Þjóðviljinn - 28.09.1988, Side 4
Styrkir til bifreiðakaupa
Tryggingastofnun ríkisins veitir hreyfihömluöum
styrki til bifreiöakaupa.
Nauðsyn bifreiöar vegna hreyfihömlunar skal
vera ótvíræð. Umsóknir vegna úthlutunar 1989
fást hjá greiðsludeild Tryggingastofnunar ríkisins
Laugavegi 114 Reykjavík og hjá umboðs-
mönnum hennar um land allt.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember.
Frá Grunnskóla
Tálknafjarðar
Ennþá vantar okkur kennara í ýmsar kennslu-
greinar næstkomandi vetur.
Húsnæðishlunnindi í boði.
Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 94-2538 og
formaður skólanefndar í síma 94-2541.
Lausasölu-
böm
óskast
Hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans í síma
681333 milli kl. 9:00-12:00 virka daga og 9:00-
17:00 laugardaga.
þJÓÐVILJINN
Auglýsið í Þjóðviljanum
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Takið þátt í stefnumótun
Fundir starfshópa Alþýðubandalagsins
Málefnahópar Alþýðubandalagsins munu á næstu vikum efna til
funda með flokksmönnum og stuðningsmönnum flokksins.
Fundir þessir eru haldnir til undirbúnings umræðu og afgreiðslu í
miðstjórn Alþýðubandalagsins.
28. september:
Fjölskyldu-, uppeldis- og
menntamálanefnd Alþýðubandalagsins
kynnir drög að stefnumótun á fundi í Reykjavík.
Flokksmenn og stuðningsmenn flokksins eru eindregið hvattir til
að mæta á þessa fundi og tala þátt í stefnumótun Alþýðubanda-
lagsins.
Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagið á Austurlandi
Aðalfundur kjördæmaráðs
Aðalfundur kjördæmaráðs Alþýðubandalagsins á Austfjörðum
verður haldinn laugardaginn 8. október en ekki dagana 1 -2. októ-
ber eins og sagt var í Þjóðviljanum á þriðjudag. Fundurinn stendur
einungis í einn dag en auglýst dagskrá verður áður færð til sam-
ræmis við það.
ÆSKIJLÝPSFYLKINGIN
Æskulýðsfylkingin
Landsþing ÆFAB
verður haldið 7.-9. október nk. að Hverfisgötu 105 í Reykjavík.
Dagskrá:
Föstudagur 7. október: Kl. 20.00. Setning. 21.00 Skýrslur fluttar — um-
ræður. 22.00 Lagabreytingar kynntar.
Laugardagur 8. október: Kl. 10.00. Lagabreytingar, fyrri umræða. 11.00
Stjórnmálaályktun - umræða. 12.00 matur. 13.00
Stjórnmálaumræðu fram haldið. 14.00 Hópvinna: a) Efnahagshóp-
ur, b) Menntamálahópur, c) Utanríkismálahópur, d)
Verkalýðsmálahópur, e) Jafnréttismálahópur, f) Allsherjarhópur, g)
Lagabreytingar.
16.00 Kaffihlé. 16.30 Hópvinna framhald. 18.30 Hlé. 20.30
Borðhald/kvöldbæn.
Sunnudagur 9. október: 10.00 Lagabreytingar, lokaumræða, afgreiðsla.
11.00 Hópavinna framhald. 12.00 Matarhlé. 13.00 Afgreiðsla mála.
15.00 Kosningar. 18.00 Fundarslit. - Framkvæmdaráð.
FRÉTTIR
Ólafsfjörður
Bætur greiddar
Viðlagatrygging hefur greitt bœtur til52 einstaklinga. Langflestirsáttir
við bœturnar. Viðreisnarstarfið í bænum gengur vel
Viðlagatrygging hefur greitt 52
einstaklingum á Ólafsfirði
samtals um 13 milljónir króna
vegna þess tjóns sem þeir urðu
fyrir þegar aurskriður runnu yfir
bæinn 28. og 29. ágúst. Geir Zo-
ega framkvæmdastjóri Við-
lagatrygingar segir að ennþá eigi
eftir að ganga frá bótum 3-4 ein-
staklinga en greiðslur til þeirra
verði tilbúnar í næstu viku.
Tryggingarbætur vegna tjóns á
eignum kaupstaðarins verða ekki
að fullu greiddar fyrr en heildart-
jónið liggur fyrir.
Geir Zoega sagði í samtali við
Þjóðviljann að bætur hvers ein-
staklings væru ákaflega misjafnar
enda hefði tjón verið mis mikið,
allt frá skemmdum á lóðum til
húseigna og innbús. „Ég held að í
heild hafi allir verið sáttir við af-
greiðslu Viðlagatryggingar og
hún gekk mjög hratt fyrir sig,“
sagði Geir. Hann sagði þá sem
orðið hefðu fyrir tjóni hefðu get-
að komið umkvörtunum á fram-
færi við Viðlagatryggingu og ef
þær hefðu reynst á rökum reistar
hefði verið tekið tillit til þeirra.
