Þjóðviljinn - 22.09.1988, Side 3

Þjóðviljinn - 22.09.1988, Side 3
DRAMATÍSK HLÞRIF í BEINNI ÚTSENDINGU Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2: „Hlutimir gerast fyrr og hraðar hjá okkur -sáermunurínn.“ Fréttastofa Stöðvar 2 hefur unnið marga glæsta sigra á skömmum tíma. Hún er fyrr á ferðinni en keppinauturinn og oftar en ekki hefur hún skotið kollegum sínum ref fyrir rass með vandaðri umfjöllun um stórviðburði. Fréttastofan hefur ekki síður farið á kostum í beinum útsendingum. Tilþrif hennar hafa jafnvel vaidið dramatískum þáttaskilum í íslenskum stjómmálum. Hver man ekki yfirheyrsluna yfir Þorsteini Pálssyni sem leiddi til stofnunar Borgaraflokksins? Eða sögulegan fund þeirra Jóns Baldvins og Steingríms í beinni útsendingu á „kvöldi hinna löngu hnífa“? Og hver man ekki einvígi þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Kortsnojs, þar sem Stöð 2 gekk iengra en aðrir og varð fyrst allra í veröldinni til þess að sýna skákkeppni í beinni útsendingu heimsálfa á milli. Páll Magnússon hefur verið fréttastjóri Stöðvar 2 frá upphafi. Hann kom heim frá Svíþjóð með Phil Cand próf í stjómmáiasögu og hagsögu fyrir níu árum síðan. Ferill Páls í blaðamennskunni hefur verið jafn hraður og fréttimar hans eru á Stöð 2. Hann gerðist blaðamaður á Vísi, varð fréttastjóri Tímans, síðan aðstoðarritstjóri lceland Review, annaðist fréttaskýringaþætti í ríkisútvarpinu, sló síðan í gegn á skjánum með „seinni fréttir" ríkissjónvarpsins og starfaði sem varafréttastjóri á þeim bæ þar til hann réðist tii starfa á Stöð 2 sem fréttastjóri. „ Ég kom hérað tómu húsi 1986, staðráðinn í að gera fréttastofu Stöðvar2að bestu fréttastofnun landsins. Til þess þurfti ég að ná til mín hæfasta fréttafólkinu. Það tókst. Kosningasjónvarp okkar í fyrra færði fólki heim sanninn um að við vorum ekki aðeins komin til að vera, heldurtilaðgerabetur. Um mannaráðningar, fréttamatogannað, sem snertirhina faglegu hlið hefég frelsi. Ég erblessunarlega laus við stirðbusalegarákvarðanirofanfráogpólitísktskrifræði. Þess vegna erum við komin lengra á 2 árum en keppinauturinn hefur náð á 20 árum“. APRÍL’86 JÚLÍ’88 10% 40% I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.