 hefst 5 mánaða hússtjórnarskóli með heimavist fyrir þá nemendur sem þess óska. Námið er viðurkennt sem hluti af matartæknanámi og undirbúningsnám fyrir kennaranám. Upplýsingar og innritun í síma 11578 mánudaga- fimmtudaga kl. 10-14. Innritun hefst mánudaginn 5. september. 16. og 17. september verður kynning á starfsemi skólans á Sólvallagötu 12, kl. 15-18. Skólastjóri Lifandi vinnustaður Óskum eftir rösku, duglegu og samviskusömu fólki í létt hreinlætis- og eftirlitsstörf á lifandi og skemmtilegum vinnustað. Einnig óskast verk- stjóri og starfsmaður til starfa útivið á sama stað. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 12244 milli kl. 10og 14virkadaga. BTónlistarskóli ^ Seltjarnarness Síðasti innritunardagur í dag í Tónlistarskólanum við Melabraut frá kl. 10.00-17.00. Verðkönnun á strætisvögnum Ákveðið hefur verið að kanna framboð og verð á strætisvögnum. Um er að ræða kaup á 20 vögnum til afgreiðslu á 3-4 árum. Lýsing á stærð, gerð og búnaði vagna, sem boðnir eru ásamt upplýsingum um verð þarf að hafa borist Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar í síðasta lagi 1. nóvember 1988. Nánari leiðbeinandi upplýsingar varðandi vagna- kaupin liggja fyrir á skrifstofu vorri að Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.