Þjóðviljinn - 03.09.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.09.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Ölfusárbrúin 40 ára meðganga á enda Vegur og brú um Ölfusárós formlega tekin í notkun í dag. Sjóminja- safnið á Eyrarbakka með sögusýningu um brúarmálið dag verður vegur og brú um I Ölfusárós formlega tekin í notkun. Segja má að tíu ár séu liðin frá því framkvæmdir hófust með miljón króna framiagi sýslu- nefndar Árnessýslu, en síðan í hittifyrra hefur verið unnið af kappi við mannvirkjagerðina. Af þessu tilefni stendur Sjó- minjasafnið á Eyrarbakka fyrir sögusýningu sem nefnist: „Bar- áttan um brúna. Brot úr sögu brúarmálsins. Inga Lára Bald- vinsdóttir, safnvörður og hvata- maður að sýningunni, sagði að sögu þessa brúarmáls mætti rekja 40 ár aftur í tímann, en í sam- komuhúsinu Stað á Eyrarbakka þar sem sýningin er haldin getur að líta ljósrit af blaðagreinum um málið, þingsályktunartillögum, samþykktum hrepps- og sýslu- nefnda, auk ljósrita af fyrri teikningum af brú á þessum stað. - Algeng meðganga á brú er um 20 ár skilst manni, en þessi slær víst öll met, sagði Inga Lára; brú um Ölfusárós var fyrst teiknuð árið 1952 og stóð Vega- gerðin að því, en næst árið 1961 að frumkvæði Eyrarbakkahrepps og þýskra aðila sem buðust þá til að útvega lánsfé frá Þýskalandi til framkvæmdanna. En alltaf dag- aði þessar fyrirætlanir uppi. Vegalengdin milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar styttist fyrir vikið úr 50 kílómetrum í 16, og sagði Magnús Karel Hannesson, oddviti á Eyrarbakka, að ekki væri nokkur vafi á því að sam- göngubótin skapaði heilmikla möguleika fyrir þau byggðarlög sem væri málið skyldast, ekki að- eins í atvinnulegu tilliti heldur einnig menningarlegu. Nýja brúin er 360 metra löng og er hún í 8 höfum. Brúin er byggð úr járnbentri steinsteypu. Yfirbyggingin er eftirspennt, og var hún byggð í 8 áföngum sem spenntir voru saman. HS Fiskmarkaðir Hátt verð og Irtill afli Vikusalan náði hœst um 2-300 tonnum og allt niður Í20 tonn hjá fiskmörkuðunumfjórum. Þorskurselstá 44-45 krónurkílóið ogýsa á 60-70 krónur og allt uppíllO krónur Ícílóið. Fiskvinnslan hefur notið góðs afútflutningskvótanumfremur en markaðirnir Mjög lítið framboð af fiski hef- ur verið að undanförnu hjá fiskmörkuðum landsins og hafa því verðin verið að sama skapi há. Þessu veldur fyrst og fremst mikil ótíð og aflaleysi. Svo virðist sem útflutningskvóti á ferskfisk hafi ekki leitt til aukins framboðs hjá fiskmörkuðunum heldur hef- ur fiskvinnslan tekið við þeim afla sem ekki hefur verið fluttur út. Einna mest hefur selst af fiski hjá Faxamarkaðinum í vikunni eða um 2-300 tonn. Að sögn Andrésar Hailgrímssonar hafa aflabrögð verið mjög léleg að undanförnu enda verið svo til stanslaus bræla á miðunum. Þorskkílóið hefur farið á 44-45 krónur sem er mun hærra en venjulega þegar það er í 38-40 krónum að meðaltali. Til saman- burðar má nefna að lágmarks- verð Verðlagsráðs á 2. kílóa þor- ski með kassauppbót er um 30 krónur. Þá hefur ýsan selst á 60- 70 krónur kflóið að undanförnu en er að jafnaði á 50-60. Fyrstu sjö mánuði ársins hefur Faxa- markaður selt rúm 10 þúsund tonn fyrir rúmar 300 miljónir króna. Hjá Fiskmarkaði Suðurnesja hefur verið óvenjulítil sala í vik- unni og hafa aðeins selst 137 tonn fyrir 6 miljónir króna. Til saman- burðar má nefna að þegar mest Mun minna hefur verið um fisk á fiskmörkuðum á síðustu dögum en oft áður vegna brælu á miðunum og lítils afla. Það hefur leitt til mun hærra verðs en er venjulega. Dæmi eru um að vikusalan hafi aðeins náð 20 tonnum sem er í rauninni ekki neitt. ísafjörður Gjaldþrot hjá 0. N. Ólsen Heildarskuldir 180 milljónir en eignir metnar á 120 milljónir Rækjuverksmiðjan O.N.