Þjóðviljinn - 22.09.1988, Síða 16

Þjóðviljinn - 22.09.1988, Síða 16
“SPURNINGIN" Hefurðu trú á þjóðstjórn- arhugmyndum Kvenna- listans? Guðjón Andersen málari: Nei það hef ég ekki þar sem ég hef enga trú á stefnu Kvennalist- ans. Þær eru með yfirlýsingar um hitt og þetta en þegar á reynir guggna þær á liminu. fósmundur Bernódusson bílstjóri: Nei. Ég tel að ef kjörnir fulltrúar á Alþingi geta ekki komið sér sam- an um nauðsynlegar efnahags- aðgerðir eigi að kjósa upp á nýtt. Það er lýðræðisreglan að mínu mati. húsmóðir: Nei. Ég hef aldrei haft trú á pólitík Kvennalistans. Staðan í dag er að vísu slæm og til að greiða úr henni hef ég mesta trú á getu Steingríms Hermannssonar. húsmóðir: Nei. Ég hef enga trú á stefnu Kvennalistans. Eg hef það á til- finningunni að þær séu að teygja lopann með því að fara einhvern tímann í ríkisstjórn. í raun ætti að kjósa upp á nýtt. Soffía Eiríksdóttir verslunarkona: Já það hef ég. Ég held að þær hafi meira rétt fyrir sér nú en aðr- ir. Aftur á móti sýnist mér að það muni reynast þeim erfitt að ná ;sínu fram án kosninga. SÍMI 681333 Á KVÖLDIN £04040 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Það hefur viljað brenna við oftar en einu sinni að sjóslys hafa orðið vegna ófullnægjandi stöðugleika skipa og þeim hvolft fyrir bragöið. Til að bæta úr brýnni þörf hefur Siglingamálastofnun gefið út sérrit um stöðugleika fiskiskipa til halds og trausts fyrir skipstjórnarmenn. Mynd: Jim Smart. Siglingamálastofnun Áhersla á stöðugleika skipa Siglingamálastjóri: Besta björgunartœkið hlýtur ávallt að vera skipið sjálft. Námskeið um grundvallaratriði stöðugleika skipa haldið á nœstunni í Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, Isafirði og Dalvík. Athuganirstanda yfir á stöðugleika smærrifiskiskipa Stöðugleiki er tvímælalaust einn mikilvægasti öryggisþátt- ur hvers fiskiskips. Þrátt fyrir að í umræðum um öryggi fiskiskipa verði mönnum oft tíðrætt um þann öryggis- og björgunarbúnað sem í skipunum er, þá skipta hin- ar fyrirbyggjandi aðgerðir gegn slysum að sjálfsögðu höfuðmáli og besta björgunartækið hlýtur ávallt að vera skipið sjálft, sagði Magnús Jóhannesson siglingam- álastjóri í tilefni af útgáfu sérrits stofnunarinnar um stöðugleika fiskiskipa. Siglingamálastofnun ríkisins hefur í samráði við samgöngu- ráðuneytið og hagsmunaaðila í sjávarútvegi, undanfarin 2 til 3 ár, beitt sér fyrir margháttuðum aðgerðum til þess að auka stöð- ugleika fiskiskipa og nýlega kom út á vegum stofnunarinnar bæk- lingur er nefnist Kynning á stöð- ugleika fiskiskipa og hefur hon- um verið dreift um borð í öll ís- lensk skip. f þessum bæklingi, sem Siglingamálastofnun ríkisins hefur unnið í samráði við stýri- mannaskólana í Reykjavík og Vestmannaeyjum er leitast við að skýra nokkur grundvallaratriði stöðugleika skipa, ásamt al- mennum varúðarreglum við hleðslu og siglingu þeirra. Stöðugleiki, sem er hæfni skips til að rétta sig við þegar því hefur verið hallað, er annarsvegar háð- ur gerð skipsins og hins vegar þeim almennu varúðarráðstöf- unum sem áhöfnin gerir við dag- lega vinnu sína eins og við hleðslu skipsins, sjóbúnað, frágang farms og veiðarfæra svo og al- menna forsjálni við siglingu skips. A næstunni verða haldin á veg- um samgönguráðuneytisins í samvinnu við Stýrimannaskólann í Reykjavík vikulöng námskeið um grundvallaratriði stöðugleika skipa fyrir starfandi sjómenn víðs vegar um landið. Þessir staðir eru Vestmannaeyjar, Stykkishólm- ’ ur, ísafjörður og Dalvík. Einnig má geta þess að tekin hefur verið upp, í námsefni til 30 tonna skipstjóraréttinda, kennsla í stöðugleika skipa. Nú standa yfir að tilhlutan Siglingamálastofnun- ar ríkisins athuganir á stöðug- leika smærri fiskiskipa er stunda togveiðar á Vestfjörðum. Rannsóknir á sjóslysum sýna að algengasta orsök þess að skip farast er ófullnægjandi stöðug- leiki, sem fyrst og fremst má rekja til ófullnægjandi þekkingar skipstjórnarmanna. Þessu eru sjómenn ekki alveg sammála og telja að ekki séu fullnægjandi rök fyrir því hvort orsakir sjóslysa stafi af ófullnægjandi eigin stöð- ugleika skips eða af völdum ó- fullnægjandi hleðslu viðkomandi skips. I umræðum sem fylgt hafa í kjölfar sjóslysa sem hafa orðið af völdum ófullnægjandi stöðug- leika skipa hefur komið fram að handhægt rit um þennan öryggis- þátt skipa hefur vantað fyrir skip- stjórnarmenn og með útgáfu þessa sérrits Siglingamála- stofnunar er bætt úr brýnni þörf sem vonandi kemur öllum skip- stjórnarmönnum til góða í fram- tíðinni. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.