Að sögn Geirs á eftir að ganga
frá stærstu tjónaþáttunum sem
eru eignir Ólafsfjarðarkaupstað-
ar. Þar er um að ræða skemmdir á
hitaveitulögnum, vatnslögnum,
skólplögnum og fleiri lögnum.
Geir sagði Viðlagatryggingu þeg-
ar hafa greitt inn á viðgerðirnar
en ekki yrði ljóst hvað um stóra
upphæð yrði að ræða fyrr en við-
gerðum væri lokið. Bjarni Gríms-
son bæjarstjóri Ólafsfjarðar
sagði erfitt að gera sér grein fyrir
kostnaði við viðgerðir á eignum
bæjarins en hann giskaði á 5-10
milljónir króna.
Bjarni sagði viðgerðir ganga
vel en veðrið hefði verið leiðin-
legt og tafið viðreisnarstarfið.
Ennþá mætti sjá í bænum hvað
komið hefði fyrir. Bjarni sagði
lang flesta einstaklinga sem urðu
fyrir tjóni vera sátta við þær bæt-
ur sem þeir hafa fengið frá Við-
lagatryggingu. Hann vissi þó til
þess að einhverjir væru óánægðir
en hann vonaði að þeirra mál
leystust á farsælan hátt.
Bæturnar sem Viðlagatrygging
greiðir út vegna aurskriðanna eru
heldur lægri en greiddar voru út
vegna hamfaranna á Patreksfirði
1983 og vegna sjógangsins á
Akranesi 1984, tjónið á Ólafs-
firði væri heldur minna ef hin tvö
væru framreiknuð. -hmp
Sjónvarpsbingó Vogs
Styrktarfélag Vogs hleypti af
stað öðru fyáröflunarbingói
sínu á Stöð 2 sl. föstudag í þætti
með skemmtunarívafi sem nefnist
Þurrt kvöld. Undirtektir voru
góðar. Aðalvinningur var Su-
barubifreið frá Ingvari Helgasyni
hf. sem verið er að afhenda á
þessari mynd vinningshafa,
Sigurlaugu Grétarsdóttur frá
Vestmannaeyjum. Aukavinning-
ar eru tíu myndavélar.
Bingóið verður í 38 vikur alls.
Ríkisútvarpið leggur þessari fjár-
öflun fyrir Sjúkrastöðina Vog lið
með því að lesa á Rás tvö bingó-
tölurnar með léttri músík upp úr
hálftíu á föstudagskvöldum.
Sinfóníuhljómsveitin
Tónleikar á Vesturlandi
Dagana 8.-13. sept. s.l. fór Sin- hólmi í dag og í Borgarnesi á Á efnisskránni verða: ftalska
fóníuhljómsveit íslands í tón- morgun. stúlkan í Alsír, eftir Rossini, Pí-
leikaferð um Austurland. Nú eru Stjórnandi hljómsveitarinnar anókonsert í C-moll eftir Mozart,
hafnir tónleikar hljómsveitarinn- er petr; Sakari en einleikarar þau Trompetkonsert eftir Hummel
ar á Vesturlandi. Voru þeir fyrstu Ásgeir H. Steingrímsson og og Carmen svíta í útsetningu
í Ólafsvík í gærkvöldi, í Stykkis- Anna Quðný Guðmundsdóttir. Schedrins. -mhg
Einhverfa
Allt öðni vísi kennsla
Norrœn samtök um meðferð og kennslu einhverfra funda ífyrsta sinn
hér á landi
Rauði þráðurinn er kennsla;
við fjöllum um einkenni ein-
hverfra og hvernig beri að haga
sérkennsiunni, en hún er mjög
sérstök og allt öðruvísi en kennsla
annarra barna, segir Ragna
Freyja Karlsdóttir, skólastjóri
barna- og unglingageðdeildar
Landspítalans, um málefni ein-
hverfra.
Málþing var haldið í tengslum
við 7. vinnuþing Norrænna sam-
taka um meðferð og kennslu ein-
hverfra, en það var haldið í Ölf-
usborgum í síðustu viku. Samtök
þessi voru stofnuð árið 1982, en
árvisst vinnuþing þeirra var nú
haldið í fyrsta skipti hér á landi.
Samtökin eru vettvangur
skoðanaskipta og setja sér að
safna saman hugmyndum og ný-
mælum um málefni einhverfra.
Að loknum vinnuþingunum hafa
því jafnan verið gefin út rit með
greinum um þau efni sem hafa
verið til umfjöllunar hverju sinni.
Þingið hér á landi er að því leyti
sérstakt að unnið verður að
drögum að bók sem er samantekt
þinganna sex undanfarin ár.
Meðal þeirra málaflokka sem
unnið hefur verið að má nefna
einkenni og orsakir einhverfu og
viðhorf til hennar, sérkennslu og
aðferðafræði, líkamsþjálfun, mál
og samskipti, og unglingsárin og
kynlífið.
HS
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. september 1988