Þjóðviljinn - 28.09.1988, Side 6
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Tímamót
Þegar menn spyrja frétta af því hvaö sé aö gerast á
stjórnmálasviðinu, eiga þeir oftast við hinar dagiegu fréttir,
sem stundum verða nokkuð æsilegar vegna þess að at-
burðirnir gerast mjög hratt. Miklu sjaldnar er fréttaefnið djúp-
tækar breytingar eða gagnger uppstokkun á stjórnmála-
sviðinu. Þannig hefur fréttaflutningur af þeim tilraunum til
stjórnarmyndunar, sem hafa staðið yfir nú um hríð, aðallega
snúist um atburði líðandi stundar og vangaveltur um hvaða
menn settust í ráðherrastóla. Miklu minna hefur verið um
það rætt hvort þeir atburðir, sem hér hafa orðið á vettvangi
stjórnmálanna, séu kannski til marks um grundvallar-
breytingar á pólitískum veruleika á íslandi.
Ekki er að efa að menn munu lengi líta til þeirra atburða er
urðu innan ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar og velta því fyrir
sér hvað þar hafi eiginlega gerst. Atburðarásin, sem leiddi til
falls þeirrar ríkisstjórnar, er með ólíkindum miðað við öll fyrri
tíðindi í íslenskri stjórnmálasögu. Ríkisstjórn Þorsteins var
studd af þremur rótgrónum stjórnmálaflokkum. Þrír elstu
flokkar landsins, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og
Alþýðuflokkur, eiga samtals 41 þingmann af 63. Sú óvissa
og spenna, sem upp getur komið í naumum meirihluta, átti
ekki að vera fyrir hendi. Enginn einn stjórnarþingmaður gat
haft þá tilfinningu að líf eða dauði ríkisstjórnarinnar hvíldi í
hendi hans eins, og því gæti hann, ef hann kærði sig um,
reynt að setja fram úrslitakröfur. Þótt fæðing stjórnarinnar
stæði yfir lungann úr síðasta sumri, var síður en svo unnt að
benda á eitthvert eitt atriði í samkomulagi flokkanna þriggja
sem líklegt væri til að sprengja stjórnina. Það er því engin
furða að menn leita skýringa á endalokum hennar.
Vegna þess að menn hafa ekki komið auga á skýr merki
þess að fráfarandi ríkisstjórn hafi endilega þurft að bera
dauðann í brjósti sér þegar hún komst til valda fyrir rúmu ári,
hafa margir viljað skýra örlög hennar með því að telja
stærsta mein hennar hafa stafað af persónulegum væring-
um milli ráðherranna. Sú skýring gerir ráð fyrir því að skap-
ferli einstakra ráðherra hafi ráðið úrslitum og hún kallar því á
útleggingar sálfræðinga.
Enn er of snemmt að kveða upp úr með það hvað varð
raunverulegt banamein ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonaren
margt bendir til að það hafi verið gjaldþrot þeirrar efnahags-
stefnu sem hún framfylgdi. Sú stefna hefur einkennst af
ofurtrú á að markaðsöflin færðu alla hluti til hins besta
vegar, að besta stjórnunaraðferðin væri að gera sem minnst
og helst ekki neitt.
Þegar ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar nennti ekki að lifa
lengur, voru ráðherrarnir flestir farnir að koma auga á það
sem almenningur um allt land hafði verið að keppast við að
benda þeim á: óheftur markaðsbúskapur með tilheyrandi
vaxtafrelsi og athafnafrelsi okraranna var að leggja íslenskt
efnahagslíf í rúst. Svo gæti farið að þau kaflaskil, sem sagn-
fræðingar framtíðarinnar telja að afsögn Þorsteins Páls-
sonar hafi markað í stjórnmálasögu íslendinga, verði einmitt
þetta gjaldþrot frjálshyggjunnar.