Ólsen á ísafirði hefur tekin til gjaldþ- rotaskipta en skuldir fyrirtækis- ins nema 180 milljónum króna en eignir þess eru metnar á 120 milljónir. Verksmiðjan var tekin til gjaldþrotaskipta af kröfu Vélsmiðjunnar Odda á Seyðis- firði og og Skipasmíðastöðvar M.Bernharðssonar á ísafirði. Fyrirtækið skuldar þó mest til op- inbera sjóða og Landsbankans. Ekkert hefur verið unnið í verks- miðjunni sl. hálfan mánuð þar sem Orkubú Vestfjarða lokaði fyrir rafmagn til verksmiðjunnar vegna vanskila. Hjá O.N.Ólsen hafa unnið að jafnaði um 30 manns. -grh var á vertíðinni í vetur seldu þeir fyrir 30 miljónir á á viku hverri um tíma. Þetta litla framboð hef- ur leitt til mun hærra verðs en oft áður og hefur meðalverð tegunda í vikunni náð vel yfir 50 krónur hvert kfló á móti rúmlega 30 krónum að jafnaði yfir árið. Fyrstu sjö mánuði ársins hefur markaðurinn suður með sjó selt rúmlega 15 þúsund tonn af fiski fyrir um 511 miljónir króna og hefur markaðurinn stungið öðr- um mörkuðum ref fyrir rass í samkeppninni. Helgi Þórisson skrifstofustjóri hjá Fiskmarkaði Hafnarfjarðar sagði að þeir hefðu aðeins náð að seljaum 100 tonnívikunni sem er óvenjulítið eins og gefur að skilja. Þorskurinn hefur því selst á um 64 krónur kflóið sem er mjög hátt verð þó svo að um línu- fisk hafi verið að ræða. Þá hefur góð ýsa náð að seljast á 110 krón- ur kflóið. Tveim togurum í Hafn- arfirði hefur verið breytt í frysti- togara og munar um minna og hefur markaðshlutdeild báta því aukist að sama skapi og tonna- fjöldinn því minnkað. Fyrstu sjö mánuði ársins hefur Fiskmarkað- ur Hafnarfjarðar selt 12.500 tonn fyrir um 400 miljónir króna. Einna minnst hefur verið að gera hjá Fiskmarkaði Vest- mannaeyja í vikunni og hafa þar aðeins selst um 20 tonn þrátt fyrir þokkalegan afla hjá Eyjabátum. Að sögn Finns Sigurgeirssonar framkvæmdastjóra skipta Eyja- bátar við saltfiskvinnsluna og hefðbundna vinnslu fremur en að selja á markaðnum. Með því telja útgerðarmenn að þeir geti tryggt sig betur fyrir góðu verði en að selja á fiskmarkaðnum. Þá hefur útflutningskvótinn á ferskfiski ekki skilað sér í auknu fiskmagni inn á fiskmarkaðinn og sagði Finnur að svo virtist sem vinnslan hefði frekar notið góðs af kvótan- um en hitt. Þrátt fýrir íhaldsemi Eyjamanna ætla fiskmarkaðs- menn að þreyja harðindin út árið í von um betri tíð í haust og í vetur en markaðurinn tók ekki til starfa fyrr en í janúar í ár. -grh Fisksalar Útflutningskvótinn Aðeins 697tonn ígámum Utanríkisráðuneytið: A ukþess veitt leyfijyrir 250-300 tonnum með 7 bátum. Kvótinn við lýði útmánuðinn. Áfram- haldið óráðið. Jötunn í Eyjum: Mótmælir kvót- anum harðlega Á fundi kvótanefndar við- skiptadeildar utanríkisráðun- eytisins í gær var samþykkt að leyfa útflutning á 697 tonnum af þorski og ýsu í gámum og 250-300 tonnum með 7 bátum. Að sögn Stefáns Gunnlaugs- sonar í utanríkisráðuneytinu skarst enginn nefndarmanna úr leik nú eins og á síðsta fundi nefndarinnar en þá tók fulltrúi útvegsmanna ekki þátt í úthlut- uninni vegna þess að tillaga hans um að kvótinn yrði aukinn hlaut engar undirtektir