Þjóðviljinn - 03.09.1988, Blaðsíða 11
SKOLAMAL
Jóna Björk Helgadóttir
Fæ mikið af bókum lánað
Jóna Björk Helgadóttir er að
byrja 3. árið í nýmáladeild
Menntaskólans í Reykjavík. Hún
sagðist hafa keypt skólabækur
fyrir þrjú þúsund krónur eða svo
og sagðist búast við að hún slyppi
með það.
En ég fæ líka heilmikið af
bókum lánað, sagði hún; flestir
reyna að fá eins mikið lánað og
hægt er, og þá hjá systkinum,
frændfólki og kunningjum sem
hafa verið á undan í skóla.
Sjálf sagðist Jóna Björk eiga
tvo slíka að, og væri annar sex
árum á undan sér í skóla, en hinn
níu. Oftast mætti notast við eldri
útgáfur af skólabókum,. þótt það
væri ekki algilt.
Skólabúðir
Reykjaskóli fær nýtt hlutverk
Nemendur á aldrinum 11-15 ára geta dvalið þar við nám og leik
Eitt af því sem kennt verður i Reykjaskóla er róður. í tengslum við
sjóferðirnar verða kenndar öryggisreglur á sjó og vötnum.
Nú í haust verður farið af stað
með nýjung í íslensku skólastarfi,
með starfrækslu skólabúða í
Reykjaskóla í Hrútafirði. Þar er
áætlað að nemendur í 5. - 8. bekk
grunnskóla geti dvalið í nokkra
daga í senn og notið kennslu, úti-
veru og samvista hvort við annað
í nýju umhverfi.
Hugmyndin að þessu nýja
hlutverki Reykjaskóla kom fram,
er vandi héraðsskólans var rædd-
ur innan menntamálaráðuneytis-
ins fyrir tveimur árum. í mörgum
þeirra hefur nemendafjöldinn
dregist verulega saman og skóla-
húsnæðið stendur eftir vannýtt.
Reykjaskóli þótti henta mjög
vel til að gera tilraun með skóla-
búðir hér á landi. Góð heimavist
er fyrir allt að 90 nemendur og
nýtt kennsluhúsnæði var tekið í
notkun fyrir rúmum áratug. Að-
staða til íþróttaiðkana er einnig
mjög góð og verða íþróttir vænt-
anlega stundaðar af miklu kappi í
skólabúðunum.
Margþætt
hlutverk
í mörgum löndum Norður-
Evrópu er löng hefð fýrir starf-
semi skólabúða og eru þær orðn-
ar fastur liður í skólastarfi hinna
Norðurlandanna. í aðalatriðum
beinist starfið í skólabúðum að
sömu markmiðum og í al-
mennum grunnskólum, en sér-
stök áhersla er lögð á félagslegt
gildi þess að börnin dvelji saman í
nokkra sólahringa, fjarri sínu
vanalega umhverfi.
Staðsetning úti í sveit býður
upp á marga möguleika til að
gera náttúru- og umhverfis-
fræðslu fjölbreyttari og verður
sérstök áhersla á þann þátt náms-
ins í Reykjaskóla. Aðstaða til að
fræða um sögu og lífshætti fólks á
fyrri tímum er einnig góð, því
Byggðasafn Húnvetninga og
Strandamanna er skammt undan,
á Reykjaskaga. Meðal merkustu
muna þar er hákarlaskipið Ófeig-
ur frá Ófeigsstöðum á Ströndum
og einnig er þar varðveitt bað-
stofa frá síðustu öld.
Nokkur af þeim verkefnum,
sem kennarar og nemendur taka
sér fyrir hendur á meðan dvalist
er í skólabúðunum í Reykja-
skóla, eru þegar ákveðin og má
nefna:
1. Fjaran: Könnun á lífríki fjör-
unnar og tekin sýni til nánari at-
hugunnar í náttúrufræðistofunni
með aðstoð hjálpargagna.
2. Gönguferðir-náttúruskoðun:
Gengið um með kennara og
áhersla lögð á fjölþætta upplifun
og reynslu. Fuglalíf er fjölskrúð-
ugt við Reykjaskóla og verður
lögð áhersla á að kenna nemend-
um að þekkja fulglana, bæði á
útliti og hljóðum.Auk lífvera eru
athugaðir lífvana hlutir, svo sem
jarðmyndanir, frostmyndanir og
skýjafar. Náttúruvernd verður
gerð skil í tengslum við gönguf-
erðir og nemendur hvattir til að
veita umhverfisspjöllum athygli
og ræða um leiðir til úrbóta.
3. Ratleikur: í ratleikjum verður
kennt að nota kort og áttavita og
einnig verður keppt í þessari
þraut.
ný
||| DAGVIST BARIVA
Fóstrur,
þroskaþjálfar,
áhugasamt
starfsfólk!
Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfsfólki í
gefandi störf á góðum vinnustöðum.
Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi.
Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvist-
arheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277.
Vesturbær - miðbær Símar:
Grænaborg Eiríkstöu 2 14470
Hamraborg v/Grænuhlíð 36905
Laufásborg Lausásvegi 53 17219
Múlaborg v/Ármúla 685154
Njálsborg Njálsgötu 9 14860
Nóaborg Stangarholti 11 29595
Skáli Kaplaskjólsvegi 17665
Skóladagh. Auðarstræti 3 27395
Tjarnarborg Tjarnargötu 33 15798
Valhöll Suðurgötu 39 19619
Vesturborg Hagamel 22438
Ægisborg Ægisíðu 104 14810
Austurbær
Árborg Hlaðbæ 19 84150
Foldaborg Frostafold 33 673138
Hlíðaborg v/Eskihlíð 20096
Holtaborg Sólheimum 21 31440
Rofaborg Skólabæ 2 672290
Sunnuborg Sólheimum 19 36385
Breiðholt
Arnarborg Maríubakka 1 73090
Bakkaborg v/Blöndubakka 71240
Fálkaborg Fálkabakka 9 78230
Fellaborg Völvufelli 9 72660
Hálsaborg Hálsaseli 27 78360
Hálsakot Hálsaseli 29 77275
Hraunborg Hraunbergi 10 79600
Hraunkot Hraunbergi 12 78350
Iðuborg Iðufelli 16 76989
Leikfell Æsufelli 4 73080
Seljaborg v/Tungusel 76680
Suðurborg v/Suðurhóla 73023
Völvuborg Völvufelli 7 73040
Völvukot Völvufelli 7 77270
ösp/sérd./almd. Asparfelli 10 74500
I
I
I
HANDMENNTASKOtl ISLANDS
Simí 27644 box 1464 121 Reykjovík
Handmenntaskóli íslands hefur kennt yfir 1250 íslending-
um bæði heima og erlendis á síðastliðnum sex árum. Hjá
okkur getur þú lært teikningu, litameðferð og skrautskrift
— fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í
bréfaskólafomi. Þú færð send verkfæri frá okkur, sendir
okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka.
Þeim, sem minni tíma hafa, bjóðum við uppá stutt
hæfileikapróf á þessum sviðum. — Biddu um kynningu
skólans með því að snda nafn og heimilisfang til okkar eða
hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við
pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tímalengd námskeið-
anna stjórnar þú sjálí(ur) og getur því hafið nám þitt,
hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er
tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra teiknun
og skrautskrift á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú
getur þetta líka.
I
ÉG OSKA EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT
HMI MER AD KOSTNADARLAUSU
NAFN.
I
^^HEIMILISF..
Laugardagur 3. september 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍOA 11