Nú tekur við völdum ný ríkisstjórn en hún er að stórum
hluta til skipuð mönnum sem sátu einnig í fráfarandi ríkis-
stjórn. Bæði Alþýðuflokkkurinn og Framsóknarflokkurinn
tóku fullan þátt í aðgerðum hennar og þessir flokkar bera því
sinn hluta ábyrgðarinnar á því sem illa fór.
Þjóðviljinn hefur áður bent á að ríkisstjórn verður ekki
sjálfkrafa vinstri stjórn þótt Alþýðubandalagið taki þátt í
henni. En seta Alþýðubandalagsmanna á ráðherrastólum
vekur fyrirheit í brjóstum þeirra sem telja sig vinstrimenn.
ÓP
KLIPPT OG SKORIÐ
Stjórnarkreppa
og ólympíuvökur
Hvort skyldi hleypa upp meiri
geðshræringum í Nonna og
Gunnu stjórnarkreppu- og
stjórnarmyndunartíðindin unda-
nfarna tíu daga eða þá ólympíu-
fréttir? Líklega ná pólitískar
geðshræringar til fleiri landsins
barna - en þær eru kannski ekki
sérstaklega sterkar hjá hverjum
og einum, vegna þess hve hvunn-
dagslega þær hljóma að mörgu
leyti. Steingrímur forsætisráð-
herra - ja séð hefur maður annað
eins. Aftur á móti eru ólympíu-
leikar bara fjórða hvert ár. Og
þegar handboltaliðið okkar tapar
fyrir Svíum þá gengur yfir snertur
af þjóðarsorg - sem svo snýst í
feiknafögnuð þegar jafntefli næst
við Júgóslava nú um síðustu
helgi.
Paö er verst
sem byrjar best
En satt best að segja: það er
furðumargt líkt með íslenskri
stjórnarkreppu og íslenskri þátt-
töku í ólympíuleikum. Og þá
fyrst og fremst þetta: samkvæmt
einhverju tiltölulega föstu
mynstri sem menn hafa komið sér
saman um, spana íslendingar sig
upp í miklar vonir og bjartsýni
fyrst í stað - til þess eins að detta
niður í vonbrigði og svartagalls-
raus þegar til alvöru keppnisdag-
anna kemur skömmu síðar. Fyrir
ólympíuleika skrifa og masa fjöl-
miðlar sig og aðra upp í miklar
væntingar, allir þeir sem stunda
líkindareikning leggja sig fram
um að fá sem hagstæðasta út-
komu, menn reikna okkur verð-
launasæti eins og að drekka vatn
rétt eins Sölvi Helgason reiknaði
börn í vinnukonur. En svo koma
keppnisdagar og fyrst eru menn
hissa á því að ekki skili nema
sumir íslensku íþróttamannanna
sínu besta, svo eru menn fullir
með útskýringar (það var of
heitt, maturinn vondur, dómar-
inn ómögulegur). Og loks eru
menn orðnir gramir og beiskir og
fara með gamla vísu (og ágæta
reyndar) eftir Jón Helgason pró-
fessor um þátttöku íslendinga í
ólympíuleikunum í Berlín 1936:
í þeirri íþrótt að komast aftur
úr öllum
var enginn í heimi þeim jafn.
Hættum þessu bara
Næsta lota eru lesendabréfin
um að það þýði ekkert að vera að
þessu: eigi er við menn að eiga
þar sem eru íþróttatröll stór-
þjóða, sérhönnuð frá blautu
barnsbeini og rekin áfram með
fyrirheitum um fríðindi mikil og
morð fjár. Við skulum sitja
heima og fara hvergi. Svo sofa
menn á þessu um stund. Svo
byrja þeir aftur að blása til nýrra
óskasigra á næstu leikum.