ráðuneytis- manna. Stefán sagði að kvótinn yrði við lýði út mánuðinn sam- kvæmt því sem ákveðið var í sumar þegar hann var settur á. Þó sagði Stefán að markaðirnir ytra styrktust með haustinu og hvað þá tæki við væri ekki fullráðið. Þó mætti gera ráð fyrir að einhver stýring yrði á útflutningnum áfram. Samkvæmt venju bjóst Stefán alveg eins við að þeir sem heimild fengu nú til útflutnings með gám- um myndu ekki nýta sér hana til fulls og í staðinn fyrir um 1000 tonna útflutningsleyfi gæti svo farið að aðeins yrði flutt út í næstu viku 850 tonn. Útflutningskvótinn nýtur lítilla vinsælda meðal sjómanna sem telja að hann rýri kjör þeirra sem þegar séu verri en almennt gerist meðal viðmiðunarstéttanna. Á stjórnarfundi í Sjómannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum sem ný- lega var haldinn var kvótanum harðlega mótmælt. Stjórn félagsins lítur svo á , að viss stjórnun á útflutningi á ísfiski í gámum geti verið nauðsynleg. Stjórnin getur hins vegar ekki sætt sig við þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið undanfarnar vikur þar sem skipum er meinað að flytja út aflann jafnvel þó ekki sé hægt að losna við hann hér- lendis á gildandi fiskverði. Stjórn Jötuns skorar á sjávar- útvegsráðherra að afnema nú þegar hömlur á útflutningi á ís- fiski í gámum og taka upp við- ræður við hagsmunaaðila í sjá- varútvegi um hugsanlega lausn á málinu. -grh/lg. Með hækkanir á bakinu Verðstöðvun ríkisstjórnarinnnar nær ekki tilfiskmarkaða. Fisksalar afar óhressir meðþað. Jóhannes B. Long: Um 90% affiskneyslu landsmanna er ýsa Verðstöðvun ríkisstjórnar- innar nær ekki til starf- semi fiskmarkaða landsins og verða því þeir fisksalar sem kaupa fisk frá þeim á hærra verði en oft áður að bera mismuninn á eigin herðum. Þetta hefur að von- um vakið litla hrifningu meðal þeirra. Að sögn Jóhannesar B. Long fisksala í fiskbúðinni Arnarbakka í Breiðholti hefur fiskverð á fisk- mörkuðum hækkað töluvert að undanförnu og vegna verðstöðv- unarinnar geta fisksalar ekki velt hækkuninni út í verðlagið. Hér er um að ræða hækkanir frá 7-8 krónum á hvert kfló en þó mis- jafnt eftir tegundum. Allt að 90% af fiskneyslu landsmanna er bundið við ýsuna en verð á henni til neytenda er háð verðlagsákvæðum og há- markaðsverð á ýsukflóinu er um 128 krónur. í vikunni hefur verð á ýsu farið á 110 krónur kflóið á markaði og af þessum 128 krón- um af hámarksverði hennar út úr búð borgar fisksalinn 10% í sölu- skatt til ríkisins. Það er því ekki að undra þó fisksalar séu óhressir með verðþróunina á fiskmörk- uðunum og verðstöðvun ríkis- stjórnarinnar, en neytendur prísa sig sæla á meðan enda langpíndir af sífelldum verðhækkunum án þess að nokkuð komi á móti í launahækkunum nema síður sé. Aðspurður um skýringu á því afhverju íslendingar borði ekki annað en ýsu, þrátt fyrir að fisk- salar hafi á annað tug fiskrétta í búðum sínum og jafnvel fleiri, sagði Jóhannes að auðvitað væri þetta stórskrítið en hann gæti ekki skýrt þetta út á annan veg en þann að enginn yrði leiður á ýsu í hvern mat og svo væri þetta að sjálfsögðu ekkert annað en hel- ber íhaldssemi. „Þetta mikla ýsuát er að sjálf- sögðu verðugt verkefni fyrir alla okkar fræðinga til að útskýra. Allavega veit ég ekki um neinn sem hefur rannsakað þetta mál“, sagði Jóhannes B. Long fisksali. Og hér með er þessu komið á framfæri fyrir þá sem hafa áhuga. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.