Víkverji Morgunblaðsins er
einn þeirra sem reynir að leggja
út af ólympíutíðindum. Hann
segir á þessa leið í gærdagspistli
sínum:
„Fólk liggur yfir sjónvarpinu
að næturlagi um þessar mundir
og fylgist með Ólympíuleikunum
í Seúl. Frammistaða íslensku
íþróttamannanna þar er íhugun-
öarefni. Raunar mætti fremur
segja að þær væntingar sem for-
ystumenn íþróttahreyfingarinnar
og fjölmiðlar byggja upp um
hugsanlegan árangur þeirra séu
til umhugsunar. Er þetta gert til
þess að ná í meira fjármagn? Er
þetta ástæðan fyrir því að þessir
ungu menn virðast ekki hafa út-
hald þegar til kastanna kemur,
þótt þeir hafi náð frábærum ár-
angri á öðrum mótum? Það er
mikið sálrænt álag að vita af heilli
þjóð bíða í ofvæni eftir því að
menn komist á verðlaunapall".
Ef kenningin sem felst í þess-
um spurningum er rétt, þá ætti
það að verða notadrýgst íslensk-
um íþróttamönnum á stærstu
mótum, ef íslenska sjónvarpið
skrópaði á leikunum og mör-
landar kærðu sig kollótta um
framgöngu þeirra. Ef engin býst
við neinu þá er engin spenna og
engin vonbrigði en þeim mun
meiri gleði væntanlega yfir þeim
týndum íþróttasauði sem snarar
sér á verðlaunapall öllum á óvart.
Kannski ættum við að koma
okkur upp leynisportmönnum
sem enginn veit um fyrirfram og
láta þá keppa í leirdúfuskyttiríi
eða einhverju þesslegu?
Eitt eigum
við samt
Hugmyndir Víkverja um
niðurfellingu ofvænis og vænt-
inga stangast reyndar á við aðra
merka kenningu, sem hefur
nokkuð látið á sér kræla á íþrótta-
síðum Tímans síðustu daga. En
hún er sú, að hvað sem íþrótta-
mönnum líður, þá megi ísland
vera stolt af því að eiga merkileg-
ustu áhorfendurna í Seúl.
Fréttaritari blaðsins í Seúl segir
að „íslensku áhorfendurnir vekja
fádæma athygli hvar sem þeir
koma“. Meira en svo - þeir ráða
úrslitum í heilum handbolta-
Ieikjum - að minnsta kosti ef aðr-
ir eiga í hlut. Þeir komu, segir
Tímin.i, á leik Ungverja og
Suður-Kóreumanna og „hvöttu
S-Kóreumenn af krafti og er það
mál manna að hvatning þeirra
hafí gert gæfumuninn í þeim
leik“.
Um frábæra frammistöðu
áhorfenda í leik íslands og
Bandaríkjanna segir svo:
„Klæddir íslensku fánalitun-
um, með lúðra, fána og veifur,
stóðu þeir sig frábærlega. Sem
dæmi um athyglina sem þeir
vöktu má nefna, að danska press-
an tók viðtal við félaga úr hópn-
um og birti myndir af þeim í
dönsku blöðunum.“
Sem sagt gott. Ef allt annað
bregst gætum við - með
táknrænum hætti náttúrlega -
hlotið fyrstu verðlaun á ólympíu-
leikum. Fyrir frábæra, samstillta
og áhrifadrjúga áhorfendur.
„Óþolandi að hafna
alltaf í þrettánda sæti“
Þjóðviljinn
Síðumúla 6 ■ 108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
RitstjórarrÁrni Bergmann, MöröurÁrnason, ÓttarProppé.
Fréttastjóri: Lúövík Geirsson.
Blaðamenn:DagurÞorleifsson,Guömundur RúnarHeiðarsson,
Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer
Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, ólafur
Gíslason, Páll Hannesson. SiguröurÁ. Friöþjófsson, Sævar
Guðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson (íþr.).
Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Jim Smart.
Útlitstoiknarar: KristjánKristjánsson, KristbergurÓ.Pétursson
FramkvæmdaetjórLHallurPáll Jónsson.
Skrlfstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglý8ingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgeröurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Husmóðir: Anna Benediktsdóttir
Útbreiöslu- og afgreiðslustjórl: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 70 kr.
Nýtt helgarblað: 100 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 800 kr.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 27. september 1988